Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 19

Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 19 NÝ kapella var tekin í notkun í Glerárkirkju við hátíðarmessu á sunnudag, á 10 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Það var herra Karl Sigurbjörnsson biskup sem vígði kapelluna. Síðustu vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við suðurálmu Gler- árkirkju, en hún var áður leigð Síðuskóla. Þar er nú þjónustuálma, skrifstofur starfsfólks, aðstaða fyr- ir Kór Glerárkirkju, umsjónar- menn ýmissa þátta kirkjustarfsins, fundaaðstaða, kaffistofa auk kap- ellunnar. Þessum viðamiklu breyt- ingum tókst að ljúka í einum áfanga, en þar kemur einkum til veglegur stuðningur sóknarbarns, Ásrúnar Pálsdóttur, sem ánafnaði kirkjunni hluta af dánarbúi sínu. Konur úr Kvenfélaginu Baldursbrá afhentu kirkjunni að gjöf glerlista- verk í glugga eftir Leif Breiðfjörð: Hafa kvenfélagskonur safnað fyrir glugganum síðustu 8 ár. „Það má hafa mörg orð um stuðning og vel- vild kvenfélagskvenna til kirkju og sóknar allt frá stofnun prestakalls- ins en hér er sannarlega brotið blað,“ skrifar Jónas Karlesson, for- maður sóknarnefndar, í Safnaðar- blað Glerárkirkju. „Seint verður fullþakkaður sá hugur sem kven- félagskonur hafa sýnt kirkjunni allt frá upphafi og fáheyrt um slíkt framtak sem þetta.“ Sóknarbörnum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og hef- ur sóknin um langa tíð verið meðal þeirra stærstu á landinu þegar miðað er við fjölda sóknarbarna á hvern prest. Í undirbúningi er að ráða djákna til starfa með áherslu á aukið barna- og unglingastarf. Ráðning djákna þykir löngu orðin tímabær en þröngur fjárhagur hef- ur ekki leyft hana fyrr. Þá hefur þess einnig verið beðið að unnt yrði að ráða aðstoðarprest til starfa í sókninni og eru líkur tald- ar á að sá draumur rætist innan tíðar. Þjónustuálma og kapella tekin í notkun á 10 ára afmæli Glerárkirkju Kvenfélagskon- ur gáfu steind- an glugga Kvenfélagið Baldursbrá afhenti Glerárkirkju að gjöf glerlistaverk í glugga eftir Leif Breiðfjörð. Á myndinni eru Sigurveig S. Bergsteinsdóttir, for- maður Kvenfélagsins Baldursbrár, og Jónas Karlesson, formaður sókn- arnefndar Lögmannshlíðarsóknar. Fyrir aftan þau situr séra Pétur Þór- arinsson, prestur í Laufási. Morgunblaðið/Kristján Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vígir nýja kapellu Glerárkirkju. F.v. Sigríður Jóhannsdóttir, Jónas Karlesson, séra Gunnlaugur Garðarsson, séra Sigurður Guðmundsson, herra Karl Sigurbjörnsson, séra Birgir Snæ- björnsson, séra Pálmi Matthíasson og Sigurveig S. Bergsteinsdóttir. Skákfélag Akureyrar heldur í sam- vinnu við Jón sprett svonefnt Pizzu- mót. Laugardaginn 14. desember kl. 13.30 er mót fyrir börn og unglinga, 15 ára og yngri, og eru pítsur frá Jóni spretti í verðlaun. Auk þess verður einn keppandi dreginn út og fær sá einnig vegleg pítsuverðlaun, óháð árangri. Daginn eftir, sunnu- dag, kl. 14, fer svo fram sams konar mót fyrir 16 ára og eldri. Á NÆSTUNNI Ljóðakvöld verður í Húsi skáldsins á Sigurhæðum í kvöld, miðvikudags- kvöldið 11. desember. Og rétt eins og annars staðar í þjóðlífinu eru það jól- in sem ráða þegar Erlingur Sigurð- arson flytur gestum gamlan jafnt sem nýlegan kveðskap um það efni. Allir eru velkomnir á þetta ljóðakvöld sem að líkindum verður hið síðasta. Dag- skráin hefst kl. 20.30 en húsið verður opið frá kl. 20 og heitt á könnunni. Í DAG AKUREYRARMÓT grunn- skólasveita í skák, yngri og eldri flokkur, fór fram um liðna helgi. Í yngri flokki, 1.–7. bekk, tóku 6 sveitir þátt frá 4 skól- um og vann A-sveit Lund- arskóla glæsilegan sigur, vann allar skákir sínar og fékk því 20 vinninga af 20 mögulegum. Ekki er víst að mótið hafi nokkru sinni unnist með fullu húsi. Lið Lundarskóla skipuðu þeir Jón Heiðar Sigurðsson, Aron Skúlason, Aron Hjalti Björns- son og Eyþór Gylfason. Allir urður þeir Íslandsmeistarar með skóla sínum í vor og tefldu fyrir hönd skólans á Norðurlandamótinu nú í haust. Í eldri flokki mættu ein- ungis 2 sveitir til leiks og lagði sveit Brekkuskóla lið Lundarskóla nokkuð örugg- lega, samtals 6–2. Sveitir Lundarskóla í yngri flokki og Brekkuskóla í eldri flokki keppa því á Íslandsmóti í vor fyrir hönd Akureyrar. Góður sigur Lundar- skóla VEÐRIÐ hefur leikið við landsmenn nú í upphafi aðventu. Það kemur sér vel fyrir þá sem þurfa að skjótast milli staða í jólaönnum. Þessir ungu drengir í Brekkuskóla notuðu hins vegar tækifærið og léku knatt- spyrnu á skólalóðinni – undir vökulu auga frelsarans, sem prýðir glugga skólans. Undir vökulu auga Morgunblaðið/Kristján Jólastemmning á fótboltavellinum. KVINTETT Sunnu Gunnlaugs verður með aðventudjass á Græna hattinum (undir Bláu könnunni) á vegum Jazzklúbbs Akureyrar í kvöld, miðvikudags- kvöldið 11. desember, kl. 21.15. Kvintettinn skipa: Kristjana Stefánsdóttir, söngur, Sigurður Flosason, saxófón, Sunna Gunn- laugs, píanó, Gunnar Hrafnsson, bassi, Scott McLemore, trommur. Kvintettinn mun leika efni af nýútkomnum diski, Fagra veröld, í bland við léttdjössuð jólalög. Á disknum Fagra veröld er að finna lög Sunnu við ljóð Tómasar Guð- mundssonar, Steins Steinarr, Sigurbjargar Þrastardóttur og fleiri. Diskurinn hefur verið til- nefndur til íslensku tónlistarverð- launanna sem besti djassdiskur ársins. Kvintett Sunnu Gunn- laugs í Græna hattinum er staðsett í miðborg Reykjavíkur á Spítalastíg 1. Þar er boðið upp á lúxus 2ja manna herbergi með sér- setustofu, eldunaraðstöðu og sjónvarpi. Einnig 3ja herbergja íbúðir (2 svefnherbergi, 4 rúm). Bílastæði fyrir gesti. Kjörin staðsetning og gott verð hvort heldur sem þú ert í viðskiptaerindum eða vilt njóta menning- arlífs höfuðborgarinnar. Myndir á vefsíðu. Hafðu sam- band og þú sérð ekki eftir því. Sími 511 2800. Fax 511 2801. Netfang luna@luna.is. Vefsíða www.luna.is Geymið auglýsinguna. Gistihúsið Luna                       

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.