Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 20
SUÐURNES
20 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STEFNT er að því að fyrsta skóflu-
stungan að fyrsta áfanga tvöföldunar
Reykjanesbrautar sunnan Hafnar-
fjarðar verði tekin 11. janúar næst-
komandi. Verður þetta fyrsti fjög-
urra akgreina þjóðvegurinn utan
þéttbýlis hér á landi. Í gær var skrif-
að undir samning Vegagerðarinnar
og lægstbjóðenda í verkið en hann
hljóðar upp á 616 milljónir.
„Það er mikill áfangi að fram-
kvæmdir við tvöföldunina skuli vera
hafnar, sérstaklega á þessum erfiða
kafla,“ segir Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra en hann var við-
staddur undirritun verksamningsins
í gær ásamt fulltrúum áhugahóps um
tvöföldunina.
Jarðvinnuverktakarnir Háfell ehf.
og Jarðvélar sf. og byggingafélagið
Eykt ehf. áttu lægsta tilboðið og
fengu verkið. Eiður Haraldsson,
framkvæmdastjóri Háfells, segir að
stórvirk tæki verði notuð við verkið
og það auðveldi vinnuna að hægt
verði að vinna fjarri umferð um
brautina. Vinna hefst í byrjun næsta
árs og verður með vaxandi þunga
næstu mánuði en mesti krafturinn
verður í framkvæmdunum næsta
sumar. Auk lagningar nýs tveggja
akgreina vegar við hlið hins gamla á
rúmlega átta kílómetra kafla frá
Hvassahrauni um Afstapahraun og
Kúagerði og upp á Strandarheiði
verða byggð tvenn mislæg gatnamót,
annars vegar í Hvassahrauni og hins
vegar við Vatnsleysustrandarveg.
Framkvæmdunum á að ljúka eigi
síðar en 1. nóvember 2004 en Eiður
Haraldsson vonast til þess að þeim
ljúki tveim mánuðum fyrr enda fái
fyrirtækin flýtifé ef það takist.
Forsvarsmenn áhugahóps um tvö-
földun Reykjanesbrautar áttu fund
með samgönguráðherra eftir undir-
ritunina í gær til að fá upplýsingar
um framhald verksins. Sturla Böðv-
arsson segir að ákvarðanir um fram-
hald tvöföldunar Reykjanesbrautar
suður á bóginn verði teknar við gerð
vegaáætlunar í vetur. Hann segir að
þetta sé stórt verkefni og ekki hægt
að gera ráð fyrir öðru en að það taki
töluverðan tíma og vekur jafnframt
athygli á miklum framkvæmdum
sem standi fyrir dyrum við Reykja-
nesbrautina í mesta þéttbýlinu á höf-
uðborgarsvæðinu og mislæg gatna-
mót á þeirri leið.
Verktakar hefja framkvæmd-
ir við tvöföldun í janúar
Morgunblaðið/Jim Smart
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra óskar Eiði Haraldssyni, eiganda
Háfells, til hamingju eftir undirritun samninga við Vegagerðina.
Reykjanesbraut
KANADÍSKA leiguflugfélagið
HMY Airways er að hefja viku-
legt flug milli Vancouver og
Calgary í Kanada og Manchest-
er á Englandi, með viðkomu á
Keflavíkurflugvelli.
Fyrsta vélin kemur næstkom-
andi mánudag. Stefnt er að flugi
fimm til átta sinnum í viku í
sumar til fleiri viðkomustaða í
Evrópu og vesturströnd Kan-
ada.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri
Hótel Keflavíkur, er umboðs-
maður kanadíska flugfélagsins
en hann var einnig umboðsmað-
ur Canada 3000 þegar það félag
hóf að millilenda hér á landi.
Eftir að Canada 3000 hætti hef-
ur hann unnið að því að fá önn-
ur félög til að taka upp þráðinn.
Nú er HMY Airways að hefja
flug og enn á hann í viðræðum
við stjórnendur Canada West en
þeir hafa hug á flugi milli Kan-
ada og áfangastaða í Austur-
Evrópu. Segir Steinþór að ef
fjármögnun gengur vel sé
möuglegt að það félagi hefji
einnig flug hér um í sumar.
HMY Airways notar 757-200
þotur í þessu flugi. Félagið flýg-
ur nú þegar frá Kanada til
ýmssa borga í Bandaríkjunum
og Mexíkó.
Lægri
þjónustugjöld
Steinþór hefur samið við Vall-
arvini um að afgreiða vélarnar.
Þá hefur hann óskað eftir leyfi
íslenskra samgönguyfirvalda um
að flugfélagið fái leyfi til að
flytja farþega milli Íslands og
Kanada, eins og Canada 3000
gerði á sínum tíma. Vegna hárra
þjónustugjalda voru farþegar
aðeins teknir hér einu sinni í
viku en Steinþór segir að með
aukinni samkeppni í þessari
þjónustu hafi þjónustugjöldin
lækkað mjög og það skapi betri
grundvöll til innritunar farþega
hér.
Kanadískar
vélar milli-
lenda á Íslandi
Keflavíkurflugvöllur
HÚSNÆÐISNEFND Grindavíkur
leggur til að dregið verði úr hækk-
unum á húsaleigu, sem tilkynntar
hafa verið, á sjö félagslegum íbúðum
af átján sem Grindavíkurbær á.
Áformað var að hækka leigu á um-
ræddum íbúðum um 18-19 þúsund á
mánuði en leigan hækkar um 8.000
til 10.600 krónur, verði tillaga
nefndarinnar samþykkt.
Framkvæmdastjóri húsnæðis-
nefndar Grindavíkur tilkynnti leigj-
endum félagslegra íbúða um veru-
legar hækkanir á húsaleigu. Áttu
þær að taka gildi um áramót.
Viðmiðunarstuðull hækkar
Framkvæmdastjórinn, Kjartan F.
Adólfsson, segir að húsaleigan hafi
verið reiknuð upp á nýtt og sam-
ræmd samkvæmt viðmiðunar-
reglum Íbúðarlánasjóðs. Útreiknuð
leigufjárhæð miðast við framreiknað
verð íbúðanna og þann stuðul sem
Íbúðarlánasjóður gefur út sem há-
mark við útreikning á leigu. Fyrr á
þessu ári hækkaði Íbúðarlánasjóður
þennan hámarksstuðul úr 5,27% í
6,9% og segir Kjartan að það hafi
verið gert til að færa húsaleigu nær
raunverulegum kostnaði. Kjartan
getur þess jafnframt að leigan hafi
ekki verið hækkuð um síðustu ára-
mót og að leigutekjurnar dugi ekki
fyrir afborgunum og vöxtum og öðr-
um kostnaði við rekstur íbúðanna og
viðhald.
Leiða þessir útreikningar til þess
að leiga á íbúðum í Heiðarhrauni 30
hækkar um 6-8 þúsund eftir stærð,
eða um 19 til 39%. Þó eru dæmi um
meiri hækkanir á einstökum íbúð-
um, eða allt upp í 11 þúsund en
Kjartan segir að það sé vegna sam-
ræmingar á leigu íbúðanna í húsinu.
Mánaðarleg leiga með gjaldi í hús-
sjóð verður 28 til 37 þúsund krónur
á mánuði.
Útreikningurinn leiðir til enn
meiri hækkunar á leigu íbúða í
Heiðarhrauni 32 og á Ásvöllum, eða
18-19 þúsund á mánuði sem gerir
42-73% hækkun.
Framkvæmdastjórinn tilkynnti
leigjendunum þessar hækkanir án
þess að leggja þær fyrir húsnæð-
isnefnd bæjarins. Kjartan segir að
ekki hafi verið venja að leggja slíka
útreikninga fyrir nefndina.
Húsnæðisnefndin tók málið síðar
fyrir og hefur nú lagt til við bæj-
arstjórn að dregið verði úr hækk-
unum átta af þessum ellefu íbúðum,
það er að segja íbúðunum í Heið-
arhrauni 32 og Ásvöllum. Vill nefnd-
in að leigan þar hækki um 8 til
10.600 krónur eða um 25–30%. Verði
breytingin samþykkt munu leigj-
endur í Heiðarhrauni 32 greiða 34–
43 þúsund krónur í leigu mánuði og
er hússjóðsgjald innifalið.
Þess ber að geta að leigjendur
geta átt kost á húsaleigubótum sem
eru tekjutengdar en geta numið allt
að helmingi leigufjárhæðar.
Bæjarráð hefur óskað eftir grein-
argerð frá fjármálastjóra bæjarins
um þessar hækkanir og vísað málinu
til bæjarstjórnar. Búist er við af-
greiðslu þess á fundi í vikunni.
Húsnæðisnefnd vill
draga úr hækkun
Grindavík
Leiga félagslegra íbúða hækkuð
STJÓRN Læknafélags Íslands segist
hafa fullan skilning á tregðu fyrrver-
andi heilsugæslulækna á Suðurnesj-
um til að ráða sig til baka á heilsu-
gæslustöðvar þar.
Kemur þetta fram í yfirlýsingu sem
félagið sendi frá sér í gær. Þar er þess
jafnframt getið að stjórnin styður við-
leitni læknanna við að finna sér ný
störf, þar sem vinnuumhverfi og við-
mót stjórnenda virðist í heilbrigðara
fari, eins og það er orðað.
Til rökstuðnings þessari niður-
stöðu vísar stjórnin meðal annars til
upplýsinga um að fækka eigi heim-
ilislæknum á Suðurnesjum og að ekki
eigi að ráða alla til baka og að lækn-
unum hafi verið boðin lakari kjör en
þeir höfðu áður en þeir hættu störfum
eftir uppsögn.
Styðja læknana í því
að fá sér önnur störf
Keflavík
NÝJASTA skip íslenska kaupskipaflotans heitir Björg-
vin, eftir föður og afa eigenda þess, Björgvins frá Há-
teigi í Garði. Skipið verður notað til að flytja inn þorsk-
hausa fyrir fiskverkunina Háteig í Garði auk annars
tilfallandi flutnings.
Skipið kom í fyrsta skipti til landsins seint á laugar-
dagskvöldið með um 60 tonn af hausum frá Skotlandi
sem landað var í Sandgerði og var áætlað að það færi
þaðan aftur í dag. Feðgarnir Magnús Björgvinsson og
Matthías Magnússon notuðu tímann til að útbúa skipið
þannig að hægt væri að skrá það á íslenska skipaskrá.
Áformað er að skipið fari þrjár ferðir í mánuði til
Skotlands til að sækja þorskhausa fyrir Háteig. Vonast
feðgarnir eftir því að fá annan flutning enda skipið
ágætlega útbúið til að flytja frystan og ferskan fisk.
Ekki liggur fyrir hvort Björgvin kemur við í Færeyjum
eins og komið hefur til tals.
Skipið er 50 metra langt. Það er 24 ára gamalt en
hefur verið endurbyggt sem frystiskip.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Flutningaskipið Björgvin kom til hafnar í Sandgerði um helgina, í fyrsta skipti. Þar var skipað upp hausum.
Í fyrsta skipti
í heimahöfn
Sandgerði
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Feðgarnir Matthías Magnússon og Magnús Björg-
vinsson í Háteigi í Garði eru eigendur Björgvins.