Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 27

Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 27 FRÁ 1996 hafa 192 flótta-menn komið til landsins.Engir flóttamenn koma tillandsins í ár, en fyrirhugað er að 20–25 komi hingað á næsta ári. Allir flóttamennirnir hafa komið frá Júgóslavíu og þeir eru allir búsettir hér á landi utan 37 flóttamenn sem komu tímabundið til landsins árið 1999. Fyrsti hópur flóttamanna sem rík- isstjórn Íslands ákvað að taka á móti kom til landsins árið 1956, en þá komu hingað 52 Ungverjar sem flúið höfðu til Austurríkis eftir blóðuga byltingu sem gerð var í landinu, en hún var brotin á bak aftur af herjum Vasjárbandalags- ins. Þá bað ríkis- stjórnin Rauða kross Íslands að annast komu þeirra til landsins og að- lögun þeirra að ís- lensku samfélagi. Síðar komu 32 Júgóslavar til landsins árið 1959. Tuttugu árum síðar, árið 1979, kom hópur 34 Víet- nama til Íslands, en hópurinn hafði mátt þola erfiða vist í flóttamannabúð- um. Árið 1982 komu 26 Pólverjar til Íslands og 1990 kom annar hópur Víetnama. Í hópn- um voru 30 Víetnamar og árið eftir kom jafnstór hópur Víetnama til landsins. Rauði kross Íslands sá alfarið um komu og aðlögun þessara flótta- manna, en þeir eru samtals 204. Nýjar reglur settar 1996 Árið 1996 gerði Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra fimm ára samning við Rauða kross Íslands um hlutverk hans við móttöku flóttamanna og einnig gerði hann samning við eitt móttökusveitarfélag árlega. Eftir þessu nýja kerfi hafa komið 192 flóttamenn frá Júgóslavíu. Settar voru reglur um hvernig bæri að taka á móti flóttamönnum og hvaða þjónustu þeir ættu kost á. Í reglunum segir að meginmarkmið flóttamannastarfsins sé að gera flóttafólkinu mögulegt að setjast hér að ef það óskar þess, eða aðstoða við að snúa heim þegar og ef slíkar að- stæður koma upp. Til þess að aðlag- ast íslensku samfélagi sé afar mik- ilvægt að læra tungumálið. Flótta- mennirnir eiga rétt á kennslu í íslensku og samfélagsfræðslu hálfan daginn í níu mánuði. Börnin stunda sérstakan sumarskóla til að undirbúa sig fyrir grunnskólann, yngri börnin eru í daggæslu eða leikskóla meðan foreldrar læra íslensku. Húsnæði, hiti og rafmagn er flóttafólkinu að kostnaðarlausu fyrsta árið. Fasta- gjald vegna síma er greitt og þeir greiða því eingöngu afnot sín af sím- anum. Full framfærsla er þeim tryggð í sex mánuði, sem síðan skerð- ist, um 2⁄3 í þrjá mánuði og síðan um 1⁄3 í þrjá mánuði. Heilbrigðis- og tann- læknaþjónusta er þeim einnig að kostnaðarlausu fyrsta árið. Vel gekk á Ísafirði Í fyrsta hópnum sem kom eftir að nýju reglurnar voru settar voru 30 Júgóslavar, en þeir fóru allir til Ísa- fjarðar. Bryndís Friðgeirsdóttir hjá svæðisskrifstofu Rauða krossins á Vestfjörðum sagði að afar vel hefði tekist til við móttöku hópsins. Ísfirð- ingar hefðu lagt mikla áherslu á að taka vel á móti hópnum. Hver fjöl- skylda hefði fengið þrjár vinafjöl- skyldur til stuðnings og það hefði tek- ist sérstaklega vel. Einnig hefði verið lögð mikil áhersla á nám í íslensku. Börnunum hefði verið kennd íslenska í grunnskólunum og leikskólunum. „Þetta tókst mjög vel og var síðan þróað áfram. Samfélagið á Ísafirði var sérstaklega vel tilbúið til að taka á móti fólkinu. Þetta var ekki verk- efni sem var knúið áfram af Rauða krossinum eða íslenska ríkinu heldur stóð allt samfélagið á Ísafirði sig sér- staklega vel,“ sagði Bryndís. Verkefnið stóð í ár, en eftir það var fólkið á eigin vegum þótt það nyti áfram stuðnings frá vinafjölskyldunum. Bryndís sagði að flóttamennirnir hefðu fljótlega keypt sér hús á Ísa- firði og fengið vinnu. Þegar frá leið hefði hins vegar farið að bera á áhyggjum hjá þeim eins og svo mörgum öðrum Íslendingum sem byggju á landsbyggðinni. Áhyggjurnar hefðu snúið að óöryggi í atvinnumálum, fall- andi verði á fast- eignum o.s.frv. „Ég held að reynslan hafi sýnt að það sé mjög gott að flóttamennirnir komi fyrst út á land og búi í litlum samfélögum þar sem haldið er vel utan um hópinn. Svo geta þeir valið og fært sig til ef þeir vilja,“ sagði Bryndís. Bryndís sagði að ein fjölskylda væri eftir á Ísafirði af þeim sem komu til bæjarins 1996. 37 fóru heim til Kosovo 1999 Svipuð þróun hefur orðið í öðrum bæjarfélögum. Af þeim 17 sem komu til Hafnar í Hornafirði 1997 eru að- eins nokkrir eftir. Allir 23 sem komu til Blönduóss árið 1998 eru hins vegar fluttir til sveitarfélaga á suðvestur- horni landsins. Árið 1999 komu 75 Kosovo-Alb- anar til Íslands, en hópnum var skipt milli Hafnarfjarðar, Dalvíkur og Reyðarfjarðar. Gert var ráð fyrir að þeir sem vildu fara heim yrðu aðstoð- aðir við það þegar aðstæður bötnuðu í heimalandinu. 37 af þessum 75 kusu að fara aftur til Kosovo. Allur hóp- urinn sem fór til Reyðarfjarðar kaus að flytja heim aftur, en hópurinn sem fór til Dalvíkur er þar enn. Árið 2000 komu 24 flóttamenn frá Júgóslavíu til Íslands og þeir fóru all- ir til Siglufjarðar. Guðmundur Guð- laugsson, bæjarstjóri á Siglufirði, sagði að aðlögun hópsins að íslensku samfélagi hefði gengið mjög vel og al- menn ánægja verið með verkefnið. Hann sagði að af þessum hópi flótta- manna byggi ein átta manna fjöl- skylda á Siglufirði. Hinir hefðu flutt til höfuðborgarsvæðisins. Hann sagði að ýmsar ástæður lægju þar að baki, m.a. hefðu börn þurft að fara í burtu til að komast í framhaldsskóla og þá hefðu foreldrar ákveðið að flytja með. Í fyrra komu 23 flóttamenn til Reykjaness. Engir flóttamenn koma til landsins á þessu ári, en á því næsta er fyrirhugað að 20–25 manna hópur komi til landsins. Viðræður standa yf- ir við Akureyrarbæ um móttöku flóttamannanna. Hólmfríður Garðarsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands, segir að aðlögun flóttamanna og hlut- verk stuðningsfjölskyldna Rauða krossins hafi vakið athygli víða er- lendis. 192 flóttamenn hingað til lands á 6 árum Þótt almennt sé talið að vel hafi tekist til við mót- töku flóttamanna sem komið hafa til landsins á síð- ustu árum hafa margir þeirra valið þann kost að flytja af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið.   # $  % $ &  '&(    $  ) * $ &  % "$ + ,'  $ -./ % $ 0  % $ -./ % . 1%  *$$ 2. 0,  %  &/ ,       " 1   *% 2     %  * ,   3 0  0,   r sem ritaði ráðuneytinu bréf í essa árs og lagði til að stofn- ögð niður í núverandi mynd og færð til sýslumannsins á flugvelli. stofnunarinnar komu til um- þingi vorið 1998. Þá gerði Mar- annsdóttir stofnunina að um- fyrirspurnartíma og hélt því að niðurfelling aðflutnings- þeim vörum sem bandaríski herinn flytti inn og seldi síðan í sérstakri verslun, styddist við afar hæpna laga- stoð. Velti Margrét því upp hvort þessir viðskiptahættir væru í samræmi við nú- tímann og ákvæði samkeppnislaga. Vörur frá hernum lytu ekki sömu skil- yrðum og innflutt vara sem íslenskir að- ilar seldu. Friðrik Sophusson, þáverandi fjár- málaráðherra var til andsvara í þinginu. Minnti hann á lagaákvæði um starfsemi stofnunarinnar í varnarsamningi milli Ís- lands og Bandaríkjanna. Um meðferð og endursölu þessara vara giltu hins vegar strangar reglur en þó væri á þeim und- antekning sem stofnunin sæi um. „En ég vil gjarnan segja frá því hér að ég tel ekkert óeðlilegt við það að háttvirtir þingmenn ræði það hvort þetta sé eina fyrirkomulagið sem eigi að gilda,“ sagði fjármálaráðherra m.a. Ráðning Alfreðs Það var einnig deilt harkalega um ráðningu Alfreðs Þorsteinssonar í for- stjórastöðuna á sínum tíma en hann tók við af Helga Eyjólfssyni, sem fyrr segir. Í febrúar árið 1977 setti þáverandi utan- ríkisráðherra, Einar Ágústsson, Alfreð í stöðuna frá 1. mars sama ár en auk þess að vera borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins var hann blaðamaður á dag- blaðinu Tímanum, sem Framsóknarflokkurinn gaf út. Nokkrum árum áður hafði Alfreð tekið sæti Einars í borgar- stjórn er sá síðar- nefndi varð ráðherra. Þegar greint var frá setningu Alfreðs hafði komið fram í fjölmiðlum að 34 umsóknir höfðu borist um stöðuna, en frestur til að sækja um rann út í árslok 1976. Utan- ríkisráðuneytið neitaði að gefa upp nöfn umsækjenda og í Morgunblaðinu 15. febrúar 1977 var haft eftir Páli Ásgeiri Tryggvasyni, þá deildarstjóra varnar- máladeildar ráðuneytisins, að nafnleynd- in væri byggð á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í blaðinu kom eftirfarandi einnig fram: „Morgunblaðið spurðist fyrir um það í gærkvöldi hjá Páli Ásgeiri Tryggvasyni hvort Alfreð Þorsteinsson hefði verið einn þeirra, sem lögðu inn umsókn um stöðu framkvæmdastjóra Sölu varnar- liðseigna áður en umsóknarfrestur rann út 30. desember sl. Páll Ásgeir sagði að hann hefði 2. janúar sl. gengið frá lista til utanríkisráðherra yfir þær umsóknir, sem borizt hefðu varnarmáladeildinni, og á þeim lista hefðu verið 34 nöfn og hefði nafn Alfreðs Þorsteinssonar ekki verið þar á meðal. Sagði Páll Ásgeir að aðrar umsóknir hefðu borizt til ráðherra beint.“ Dæmisaga af Al Capone Nafnleyndin var harðlega gagnrýnd í umræðum á Alþingi sama dag, 15. febr- úar. Í frásögn Morgunblaðsins af fjör- legum umræðum kom þetta m.a. fram: „Sverrir Hermannsson (S) sagðist hafa heyrt þá sögu, að Al Capone (bandarísk- ur sakamaður) hefði borið fram þá ósk á banabeði, að synir hans tveir mættu fá sæti í Sölunefnd varnarliðseigna á Ís- landi. Það hefði verið áður en nefndin hefði verið niður lögð. Hefði sá þó kom- izt í ýmislegt af feitara tagi. – Hitt vildi hann að kæmi fram, þrátt fyrir orð Al- berts Guðmundssonar, að hann væri undrandi á vinnubrögðum varðandi um- rædda embættisveitingu. Ekki ætti að taka við umsóknum um opinber embætti frá „huldumönnum“. Meðferð þessi er mér alls ekki að skapi, sagði þingmað- urinn. Albert Guðmundsson (S) sagði Sverri, flokksbróður sinn, sjálfan í opinberu embætti, sem ekki hefði verið auglýst; framkvæmdastjóri Framkvæmdastofn- unar ríkisins. (Hér kallaði Sverrir fram í: „Máske bar ég af í starfið“.) Þingmað- urinn ber sjálfsagt af, þegar hann er eini umsækjandinn. Hvað viðvéki dæmisög- unni af sonum Al Capone, kæmi sér í hug, að þeir hefðu sjálfsagt hætt við Sölunefndina, þegar þeir hefðu frétt af Framkvæmdastofnuninni.“ Nokkrum dögum síðar afréð utanrík- isráðherra að birta nöfn 29 umsækjenda um stöðuna og var Alfreð sagður þar á meðal. Var sleppt að birta nöfn þeirra er höfðu dregið umsóknir sínar til baka, m.a. Stefáns Skarphéðinssonar, þáver- andi skrifstofustjóra og lögfræðings Sölu varnarliðseigna en núverandi sýslu- manns í Borgarnesi, sem sagði stöðu sinni lausri. Í leiðara Morgun- blaðsins 22. febrúar 1977 sagði m.a. um ráðningu Alfreðs að það ætti að vera föst regla að þeir sem sæktu um opinber störf yrðu að sæta því að nöfn þeirra yrðu birt. Annað gæti valdið tortryggni eins og gerst hefði í þetta sinn. Síðan sagði: „Kjarni þessa máls er þó sá að setning Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og blaðamanns Tímans, í þetta starf er bersýnilega póli- tísk embættaveiting. Engin önnur „rök“ eru fyrir þessari veitingu. Þess vegna vekur hún undrun, þar sem um mjög við- kvæmt starf er að tefla.“ rar aldar ölu varnar- gna lokið efur staðið yfir í meira en hálfa öld. Um áramótin lýkur þeirri ntekt Björns Jóhanns Björnssonar kemur m.a. fram að oft hefur þingi, og þekkta menn borið á góma á borð við Al Capone. ’ Ólafur RagnarGrímsson áformaði að leggja sölunefnd- ina niður árið 1988. ‘ bjb@mbl.is Morgunblaðið/GolliÍ versluninni við Grensásveg fékkst varningur af ýmsum toga. áðabirgðalög sett um Sölunefnd eigna og Helgi Eyjólfsson skip- amkvæmdastjóri. efndin lögð niður en svonefnt gsráð sér um viðskipti ríkisins nn næstu fjögur árin. lunefnd varnarliðseigna tekur a í kjölfar varnarsamnings milli og Bandaríkjanna. Helgi Eyj- ráðinn framkvæmdastjóri. rslunarhúsnæði við Grensásveg kjavík tekið í notkun, eftir að min hafði frá upphafi verið í hús- rakningum víða um borgina. freð Þorsteinsson ráðinn fram- astjóri í stað Helga. lu varnarliðseigna gert að skila óna kr. hagnaði í fjárlaga- rpi, ella verði stofnunin lögð nið- ærð annað. eglugerð sett um nýja Umsýslu- varnarmála sem tekur við af rnarliðseigna. Alfreð áfram ndi, nú titlaður forstjóri. ofnuninni gert að hætta sölu á u vegna gildistöku evrópskrar rðar um merkingu matvæla. msýslustofnun varnarmála lögð g versluninni við Grensásveg 0. nóvember. Starfsemin færð mbætti sýslumannsins á Kefla- gvelli frá ársbyrjun 2003. okkur mamót ögunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.