Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að fer sennilega ekki
framhjá neinum að
jólin nálgast óðfluga.
Það snýst nánast allt
um jólin þessa dag-
ana. Við förum í jólahlaðborð,
kveikjum ljósin á jólatrjám,
kaupum jólaföt, freistum þess að
komast í jólakjólinn, tölum um
jólafrí, lesum jólabækurnar og
hugsum um girnilegu jólarjúp-
urnar, grænlensku, sem reyndar
er víst útséð um að komist á
jólaborðin.
Þegar þetta er skrifað eru um
tvær vikur til jóla og fyrstu jóla-
sveinarnir væntanlegir til
byggða. Skórnir verða líklega
settir út í glugga í kvöld. Að
venju er eftirvæntingin senni-
lega mest hjá börnunum. Þau
bíða mörg hver
eftir jólasvein-
unum og að-
fangadegi með
óþreyju. Það
er þó annar
hópur sem ég
geri ráð fyrir að hugsi einnig um
jólin og aðventuna með gleði í
huga; er ég þar að tala um versl-
unareigendur. Þeir hafa alltént
verið duglegir að minna okkur
hin á hátíðina, undanfarnar vik-
ur ef ekki mánuði, og að því til-
efni dregið fram jólavörur, jóla-
skraut, jólasöngva og jafnvel
jólasveina – helst til of snemma
að mínu mati. Það var a.m.k.
ekkert sérstaklega spennandi að
heyra jólalögin óma í verslunum
s.s. í verslunarmiðstöðinni
Kringlunni í byrjun nóvember
eða hvenær það nú var nákvæm-
lega sem stjórnendur þar á bæ
settu jólalögin á fóninn. Og í
október forðaðist ég vísvitandi
ákveðnar verslanir sem voru
búnar að ákveða, með því að
stilla upp jólaskrautinu og jóla-
vörunum, að jólaundirbúning-
urinn væri hafinn. Í mínum huga
eru það nefnilega ekki versl-
unareigendur sem ákveða hve-
nær ég fer í jólaskap heldur ég
sjálf. (Ég reyni a.m.k. að ákveða
það sjálf þrátt fyrir ítrekaðar og
freklegar tilraunir verslunareig-
enda.)
En maður má nú kannski ekki
vera of vondur við verslunareig-
endur svona á aðventunni. Jólin
eru væntanlega þeirra upp-
skeruhátíð. (Á sama hátt og svo-
nefndir konudagar og mæðra-
dagar eru uppskeruhátíð
blómabænda). Og sjálfsagt er
það eðlilegt að þeir reyni að
stjórna því hvenær neytendur
hefja jólainnkaupin; því fyrr sem
jólainnkaupin byrja því meiri lík-
ur á því að uppskeran verði
ríkuleg.
Það er heldur ekki hægt að
segja annað en að verslunareig-
endur kunni sína iðju. Þeir
standa sig nokkuð vel í því að
skapa freistingar í hverju horni.
Og við neytendurnir þekkjum
líka okkar hlutverk; við stöndum
okkur nokkuð vel í því að sjá
„jóla þetta og jóla hitt“ sem
nauðsynlegt virðist vera að
kaupa, a.m.k. inni í búðinni
sjálfri. En þegar út er komið
hugsa örugglega margir: „hvað í
veröldinni á ég að gera við allt
þetta jóladót?“
Ég neita því ekki að ég hef
oftsinnis fallið í hinar ólíklegustu
freistingar, svona rétt fyrir jólin.
Í fyrra keypti ég t.d. a.m.k. fjór-
ar jólaseríur sem ég síðan tímdi
aldrei að taka niður og prýddu
því heimilið allan ársins hring.
Þannig sannfærði ég líka sjálfan
mig um að ég hefði með jólaser-
íukaupunum gert afskaplega góð
og hagnýt kaup. Það er þó ann-
að mál.
En talandi um jólin og jóla-
undirbúninginn; ég hef nefnilega
aldrei skilið það stress sem hef-
ur búið um sig í mörgum mönn-
um; konum og körlum, vikurnar
fyrir jólin. Það virðist t.d. grípa
um sig einhver óskiljanleg þörf,
að mínu mati, meðal margra á
því að þrífa hýbýli sín hátt og
lágt. Og ótrúlega margar konur
keppast um að baka ótrúlega
margar sortir, þ.e. kökusortir.
Ég tek þó fram að ég er ekki að
gera lítið úr þeim. Satt best að
segja dáist ég að þeim konum,
því það eru jú aðallega konur,
sem nenna að baka smákökur
fyrir jólin. Og ekki finnst mér
verra að fá að koma í heimsókn
til þeirra og smakka á herleg-
heitunum. (Því sjálf hef ég aldrei
nennt að baka smákökur). En ég
skil ekki það stress sem stund-
um einkennir þrifin og smáköku-
baksturinn. Ég er nefnilega
þeirrar skoðunar að við þurfum
ekkert að þrífa óvenjuvel fyrir
jólin eða baka óvenjumargar
sortir – sérstaklega ekki ef við
höfum ekki tíma til þess og það
þýði bara stress. Það er barasta
allt í lagi, ef út í það er farið, að
gleðja verslunareigendurna og
kaupa þessar ágætu smákökur
sem fást í verslunum þeirra.
(Það hefur verslunareigendunum
a.m.k. tekist að telja mér trú
um). Jólin verða ekkert verri
fyrir vikið.
En sjálfsagt reynir hver að
skapa sína hefð í kringum jólin.
Sumir vilja baka kökur, aðrir
vilja þrífa, margir vilja lesa jóla-
bækur og enn aðrir kaupa jóla-
dót. Það hlýtur þó að vera í lagi
að brjóta hefðina ef aðstæður
knýja á um það og það hlýtur að
vera mikilvægt fyrir sálartetrið
að reyna að njóta aðventunnar í
stað þess að gera sér erfitt fyrir
með of miklum kröfum og þar
með of miklu stressi.
Þegar allt kemur til alls snú-
ast jólin heldur varla um hinn
veraldlega undirbúning eða ver-
aldlega hluti á borð við jólagjaf-
ir, jólaskraut, jólasmákökur og
jólaföt, svo fátt eitt sé nefnt. Þau
hljóta fyrst og fremst að snúast
um það sem býr innra með okk-
ur; um hið góða; um vænt-
umþykjuna og kærleikann. Um
jólin, ekki síst, ættum við að
leyfa kærleikanum að koma fram
þótt auðvitað ætti hann að vera
til staðar alltaf – á öllum tímum.
En úr því ég er orðin svona
hátíðleg langar mig til að minn-
ast orða Sigurbjörns Ein-
arssonar biskups. Þegar blaða-
maður Morgunblaðsins, Anna G.
Ólafsdóttir, spurði hann, í viðtali
um helgina, hvað hann myndi
gefa Íslendingum í jólagjöf sagði
hann: „Kyrrð, rósemi, frið, hið
innra og ytra, og þetta er nátt-
úrulega það sem jólin gefa og
boða þar sem þau eru þegin.“
Um hvað
snúast jólin?
„Þegar allt kemur til alls snúast jólin
heldur varla um hinn veraldlega undir-
búning eða veraldlega hluti á borð við
jólagjafir, jólaskraut, jólasmákökur og
jólaföt, svo fátt eitt sé nefnt.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
MENTOR-VERKEFNIÐ vin-
átta, sem rekið er af Velferðar-
sjóði barna á Íslandi, er verkefni
þar sem grunnskólabarni er gefinn
kostur á að tengjast háskólanema
sem verður fyrirmynd í lífi þess.
Mentor-verkefnið er byggt á al-
þjóðlegri fyrirmynd.
Kjarni Mentor-verkefnisins vin-
áttu er að háskólastúdentar veiti
grunnskólabörnum stuðning og
hvatningu. Áhersla er lögð á gagn-
kvæman ávinning og hagsmuni
samfélagsins í heild af því að börn
og ungmenni kynnist og læri af að-
stæðum hvers annars. Tengslin
sem myndast geta bætt sjálfs-
mynd barnsins sem m.a. getur
komið fram í auknum námsáhuga
og lífsleikni. Háskólaneminn fær
hins vegar tækifæri til að verða
fyrirmynd í lífi barnsins og öðlast
innsýn í hugarheim barns á grunn-
skólaaldri.
Ísland er fjölmenningarlegt
samfélag og því er þörf á að vinna
að tengslum milli mismunandi
menningarheima og bjóða einstak-
linga af erlendum uppruna vel-
komna í hið íslenska samfélag. Þar
sem um helmingur barnanna í
Mentor-verkefninu vináttu eru af
erlendum uppruna kynnast men-
torar menningu barnanna og börn-
in kynnast menningu Íslendinga
með öðrum hætti en ella. Mentor-
verkefnið vinátta er utan við op-
inbert félagslegt stuðningskerfi.
Mentor-verkefnið vinátta hófst
haustið 2001 og er rekið af Vel-
ferðarsjóði barna á Íslandi en
sjóðurinn fékk til samstarfs við sig
Háskóla Íslands, Kennaraháskóla
Íslands og tvo grunnskóla í
Reykjavík, Austurbæjar- og Há-
teigsskóla. Mentor-verkefnið vin-
átta er rekið sem tilraunaverkefni
í 3 ár frá og með árinu 2001/2002
og var gert grunnmat á verkefninu
að því ári loknu. Lokamat verður
svo gert í lok síðasta starfsárs
2003/2004 til að meta árangurinn.
Á fyrsta starfsári tóku 35 háskóla-
nemar og jafn margir grunnskóla-
nemar þátt í verkefninu. Verkefn-
inu var vel tekið og var ákveðið að
fjölga bæði mentorum og skólum
um meira en helming skólaárið
2002-2003. Skólaárið 2002-2003
stóð nemendum við Kennarahá-
skóla Íslands og Háskóla Íslands
aftur til boða að sækja um þátt-
töku í Mentor-verkefninu vináttu.
Mentorum og grunnskólabörnum
var fjölgað í 72 og þrír nýir grunn-
skólar bættust í hópinn, Fellaskóli,
Langholtsskóli og Breiðagerðis-
skóli þannig að þetta árið eru
fimm grunnskólar með í verkefn-
inu.
Verkefnið felst í því að háskóla-
stúdentar verja þremur stundum á
viku yfir skólaárið (frá lok sept. til
loka apríl) í samveru með einu
grunnskólabarni á aldrinum 7-12
ára og koma þátttakendur sér
saman um að gera eitthvað
skemmtilegt. Þessar stundir þurfa
ekki að vera úthugsaðar og skipu-
lagðar, því návistin er talin mik-
ilvægust. Einu sinni í mánuði skil-
ar háskólaneminn yfirliti um
samskipti sín við barnið til um-
sjónarmanna verkefnisins og mæt-
ir einnig í einka- eða hópviðtöl.
Háskólanemarnir fá handleiðslu í
gegnum allt verkefnið frá umsjón-
armönnum þess. Með því að taka
þátt fá nemendur háskólanna
tveggja tækifæri til að verða fyr-
irmynd í lífi grunnskólabarna og
jákvætt afl í lífi þeirra og börnin
mynda tengsl við þroskaðan, full-
orðinn aðila fyrir utan fjölskyldu
sína.
Börnin sem taka þátt í verkefn-
inu eru á aldrinum 7-12 ára og fá
ákveðnir árgangar innan þessa
aldurshóps send heim umsókn-
areyðublöð og upplýsingar um
verkefnið. Foreldrar senda síðan
umsóknir með barninu til baka. Ef
umsóknir verða fleiri en hægt er
að anna þarf að velja úr umsækj-
endum og forgangsraða í samráði
við skóla.
Mentorar og börn eru tryggð
meðan á samveru þeirra stendur.
Þátttaka barnanna í verkefninu er
ókeypis en foreldrar þurfa að
greiða þann kostnað sem upp kem-
ur, t.d. strætisvagnafargjöld, veit-
ingar o.þ.h. Mentorar fá greidd
laun fyrir vinnu sína 100.000 kr.
fyrir allt skólaárið (7 mánaða
vinnu) og eiga kost á að fara á
námskeið sem metið er til 2 ein-
inga af báðum háskólunum.
Framtíðarvonir vegna Mentor-
verkefnisins vináttu hér á landi
eru þær að það komi til með að
festast í sessi í íslensku skólakerfi.
Vonast er til þess að verkefnið geti
staðið öllum grunnskólabörnum á
aldrinum 7-12 ára til boða í sem
flestum skólum. Verkefni sem
þetta er jákvætt innlegg í uppeld-
is- og skólastarf þar sem markmið
þess er m.a. að bæta aðstöðu
barna til betri lífsgæða, styrkja
sjálfsmynd þeirra og kynnast nýj-
um hugmyndum og möguleikum til
náms. Barn jafnt sem mentor geta
lært mikið á samvistum hvort við
annað. Barn sem kemur út í sam-
félagið með góða fyrirmynd í far-
teskinu hefur forskot.
Fyrirmyndarfólk
Eftir Elínu
Þorgeirsdóttur
„Framtíð-
arvonir
vegna
Mentor-
verkefnisins
vináttu hér á landi eru
þær að það komi til með
að festast í sessi í ís-
lensku skólakerfi.“
Höfundur er umsjónarmaður
Mentor-verkefnisins vináttu.
Í LEIÐARA Morgunblaðsins 5.
des. sl. er talað um að sérkenni-
legar umræður hafi átt sér stað í
utandagskrárumræðu á Alþingi 3.
des. í tilefni af skuldbindingu rík-
isstjórnarinnar um að kosta loft-
flutninga á vegum NATO. Í sjálfri
utandagskrárumræðunni var einn-
ig lýst undrun á undarlegum um-
ræðum hér á landi varðandi fram-
lag Íslendinga í þessum efnum.
Umræðan er sögð hafa einkennst
af rangfærslum og því að gera tor-
tryggileg þau áform íslenskra
stjórnvalda að íslenskar flugvélar
verði til taks ef hætta skapast.
Í ofangreindum leiðara Morg-
unblaðsins segir einnig að það
liggi fullkomlega í augum uppi
hvað er átt við með loftflutning-
unum og því sé það merkilegt að
heila utandagskrárumræðu þurfi
til að útskýra það fyrir þingmönn-
um. Hvers vegna er það svona
merkilegt?
Það er ekki langt síðan heilmikil
umfjöllun var um efnið í Morg-
unblaðinu, meðal annars á mið-
opnu blaðsins, 22. nóv. sl.
Þar segir í grein Ólafs Þ. Steph-
ensen, aðstoðarritstjóra Morgun-
blaðsins, sem skrifar frá leiðtoga-
fundi NATO í Prag að: „Meðal
annars verður þörf á mikilli flutn-
ingagetu til að koma liðsmönnum
og hergögnum hins nýja hraðliðs
NATO á áfangastað, hugsanlega
um langan veg. Ríkisstjórnin hefur
samþykkt að leggja af mörkum
flutningagetu vegna aðgerða
NATO, í formi þess að íslensk
flugfélög fljúgi með lið eða her-
gögn til átakasvæða.“ Eins segir
að „þegar hafi verið gengið frá
rammasamningum við flugfélögin
Atlanta og Flugleiðir, sem gera
stjórnvöldum kleift að óska aðstoð-
ar þeirra með litlum fyrirvara og
taka flugvélar á leigu.“
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra furðar sig á því að „hug-
takið hernaður hafi verið notað
hér í þessari umræðu (þingumræð-
unni 3. des.) skipti eftir skipti“.
Eins vill ráðherrann meina að
túlkun fjölmiðla á þessum efnum
sé á algjörum villigötum.“ (Mbl. 4.
des., bls.10.)
Utanríkisráðherra gefur til
kynna að hugtakið hernaður sé
óviðeigandi, Sigríður A. Þórðar-
dóttir þingmaður segir í þingum-
ræðunni að íslenskar flugvélar
verði aldrei þátttakendur í beinum
hernaðaraðgerðum en Morgun-
blaðið segir 22. nóv. að það eigi að
flytja hergögn til átakasvæða og í
leiðaranum 5. des. er talað um að
með störfum friðargæslu séum við
þátttakendur í hernaðarlegri að-
gerð, sem lýtur stjórn her-
manna …“ Eins segir þar að þátt-
taka Íslands í loftflutningum yrði
væntanlega af sama toga og frið-
argæslan á Balkanskaga: farþega-
og flutningavélar yrðu notaðar þar
sem þær kæmu að gagni …“.
(Væntanlega þýðir hugsanlega.
Sem sagt, ekki örugglega.)
Ef túlkun fjölmiðla á þessum
efnum, sbr. Halldór Ásgrímsson,
er á villigötum, hví ætti það að
liggja svona „fullkomlega í augum
uppi“ hvað hér er um að ræða?
Eiga menn bara að lesa eitthvað
annað úr greinum aðstoðarrit-
stjóra Morgunblaðsins, en það sem
þar stendur?
Það segir skýrt í Morgunblaðinu
22. nóv. (m.a.s. feitletrað), að rík-
isstjórnin hafi samþykkt að leggja
af mörkum flutningagetu vegna
aðgerða NATO, í formi þess að ís-
lensk flugfélög fljúgi með lið eða
hergögn til átakasvæða.“ Hergögn
í almennum málskilningi eru „tæki
notuð í hernað til árása og varna,
vopn, skotfæri.“ En nú er hlut-
unum hagrætt og talað er um frið-
argæslu og borgaralegar aðgerðir
í sama blaðinu með 2ja vikna milli-
bili. (Fjallað er í blaðinu 22. nóv.
um loftflutninga annars vegar, og
friðargæslu hins vegar.)
En umræðurnar þykir starfs-
mönnum Morgunblaðins hinar sér-
kennilegustu þegar þeir virðast
ekki einu sinni vita sjálfir um hvað
þeir eru að tala, og utanríkisráð-
herra segir að fjölmiðlar séu á
villigötum hvað efnið varðar. Er
það sem sagt ekki rétt að íslenska
ríkisstjórnin hafi samþykkt að
leggja af mörkum flutningagetu
vegna aðgerða NATO, í formi þess
að íslensk flugfélög fljúgi með lið
eða hergögn til átakasvæða?
Mogginn og NATO
Frá Þórdísi B.
Sigurþórsdóttur
„Talað er um
friðargæslu
og borg-
aralegar að-
gerðir í
sama blaðinu.“
Höfundur er viðskiptafræðingur.