Morgunblaðið - 11.12.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.12.2002, Qupperneq 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 31 Í SÍÐUSTU viku beindi ég fyr- irspurn til heilbrigðisráðherra á Al- þingi um hlutfall aldraðra á öldrun- arstofnunum hér á landi skipt eftir kjördæmum. Í svörum heilbrigðis- ráðherra komu afar athyglisverðar upplýsingar fram. Skv. tölum Hagstofu Íslands eru hlutfallslega um helmingi færri eldri Reykvíkingar á öldrunarstofnunum, en í öðrum landshlutum. Þannig eru rúmlega 6% þeirra sem eru 65 ára og eldri í Reykjavík á öldrunarstofnun- um en á bilinu 9–14% í öðrum lands- hlutum, að Reykjanesi undanskildu, en þar eru 34% 65 ára og eldri á stofnunum. Þegar aldurshópurinn yfir 80 ára er skoðaður er hlutfallið 17,6% í Reykjavík, en á bilinu um 29– 36% í öðrum landshlutum. Þar sker Reykjanes sig þó enn úr með 132%, sem skýrist af því að þar eru stórar öldrunarstofnanir og aldraðir sem eiga þar búsetu koma víðs vegar að. Lægra hlutfall á Norðurlöndum Skv. tölum úr heilbrigðisráðuneyt- inu, sem reyndar eru misvísandi eft- ir því hvar borið er niður, eru á bilinu 28–35% þeirra sem eru 80 ára og eldri á öldrunarstofnunum. Til sam- anburðar má nefna að á öðrum Norðurlöndum er hlutfallið 20%, að Noregi undanskildum þar sem 25% 80 ára og eldri eru á öldrunarstofn- unum. Ýmsar ályktanir má draga af þess- um tölum. Bráður vandi í Reykjavík Í fyrsta lagi kemur berlega í ljós hversu slælega hefur tekist til með fjölgun hjúkrunarrýma í Reykjavík á undanförnum árum. Hér liggur skýringin á því að um 300 aldraðir Reykvíkingar eru í bráðri þörf fyrir vist á hjúkrunarheimilum. Ég hef áð- ur bent á ábyrgð borgaryfirvalda í þessum efnum. Þrátt fyrir að ríkið taki þátt í kostnaði við uppbyggingu öldrunarstofnana og greiði kostnað við rekstur þeirra er það fyrst og fremst á ábyrgð viðkomandi sveitar- félaga að hafa frumkvæði að bygg- ingu öldrunarstofnana, enda liggja upplýsingar hjá þeim um þarfir íbúa fyrir samfélagslega þjónustu á hverjum tíma. Þessa ábyrgð hafa sveitarfélög á landsbyggðinni axlað, en núverandi borgaryfirvöld hafa sofið á verðinum eins og svör heil- brigðisráðherra við fyrirspurn minni bera með sér. Of lítil áhersla á heimaþjónustu Í öðru lagi hlýtur það að vera um- hugsunarefni hve hátt hlutfall aldr- aðra er á öldrunarstofnunum hér á landi í samanburði við hin Norður- löndin. Meginmarkmið laga um mál- efni aldraðra er að stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heim- ilislíf eins lengi og unnt er, en þeim sé jafnframt tryggð stofnanaþjón- usta þegar þörf krefur. Því hefur verið haldið fram að Íslendingar leggi of mikla áherslu á að byggja opinberar stofnanir til að mæta þörf- um aldraðra, en minni áherslu á að styðja þá til að búa sem lengst heima hjá sér. Samanburðartölur milli Norðurlanda benda til að nokkuð sé til í þeirri fullyrðingu. Breyttar þarfir… Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting í húsnæðismálum eldra fólks. Margir hafa fest kaup á eða leigt húsnæði t.d. í fjölbýlishúsum, sem er hannað með þarfir þeirra í huga. Eldra fólk á þá ósk heitasta að fá að vera heima hjá sér eins lengi og kostur er og fá til þess nauðsynlegan stuðning ríkis og sveitarfélaga, sem lög gera ráð fyrir. Þessar áherslur byggjast jafnt á fjárhagslegum, fé- lagslegum og heilsufarslegum ástæðum. Augljóslega er t.d. hag- kvæmara að auka úrræði og stuðn- ing til að eldra fólk fái notið ævi- kvöldsins heima hjá sér, ef heilsufarsástæður að öðru leyti leyfa, en að beina þeim á öldrunar- stofnanir, nema brýn nauðsyn beri til. Úrræði eins og aukin heima- hjúkrun t.d. með sólarhringsþjón- ustu, heimaþjónusta, heimsóknir sjálfboðaliða til aldraðra, dagvistun og hvíldarinnlagnir eru til þess fallin. Þverrandi heilsa, óöryggi og ein- manaleiki eru meginástæður þess að aldraður einstaklingur óskar eftir plássi á öldrunarstofnun. Þegar heilsu þrýtur þarf eldra fólk að eiga greiðan aðgang að vistun á stofnun. …kalla á breyttar áherslur Ég tel að sú kynslóð sem nú er að færast á efri ár hafi aðrar áherslur, en kynslóðin þar á undan. Breyttar þarfir kalla á breyttar áherslur í öldrunarþjónustu. Aukinn stuðning- ur við eldra fólk til að vera heima sem lengst er í samræmi við óskir þeirra sjálfra. Heima eða á stofnun Eftir Ástu Möller Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Breyttar þarfir kalla á breyttar áherslur í öldrunar- þjónustu.“ MANNANNA börnum má hugs- anlega skipa í ýmsa mismunandi flokka eftir eðli þeirra og upplagi, áhuga- og hagsmunamálum, gáfum þeirra og atorku. Sum þeirra eru t.a.m. að eðlisfari börn náttúrunnar, önnur aftur á móti börn tækninnar og enn önnur sambland af hvoru- tveggja, en ekkert mannsbarn get- ur þó tæplega talist vera 100% barn náttúru, né 100% barn tækni. Í framhaldi af þessu væri ekki alveg fráleitt að segja sem svo að skáld, aðrir listamenn og reyndar ýmsir fleiri standi í flestum tilfellum nátt- úrunni nær en raunvísindamenn og verkfræðingar, sem starfa meira á tæknisviðinu. Óþarft er að taka það fram að menn skynja náttúruna af misjafnlega miklu næmi. Sumir líta á hana eða réttara sagt einstaka hluta hennar sem perlur eða lista- verk skaparans (hver svo sem hann nú var), sem ber að umgangast af fyllstu varúð og virðingu. Aðrir er bera minna skynbragð á listir virð- ast hins vegar ekki kunna að meta hana meira en svín meta perlur, liggur mér við að segja, einkum og sér í lagi ef þeir eygja einhverja hagnaðarvon eða ávinning. Þeir telja sig þannig vera herra hennar og drottnara, sem leyfist að taka hana til sinna þarfa hvenær og hvar sem þeim þóknast. Þeir eru enn- fremur oftast í góðri trú um að þeir séu að gjöra rétt, en mörgum er spurn hvort það sé í rauninni alltaf svo. Fyrir 12–13 árum var haldið hér á landi alþjóðlegt þing verkfræð- inga, sem sérhæfa sig í hönnun stórstíflumannvirkja. Félagar þess- ir hittast annað hvert ár. Nú var röðin komin að Íslandi og var þing- haldið allt á vegum Landsvirkjunar. Ferðast var bæði um Suður- og Norðurland og öll helstu virkjunar- svæði, vatnsorkuver og uppistöðu- lón skoðuð undir leiðsögn sér- menntaðra leiðsögumanna og íslenskra verkfræðinga. Er við áð- um við minnisvarðann um Stephan G. Stephansson við Arnarstapa í Skagafirði í blíðskaparveðri og við sjónum okkar blasti Drangey fræddi ég verkfræðingana svolítið um Gretti og æviferil hans og end- aði svo með því að segja þeim frá sögufrægu sundafreki hans eins og því er lýst í Grettlu. Auðsætt var að ég hafði talað fyrir daufum eyrum. Verkfræðingarnir virtust ekki bein- línis vera móttækilegir fyrir menn- ingartengdri leiðsögn, þótt sumar konur þeirra hefðu hlustað á frá- sögn mína af nokkrum áhuga. Jafn- skjótt og ég hafði lokið máli mínu kom hinn leiðsögumaðurinn, sér- fræðingurinn á tæknisviðinu, og tjáði mér alveg tæpitungulaust að nútíma verkfræðingar kynnu ekki að meta svona hrútleiðinlega forn- eskju. Daginn eftir er ég hugðist ganga með hópinn upp á hæðina fyrir ofan Höfða við Kálfastrandarvoga og njóta útsýnisins þaðan lagðist hinn leiðsögumaðurinn eindregið gegn því. Það væri ekkert vit í því að eyða dýrmætum tíma í svoleiðis hé- góma, enda væri það á dagskrá að skoða Laxárvirkjun og það tæki sinn tíma. Ekki voru allir jafnsáttir við þá ákvörðun, eins og t.d. frönsk menntakona, sem las mér heldur betur pistilinn fyrir að hafa ekki leyft þeim að dvelja örlítið lengur við Mývatn. Að reiðilestri hennar loknum benti ég henni á þá bitru staðreynd að ferðafélagar hennar hefðu greinilega auga fyrir allt öðru en svona náttúruperlum eins og Mývatni. Við það róaðist hún og sagði svo hálfbrosandi: „Ég hefði ef til vill betur valið mér eiginmann úr annarri starfsstétt.“ Ja, hver hefur sinn drösul að draga, hugsaði ég. Þessa menn vil ég kalla: „sérgrein- arglópa“, orð sem ég bjó til eftir þetta ferðalag og þá má vitanlega finna víðar en meðal verkfræðinga. Í viðtalsþætti sem Þórarinn Björnsson átti við Þóri Baldvinsson arkitekt taldi hann Bandaríkjamenn vera fróðari í landafræði en Breta. Ég hef hins vegar allt aðra sögu að segja af þeim. Á námsárum mínum í Kaliforníuháskóla í Los Angeles vissi ég af veðurfræðistúdent sem hafði ekki hugmynd um hvar Mexí- kóflói var. Fleiri sláandi dæmi um fáfræði manna í þessum efnum þar í landi mætti nefna, en hér læt ég nægja að tilgreina aðeins eitt. Fyrir sex árum heimsóttum við hjónin vin okkar, er búsettur hefur verið í Bandaríkjunum í meira en hálfa öld. Nú býr hann í Santa Bar- bara, stórfagurri borg í Suður-Kali- forníu. Einhverju sinni, eftir að hafa virt fyrir mér svipmikið og snæviþakið fjall í austri, spurði ég vin minn, sem er verkfræðingur, hvað það héti og hann svaraði að bragði: „Ég kalla það Vaðlaheið- ina.“ Hann var alinn upp á Ak- ureyri eins og ég. Vonandi erfir hann það ekki við mig að segja frá þessu hér. Ég lét ekki þar við sitja, heldur hélt þessu til streitu og lagði sömu spurningu fyrir þó nokkra borgarbúa og stóðu þeir allir með tölu á gati. Ég gesturinn, sem var þá búinn að afla mér frekari upp- lýsinga um málið, gat frætt þá um að fjallið þeirra héti Santa Inez. Sýnir þetta ekki okkur og sannar að fólk þetta, og þar með talinn besti vinurinn minn, hefur fjarlægst náttúruna meira en góðu hófi gegn- ir? Það þekkir ekki einu sinni sitt nánasta umhverfi. Sem betur fer er ekki komið eins bölvanlega fyrir okkur Íslendingum, að minnsta kosti ekki enn. Að lokum þetta: Ef börn tækn- innar fá flestu ef ekki öllu að ráða munum við börn náttúrunnar ekki geta horft upp á bjarta og ómeng- aða framtíð. Börn náttúr- unnar og börn tækninnar Eftir Halldór Þorsteinsson Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs og leiðsögumaður. „… ef börn tækninnar fá flestu ef ekki öllu að ráða munum við börn náttúrunnar ekki geta horft upp á bjarta og ómengaða framtíð.“ Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 250 fm skrifstofur, 5 hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni, allt nýtt, nýtt park- et, eldhús, gardínur, tölvulagnir og fl. Laust strax. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Tryggvagata - 101 Rvík TIL LEIGU Geisladiskur til sölu Sexy Loverboy Indian Princess Leoncie Hinn frábæri geisladiskur Sexy Loverboy fæst í Hljómvali (Keflavík), Þrumunni, Laugavegi 69, Japis og Skífunni. Skemmtilegasta jólagjöfin í ár Hin vinsæla söngkona Leoncie vill skemmta um allt land. Bókið með fyrirvara: 691 8123 www.leoncie-music.com Umboðssími 691 8123. Leoncie er spiluð á bestu útvarpsstöðvum víða um heim. Geymið auglýsinguna  Faxafeni 5 • Sími 588 8477 www.betrabak.is Heilsunnar vegna Jólagjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.