Morgunblaðið - 11.12.2002, Síða 32

Morgunblaðið - 11.12.2002, Síða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbjörn Bjarna-son fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1927. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi hinn 3. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason frá Ný- lendu í Meðallandi, f. 1. nóvember 1894, d. 16. mars 1970, og Guðmundína Guð- mundsdóttir frá Austvaðsholti í Rang- árvallasýslu, f. 5. apríl 1894, d. 8. janúar 1966. Systkini Guðbjörns eru Jón, f. 13. september 1922, d. 9. okt. 1922, Hrefna, f. 24. september 1924, og Gerða, f. 30. júlí 1929, d. 15. maí 2000. Guðbjörn kvæntist 21. ágúst 1953 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Sólveigu Jónasdóttur, f. í Reykjavík 3. júlí 1927. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna, f. 1951. Maki, Wilhelm Norðfjörð. Börn þeirra eru: a) Björn Ægir, sam- býliskona Linda Mokdad, b) Sól- veig, sonur hennar Tayo Örn, c) Björg. 2) Bjarni, f. 1953. Börn hans eru: a) Ragna, dætur hennar Diljá og Agnes, b) Eiríkur Húni, c) Ívar Karl, d) Ægir Sindri, e) Óð- inn Dagur. 3) Birna, f. 1957. Sonur henn- ar Matthías Már. Maki hennar Krist- ján Kristinsson og börn þeirra eru: a) Anna Margrét, b) Daníel. 4) Jónas, f. 1962. Maki Linda Hróarsdóttir og börn þeirra eru: a) Hulda Guðrún, b) Hróar Örn. 5) Sigurður Örn, f. 1966, sambýlismaður Páll Garð- arsson. Guðbjörn lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1947. Hann vann lengst af sem sölumað- ur. Fyrst hjá Hvannbergsbræðr- um, þá hjá Ásbirni Ólafssyni og síðast hjá Snyrtivörum hf. Síðasta áratug starfaði hann hjá Skatt- stjóranum í Reykjavík. Guðbjörn var meðlimur í Oddfellowregl- unni um árabil. Útför Guðbjörns verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Minningin um Bjössa tengdaföður minn er ljóslifandi og mun lifa áfram í huga þeirra sem eftir lifa og nutu þess að þekkja hann. Ég fylli þennan hóp og það ber að þakka. Fyrstu kynni mín af Bjössa og Stellu voru fyrir rúmlega tuttugu ár- um þegar ég kom inn á heimili þeirra sem þá var í Breiðholtinu í fylgd með syni þeirra, Jónasi, bekkjarbróður mínum úr Verzlunarskólanum. Við vorum þá að hefja lokaárið okkar í skólanum og vorum byrjuð að draga okkur saman. Í fyrstu var ég feimin og óframfærin en það bráði fljótt af því frá upphafi var ég boðin velkomin inn á heimilið. Heimili sem gott var heim að sækja og þar sem hjarta- rými var nægt. Síðan hefur samband okkar einkennst af hlýju, væntum- þykju og virðingu. Ekki er laust við að mér hafi fundist ég eiga sérstakan sess í huga þeirra og efast ég ekki um að þannig hefur okkur öllum liðið sem að þeim stóðu. Þegar okkur Jónasi fæddist dóttir, og ég rúmlega tvítug að aldri, var ekki amalegt að eiga góða að. Betri afa og ömmu hefði ég ekki getað hugsað mér. Þegar við ungu foreldr- arnir, annað í námi og hitt í vinnu, reyndum að leggja grunn að framtíð- inni kynntist ég af eigin raun viðhorfi þeirra til afkomenda sinna. Hrósyrði og hvatningarorð virtust vera þeim eðlislæg og gerðu okkur það léttbært og skemmtilegt að takast á við þetta nýja hlutverk. Síðar þegar ég ákvað að fara í langskólanám og eftir að sonur hafði bæst við fjölskylduna sannaðist að stuðningur þeirra við ákvarðanir okkar var ótvíræður. Þegar til þeirra var leitað um barna- pössun, sem var oft, létu þau eins og þeim væri jafn mikill greiði gerður og okkur. Þegar þeim var síðan þakkað fyrir pössunina var það ávallt viðkvæðið að þetta væru svo einstök börn að það væri unun að fá að vera með þeim. Enda uppskáru þau ein- stakt samband við barnabörnin. Stundir systkinanna með afa sínum og ömmu eru orðnar ófáar og óend- anlega dýrmætur fjársjóður í minn- ingarbrunni þeirra. Þær eru ófáar útilegurnar og sum- arbústaðaferðirnar sem við höfum farið í saman, ýmist með þeim einum eða stórfjölskyldunni allri. Þar var Bjössi á heimavelli og var aldrei skemmtilegri. Í gönguferðum fór hann ávallt fremstur í flokki og vakti það ætíð mikla kátínu hinna fjöl- skyldumeðlimanna. Þau fótfráustu meðal barnanna höfðu ekki roð við afa sínum, jafnvel þó stálpuð væru. Það forskot gaf hann ekki eftir fyrr en veikindin fóru að taka sinn toll. Í fótboltanum var hann eins og fjör- ugur unglingur og dæmi var um að hann spilaði rifbeinsbrotinn í mark- inu. Í minigolfinu spilaði hann til sig- urs. Góðlátleg stríðni og léttur hlátur fylgdi með. Í þessum ferðum er ómissandi að spila Bjössavist og er jafnvel spilað á fleiri en einu borði. Í Bjössavist er búið að aðlaga spila- reglurnar að vilja Bjössa, þ.e. henda út þeim sögnum sem honum leiddist að spila. Það ríkir samt sem áður full sanngirni í spilamennskunni, þar sem reglurnar eru þekktar. Í mínum huga kemur ekki til greina að spila fjögurra manna vist á annan hátt. Gúrku var líka vinsælt að spila ef hópurinn var stór og kunna allir af- komendur Bjössa og Stellu gúrku. Vinir og kunningjar barnanna sem oft fóru með í þessar ferðir tóku einnig virkan þátt og skemmtu sér jafn vel og hinir. Bjössi var dagfarsprúður og hljóð- ur maður sem að öllu jöfnu hafði létt og skemmtilegt viðmót. Heiðarleiki og dugnaður einkenndu hann og var atorka hans einstök. Það var einstak- lega auðvelt að gleðja Bjössa og sýndi hann þá sanna barnslega gleði. Hann var vel upplýstur og fylgdist ávallt vel með fréttum og þjóðfélags- umræðunni allri. Jafnvel síðustu vik- urnar þegar hann var orðinn fangi í eigin líkama og gat sig hvergi hreyft og átti erfitt um mál reyndi hann af veikum mætti að halda uppi samræð- um um nýjustu fréttir sem hann fylgdist enn með. Hann hafði próf frá Verzlunarskólanum en hugur hans stóð til frekara náms. En oft fara gæfa og gjörvileiki ekki saman og auðnaðist honum ekki að leita sér frekari menntunar. Viðhorf hans og vilji til menntunar hefur þó skilað sér til afkomenda hans. Öll börnin hans eru langskólagengin og nú virðist sem að kynslóðin sem á eftir kemur kjósi að fara sömu leið eftir því sem hún vex úr grasi. Þar fer stór og glæstur hópur sem Bjössi var og má vera mjög stoltur af. Gæfa hans birt- ist í miklu barnaláni. Þar er hans auður. Á stórhátíðum hefur stórfjölskyld- an ávallt komið saman við hin ýmsu tækifæri. Nú þegar hátíð fer í hönd verður Bjössa sárt saknað í hópnum. En eins og sonur okkar svaraði þeg- ar hann var spurður um tilfinningar sínar gagnvart dauða afa síns. „Jú, ég er mjög sorgmæddur, en samt er ég glaður því nú er afi kominn á betri stað og líður vel.“ Blessuð sé minning Bjössa og megi guð styrkja þá sem eftir lifa. Far þú í friði. Linda Hróarsdóttir. Komið er að kveðjustund eftir ríf- lega þriggja áratuga kynni. Ég var rétt af barnsaldri þegar Bjarni leiddi mig á fund foreldra sinna. Stella og Bjössi tóku á móti mér af mikilli rausn og hlýju og ég fann fljótt að þarna myndi ég eignast vini. Á þá vináttu hefur aldrei borið skugga. Bjössi lét sér sjaldan bregða þótt við unglingarnir töluðum okkur hás um vinstrisinnað fagnaðarerindið, en sagði því minna sem hann var meira ósammála. Hafi málflutningurinn gengið fram af honum, þá reyndi hann að leyna því. Væntumþykja hans kom fram í því að það var ekk- ert sem hann ekki vildi fyrir mann gera. Skutlast og snúast, vera til staðar, ævinlega sporléttur og greiðafús. Jafnvel þótt leiðir okkar sonar hans skildu var ég áfram sama tengdadóttirin. Á hans heimili átti ég vísan stað við matarborðið alla sunnudaga í áraraðir og dóttir mín sá ekki sólina fyrir ömmu og afa sem alltaf voru áhugasöm um velferð hennar og mína. Fáa menn þekki ég sem eiga betur skilið að vera kallaðir drengir góðir. Í því voru þau eins, Stella og Bjössi, að umhyggjan fyrir börnum sínum og barnabörnum var þeim ævinlega efst í huga. Hann var góðum gáfum gæddur og með afbrigðum ósérhlíf- inn, samviskusamur og vandvirkur. Þessa sömu eiginleika hafa börnin hans öll tileinkað sér gegnum for- dæmi hans. Síðustu árin voru Bjössa erfið. Hann þjáðist af torkennilegum ofnæmissjúkdómi sem lítið varð við ráðið, en hann var harður af sér. Svo mjög var honum hugað um að bera sig vel, að sjálfsagt voru þeir fáir sem vissu að þrek hans var að þrjóta. Svo þegar líkaminn fór að láta undan, þá gerðist það hratt. Með nánustu fjöl- skyldu sína sér við hlið kvaddi hann, umluktur fegurð og kærleika. Í þakklæti votta ég Stellu, Bjarna og öllum öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Megi guð og góðar vættir vaka yfir minningu Bjössa og ástvinum hans. Hildur Jónsdóttir. Aðventan er tími íhugunar og frið- ar. Hún lýsir upp svartasta skamm- degið og veitir víst ekki af þegar dag- arnir eru jafn dimmir og nú í byrjun desember. Í upphafi aðventunnar tendruðum við fyrsta kertið en örfá- um dögum seinna slokknaði annað ljós þegar minn kæri tengdafaðir, Guðbjörn Bjarnason, kvaddi þetta líf. Lífið og dauðinn eru tveir fletir á sama peningi og enginn veit hvor hliðin birtist manni næsta dag. Bjössi, eins og hann var ævinlega kallaður, hafði reyndar verið meira og minna rúmliggjandi sl. 4 mánuði. Á skömmum tíma hrakaði honum svo að ekki varð við neitt ráðið og dvölin á líknardeildinni í Kópavogi var að- eins rúm vika þar til yfir lauk. Fyrsta sunnudag í aðventu safnaðist fjöl- skyldan saman við sjúkrabeð Bjössa til að kveðja hann því þá þótti sýnt í hvað stefndi. Þegar lífið er orðin bið eftir dauðanum er dauðinn líkn og við skulum vera þakklát fyrir það að þrautir hans eru nú á enda. Eftir sit- ur söknuðurinn en líka allar góðu minningarnar. Missir barna- barnanna er mikill við fráfall Bjössa afa og mörg þeirra eru að upplifa dauðann í fyrsta sinn. Huggunin er samt sú að Stella amma er enn til staðar fyrir þau hvert og eitt. Bjössi varð aldrei ríkur af þeim verðmætum sem mölur og ryð fá grandað. Hann var hins vegar auð- ugur af þeim verðmætum sem máli skipta og getur stoltur mætt skapara sínum á hinsta degi. Hann átti ynd- islega konu og saman eignuðust þau 5 vel gerð börn sem hvert á sinn hátt hafa erft hina góðu eiginleika for- eldranna. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin orðin 3. Er hægt að óska sér meira ríkidæmis? Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Farðu í friði, kæri vinur. Minning þín mun lifa með okkur um ókomin ár. Kristján Kristinsson. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Með þessum sálmi viljum við kveðja elsku afa okkar úr þessum heimi. Megi ást okkar fylgja þér til himna. Megir þú hvílast í friði og lifa í minningu okkar. Matthías Már, Anna Margrét og Daníel. Skýjum ofar á leiðinni til landsins verður mér hugsað til slíkra heim- ferða í barnæsku. Þá í jólafrí með mömmu og pabba frá Danmörku, nú úr vestri til að kveðja afa minn hinsta sinni. Það er hann afi sem brúar bilið. Það er nefnilega hann sem sækir okkur fjölskylduna út á flugvöll. Ef þetta er ekki mín fyrsta minning, er þetta sú kærasta. Við keyrum í myrkri allt þar til ljósadýrð Reykja- víkur lýsir upp borgina í fjarska. Afi segir okkur tíðindi og í bakgrunni eru lesnar fréttir og tilkynningar á Gufunni. Ekið er sem leið liggur upp í Breiðholt þar sem amma bíður með pönnukökur og aðrar veitingar. Ef til vill er þetta Ísland fyrir mér – ljósin í Reykjavík og amma og afi. Heimili þeirra á Grýtubakkanum var minn ævintýraheimur. Og það var nú svo að eftir að þau fluttu löngu síðar í Neðstaleiti gat ég aldrei nefnt það annað en Breiðholt. Fyrir mér var það miðpunktur alheimsins og er kannski enn. Hvort sem ég bjó er- lendis eða úti á landi var ég kominn heim er í Breiðholtið var komið. Þegar í barnæsku sá ég einnig hvaða mann afi hafði að geyma: um- hyggjusamur og fjörugur dugnaðar- forkur sem kunni hvorki að kvarta né kveina. Ólíkt öðrum mönnum sem gáfu selbita gaf hann afi minn hval- bita – líkt og hann nefndi þá jafnan. Það er sárt að kveðja núna eftir mörg góð ár. Hafðu þökk fyrir allt saman nafni. Megi almættið vera með henni ömmu minni sem má nú takast á við tilveruna án lífsförunaut- ar síns. Björn Ægir. Mig langar að minnast afa míns sem mér þótti svo vænt um. Það eru ekki til margir staðir sem eins gott var að vera á eins og hjá afa og ömmu. Ég fæ ennþá fiðring í magann þegar ég heyri fréttastefið á Rás 1 spilað fyrir fréttir því hjá ömmu og afa vaknaði ég oft við þetta stef og vissi þá hversu góður dagur væri framundan. Hjá afa og ömmu var alltaf til nóg af góðgæti og ef eitthvað vantaði var afi fljótur að rjúka út í búð og kaupa það. Hjá þeim spiluð- um við alltaf mjög mikið og gat afi t.d. spilað Ólsen Ólsen alveg enda- laust eða þangað til allir aðrir gáfust upp. Þegar margir voru saman spil- uðum við Gúrku. Fjölskyldan hefur í gegnum árin farið mikið saman í úti- legur og var ferðinni oft heitið á Laugarvatn. Þá var ómissandi að skella sér í gufuna og svo út í ískalt vatnið. Afi átti það til að synda lengst út í vatnið og það geta örugglega ekki margir leikið eftir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk elsku afi minn fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Guð veri með ömmu og styrki hana. Þín Hulda Guðrún. Elsku afi. Við systurnar sitjum og rifjum upp góðar stundir með þér. Allar úti- legurnar eru ofarlega í huga. Það var svo gaman að vera með þér, kannski mest af því þú hafðir svo gaman af því að leika við okkur. Það skipti engu máli hvað það var, selbitaslag- ur, fótbolti, badminton eða spil, alltaf varstu með. Okkur þótti þú líka ótrú- leg hetja að geta synt yfir Laugar- vatn. Eftir því sem við urðum eldri minnkuðu ærslaleikirnir en áfram spiluðum við Bjössavist. Mikið mun- um við sakna þín um jólin. Kvöld- kaffið hjá þér og ömmu á aðfangadag er svo stór hluti af jólunum. Við höld- um áfram að spila vistina þína og nú mun enginn dirfast að kvarta yfir reglunum þínum. Þið amma eigið svo stóra fjölskyldu sem þykir endalaust vænt um ykkur. Það sást kannski best þegar við vorum öll samankom- in til að kveðja þig eftir að þú varst sofnaður. Tayo fékk líka að kyssa þig bless eins og hann bað um og nú veit hann að þér líður vel. Hann er sann- færður um að nú sért þú umkringdur nammi hjá Jesú. Mikið er það gott að þið tveir fenguð tækifæri til að kynn- ast og verða svona miklir vinir. Það er erfitt að kveðja þig, elsku afi, en GUÐBJÖRN BJARNASON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær eiginmaður minn, elskandi faðir okkar, afi og langafi, GRÉTAR FINNBOGASON fyrrverandi lögreglumaður frá Látrum í Aðalvík, Suðurvangi 14, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut í Reykja- vík mánudaginn 9. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Vigfúsdóttir, Vigdís Erla Grétarsdóttir, Helgi Rúnar Gunnarsson, Guðjón Ragnar Grétarsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Elísabet Stella Grétarsdóttir, Gunnar Einarsson, Þórir Ómar Grétarsson, Árdís Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.