Morgunblaðið - 11.12.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.12.2002, Qupperneq 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 33 við hin styðjum hvert annað í sorg- inni. Vonandi getur þú fylgst með okkur en þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur af ömmu, hún er svo dugleg og við pössum hana fyrir þig. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, Björg, Sólveig og Tayo Örn. Ég á margar góðar minningar um afa minn. Bestu minningarnar eru frá því þegar ég, afi og pabbi fórum saman á fótboltaleiki. Ein af skemmtilegustu minningunum er þegar við fórum upp á Akranes í gömlum fiskibáti til að fylgjast með leik ÍA og KR en afi hélt alltaf með ÍA. Við fjölskyldan fórum oft saman í útilegur. Þá var alltaf hægt að plata afa út í minigolf þótt veðrið væri leið- inlegt og líka ef enginn annar nennti að spila. Þegar ég svaf heima hjá afa og ömmu var gott að kúra með afa á morgnana en þá var amma löngu far- in á fætur. Þegar við amma báðum bænir á kvöldin kenndi ég henni bæn sem mig langar til að láta fylgja afa mínum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgrímur Pétursson.) Takk elsku afi minn fyrir allt sem þú varst mér. Guð geymi ömmu mína og styrki. Þinn Hróar Örn. Guðbjörn Bjarnason kom til starfa hjá skattstjóranum í Reykjavík í októbermánuði árið 1990 og starfaði þar óslitið síðan. Hann átti þá að baki langan starfsferil við skrifstofu- og verslunarstörf hjá einkaaðilum, en hann lauk á sínum tíma prófi frá Verslunarskóla Íslands. Guðbjörn ávann sér fljótlega álit sem sérlega duglegur og ósérhlífinn starfsmaður og samstarfsmönnum hans varð jafn ljóst að þar fór ein- staklega ljúfur maður og velviljaður gagnvart samferðafólki sínu og um- hverfi öllu. Raunar var það svo seinni árin að helstu áhyggjur yfirmanns hans lutu að því að hann ofgerði sér ekki við vinnu og mun það næsta fá- títt áhyggjuefni yfirmanna á vinnu- stöðum. Guðbjörn var af þeirri kyn- slóð, sem einatt var að búa í haginn fyrir aðra, og mun áreiðanlega hafa þurft að leggja sig fram við að ala önn fyrir stórum barnahópi, en þau hjón eignuðust mannvænleg börn og komu þeim öllum til menntunar. Hann mun hafa verið ágætur fjöl- skyldumaður, rólegur og yfirvegaður og einatt í jafnvægi. Slík framkoma hefur jákvæð áhrif hvort heldur er á börn eða fullorðna. Guðbjörn var grannholda og skarpleitur, í hærra meðallagi, spor- léttur og kvikur í hreyfingum og gaf í burðum og þreki sér miklu yngri mönnum lítið eftir, en þar mun og ríkur vilji hans til ástundunar hafa ráðið miklu á stundum. Hógværð og lítillæti voru aðalsmerki hans, sem var mildur í dómum um menn og málefni og með afbrigðum greiðvik- inn maður og skapgóður og vildi hvers manns vanda leysa. Guðbjörn tók virkan þátt í fé- lagslífi starfsmanna og var þar léttur og gamansamur á sinn hógværa og hljóðláta hátt eins og hann raunar var alla vinnudaga í umgengni og samræðu, en aldrei skipti hann skapi. Guðbjörn Bjarnason var mann- kostamaður sem bætti umhverfið með verkum sínum og framkomu, en auður hvers vinnustaðar er fólginn í starfsmönnum sem leggja sig fram við verk sín af alúð og áhuga og auðga umhverfi sitt með góðum gild- um og lýtalausri framkomu. Vinnufélagar sakna góðs félaga og vinar. Guðbjörn var vammlaus mað- ur og góður drengur og hans er gott að minnast. Samstarfsmenn og vinir við emb- ætti skattstjórans í Reykjavík færa eiginkonu, börnum og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur vegna andláts Guðbjörns Bjarnasonar. Blessuð sé minning hans. Starfsfólk Skattstjórans í Reykjavík. Við kynntumst Andra í BA-námi í sál- fræði við Háskóla Ís- lands. Þar komst á góður vinskapur sem leiddi til þeirrar ákvörðunar að við þrír héldum til Árósa í Danmörku í framhaldsnám árið 1995. Þar leigð- um við saman íbúð í Gellerup og áttum þar frábæran tíma. Það leið ekki á löngu þar til Halli Le bættist í hópinn. Halli var dálítið auralítill og það stóð ekki á Andra á að redda málunum. Á þessum tíma í Danmörku kynntumst við ýmsu frábæru fólki og það er ekki síst Andra að þakka því hann var svo félagslyndur og opinn, og við strákarnir fylgdum svo í kjölfarið. Andri var ekki ein- ungis góður vinur heldur tók hann að sér það hlutverk að bera ábyrgð á okkur hinum og talaði fyrir okkur á hinum ýmsu dönsku stöðum og stofnunum og reddaði hlutunum á sinni snilldar dönsku. Honum fannst við „strákarnir“ stundum heldur kærulausir! Andri var hæfi- leikaríkur maður. Hann var leikari og tónlistarmaður og þegar við vor- um stundum að bugast undan hversdagsleikanum og gláptum á Jay Leno á kvöldin, þá tók hann fram gítarinn og við sungum og spiluðum, t.d. Southern man. Andri var líka frábær sögumaður og við grétum oft af hlátri við sögustundir hans þar sem hann lék með af inn- lifun. Þetta eru ógleymanlegir tímar sem við áttum saman í Gello, þar sem við stunduðum námið sam- an, skemmtum okkur saman og versluðum saman í Födex og Netto sem voru oft spaugilegar uppákom- ur. Andri var kappsfullur og dugleg- ur námsmaður. Hann gat setið ótal stundum yfir verkefnum og pælt í hlutunum frá ýmsum sjónarhorn- um. Hann hafði sterkan vilja til að klára námið og verða sálfræðingur og það tókst honum með sóma. Minningarnar frá þessum tíma eru ótæmandi og við erum þakk- látir fyrir þetta frábæra tímabil sem við upplifðum með Andra. Við vottum fjölskyldu hans og ástvinum okkar dýpstu samúð. Björn Harðarson, Gretar Halldórsson, Haraldur Leonhardson. Það er með trega að við kveðjum Andra Clausen. Íslendingahópurinn sem stundaði nám með Andra í sál- arfræði í Árósum tengdist sterkum böndum. Við vorum öll fjarri fjöl- skyldum okkar og samstúdentarnir, makar þeirra og börn voru sú fjöl- skylda sem við deildum með gleði og sorg. Andri var einn af okkur. Fjölskyldumaður, metnaðarfullur námsmaður og góður félagi, sem var alltaf tilbúinn með gítarinn eða góða sögu þegar þurfti að hella fjöri á mannskapinn. Tengslin héld- ust eftir að heim var komið. Hluti hópsins hittist í sumarbústað örfá- um dögum áður en Andri fékk heilablæðinguna, sem að lokum dró hann til dauða. Kannski viljum við flest muna Andra eins og hann var þá. Framtíðin var björt, hann var nýbúinn að fá starf sem sálfræð- ingur á sínu sérsviði og allt virtist ganga honum í haginn. Andri bar þess líka merki, það bókstaflega geislaði af honum vellíðan og ham- ingja. En þegar hæst lét dundi áfallið yfir; að kvöldi sunnudags í ágúst 2000 er Andri sviptur meðvit- und þessa heims og getu til að vera þátttakandi í þessu lífi. ANDRI ÖRN CLAUSEN ✝ Andri Örn Clau-sen sálfræðingur fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1954. Hann lést í hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ í Reykjavík 3. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Kópavogs- kirkju 10. desember. Elisabeth Kubler- Ross kemst svo að orði um dauðann: Dauðinn er einfaldlega lausn frá líkamanum, líkt því þegar fiðrildið kemur úr púpunni. … Það er eins og að leggja vetrarkápuna til hliðar, þegar vorið kemur. Það er okkar trú að nú sé Andri kominn út í vorið og sólina með gítarinn og húmorinn þar sem gleðin og birt- an ríkir. Minningin um góðan dreng lifir. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til ástvina Andra. Guð geymi ykkur öll. Samstúdentar frá Árósum og fjölskyldur þeirra. Við sitjum í rútu á leiðinni út úr bænum. Ungir, ódauðlegir, allt lífið framundan. Andri er söngvarinn og hljómsveitarstjórinn. Hljómsveitin hlustar af athygli á ferðaáætlunina sem hljómsveitarstjórinn hefur skipulagt og okkur finnst við vera stjörnur. Þannig gat Andri hrifið okkur með sér og stemmningin skilaði sér í innilegri spilagleði á ballinu um kvöldið. Síðustu tónarn- ir þagna og allir fara ánægðir heim. Margar slíkar minningar geymi ég. Andri Örn Clausen vingaðist ungur að árum við tónlistargyðj- una. Ekki átti það þó hug hans all- an því hann lærði bæði leiklist og sálfræði. Ég minnist Andra þó fyrst og fremst sem góðs vinar sem alltaf var gaman að hitta og tala við. Á besta aldri er Andri alvar- lega veikur, við vonum öll að hann nái heilsu á ný en það gengur ekki eftir. Síðasta minningin er við sjúkrabeð hans, ég sit með gítar í hendi og spila gamalt bítlalag, „All you need is love“, Andri tekur und- ir af veikum mætti. Söngurinn er þagnaður, genginn er góður dreng- ur. Ég votta fjölskyldu Andra mína dýpstu samúð. Minningin lifir. Birgir Ottósson. Elsku Andri, okkur langaði bara að skrifa nokkur orð til þín. Við erum búnar að þekkja þig síðan þú og Elva kynntust, og alltaf varstu hrókur alls fagnaðar, við gleymum því aldrei þegar við heim- sóttum ykkur Elvu í litlu íbúðina ykkar úti á Granda og þú klæddir þig upp í örugglega 10 mismunandi gervi og varst að sprella og leika fyrir okkur. Svona varstu og svona munum við eftir þér. Ekki má gleyma öllum þjóðhátíðunum, það var ekki sunnudagur nema þið Elva kæmuð til okkar, og það var spilað á skeiðar, gítar, banjó og sungið og allskonar bullvísur búnar til, og á endanum fór maður í dalinn með harðsperrur í maganum af hlátri. Já, það var alltaf fjör í þau skipti sem við hittumst og þau geymum við í minningunni og brosum þegar við hugsum til baka. Elsku Andri, takk fyrir allar þessar stundir og erum við ein- staklega heppnar og þakklátar fyr- ir að hafa fengið að kynnast þér. Elsku Elva, Agnes, Benedikt og fjölskylda, megi Guð vera með ykk- ur. Guðríður og Rósa. Hann Andri var engum líkur. Það var alltaf jafn skemmtilegt að sækja hann og Elvu hans heim, og tala við þau um allt á milli himins og jarðar. Andra þótti ákaflega gaman að spjalla og komst oft á flug í máli sínu. Hann átti sína drauma og hafði kraft og dugnað til þess að láta þá rætast. Hann var mikill listamaður og næmur á til- finningar fólks, lærði leiklist og út- skrifaðist sem sálfræðingur. Hann hafði yndi af að spila á gítar og syngja, og söng í fjölmörgum hljómsveitum, m.a. þeirri sem við kynntumst í; og þar með varð Andri okkar besti vinur. Það voru reglulegar hljómsveitaræfingar, hist og hlustað á nýja geisladiska, oft grillað eða farið í útilegur, og alltaf var Andri hrókur alls fagn- aðar, brosmildur, einlægur og hjartahlýr. Í ágúst árið 2000 vorum við stödd á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um, og sátum þar næturlangt með Andra, hlustuðum á tónlist með honum og töluðum saman um lífið og tilveruna. Nokkrum dögum seinna dundi ógæfan yfir. Nú er þessi fundur okkar sérstaklega dýrmætur í huga okkar. Við mun- um sakna Andra, og geyma minn- inguna um þennan indæla dreng alla tíð. Elsku Elvu Ósk, Agnesi og Benedikt, sem og öðrum aðstand- endum, vottum við okkar dýpstu samúð. Friðrik og Silja Rún. Orð virðast léttvæg þegar ég hugsa um hann Andra vin minn sem var svo litrík og lifandi per- sóna. Það var aldrei hljótt í kring- um Andra. Hann var sögumaður og frásagnir hans fengu ávallt fyndin málalok, sama hversu alvarlegt málefnið var. Stundum var erfitt að greina hvar skáldagleðin tók við af raunveruleikanum, en sagan var alltaf góð og skildi mann eftir emj- andi af hlátri. Andri var gjafmildur og einlægur vinur. Honum tókst ávallt að gera áhyggjuefni mín létt- væg með því að sannfæra mig um að hann hefði óbilandi trú á mér. Slíkur vinur er ómetanlegur og söknuðurinn er því sár. Það er þó gott til þess að hugsa að Andri náði að láta helstu drauma sína rætast. Hann var svo stoltur af börnunum sínum Agnesi og Benedikt. Og hann átti ástina sína stóru hana Elvu sem var alltaf til staðar. Það var ljúft að samfagna honum þegar hann varð sálfræðingur og síðar þegar hann fékk draumastarfið. Andri hafði tvisvar sinnum greinst með krabbamein og þá reynslu vildi hann nýta sér og öðrum til góðs. Væntingar hans voru miklar þegar hann hóf störf við krabbameins- deild og ég efast ekki um að hann hefði látið mikið gott af sér leiða þar ef tími hefði gefist til. Það var sárt að fylgjast með þessum lífs- glaða og hæfileikaríka vini mínum föngnum í líkama sem ekki lét leng- ur að stjórn. Í dag kveð ég Andra með djúpum söknuði en jafnframt samfagna ég honum af því að ég trúi því að hann sé orðinn frjáls. Og eins og Benedikt vil ég trúa því að pabbi hans sitji á himnum og spili á gítar og syngi fyrir englana. Elsku Elva, Agnes, Benedikt og Michael. Við Magga Vala biðjum Guð að styrkja ykkur á erfiðri stundu. Öðrum ástvinum Andra vottum við einnig samúð okkar. Þórunn Finnsdóttir. Elsku Andri minn, nú hefur þú loksins fundið hvíld frá þessum erf- iðu veikindum þínum, sem höfðu áhrif á okkur öll. Svona yndislegan mann eins og þig er ekki sjálfsagt að fá að þekkja. Þegar ég lít til baka eru minningarnar um yndislegan mann sem kom manni alltaf í gott skap með skemmtilegum sögum. Efst í huga mér er þó sumarið sem ég fékk að vera hjá ykkur Elvu, Agnesi og Benedikt í Danmörku. Það var svo gaman þegar þú komst að sækja mig á flugvöllinn og sagðir mér í bílnum á leiðinni að Agnes hefði sagt við alla í hverfinu að Telma stóra systir hennar væri að koma frá Íslandi. Enda leið mér líka allan tímann eins og ég væri eitt af börnunum ykkar því ég var alltaf svo velkomin inn á heimilið, hvort sem það var á Íslandi eða í Danmörku. Við í Hlégerði 13 höldum áfram að fylgjast með litlu englunum þín- um hlaupa niður Hlégerðið og verða stór. Elsku Benedikt, Agnes og Elva, ég votta ykkur alla mín samúð. Ykkar vinkona Telma Huld. Við félagarnir kynnumst sem unglingar, Andri kom úr vesturbæ Kópavogs en við hinir úr austur- bænum. Við austurbæingarnir höfðum sett saman hljómsveit í tólf ára bekk í Digranesskóla og spilað á nokkrum böllum og skemmtunum í skólanum. Okkur var sagt að strákur í vesturbænum væri miklu betri gítarleikari en við hinir. Hann hét Andri Örn og gat meira að segja sungið líka. Við vorum lengi að safna kjarki áður en við lögðum í að ræða við hann um að koma í bandið okkar. Í fyrsta bekk í Víg- hólaskóla urðum við fljótlega mjög góðir vinir. Það sem tengdi okkur alla saman var þessi óbilandi áhugi á því að reyna að spila popptónlist. Æskulýðsheimili sem þá var við Álfhólsveg í Kópavogi var okkar helsti samverustaður bæði sumar og vetur, og þar var bæði æft og spilað. Við byrjuðum 14 ára að „hita upp“ fyrir aðrar hljómsveitir og spiluðum þarna meira og minna í þrjú ár. Draumur okkar um að verða frægir varð aldrei að veru- leika, ekki einu sinni í Kópavog- inum. En við skemmtum okkur vel og urðum góðir vinir. Til dæmis keyptum við 10 metra langa bíla- braut og settum upp heima hjá ein- um okkar til að geta keppt. Kvöld- stundirnar heima hjá Andra á Kársnesbrautinni voru líka skemmtilegar, þar var spilað á gít- ara og sungið fjórraddað að hætti Beach Boys meðan kraftar leyfðu. Eftir gagnfræðaskólann skildi leið- ir. Vinskapur okkar hélst þó áfram. Andri var trúbador af Guðs náð. Auk þess að vera góður gítarleikari og söngvari hafði Andri til að bera þennan fallega karisma sem þarf til að ná athygli áheyrenda, var bros- mildur, einlægur og hnyttinn í til- svörum. Andri Örn lærði leiklist og síðar sálarfræði, en á mannamótum var gítarinn samt sjaldnast langt undan. Þegar við hittumst síðast var okkur hinum fullljóst að hann var sá eini úr hópnum sem engu hafði gleymt. Við eigum góðar minningar um Andra Örn, góðan vin og félaga sem nú er allur. Við vottum börn- um Andra, Elvu Ósk, öldruðum föð- ur hans og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning vinar okkar. Með kveðjum frá æskufélögum úr Kópavogi Arnór, Sigurvin, Páll Rúnar, Tryggvi og Sveinn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA M. JÓNSDÓTTIR frá Marbæli, Skarðshlíð 14a, Akureyri, lést á Kristnesspítala sunnudaginn 8. desember. Anna S. Rögnvaldsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Bryndís Óladóttir, Jón G. Rögnvaldsson, Svanfríður Sigurðardóttir, Margrét Rögnvaldsdóttir, Árni Ragnarsson, Rögnvaldur B. Rögnvaldsson, Birna G. Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.