Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 38

Morgunblaðið - 11.12.2002, Page 38
FRÉTTIR 38 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyr- ir tveggja kvölda námskeiði um öryggismál sumarbústaða, á morg- un, fimmtudaginn 12. desember, og mánudaginn 16. desember kl. 19–23 báða dagana. Fyrra kvöldið verður farið yfir fyrstu viðbrögð ef slys verða eða veikindi. Seinna kvöldið verður fjallað um skipulag umhverfis sumarbústaða og að meta hættur sem geta verið í um- hverfinu. Einnig um aðkomu að bústöðum, eldvarnir og hvenær kalla á til sjúkrabíl og þyrlu. Námskeiðið er haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Skráning hjá Reykja- víkurdeild RKÍ. Jólafundur Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 12. desember, kl. 20, í fundarsal Hallveigarstaða, Túngötu 14. Guðný Hallgríms- dóttir flytur jólahugvekju, Guðjón Friðriksson les úr bók sinni um Jón Sigurðsson forseta, Margrét I. Jónsdóttir og Eyrún Ingadóttir lesa kafla úr bókinni Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð, Vigdís Grímsdóttir les úr skáld- sögu sinni Hjarta tungl og bláir fuglar og Reynir Traustason segir frá lífi og leyndardómum Sonju W. Benjamínsson de Zorilla. Alda Heiða Jónsdóttir leikur á píanó. Einnig verður happdrætti. Þjóðmenningarhús Viðar Hreins- son les úr bók sinni um Stephan G. Stephansson í bókasal kl. 12.10–12.40 á morgun. Einnig seg- ir hann frá skáldinu og svarar fyr- irspurnum. Í bókasal er sýning á eiginhandritum og bréfum Steph- ans G. í tengslum við kynningu Landsbókasafns á bókmenntum Vestur-Íslendinga. Aðgangur er ókeypis. Á MORGUN Á NÆSTUNNI Ferðaskrifstofan Bjarmaland heldur kynningu á ferðum til Moskvu og Pétursborgar í sal- arkynnum félagsins MÍR (Menn- ingartengsl Íslands og Rússlands) Vatnsstíg 10 Reykjavík laugardag- inn 14. desember kl. 16. Farið verður í tvær Rússlandsferðir sumarið 2003. Haukur Hauksson aðalfararstjóri, sér um ferðakynn- inguna og svarar spurningum. Kaffiveitingar. Í Heilsustofnun NLFÍ, Hvera- gerði, eru haldin fjögurra vikna námskeið reglulega fyrir svo- nefndan verkjahóp. Meginmark- miðið er að hjálpa fólki að finna jafnvægi milli hreyfingar og slök- unar, efla líkamsvitund sína og beitingu líkamans. Næsta nám- skeið verður haldið 15. janúar til 9. febrúar 2003. Kínakynning Kínaklúbbs Unnar verður í dag, miðvikudaginn 11. des- ember kl. 20 í húsi klúbbsins á Njáls- götu 33. Kynnt verður 23 daga Kína- ferð sem farin verður dagana 8.–30. maí, á ári Geitarinnar, skv. kín- verska almanakinu. Þetta er 18. ferðin sem Unnur Guðjónsdóttir skipuleggur og leiðir um Kína. Farið verður t.d. í siglningu um gljúfrin þrjú, á Jangteze fljótinu. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Kína- blúbbsins: www.simnet.is/kina- klubbur. Í DAG Kjördæmisráð Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Suður- kjördæmi mun fjalla um tillögu að framboðslista flokksins fyrir alþing- iskosningarnar á fundi 18. janúar nk. Aðalfundur kjördæmisráðsins, sem haldinn var í Tryggvaskála á Selfossi 1. desember, fól stjórn kjör- dæmissambandsins að vinna áfram að því að stilla upp á listann. Á fundinum var kosin stjórn Kjör- dæmisráðsins. Hana skipa Þor- steinn Ólafsson, Selfossi, formaður, Þorvaldur Örn Árnason, Vogum, rit- ari, Jóhanna Njálsdóttir, Vest- mannaeyjum, gjaldkeri, Ragnheiður Jónasdóttir, Hellu, og Þorkell Kol- beins, Höfn, meðstjórnendur. STJÓRNMÁL ÍSLENSKU jólasveinarnir koma ekki til byggða fyrr en þrettán dög- um fyrir jól og þá einn í einu. Okkar sveinar eru forvitnir pöru- piltar sem eiga dálítið erfitt með að átta sig á tæknivæddri nútímaver- öld. Fötin þeirra eru íslensk yst sem innst. Fyrir nokkrum árum rann vel- unnurum þeirra til rifja hvað þeir voru illa til fara og með aðstoð ís- lenskra hönnuða og handverksfólks fengu þeir og foreldrar þeirra nýjan alklæðnað frá hvirfli til ilja, úr vað- máli, gærum, flóka og íslenskri ull. Eins og undanfarin ár munu jóla- sveinarnir koma við í Ráðhúsi Reykjavíkur í boði Þjóðminjasafns Íslands. Stekkjarstaur kemur fyrst- ur, fimmtudaginn 12. desember kl. 10.30, og svo einn af öðrum klukkan 10.30 á virkum dögum en kl. 14 um helgar. Sunnudaginn 15. desember kl. 14 koma Grýla og Leppalúði við í Ráðhúsinu til að líta eftir Þvöru- sleiki. Aðgangur að jólasveinadags- kránni er ókeypis og allir velkomn- ir, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðminjasafni Íslands. Stekkjastaur Íslensku jólasvein- arnir koma til byggða YFIR eitt þúsund níundubekkingar í grunnskólum landsins taka í vetur þátt í norrænu stærðfræðikeppninni KappAbel. Keppnin er í nokkrum lotum. Sú fyrsta er í nóvember og þar leysa nemendur í hópum nokkrar stærð- fræðiþrautir þar sem þeir nýta allt sem að gagni getur komið en auðvit- að án þess að leita aðstoðar út fyrir bekkinn. Þarna reynir á hugkvæmni og samvinnu. Síðan þarf bekkurinn í heild að komast að samkomulagi um lausnirnar sem skila skal inn og þar reynir á rökstuðning og glögg- skyggni. Að lokum er farið á Netið og lausnum skilað í gagnagrunninn við Háskólann í Þrándheimi. Önnur lota er í janúar og er sams konar. Síðan tekur við bekkjarverk- efnið sem í fyrra var um stærðfræði og íþróttir. Vinnan við það dreifist á tvo til þrjá mánuði. Sá bekkur sem sigrar í fyrstu tveimur lotunum hér heima sendir fulltrúa sína til Nor- egs í undanúrslit um vorið og þar ráða árangur í bekkjarverkefninu og undanúrslitum því hverjir keppa um efstu sætin. Lokakeppnin á sér stað í kvikmyndahúsi fyrir fullum áhorfendasal og verkefnin eru sýnd á skjá til þess að áhorfendur geti líka skemmt sér við að taka þátt. Í fyrra tóku um 25 íslenskir bekk- ir þátt í KappAbel og sá sem sigraði hér í fyrstu lotunum, 9.F í Digra- nesskóla í Kópavogi, tók þátt í und- anúrslitum í Noregi og stóð sig mjög vel. Bekkir frá Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði fengu einnig við- urkenningu hér heima fyrir góðan árangur. Í vetur hafa um 30 bekkir frá Danmörku og Svíþjóð bæst í hóp keppenda og stefnt er að því að öll Norðurlöndin verði með næsta ár. Á Íslandi hafa viðbrögð við kynningu til skólanna verið einstök og þátt- taka hefur tvöfaldast frá því í fyrra og 49 bekkir taka þátt. Þar þýðir að hér taka hlutfallslega fleiri bekkir þátt í keppninni en jafnvel í heima- landinu Noregi. Nú er lokið úrvinnslu úr fyrstu lotu og liggja verkefni og fregnir af keppninni frammi á vefnum Stærð- fræðin hrífur (http://staerdfraedin- hrifur.khi.is), en þar á KappAbel heimahaga á Íslandi og er ritstjór- inn, Anna Kristjánsdóttir prófessor, umsjónarmaður keppninnar hér. Góð þátttaka í norrænni stærðfræðikeppni Önnum kafnir nemendur í KappAbel. Myndin er úr Varmárskóla. GESTAFJÖLDI í Kringlunni í nóvember var 4,9% meiri en á sama tíma í fyrra. Þessi aukna að- sókn í nóvember er í samræmi við þróun síðustu mánaða. Frá því á miðju ári hafa mælingar á gesta- fjölda sýnt aukningu frá því árið áður. Mest jókst aðsóknin í október síðastliðnum, eða um 8%. „Fjöldi gesta í nóvember styður ennfrem- ur þá skoðun kaupmanna í Kringl- unni að jólaverslun fari mjög vel af stað,“ segir í frétt frá Kringlunni. Aðsókn að Kringlunni hefur aukist KJARTAN Jóhannsson sendiherra afhenti mánudaginn 24. nóvember sl. Romani Prodi, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu. Afhenti trúnaðarbréf LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að því þegar ekið var á rauða Nissan Almera-fólksbifreið, KO-349, þar sem hún stóð við Holts- götu seinnipart sunnudags og að- faranótt mánudags. Tjónvaldur ók af vettvangi án þess að tilkynna um at- vikið. Vitni að atvikinu eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík, umferðardeild, s. 569 9014 og 569 9131. Lýst eftir vitnum RÁÐGJAFAFYRIRTÆKIÐ Netið markaðs- og rekstrarráðgjöf hélt veislu á dögunum á efri hæð Gauks á Stöng fyrir starfsmenn hótela, gistiheimila, upplýs- ingaþjónusta, ferðaskrifstofa auk viðskiptavina. Í tengslum við hófið stóð fyr- irtækið fyrir markaðskönnun með- al starfsmanna á hótelum, gisti- heimilum og upplýsingaþjónustum í nóvember vegna Markaðsnetsins (Netid-info), sem er ferðaþjón- ustusvið fyrirtækisins. Svarendur fóru í pott þar sem dregið var um fyrsta vinning um kvöldið. Páll Óskar dró nafn vinningshafans, sú heppna var Bryndís Grétarsdóttir starfsmaður á Radisson – Hótel Sögu. Fyrsti vinningur var m.a. flugmiði til áfangastaðar að eigin vali með Flugleiðum. Á myndinni sést, auk Páls Óskars, Hákon Þór Sindrason framkvæmdastjóri Net- ið markaðs- & rekstrarráðgjöf og Sólrún Svandal frá Radisson Sögu taka við vinningnum. Hófið var haldið í samvinnu við Lækjar- brekku, Gauk á Stöng og Tapas- barinn. Starfsmenn geta enn sent inn spurningablöð en dregið verð- ur um vinning 2–5 seinnipart des- embermánaðar, segir í frétta- tilkynningu. Vann ferð til útlanda Í SAMSTARFI við Hjálparstarf kirkjunnar ætlar Kaffitár sem rekur kaffihús í Bankastræti, Kringlunni og í versluninni Sautján við Laugaveg að bjóða gestum sínum að setja 30 kr. í bauk þegar þeir fá sér annars ókeypis vatn í glas. Því sem safnast mun Hjálparstarf kirkjunnar verja til þess að útvega fólki í Mósambík hreint drykkjarvatn. Hjálparstarf kirkjunnar hefur á undanförnum 10 árum kostað um 20 brunna á ári sem sjá nálægt 200.000 manns fyrir hreinu vatni, segir í fréttatilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Borgað fyrir ókeypis vatn HELGI Ágústsson sendiherra af- henti 9. desember sl. George W. Bush forseta Bandaríkjanna trúnað- arbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Afhenti trúnaðarbréf LÖGREGLAN í Keflavík lýsir enn eftir bifreiðinni SA-584 sem er dökk- grænn Ford Escort, árgerð 1997, fimm dyra hlaðbakur. Framstuðari bílsins er grænn og brotinn en aft- urstuðarinn er svartur. Þá eru fram- ljós bifreiðarinnar brotin og bifreiðin er eineygð að framan. Bílnum var stolið við afgreiðslu SBK í Grófinni í Keflavík föstudaginn 22. nóvember sl. klukkan 19.29. Þeir sem hafa einhverjar upplýs- ingar um bifreiðina eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregl- una í Keflavík í síma 420 2400 eða 112. Lýst eftir stoln- um Ford Escort NEMENDUR Margmiðlunarskól- ans í Iðnskólanum í Reykjavík sem eru að fara að útskrifast af öðru ári, kynna lokaverkefni sín föstudaginn 13. desember kl. 16–18 í húsnæði Margmiðlunarskólans í Iðnskólan- um í Reykjavík og eru allir vel- komnir. Námið, sem þessir nemendur eru að ljúka, inniheldur m.a. áfanga í grafískri hönnun, prentverki, vef- smíðagerð, samsetningu margmiðl- unardiska, hreyfimyndagerð, hljóð- vinnslu, þrívíddarhönnun, hug- myndavinnu, verkstjórnun og eftirvinnslu. Nemendurnir sem kynna verk- efni sín eru: Elvar Ingi Helgason, Erling Valur Ingason, Eyþór Ás- mundsson, Guðmundur Rúnar Árnason, Hafþór Rafn Benedikts- son, Halldór Steinsson, Helgi Páll Þórisson, Hermann Hjartarson, Hörður Jónsson, Ingi Freyr Atla- son, Jóhann Ólafur Kjartansson, Pétur Jóhann Einarsson, Saku Pet- teri Pekonmaki, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Vermundur Victor Jónsson, Þyri Ásta Hafsteinsdóttir. Umsjón með lokaverkefni nemenda hafa Ari Knörr, þrívíddarhönnuður, og Gestur Friðrik Gestsson, mynd- listarmaður, segir í fréttatilkynn- ingu. Lifandi hreyfi- myndagerð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.