Morgunblaðið - 11.12.2002, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 11.12.2002, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SÍMHRINGINGAR og píp frá far- símum munu ekki gera bíógestum í Smárabíói lífið leitt í framtíðinni, en í vikunni verður tekinn í notkun búnaður í öllum kvikmyndasölum bíósins sem truflar GSM-tíðnina þannig að ekkert símasamband næst. Segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kvikmynda- deildar Norðurljósa, að búnaður- inn sé ræstur þegar kveikt er á sýningarvélinni, en í hléi og fyrir og eftir myndina verði símasam- band í sölunum. Björn segir að bíógestir hafi kvartað mikið undan símhringing- um og öðrum truflunum vegna GSM-síma. Þónokkuð hafi verið um að fólk hafi kveikt á símunum sínum og það hiki ekki við að svara í miðri sýningu og skemma þannig ánægjuna fyrir öðrum. Þegar fólk hafi greitt 800–1.800 krónur fyrir að sjá mynd í bíói sé lágmark að það fái að horfa á myndina óáreitt. Björn segir að verði reynslan af notkun tækninnar góð í Smárabíói verði búnaðurinn einnig settur upp í öðrum kvikmyndahúsum Norður- ljósa. Komi eitthvað upp á og fólk þurfi nauðsynlega að hringja geti það farið út úr salnum, því tækið trufli einungis GSM-tíðnina inni í bíósalnum. Fyrirtækið Svar hefur umboð fyrir þessa tækni og er Smárabíó fyrsti staðurinn á Íslandi þar sem búnaðurinn er settur upp. „Þetta er alveg nýtt hjá okkur, við byrj- uðum með þetta fyrir um mánuði,“ segir Haukur Hauksson, sölu- fulltrúi hjá Svari. Búnaðurinn kemur frá Ísrael og er um ár frá því hann kom fyrst á markað. Haukur segir að búnaðurinn sé orðinn algengur víða erlendis, t.d. í kirkjum, fínni veitingahúsum og bíósölum. Þá hafi lögregla og toll- gæsla notað búnaðinn til húsleitar. Þá sé hann notaður stefnuvirkt og komið í veg fyrir að hægt sé að hringja úr farsíma í húsinu meðan á húsleit stendur. Haukur segir að fleiri kvik- myndahús séu að skoða að koma sér upp þessum búnaði, einnig sé Svar nú að kynna forsvarsmönnum kirkna þennan möguleika. Þar hafi komið upp neyðarleg tilvik, t.d. í jarðarförum, þar sem síminn hringi hjá fólki sem hafi gleymt að slökkva á símanum sínum. Haukur segir kostnaðinn mis- munandi eftir því á hversu stóru svæði tækinu sé ætlað að trufla GSM-tíðnina. Tæki sem rugli tíðn- ina í um 12 metra radíus kosti tæp- lega 200 þúsund krónur. Símasambandslaust með- an á sýningum stendur Smárabíó verður fyrsti staðurinn þar sem GSM-tíðnin er rugluð HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist ekki geta séð ann- að en að alþjóðlegu náttúruvernd- arsamtökin World Wide Fund for Nature (WWF) hafi beitt sér mjög hatrammlega, og með röngum upp- lýsingum, gegn Kárahnjúkavirkjun í samvinnu við aðila hér á landi. Halldór lét þessi ummæli falla við upphaf þingfundar í gær en til- efnið var gagnrýni Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, stjórnarfor- manns Landsvirkjunar, í fjölmiðl- um, á það hvernig vísindamenn og náttúruverndarsamtök hefðu beitt sér gegn fyrirhugaðri virkjun. Halldór sagði að sá málflutning- ur, að notast við rangar upplýs- ingar sem WWF hefði fengið á Ís- landi, hefði sennilega haft áhrif á það að verktakar hefðu fallið frá því að bjóða í framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun. Skemmdarstarf „Auðvitað er þetta skemmdar- starf,“ sagði Halldór og tók síðar fram: „Til að forðast allan mis- skilning þá mega náttúruverndar- samtök og aðrir að sjálfsögðu halda fram sínum málstað […] en ég tel það ekki rétt, hvorki af slík- um samtökum né öðrum, að beita sér með röngum upplýsingum gagnvart verktökum og þeim sem hafa hugsað sér að taka að sér verk í slíku máli.“ Halldór sagði einnig að deilan um Kárahnjúkavirkjun hefði því miður verið mjög hatrömm í þjóð- félaginu og að vonandi færi henni að linna. Hann sagði að það væri rétt sem fram hefði komið að ákveðið hefði verið að fara út í Kárahnjúkavirkjun reyndist hún arðbær. Halldór Ásgrímsson um málflutning WWF Röngum upplýsing- um beitt gegn virkjun  Vilja að/10 SIGURÐUR Gústafsson arkitekt hefur teiknað stórt menningar- mannvirki inn í Arnarhól, þar sem hann gerir ráð fyrir kvikmynda- húsi með fimm sölum sem gætu rúmað allt að 2.200 manns í sæti. „Þetta er nú bara persónulegt gæluverkefni mitt,“ segir Sigurður um hugmynd sína. Samstarfsmaður Sigurðar, Harpa Stefánsdóttir arki- tekt, átti hugmyndina að því að Ís- lenska óperan gæti átt heima í stærsta salnum, sem rúmar um 800–1.000 manns. Stendur styttan af Ingólfi Arnarsyni beint yfir óp- erusviðinu. Óperusvið í Arnarhóli?  Ingólfsbíó/23 „ÁGÆTI ökumaður. Við viljum minna á að það er brotist inn í fjölda bíla á hverjum degi. Ef verð- mæti eru sjáanleg í bílnum er hann líklegri til að verða valinn.“ Þannig hljóðar upphaf viðvörunar lögregl- unnar í Reykjavík til bifreiðaeig- enda sem mega búast við miða lög- reglunnar á framrúðuna hjá sér á næstunni. Hefur lögreglan gripið til þessa ráðs til að gera þjófum, sem stela jólagjöfum og öðru úr bíl- um, erfiðara fyrir. „Því eru það til- mæli okkar til þín að skilja ekki eft- ir nein sýnileg verðmæti í bílnum,“ segir áfram í miðanum. Aðgerðir lögreglunnar eru af ærnu tilefni, en frá því í byrjun desember hafa um ellefu þjófnaðarmál verið kærð til lögreglunnar – á dag. Alls 113 mál á einni og hálfri viku. Í desember í fyrra var tilkynnt um 260 þjófnaði og fann lögreglan þá fyrir aukinni ásókn þjófa í verðmæti í bílum. Des- ember árið 2000 var óvenjuslæmur, en þá voru hvorki fleiri né færri en 340 þjófnaðarmál tilkynnt. Með sama áframhaldi í þessum mánuði stefnir í annað metár og vill lög- reglan því brýna fyrir fólki að var- ast þjófana. Morgunblaðið/Júlíus Katrín Eva Erlarsdóttir lögreglumaður setti viðvörunarmiða á fjölda bíla við Kringluna síðdegis í gær. Jóla- pakkarn- ir eru líka í hættu SAMKVÆMT heimildum Morgun-blaðsins eru samningar að nást um að Aco-Tæknival selji verslunarþátt sinn, þ.e. BT- verslanirnar, sem fyrirtækið á og rekur, Office One, Apple og Sony- setrið. Bjarni Ákason, forsvars- maður verslunarþáttarins, fer fyrir hópi fjárfesta í því að kaupa þennan hluta með þátttöku Búnaðarbank- ans, stærsta hluthafa Aco-Tækni- vals. Starfsfólk Aco-Tæknivals var í gær boðað á fund þar sem skýrt var frá því að breytingar væru í nánd, án þess að tekið væri nákvæmlega fram í hverju þær fælust. Rekstur Aco-Tæknivals hefur ver- ið í járnum. Á fyrstu níu mánuðum ársins var 188 milljóna króna tap á rekstri fyrirtækisins en á sama tíma- bili í fyrra var tap þess 861 milljón króna. Eigið fé var neikvætt um 140 milljónir króna í lok september. Rætt um sölu á versl- unum Aco- Tæknivals

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.