Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ L a u g a r d a g u r 14. d e s e m b e r ˜ 2 0 0 2 2002 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EVRÓPUBARÁTTA HAUKA OG GRÓTTU/KR/ B4 GÆTI það gerst að erkifjendurnir úr Norður- London, Arsenal og Tottenham, myndu samein- ast um að reisa heimavöll fyrir liðin á As- hburton Grove? Stjórnarformaður Tottenham, Daniel Levy, segir í viðtali við enska blaðið Evening Standard að félagið sé að íhuga val- kosti sem standa til boða fyrir White Hart Lane, sem þarf að endurbyggja. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir stuðningsmenn liðsins að koma sér til og frá vellinum og engar úrbætur á því sviði í sjónmáli. „Ef félög geta nýtt betur heimavelli sína er það mikill kostur fyrir alla aðila,“ segir Levy, en Arsenal hefur þegar ákveðið að flytja frá Highbury og byggja nýjan völl á Ashburton Grove. Kostnaður við framkvæmdina hefur aukist til muna og segir Levy að Tottenham sé tilbúið að ræða við Arsenal um samvinnu ef áhugi reynist fyrir hendi hjá Arsenal. Erkifjendur með sama heimavöll? Johnson getur þegar í stað leik-ið með íslenska landsliðinu eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu. Pettersons verður ekki gjaldgengur með landsliðinu fyrr en eftir um tvö ár þar hann lék síðast með landsliði Lettlands í byrjun þessa árs og reglur IHF, kveða skýrt á um að þrjú ár frá því að leikmaður sem skiptir um ríkisfang lék fyrir sitt fyrrverandi landslið þar til hann má leika fyrir aðra þjóð sem hann hefur fengið ríkisborgararétt hjá. Vonir standa til þess að Eradze verðir löglegur með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Portúgal í næsta mánuði. Að sögn Guðmundar Þ. Guðmunds- sonar landsliðþjálfara þá er verið að kanna hver staða Eradze er um þessar mundir. „Við höfum sent fyrirspurn til IHF vegna Eradze og væntum svara við því á næst- unni. Við þurfum að fá á hreint hvenær hann er löglegur í æfinga- leikjum landsliðsins og nákvæm- lega hvenær hann má leika með landsliðinu á HM. Þessi og fleiri atriði verður að fá að hreint áður en kemur að því að velja Eradze í landsliðið. Við viljum að sjálfsögðu ekki vera í neinni óvissu vegna þessa,“ sagði Guðmundur sem reiknar með að velja æfingahópinn vegna HM um miðja næstu viku. Hvort þessi atriði verða komin á hreint þá ræðst af því hversu fljótt svör berast frá IHF, að sögn Guð- mundar sem að öðru leyti vildi ekki tjá sig um hvort Eradze verð- ur valinn í landsliðið eða ekki. IHF skoðar þátttöku Eradze með landsliðinu ÞREMUR þekktum íþróttamönnum sem eru af erlendi bergi brotnir hefur verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt tillögu allsherjarnefndar Alþingis sem samþykkt var á þingfundi í fyrrakvöld. Þetta eru handknattleiksmennirnir Roland Eradze, markvörður hjá Val, Alexandrs Pettersons, leikmaður Gróttu/KR, og körfuknattleiks- maðurinn Damon S. Johnson hjá Keflavík. HSÍ hefur þegar sent fyr- irspurn til Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, er varðar þátt- töku Eradze með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu. HEIÐAR Ingi Marinósson náði að bæta sinn fyrri árangur í 100 m skriðsundi á EM. Heið- ar synti á 50,70 sekúndum og nægði sá árangur honum í 40. sæti af 46 keppendum. KOLBRÚN Ýr Kristjáns- dóttir náði ekki að fylgja eftir góðum árangri sínum í 50 m flugsundi á EM í fyrra. Þá komst hún í undanúrslit. Nú hafnaði Kolbrún í 21. sæti af 26 þátttakendum á 28,55 sek, sem er 76/100 úr sekúndu frá Ís- landsmetinu sem hún setti á EM í fyrra þegar hún hreppti 14. sætið. ÍRIS Edda Heimisdóttir náði sér ekki á strik í 200 m bringu- sundinu í gær frekar en í 50 m bringusundinu í fyrradag. Íris rak lestina í hópi átján kepp- enda á 2.36,26 mín. Það er rúm- lega 2,5 sekúndum frá hennar besta og um 4 sekúndum frá 13 ára gömlu Íslandsmeti Ragn- heiðar Runólfsdóttur. Örn var aðeins 8/100 úr sekúndufrá bronsverðlaunum í bak- sundinu. Heimsmethafinn Thomas Rupprath frá Þýskalandi vann örugglega á 23,66 og annar varð landi hans Stev Theoloke á 24,29. Bronsverðlaunin vann Darius Grigalonis frá Grikklandi á 24,62. Allir keppendurnir í úrslitunum syntu á skemmri tíma en 25 sek- úndum, sá sem varð áttundi kom í mark á 24,90 sem sýnir vel hversu jafnt og gott sundið var. Aðeins leið rúmlega hálftími frá því að Örn keppti í undanúrslitum 100 m skriðsundsins og þangað til hann var kominn í eldlínuna á ný í úrslitum í 50 m baksundi. Í 100 m skriðsundinu var hann nærri því að komast í úrslitin sem fram fara í dag. Örn náði þriðja besta tímanum í undanrásum í 100 m skriðsundi í gærmorgun á 48,59 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um leið um 97/100 úr sekúndu. Fyrra metið setti Örn á Íslandsmeistaramótinu innanhúss í Vestmannaeyjum fyrir nærri þremur árum. Áður en að undanúrslitasundinu í 100 m skriðsundi kom um miðjan dag í gær tryggði hann sér sæti í úrslitum í 50 m baksundi með því að ná fimmta besta tímanum í und- anúrslitum á 24,87 sekúndum. Síð- an leið rúmur hálftími og komið var að undanrásum 100 m í skriðsundi. Örn var á fjórðu braut, náði ekki góðu viðbragði og átti á brattann að sækja. Millitími hans eftir 25 metra var 23,37 og var hann fimmti í sínum riðli. Því sæti hélt hann allt til enda og kom í mark á 48,57. Til þess að komast í átta manna úrslit- in í dag þurfti að synda á 48,50 þannig að Örn var mjög nærri sæti í úrslitum. Það gafst hins vegar lítill tími til að kasta mæðinni því eftir skrið- sundið kom röðin að úrslitum í 50 m baksundi. Þar hafnaði Örn í fjórða sæti eftir gríðarlega keppni við Grikkjann Grigalionis um bronsið en Þjóðverjarnir voru í sérflokki og hirtu gull- og silfurverðlaunin. Örn heldur áfram keppni á EM í dag. Þá verður hann í eldlínunni í 100 m baksundi, grein sem hann vann á EM fyrir tveimur árum. Ár- degis syndir hann í undanrásum og væntanlega í milliriðlum um miðjan dag. Úrslit í 100 m baksundi fara fram á morgun. Örn Arnarson var hársbreidd frá verðlaunasæti í 50 m baksundi á EM í Riesa Morgunblaðið/Sverrir Örn Arnarson, sem hér bragðar vatnið, var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall í 50 m baksundi á EM. Setti þrjú Íslandsmet ÖRN Arnarson varð í fjórða sæti í 50 m baksundi á Evrópumeist- aramótinu í 25 m laug í Riesa í austurhluta Þýskalands í gær. Hann synti á 24,70 sekúndum og bætti fyrra Íslandsmet sitt um 9/100 úr sekúndu en það setti Örn þegar hann vann til silfurverðlauna í þessari grein á EM í Valencia fyrir tveimur árum. Þá varð Örn í 9. sæti í undanúrslitum í 100 m skriðsundi í gær á 48,57 sekúndum og bætti met sitt frá því fyrr í gær. Alls setti Örn því þrjú Íslandsmet í gær, þar af tvö á innan við einni klukkustund. Heiðar Ingi bætti sig Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 52/58 Viðskipti 15/16 Kirkjustarf 60/63 Erlent 18/24 Úr Vesturheimi 64 Höfuðborgin 28 Íslenskt mál 74 Akureyri 32/35 Staksteinar 78 Árborg 34 Myndasögur 80 Suðurnes 35 Bréf 80/81 Landið 35 Dagbók 82 Neytendur 36/37 Leikhús 84 Heilsa 37 Fólk 84/89 Listir 38/50 Bíó 86/89 Forystugrein 46 Ljósvakamiðlar 90 Viðhorf 50 Veður 91 * * * YFIRMAÐUR samninganefndar Al- coa segist vera mjög bjartsýnn á að áætlanir Alcoa um álver á Íslandi verði að veruleika. Iðnaðarráðherra telur þetta enn eitt jákvætt skref í rétta átt, hún hafi raunar alveg eins átt von á að þessi áfangi næðist ekki í þessari samningalotu. Nú bíði menn hins vegar eftir úrskurði Skipulags- stofnunar um hvort fara þurfi í nýtt umhverfismat eða ekki. Michael Baltzell, yfirmaður samn- inganefndar Alcoa, sagði í samtali við Morgunblaðið að sú vinna sem eftir væri snerist fyrst og fremst um að fara yfir og laga orðalag samnings- ins. Baltzell segist líta svo á að samn- ingurinn sé meira eða minna frá- genginn og hann bíði nú samþykktar. „Auðvitað eiga stjórnir beggja fyr- irtækja eftir að samþykkja og und- irrita samningana og Alþingi að af- greiða lög. Þannig að vinnunni er ekki allri lokið. Við erum þó mjög ánægðir með að hafa náð þessari nið- urstöðu núna og erum mjög bjart- sýnir á að fyrirhugaðar framkvæmd- ir verði að veruleika.“ Baltzell segir að Alcoa-menn séu sæmilega sáttir við raforkuverðið sem samið var um; hann telji það sanngjarnt gagnvart báðum aðilum. „Auðvitað hefðum við viljað fá raf- orkuna á lægra verði en við gerum okkar auðvitað grein fyrir því að bæði fyrirtækin þurfa að sjá ávinn- ing af því raforkuverði sem samið er um. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra segist ánægð með þennan áfanga. „Raunar hafði ég efasemdir um að þessi áfangi myndi nást í þess- ari lotu og það er sérstakt gleðiefni að það skyldi takast. Þetta er eitt já- kvætt skref í viðbót þannig að við færumst nær og nær markinu og ég er afskaplega ánægð með hvað þetta hefur gengið vel en ég hef fyrirvara á meðan ekki hafa verið teknar end- anlegar ákvarðanir.“ Valgerður segir að Alþingi eigi eft- ir að samþykkja lög hvað varðar fjár- festingarsamning o.fl. „Ég reikna með að fara með það frumvarp inn í ríkisstjórn strax eftir áramótin. Það liggur auðvitað fyrir að stjórnar- flokkarnir styðja þessi áform og það er mikilvægt að bæði ríkisstjórnin og þingflokkar hafi fjallað um frum- varpið fyrir stjórnarfund Alcoa 9. og 10. janúar. Næsta spurning er hins vegar Skipulagsstofnun, þ.e. hvort álverið er matsskylt og það skýrist væntan- lega eftir um eina viku.“ Sáttur við samningana Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar, segir aðeins fínpússningu samninga hjá lögfræð- ingum vera eftir og hann sé mjög sáttur við þá niðurstöðu sem nú ligg- ur fyrir. Hann segir að samningar um þau mál, sem snúa að Fjarða- byggð, þ.e. samningur um hafnar- gerð, skattamál o.fl. verði lagðir fyrir í bæjar- og hafnarstjórn strax upp úr áramótum þegar samningar hafi ver- ið áritaðir og hann eigi ekki von á öðru en þeir verði einróma sam- þykktir, bæði í bæjar- og hafnar- stjórn. Guðmundur segir að í raun hafi samningaviðræður verið í góðum far- vegi allan tímann en eðli málsins samkvæmt hafi komið upp ný og ný atriði sem þurft hafi að huga að og því hafi tekið örlítið lengri tíma að ganga frá samningunum en til stóð í upphafi. Að öðru leyti megi segja að staðið hafi verið við allar tímasetn- ingar sem komu fram í viljayfirlýs- ingu aðila í sumar. Guðmundur, sem einnig kom að viðræðum við Norsk Hydro á sínum tíma, segir Alcoa-menn vinna mun hraðar en Norðmennina en eins hafi skipt máli að samningsaðilar hér heima hafi verið vel undirbúnir. Stíft fundað hjá Landsvirkjun Stjórn Landsvirkjunar kom sam- an upp úr hádegi í gær og fundaði fram eftir degi. Þorsteinn Hilmars- son hjá Landsvirkjun segir að fram- undan sé að skoða málin ofan í kjöl- inn. „Við höfum verið að kalla saman bæði innlenda og erlenda sérfræð- inga á undanförnum dögum, bæði af ál- og fjármálamörkuðum.“ Þorsteinn segir vinnuna nú snúast um að fínpússa allar forsendur og sjá hvað komi endanlega út úr dæminu, þ.e. arðsemina. „Það má gera ráð fyrir að það verði haldnir fleiri stjórnarfundir og einnig fundir með eigendanefndinni áður en kemur að því að tekin verði endanleg ákvörðun um að samþykkja samninginn eða ekki. Sá fundur verður væntanlega ekki haldinn fyrr en eftir áramótin. Þetta er auðvitað góður áfangi sem hefur náðst en forsenda okkar er auðvitað sú að verkefnið sé arðsamt fyrir Landsvirkjun.“ Styttist í ákvörðun Samningur að mestu leyti frá- genginn og bíður samþykktar SAMNINGAMENN Alcoa héldu af landi brott síðdegis í gær eftir að hafa lokið við gerð samninga við Lands- virkjun, ríkið og Fjarðabyggð. Þeir sem að samning- unum komu, þ.e. Alcoa, Landsvirkjun, iðnaðarráðu- neyti og bæjar- og hafnarstjórn Fjarðabyggðar, sendu frá sér sameiginlega fréttatilkynningu: „Samninganefndir Alcoa og Landsvirkjunar luku í dag við gerð raforkusamnings vegna fyrirhugaðs 322.000 tonna álvers Alcoa við Reyðarfjörð. Á sama tíma var lokið vinnu við samninga á milli Alcoa, rík- isins, Fjarðabyggðar og Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar. Lögfræðingar aðila munu yfirfara samningstexta og verða samningarnir áritaðir fyrir áramót. Raforkusamningurinn verður lagður fyrir stjórnir fyrirtækjanna til staðfestingar. Iðnaðarráðherra mun leggja fram heimildarfrumvarp vegna samninganna þegar Alþingi kemur saman að loknu jólaleyfi. Jafn- framt verða samningar sem Fjarðabyggð er aðili að teknir til afgreiðslu hjá bæjaryfirvöldum þar. Álverinu er ætlað að hefja framleiðslu árið 2007.“ Morgunblaðið/GolliSamningamenn Alcoa og íslensku aðilanna skömmu áður en samningar lágu endanlega fyrir. Samningar áritaðir fyrir áramótin FJÖLDI atvinnulausra í nóvember var að meðaltali 15,7% meiri en í október og hefur tæplega tvöfald- ast frá nóvember í fyrra. Atvinnuleysi í nóvember mældist 2,8% að því er fram kemur á vef Vinnumálastofnunar. Alls voru 85.584 atvinnuleysisdagar á land- inu öllu sem jafngilda því að 4.077 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Á vef Vinnumálastofnunar segir að líklegt sé að atvinnuleysi aukist í desember og verði 2,9%–3,3%. Eykst um 35% á landsbyggðinni Á landsbyggðinni eykst atvinnu- leysi um 35% milli mánaða og er nú 2,5% af mannafla á landsbyggðinni. Í október var hlutfallið 1,9%. At- vinnuleysi eykst alls staðar á land- inu, hlutfallslega mest á Austur- landi, þar sem það mælist 2,8% en var 1,8% í október. Það er nú alls staðar meira en í nóvember í fyrra nema á Norðurlandi vestra þar sem það mælist 1,2% en þar er atvinnu- leysi jafnframt minnst á landinu. Meðal kvenna á landsbyggðinni eykst atvinnuleysi milli mánaða um 10,6% og hjá körlum um 20,9%. Atvinnuleysi er mest á Suð- urnesjum en 66% af þeim sem skráðir eru atvinnulausir á landinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Aukið at- vinnuleysi                   !  !  ! "  # $ % & ' # ( ) ( # # $ % & ' # ( ) ( # # $ % & 5% kvenna/33 RANNSÓKNARDEILDIR lögregl- unnar í Reykjavík hafa í nógu að snúast. Til marks um það eru nú 15 einstaklingar í gæsluvarðhaldi að þeirra kröfu; sex vegna fíkniefna- brota, fimm vegna auðgunarbrota og fjórir vegna ofbeldisbrota. Á þessu ári hafa verið gerðar 119 gæsluvarðhaldskröfur í þágu rann- sóknar mála, sem verið hafa til rann- sóknar í rannsóknardeildum lögregl- unnar. Árið 2001 var sambærilegur fjöldi 77. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segir að af þessu megi sjá að gæsluvarðhaldskröfum vegna auðg- unarbrota og ekki síst ofbeldisbrota hafi fjölgað mikið á milli ára. Skýrist það einkum af því hversu alvarleg málin hafa verið. 15 sitja nú í gæslu- varðhaldi SKILYRTUR SAMRUNI Samkeppnisráð hefur ákveðið að stofnun nýs einkahlutafélags, Græns ehf., og samruni Banana ehf. og Ávaxtahússins, Nýs og fersks ehf., skuli lúta ákveðnum skilyrðum til að koma í veg fyrir röskun á sam- keppni. Grænt ehf. mun verða í jafnri eigu Baugs Group hf. og Eign- arhaldsfélagsins Fengs hf. ESB semur um skilmála Leiðtogar Evrópusambandsins lögðu grunninn að mestu stækkun í sögu þess í gær þegar þeir náðu samkomulagi við tíu ríki um fjár- hagslega skilmála aðildar þeirra að sambandinu. „Innganga tíu ríkja í ESB bindur enda á skiptingu Evr- ópu,“ sagði Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins. Ekki bjartsýnn Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra er ekki bjartsýnn á að samningaviðræðum Íslands og ann- arra EFTA-ríkja við Evrópusam- bandið um aðlögun EES-samnings- ins að stækkun ESB ljúki fyrir miðjan apríl eins og framkvæmda- stjórn ESB stefnir að. Ber ekki skylda til að semja Gerhard Sabathil, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir að sambandið sé tilbúið að taka til skoðunar kröfur Íslendinga um markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir í ESB til að vega upp á móti missi frí- verslunarsamninga við ríki sem hafa sótt um aðild að sambandinu. Því beri þó ekki lagaleg skylda til að bjóða bætur fyrir þennan missi. Spáir nýju þjóðaratkvæði Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, telur líklegt að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild landsins að Evrópusam- bandinu fyrir árið 2010. Útboð í heilsugæslu Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að bjóða út rekstur nýrrar heilsugæslustöðvar í Salahverfi í Kópavogi. Rekstur af þessu tagi hefur ekki verið boðinn út áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.