Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 39 Í dag, laugardaginn 14. desember kl. 17 / Tónadans Hans-Dieter Möller frá Düsseldorf og Hörður Áskelsson kynna hljóðheim orgelsins. Á efnisskránni er einnig Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach og frumflutningur á verkinu Innsigli eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Félagar úr Íslenska dansflokknum sýna dansverkið Klukkuturna eftir Peter Anderson við Passacaglíu eftir Bach. Ókeypis aðgangur. Sunnudagur 15. desember kl. 11 / Orgelmessa Áhersla verður lögð á margþætta notkunarmöguleika orgelsins í helgihaldinu. Organistar: Hörður Áskelsson og Hans-Dieter Möller. Sunnudagur 15. desember kl. 20 / Orgeltónleikar Prófessor Hans-Dieter Möller flytur m.a. verk eftir Bach og Tournemiere og frumflytur eigið verk sem hann tileinkar þessum tímamótum. Hann mun einnig leika af fingrum fram yfir þekkt jólalög. Aðgangur 1.500 kr. Mánudagur 16. desember kl. 20 / Orgeltónleikar Christian Schmitt, verðlaunaorganisti frá Þýskalandi, leikur verk eftir Bach, Reger, Messiaen o.fl. Þýska sendiráðið styrkir tónleikana. Aðgangur 1.500 kr. Klaisorgel Hallgrímskirkju 10 ára Afmælishátíð KAMMERKÓR Langholtskirkju, er sl. júlí tók þátt í alþjóðlegri kóra- keppni í Randers í Danmörku og sigraði í flokki kammerkóra, hélt þokkalega sótta tónleika á fimmtu- dagskvöld í tilefni af útgáfu geisla- disks með m.a. verkum þeim er kór- inn flutti í keppninni. Á undan ?hitaði upp? Laugaráskvartettinn fyrir Kammerkórinn með fjórum jólalögum, spænskri endurreisnar- canzónu eða laudu, rakarasveiflunni Java Jive, Spilverkslaginu Daisy og Bing Crosby-ballöðunni sígrænu White Christmas; ágætlega sungin burtséð frá ýtrustu hreinleikakröf- um sem fylgja vesturheimskum eyrnadillum af því tagi vegna al- þekktra fyrirmynda frá háfaglegum flytjendum. Þá tók Kammerkórinn við og söng velska jólasálminn Stráið salinn greinum grænum (Deck the halls), síðan fallegan erlendan jólasöng frá 1350 með íslenzka heitinu Borið er oss barn í nótt, eftir það Í Betlehem hjá blíðri móður (englahymnann góðkunna með viðlagið Gloria in ex- celsis Deo, elzta jólasálm kristninnar frá dögum Telesforusar Rómarbisk- ups, 129). Þá voru tekin af nýja disk- inum Heilræðavísur Jóns Nordal í frískandi væmnilausri túlkun, tand- urskýr nálgun á Hættu að gráta hringaná (úts. Hafliða Hallgríms- sonar), innblásin Grafskriftarútsetn- ing Hjálmars H. Ragnarssonar í frá- bært tærum og þróttmiklum flutningi sem jafnaðist á við stór- riddarakross á leiði Sæmundar Klemenzsonar og hið kyrrláta Vor hinzti dagur er hniginn eftir Jón Ás- geirsson. Keppnilögin tvö eftir Mich- ael Bojesen voru fagmannlega samin og mynduðu skemmtilega blöndu af þjóðlagalituðum stíl og léttpoppuð- um módernisma, með flottum klasa- ?blævæng? í miðju seinna laginu. Prentuð tónleikaskrá var ekki fyr- ir hendi, en flest kom samt skýrt fram af munnlegum kynningum stjórnandans. Eftir hlé var fyrst hið kunnuglega hljómandi Dagur er nær (að manni heyrðist) í saraböndu- hrynjandi, þar sem helzti agnúinn á annars afburðagóðri túlkun kórsins kom hvað berlegast fram, nefnilega fullmikið styrkhnig í hendingalokum sem jöðruðu við ofmótun í kyrrlátari lögum. Á því bar hins vegar lítt í síð- ustu lögum dagskrár. Fyrst Faðir vor e. Jón Ásgeirsson sem myndaði tvo fallega risboga fyrir niðurlags- coda, en síðan Næturljóð úr píanó- noktúrnu Chopins eftir ókunnan kórútsetjara í sannkallaðri sottiss- imo meðferð við hæfi. Kammerkór- inn tók nú á öllu sínum beztu gæða- tólum og Haustvísur til Máríu (Atli Heimir Sveinsson) voru engu minna virði en crème de la crème. Sama gilti um fimmtaktskipta smellinn Báru Grímsdóttur til guðsmóður, Ég vil lofa eina þá, og sömuleiðis (sem aukalag) um perlu Jóns Ásgeirsson- ar, Hjá lygnri móðu. Af öllu saman mátti ljóst vera að KKL er kirfilega kominn í fremsta flokk kammerkóra landsins ? þeirra sem aðeins verða taldir á fingrum annarrar handar, og varla það. Veri hann velkominn á toppinn. Kominn kyrfilega á toppinn TÓNLIST Langholtskirkja Laugaráskvartettinn (Egill Árni Pálsson, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Þorvaldur Skúli Pálsson og Þröstur Freyr Gylfason); Kammerkór Langholtskirkju u. stj. Jóns Stefánssonar. Fimmtudaginn 12. desem- ber kl. 20:30. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÓPERUKÓRINN mun nú, sem fyrr, gera vegfarendum í miðborg Reykjavíkur dagamun í inn- kaupaönnunum með jólasöngvum í dag. Kórinn syngur við Tísku- val á mótum Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs kl. 15.30 og geng- ur síðan syngj- andi að Aðventkirkjunni þar sem tónleikar verða kl. 16. Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenór syngur ein- söng og óperukórinn flytur fagnað- artónlist tengda hátíðinni sem framundan er. Píanóleikari með kórnum er Clive Pollard og stjórn- andi Garðar Cortes. Aðgangur er ókeypis. Eftir tónleikana bjóða Að- ventsöfnuðurinn og Ömmubakstur tónleikagestum í jólasúkkulaði og kleinur. Dagamunur hjá Óperukórnum Jóhann Friðgeir Valdimarsson MARTA Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona, Camilla Söd- erberg blokkflautuleikari og Snorri Örn Snorrason, sem leikur á lútu og teorbu (bassalútu), halda tón- leika í Lista- safni Einars Jónssonar kl. 15 á morgun, sunnudag. Á efnisskránni er ensk, frönsk og ítölsk endurreisnar- og snemmbarokktónlist eftir van Eyck, Dowland, Lanier, Chancy, Megli o.fl., en einnig verða flutt jólalög frá sama tíma. Barokktón- list í skamm- deginu Marta Guðrún Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.