Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 35
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 35 BÖRN úr Andakílsskóla á Hvann- eyri fóru á fimmtudag í hinn árlega jólatrésleiðangur að Hvammi í Skorradal til að velja jólatré, sem sett verður upp í skólanum. Börnin skemmta sér vel í ferðum þessum, en aðstoð þurfa þau að fá frá Gísla Baldri Henrýssyni, starfsmanni Skógræktarinnar, við að fella tréð, sem valið var. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Börnin sækja sjálf jólatré Skorradalur ÍÞRÓTTA- og æskulýðsfélög á Akranesi skiptu á milli sín styrk að upphæð 2 milljónir sem bæjarráð Akraneskaup- staðar veitti 10. desember sl. Markmiðið með styrknum er að hvetja og styðja við félagasam- tök sem viðhalda góðu og fag- legu barna- og unglingastarfi. Styrkurinn á einnig að sporna við hækkun æfingagjalda og er þannig komið á móts við for- eldra barna sem vilja stunda heilbrigt félagslíf hvort sem um ræðir íþróttir eða æskulýðs- starf. Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, sagði við afhendinguna að styrkur hvers félags væri reiknaður annars vegar út frá fjölda þátt- takenda undir 15 ára aldri og hins vegar út frá hlutfalli félag- anna af heildarþjálfunar- og leiðsagnarkostnaði barna undir 15 ára aldri. Sveinn bætti því við að öllum væri ljóst að rekstur félaga væri almennt mjög dýr og fag- legt barna- og unglingastarf kostaði það að fjárfesta þyrfti í góðu starfsfólki. Bæjaryfirvöld vilja þar af leiðandi bregðast við með þessum hætti. Styrk- urinn er viðbót við þá fjármuni sem renna til íþrótta- og æsku- lýðsmála á hverju ári. Alls eru þrettán félög sem skipta á milli sín styrknum: Badmintonfélag Akraness fær 96.616 kr., Fimleikafélag Akra- ness 168.012 kr., Golfklúbbur- inn Leynir 97.807 kr., Hesta- mannafélagið Dreyri 56.371 kr., Íþróttafélagið Þjótur 50.617 kr., Karatefélag Akraness 77.684 kr., Keilufélag Akraness 102.904 kr., Knattspyrnufélag ÍA 596.042 kr., Körfuknatt- leiksfélag Akraness 163.415 kr., Skátafélag Akraness 60.100 kr., Sundfélag Akraness 294.487 kr., Sundfélag Akraness v/ sundskóla 102.671 kr. og TTT-klúbburinn fékk 133.274 kr. Morgunblaðið/Sigurður Þessar brosmildu fimleikadömur, Lilja, Sigurrós, Sigurbjörg og Þórdís, stunda fimleika á Akranesi. Aukin framlög til íþrótta- og æskulýðsmála Akranes OPINN kynningarfundur um vegamál var haldinn í félags- heimilinu Miklagarði, Vopna- firði, kl. 20 miðvikudagskvöld- ið 11. des. sl. Á fundinn voru mættir fulltrúar vegagerðarinnar og gerðu þeir grein fyrir þeim valkostum sem til skoðunar hafa verið varðandi tengingu Vopnafjarðar og nærsveita við þjóðveg eitt. Á fundinn voru einnig mættar hreppsnefndir Vopna- fjarðarhrepps og Skeggja- staðahrepps. Fundurinn var vel sóttur því alls mættu milli 80 og 90 manns. Fyrst gerðu fulltrúar vegagerðarinnar grein fyrir þeim valkostum sem unnið hefur verið að. Farið var yfir kosti og galla þessara leiða. Fram kom að áætlaður kostnaður við svo- kallaða Hofsárdalsleið er 1.350 m.kr. en kostnaður við svokallaða Hofshálslínu 900 m.kr. Á fundinum kom fram að allmikil vinna væri eftir í því að ljúka umhverfismati. Í lok fundarins kom fram eftirfar- andi ályktun til stjórnvalda um flýtingu þessa mikilvæga verkefnis fyrir svæðið: „Opinn kynningarfundur um vegamál haldinn í Félags- heimilinu Miklagarði, Vopna- firði, 1. des. 2002 hvetur til þess að yfirvöld samgöngu- mála flýti umhverfismati á leiðinni um Hofsárdal, þannig að mögulegt verði að hefja framkvæmdir árið 2004 og ljúka þeim eigi síðar en 2007. Skorað er á þingmenn og samgönguyfirvöld að sjá til þess að nægir fjármunir fáist til verksins. Fundurinn hvetur hrepps- nefndir Vopnafjarðarhrepps og Skeggjastaðahrepps til að fylgja málinu fast eftir.“ Tillaga þessi var samþykkt samhljóða á fundinum. Vinnu vegna vegar um Hofsárdal verði flýtt Vopnafjörður ÞAU hjónin Friðrik Sigurðsson og Magnea Magnúsdóttir hjá Bóka- verslun Þórarins Stefánssonar af- hentu Heilbrigðisstofnun Þing- eyinga skjá að gjöf á dögunum. Skjárinn er tengdur þannig og staðsettur, að verðandi mæður og feður eiga auðveldara nú en áður með að fylgjast með ómskoðun. Áð- ur þurfti, með tilfæringum að fylgj- ast með á skjá sem viðkomandi læknir notar við skoðunina. Alex- ander Smárason kvensjúkdóma- læknir sagði þetta til mikilla bóta, nú gætu verðandi mæður legið af- slappaðar á meðan skoðun fer fram og fylgst með um leið á skjánum. Magnea, sem átti von á sér innan fárra daga þegar afhendingin fór fram, var að sjálfsögðu fyrst kvenna til að fara í ómskoðun eftir að skjárinn var tengdur. Hún sagði þetta allt annað líf miðað við það sem áður var þegar þurfti að snúa sér og teygja til að geta séð á skjá- inn. Friðrik sagði að þau hefðu tek- ið þá ákvörðunað í stað þess að senda út jólakort þetta árið, myndi verslunin færa Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þennan skjá að gjöf . Betri aðstaða við ómskoðun Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Magnea og Friðrik ásamt dóttur fylgjast með á skjánum er ómskoðun fer fram. Einnig eru á myndinni f.v. Lilja Skarphéðinsdóttir ljósmóðir, Frið- finnur Hermannsson og Alexander Smárason. NÝ kapella var vígð við hátíð- lega athöfn á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu um síðustu helgi. Séra Sigurð- ur Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, annaðist vígsluna og séra Sigurður Jónsson, sókn- arprestur í Oddaprestakalli, þjónaði fyrir altari. Kór Odda- og Þykkvabæjarkirkna söng við undirleik Nínu Maríu Morávek. Athöfnin var hin hátíðleg- asta og í upphafi hennar báru inn í kapelluna helga gripi hennar séra Önundur Björns- son, sóknarprestur á Breiða- bólsstað, biblíu og handbók, séra Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti, kaleik og patínu, og séra Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur í Fells- múla, bar inn altariskerti. Vígslubisk- up tók við hinum helgu gripum, lagði á altarið og tendraði ljós á kertunum. Fjöldi gesta var við athöfnina og var henni sjónvarpað á efri hæð bygg- ingarinnar en kapellan er á jarðhæð. Í athöfn eftir vígsluna kom fram í máli Drífu Hjartardóttur, formanns stjórnar, að margir einstaklingar, kvenfélög, kirkjusóknir, sveitarfélög og líknarfélög í Rangárvallasýslu og kirkjugarðasjóður hefðu fært kapell- unni veglegar gjafir allt frá því að vinna við innréttingu hennar hófst fyrir u.þ.b. ári. Kapellan er ákaflega falleg. Gólfið er lagt olíubornu eikarparketi en eftir endilangri miðju þess og út til hlið- anna framan við altarið er vönduð steinflísalögn skreytt fínlega sögu- ðum marmaraflísum. Altarið er úr stuðlabergssteini með eikarborði og er það gjöf frá Hagakirkju í Holtum. Kvenfélagið Framtíðin í Ásahreppi gefur skírnarfont sem er steinn hol- aður innan af náttúrunnar hendi, tek- inn við Sóleyjarhöfða á Holtamanna- afrétti. Undirstaðan verður úr smíðajárni. Minningarsjóður Ólafs Björnsson- ar héraðslæknis hefur gefið 35 stóla, kaleikur og patína eru gjöf frá Braga Ólafssyni sem býr á Lundi og Rauða- krossdeild Rangárvallasýslu gaf lík- kæli svo fátt eitt sé nefnt af gjöfum. Ný kapella vígð Hella Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Vígslubiskup og prestar sem önnuðust vígsluna; Önundur Björnsson, Halldóra J. Þorvarðardóttir, Sigurður Sigurðarson, Sigurður Jónsson og Halldór Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.