Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V EGNA áforma um virkjun við Kárahnjúka er jafnvel meira uppnám í Ráðhúsinu í Reykja- vík en endranær, þar sem R-listinn getur ekki mótað sér einhuga stefnu í málinu. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F- listans og óháðra, sem klauf sig út úr Sjálfstæð- isflokknum á liðnum vetri og bauð sig fram á eigin lista til að koma í veg fyrir Kárahnjúkavirkjun, ýtir undir óróann innan R-listans vegna virkjunarinnar með vísan til 45% eignarhluta Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Var þetta greinilegt í borgarráði þriðjudaginn 9. des- ember, þegar Ólafur F. Magnússon bókaði, að upplýst hefði verið, að nú í lok vikunnar væri fyrirhugað að skrifa undir samninga milli Landsvirkjunar og Alcoa um Kára- hnjúkavirkjun en borgin hefði gert kröfu um að arðsem- ismat lægi fyrir áður en hún samþykkti þátttöku í fram- kvæmdunum. ?Þar sem slíkt mat liggur ekki fyrir geri ég þá kröfu til borgarstjóra að hún lýsi því yfir opinberlega að skilyrði Reykjavíkurborgar vegna þátttöku í Kára- hnjúkavirkjun hafi ekki verið uppfyllt,? sagði Ólafur F. og Árni Þór Sigurðsson (vinstri/grænn) og Stefán Jón Hafstein (Samfylkingunni), tveir af fjórum fulltrúum R- lista í borgarráði, bókuðu, að þeir væru efnislega sam- mála Ólafi. Morgunblaðið hafði það eftir Árna Þór Sigurðssyni, að Reykjavíkurborg mundi ekki ljá máls á þátttöku í Kára- hnjúkavirkjun, nema ítarlegt arðsemismat á fram- kvæmdinni lægi fyrir. Jafnframt sagði Árni Þór við blað- ið, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefði upplýst, að hún hefði ekki undir höndum nein gögn varð- andi undirskriftina við Alcoa en hefði upplýsingar frá for- stjóra Landsvirkjunar um að það fælust engar skuld- bindingar í undirskriftinni. Í útvarpsfréttum gaf Árni Þór til kynna, að Reykjavíkurborg kynni að hlaupa undan eigandaábyrgð sinni í Landsvirkjun. xxx Árni Þór Sigurðsson hefur aðra áherslu í þessu máli en flokksbræður hans á alþingi. Þar leggja vinstri/grænir höfuðáherslu á aðförina að íslenskri náttúru og vilja verj- ast henni. Í bogarstjórn er það hins vegar fjárhagslega ábyrgðin og arðsemismatið, sem á að ráða ferðinni og af- stöðu manna, hvort sem um Árna Þór, Stefán Jón eða Ólaf F. er að ræða. Stefán Jón Hafstein er formaður framkvæm Samfylkingarinnar auk þess að vera borgarful björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri er einnig sveit Samfylkingarinnar og kyndir undir umræ væntanlegt forystuhlutverk sitt fyrir Samfylki þingi. Eftir nokkrar hremmingar og innri átök dat flokkur Samfylkingarinnar niður á þá skoðun, ætti að leggjast gegn Kárahnjúkavirkjun á alþ sömu stundu þriðjudaginn 9. desember og Stef lýsti samstöðu með Ólafi F. gegn virkjuninni í sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfyl arinnar, í ræðustól á alþingi: ?Ég kem hingað, seti, sem stjórnmálamaður sem styður Kárahn un eindregið. Ég og minn flokkur erum þeirrar að það eigi að ráðast í þá virkjun og það eigi að ver við Reyðarfjörð.? Bókun Stefáns Jóns í bor lýsir klofningi um málið í forystusveit Samfylk arinnar. Hver skyldi afstaða Ingibjargar Sólrú Framsóknarmenn eru þriðja hjólið undir va listans. Innan hans hafa þeir verið settir nokku síðustu daga og vikur, eins og kom til dæmis í l borgarstjóri skipaði sparnaðarnefnd vegna þe hagsáætlun R-listans fyrir Reykjavíkurborg fy 2003 stendur á veikum grunni. Í þeirri nefnd e björg Sólrún og Stefán Jón auk Árna Þórs en A steinsson, leiðtogi framsóknarmanna, var skili í kuldanum ? maðurinn, sem á síðasta orðið í R um fjármuni Orkuveitu Reykjavíkur, gullkistu sjálfur. xxx Innan R-listans togast á ólík sjónarmið varð hnjúkavirkjun. Þegar svo er undir stjórn leiðto forðast að taka óskoraða ábyrgð, er auðveldast málið í nefnd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beit mitt fyrir því, að það yrði gert, meira að segja í legar nefndir. Hinn 6. september 2002 átti borgarstjóri fun stjórnarformanni og forstjóra Landsvirkjunar við þá um ábyrgðarskyldur Reykjavíkurborga þessi fundur, að sögn Ingibjargar Sólrúnar, kv því, að eigendur Landsvirkjunar skipuðu starf kynna sér fjárhagslegan undirbúning Kárahnj VETTVANGUR Landsvirkjunarupp Eftir Björn Bjarnason T IL eru þeir hér á landi sem halda að Íslendingar hafi skyndilega orðið mögulegt skotmark al- þjóðlegra hryðjuverkamanna er íslensk stjórnvöld tilkynntu ný- verið að þau hefðu skuldbundið sig til að verja allt að 300 milljónum króna til að leigja flugvélar undir herflutninga á vegum Atl- antshafsbandalagsins (NATO), komi til að- gerða á þess vegum. Þessi trú er hins vegar byggð á misskilningi eða óskhyggju, Ísland var nefnilega í sömu hættu og önnur vestræn ríki, löngu áður en umræða um herflutninga á vegum NATO kom upp. ?Eins og þið myrðið, þannig verðið þið myrt, og eins og þið sprengið, þannig verðið þið sprengd,? sagði í yfirlýsingu sem eignuð var Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna í nóvember. Voru skilaboð þessi ætluð öllum þeim ríkjum ?sem hafa myndað bandalag með ranglátri stjórn Bandaríkjanna?. Þar var ekki átt sérstaklega við Atlants- hafsbandalagið, heldur vestræn ríki al- mennt, þau sem telja sig deila gildum með Bandaríkjamönnum og Bretum. Ísland hef- ur hingað til verið í þeirra hópi. Sannarlega er því fullt tilefni til að velta fyrir sér hversu mikil ógn Íslandi og Íslend- ingum stafi af alþjóðlegum hryðjuverkahóp- um. Má fullyrða að einna helst felist hætta okkar í því að vera stödd erlendis, á röngum stað á röngum tíma. Það má t.d. alveg hugsa sér að einn eða fleiri Íslendingar hefðu verið staddir í World Trade Center þegar farþega- þotum var flogið á tvíburaturnana fyrir rúmu ári. Sömuleiðis hafa margir lagt leið sína til Balí; þar hefði getað verið staddur hópur Íslendinga þegar þar var framið hræðilegt hryðjuverk nýverið. Íslendingar eru því í jafnmikilli hættu og allir aðrir. En hver er hættan hér heima? Ef við velt- um þeirri spurningu aðeins fyrir okkur blas- ir við að það er engan veginn útilokað ? þó að það sé vissulega ólíklegt ? að hryðjuverka- menn beinlínis tækju ákvörðun um hermd- arverk hér á landi. Þeir gætu reynt að ræna eða sprengja í loft upp flugvél sem t.d. væri á leið vestur um haf; þar yrði ekki spurt um þjóðerni farþeg- anna. Ekki er óhugsandi að hryðjuverka- menn ásettu sér að sýna umheiminum að enginn sé óhultur: að jafnvel agnarsmá og friðsamleg þjóð á hjara veraldar þurfi að ótt- ast refsivönd þeirra. Hingað koma um 250 þúsund ferðamenn á ári hverju, eftirlit með þeim er ekki ýkja mikið og landið að ýmsu leyti auðvelt skotmark. Í vissum skilningi gæti árás á Ísland meira að segja þjónað því markmiði hryðjuverka- mannanna að skapa mikinn ótta á Vestur- löndum; með því að sýna svart á hvítu að þeir víli ekki fyrir sér að ráðast gegn landi eins og okkar væri hrist jafnvel enn meira upp í fólki en með ár Meinin um orðum árás verði menn ku sennilegt slíkra bra sú, að ekk áhyggjur Eftir se og því mi blekkingu engu mót Sem be hlutverk Íslendingar eru lí Eftir Davíð Loga Sigurðsson Frá æfingu vegna viðbragða við sýklavopnaárás í Ástral TÍU RÍKJA STÆKKUN S amkomulag það sem náðist í Kaupmannahöfn í gær um stækkun Evrópusambandsins er enn eitt tákn þeirra umskipta sem átt hafa sér stað í álfunni á rúmum áratug. Evrópusambandið, sem í eru fimmtán ríki, hefur ákveðið að veita tíu ríkjum til viðbótar, Póllandi, Tékklandi, Ung- verjalandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Slóveníu, Slóvakíu, Kýpur og Möltu, inngöngu í sambandið. Þessi ríki eru flest hver mjög ólík þeim ríkjum sem nú eiga aðild að sam- bandinu og á innganga þeirra eftir að gjörbylta Evrópusambandinu. Tvö eru eyríki í Miðjarðarhafinu en átta voru áður á áhrifasvæði Sovétríkjanna í kalda stríðinu. Þrjú þeirra, Eistland, Lettland og Litháen, voru um áratuga- skeið hluti af Sovétríkjunum. Það gerir sér í raun enginn grein fyr- ir hvaða afleiðingar þessi stækkun hef- ur. Skoðanir voru vissulega skiptar innan Evrópusambandsins um hvort rétt væri að taka þetta skref en að lok- um varð flestum ljóst að það var óhjá- kvæmilegt. Evrópusambandið telur sig gegna því sögulega hlutverki að sam- eina Evrópu á grundvelli lýðræðis og sameiginlegs markaðar. Í upphafi var markmiðið að tengja Frakka og Þjóð- verja það nánum böndum að styrjöld á milli þeirra þjóða yrði óhugsandi í framtíðinni. Það hefur tekist. Hins veg- ar stóð Evrópusambandið frammi fyrir tveimur kostum í kjölfar þess að járn- tjaldið er tvístraði Evrópu féll. Átti ESB að vera þægilegur klúbbur ríku ríkjanna í vestri eða átti markmið þess að vera að sameina álfuna í heild sinni. Að veita fátæku þjóðunum í austri að- gang að sameiginlegum markaði, stjórnkerfi og hinu lýðræðislega sam- félagi Evrópuþjóða. Nú liggur ákvörðunin fyrir eftir langar og erfiðar samningaviðræður, þar sem ekki síst var tekist á um land- búnaðarmál. Evrópusambandið og hin væntanlegu aðildarríki standa nú frammi fyrir því risavaxna verkefni að umbylta austurhluta álfunnar. Ríkin þar verða að laga löggjöf sína og stjórnsýsluhætti að því sem viðgengst innan ESB. Þau verða smám saman að opna markaði sína og keppa á sameig- inlegum innri markaði. Núverandi ríki Evrópusambandsins verða á móti að standa undir kostnaðinum að miklu leyti við að koma þessum ríkjum á rétt- an kjöl. Þau standa einnig frammi fyrir gjörbreyttum aðstæðum á flestum sviðum, ekki síst í landbúnaðarmálum. Það liggur ljóst fyrir að ekki verður hægt að reka hina sameiginlegu land- búnaðarstefnu áfram í núverandi mynd. Fyrr á þessu ári lagði fram- kvæmdastjórnin fram róttækar tillög- ur til breytinga á stefnunni sem ekki hlutu mikinn hljómgrunn meðal aðild- arríkjanna. Það eru hins vegar ekki mörg ár í að taka verði ákvörðun um næstu fimm ára fjárlög ESB. Þá hafa allar forsendur breytst, ekki síst með tíu nýjum aðildarríkjum. Tækifærin eru líka mörg á öðrum sviðum þegar fram í sækir. Þjóðirnar í austurhluta Evrópu eru yngri en þær í vestri og þar blása ferskir vindar um- bóta. Þjóðir þessara ríkja urðu að búa undir sósíalísku hagkerfi áratugum saman. Þær eru ekki ginnkeyptar fyrir lausnum er byggjast á svipuðum hug- myndum og þar voru við lýði. Það eiga eftir að verða hörð átök í Evrópu vegna þeirra breytinga sem nú eru að verða á Evrópusambandinu. Þar verður tekist á um völd, áhrif og fjármuni. Fleiri þjóðir munu sækja fast að fá aðild á næstu árum. Tyrkjum hefur verið lofað að aðildarviðræður geti hafist í árslok 2004 þótt varla sé raunsætt að ætla að aðild þeirra sé yfirvofandi. Rúmenar og Búlgarar bíða sömuleiðis við dyrn- ar. Og hvað um Úkraínu, Hvíta-Rúss- land og Moldóvu? Ef þar verða pólitísk umskipti á næstu árum munu þau ríki vafalaust horfa til vesturs. Margt getur farið úrskeiðis á þeirri vegferð sem nú er að hefjast. Nú gefst hins vegar sögu- legt tækifæri til að umbylta Evrópu. STÖÐUGLEIKINN ENDURHEIMTUR T íunda vaxtalækkun Seðlabankans á þessu ári, sem tilkynnt var í fyrradag, er til merkis um að þróun efnahagsmála á Íslandi undanfarið ár hefur verið hagstæðari en margur spáði um mitt síðasta ár. Þá töldu margir að hér væri allt að fara úr böndum; verðbólga, vextir, viðskipta- halli, gengi krónunnar o.s.frv. Nú blasir við að verðbólgan er um 2%, þ.e. undir verðbólgumarkmiði Seðlabank- ans, stýrivextir bankans hafa lækkað úr 10,1% í upphafi ársins í 5,8% nú, gengi krónunnar hefur styrkzt um 11% á árinu og mjög hefur dregið úr viðskiptahallanum. Nú má fullyrða að stöðugleikinn í efnahagsmálum hafi verið endurheimtur, a.m.k. um sinn. Það er mikið fagnaðarefni, jafnt fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Einn þáttur í hinni litlu verðbólgu virðist vera mjög hörð samkeppni, sem leiðir nánast af sér útsöluverð í desember, sem löngum hefur verið mesta vertíð kaupmanna, og gera má ráð fyrir enn frekari verðlækkunum á útsölum í janúar. Raunar fer sú spurn- ing að verða áleitin hvort hér geti komið til verðhjöðnunar eins og spáð er að geti gerzt í ýmsum viðskipta- löndum okkar og verður þá áhugavert að fylgjast með því hversu vel t.d. verðtryggðir vextir fylgja þeirri þró- un. Bankarnir boða nú lækkun óverð- tryggðra vaxta en Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, bendir í Morgun- blaðinu í gær á að verðtryggðu vext- irnir hafi ekki fylgt þróun stýrivaxta Seðlabankans síðustu mánuði. Slík vaxtalækkun skiptir heimilin í landinu mestu máli. Seðlabankinn virðist nú loks vera orðinn sammála þeim, sem í meira en ár hafa talið þörf á vaxtalækkunum, enda séu þenslumerki í hagkerfinu horfin að mestu. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að undanfarið hefði spurn eftir lánsfjármagni farið minnk- andi, sem er merki um að fyrirtæki haldi að sér höndum í fjárfestingum. Nú er litið á vextina sem tæki til örv- unar hagkerfisins, fremur en til að hafa taumhald á þenslunni eins og ver- ið hefur undanfarin misseri. Jafnvæg- ið í þessum efnum getur auðvitað verið viðkvæmt og Seðlabankinn er augljós- lega ekki reiðubúinn að gefa yfirlýs- ingar um frekari vaxtalækkanir í bili. Stefna bankans undanfarna mánuði virðist hafa skilað góðum árangri og hér ber að sjálfsögðu að forðast allar kollsteypur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.