Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ?MÉR virðist þessi gagnrýni á Hafró vera með tvennum hætti. Annars veg- ar að stofnunin hafi ekki burði til að leysa viðfangsefni sitt og hins vegar faglegi þátturinn. Ég er reyndar al- mennt séð hallur undir það að gott sé að hafa sam- keppni í vísindum, en eins og staðan er núna, er vand- séð hver ætti að hafa burði til að veita þá samkeppni. Telji menn að Hafró sé ekki vandanum vaxin þjónar það litlum tilgangi að vísa rannsókn- um til annarra sem hafa til þess enn minni burði,? segir Kristján Þórarins- son, stofnvistfræðingur LÍÚ. ?Hvað faglega þáttinn varðar hefur sú umræða kraumað um alllangt skeið að það borgi sig að veiða meira. Að fiskistofnarnir taki við sér við það. Það finnst mér bara ekki vera vitleg umræða eins og hún hefur verið sett fram til þessa. Í mínum huga er eng- inn vafi á því að það slaka ástand sem verið hefur á þorskstofninum yfir lengra tímabil, stafar af því að um árabil var verið að taka of hátt hlutfall úr stofninum. Þetta hékk meðal ann- ars á því hvernig aldursdreifingin hef- ur hnikazt til. Það er alltaf minna og minna til af eldri fiski og eftir því sem árin líða, verður yngri fiskur hærra hlutfall stofnsins. Þetta segir okkur einfaldlega það að afföllin eru og mik- il. Þegar talað er um Nýfundnaland má skilja suma sem svo að þar hafi þorskstofninn hrunið vegna þess að of lítið var veitt. Ég velti því þá fyrir mér hvernig þorskstofninn þreifst þarna áður en veiðar hófust. Þessi málflutn- ingur er kominn í rosalega mótsögn við sjálfan sig. Ég held að málið snúist fyrst og fremst um að menn viti hvað þeir eru að gera, þegar þeir eru að ákveða heildaraflann. Þá á ég við að menn viti úr hversu stórum stofni verið er að veiða. Til að vita það þurfa mæling- arnar að vera áreiðanlegar og áreið- anlegri en þær reyndust í lok síðasta áratugar. Við sáum að stofninn tók við sér þegar sóknin var minnkuð og afla- reglan tekin upp. Mín skoðun er sú að það sé mikilvægasta verkefnið að styrkja Hafrannsóknastofnun, frekar en að ætla færa verkefnin til annarra, sem eru enn síður í stakk búnir til að sinna þeim,? segir Kristján Þórarins- son. ?ÉG held að það sé algjör fásinna að halda því fram að á Hafrannsókna- stofnun fari ekki fram fagleg um- ræða. Umræðan er fagleg, en svo geta menn velt fyrir sér hvort hún eigi að ná yfir þessa báða skóla, sem eru í gangi. Hafró hefur leitað mikið eftir um- ræðum um vinnu- aðferðir sínar er- lendis hjá ýmsum sérfræðingum. Ég hefði einnig viljað að meira yrði rætt við þá, sem koma að þessum málum út frá annarri nálgun eins og vistfræði. Það yrði einnig mjög þarft ef gerð yrði betri grein fyrir þeirra aðferðafræði sem Hafró beitir,? segir Tumi Tómasson, fiskifræðingur og skólastjóri Sjávar- útvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Tumi hefur tekið saman yfirlit yfir faglega gagnrýni á störf Hafró. Í því skiptir hann gagnrýninni í fjóra þætti: L50098 Hvort um sé að ræða fleiri en einn stofn. L50098 Áhrif stærðar hrygningarstofns á nýliðun, þ.e. hvaða máli skiptir fjöldi hrygna eða hrogna fyrir fjölda einstaklinga sem komast á legg í hverjum árgangi. L50098 Mat á náttúrulegum afföllum ? þ.e. hvaða hlutfall einstaklinga í hverjum árgangi deyr af náttúru- legum orsökum á hverju ári. L50098 Áhrif stofngerðar (stærðarsam- setningar stofnsins) á fram- leiðslu, þ.e. hvernig spilast úr efniviði hvers árgangs sem kemst á legg, hvað hann gefur af sér. ?Þótt helstu framkominni faglegri gagnrýni á stofnmat og veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar hvað þorskinn varðar hafi verið skipt í fjóra þætti, þá er í raun ekki auðvelt að skilja þá að, enda tengjast þeir hver öðrum,? segir Tumi í yfirlitinu. ?Ég hef einungis fjallað um grund- vallaratriði sem lúta að forsendum stofnmatsins, en hef ekki fjallað um gagnrýni sem tengist gagnaöflun, eins og t.d. rallinu, enda ráða hinar fræðilegu forsendur mestu um það með hvaða hætti gögnum er safnað. Segja má að gagnrýnin byggist að mestu á ákveðinni heildarsýn um samspil vaxtar, dánartölu og kyn- þroska. Það yrði gagnlegt, bæði fyrir um- ræðuna og starfsemi Hafrannsókna- stofnunarinnar, ef fiskifræðingar stofnunarinnar myndu gera ítarlega en læsilega grein fyrir stofnmats- ferlinu í heild, þeim forsendum sem það byggist á og þeirri þekkingar- fræði og rannsóknum sem lagðar eru til grundvallar. Umfram allt er brýnt að fagleg umræða eigi sér stað. Því miður held ég ekki að forsendur fyrir slíkum umræðum hafi batnað með þeim tveimur fyrirspurnarþingum sem nú hafa verið haldin. Það er að mínu mati brýnt að skapa annan vettvang fyrir slíka umræðu. Á síð- asta fyrirspurnarþingi lagði ég til að stofnaðir yrðu einn eða fleiri starfs- hópar þar sem sérfræðingar innan og utan Hafrannsóknastofnunarinn- ar yrðu fengnir til þátttöku. Vinnu- hóparnir hefðu það að verkefni að fjalla um viðfangsefni sem eru ofar- lega í umræðunni og myndu ljúka störfum sínum með opnum málþing- um. Viðfangsefnin yrðu þrengri en þau sem fjallað hefur verið um á fyr- irspurnarþingunum. Þau gætu t.d. verið: L50098 Hversu aðskildar eru mismun- andi hrygningareiningar þorska við landið? Er þörf á að vera með stofna- eða svæðisbundið mat og veiðistjórnun? Hvernig væri hægt að koma slíku við? L50098 Hvaða leiðir eru færar til að meta náttúrulega dánartölu? Er raun- hæft að áætla að hún sé stöðug og 0,2 fyrir alla aldurshópa helstu botnlægra tegunda okkar eftir að þriggja ára aldri er náð? L50098 Hvaða áhrif hefur mikil sókn í stærri fiskinn á framtíðarafrakst- ursgetu þorskstofnsins/stofnanna hér við land? a) með tilliti til árgangastyrkleika/ nýliðunar b) með tilliti til framleiðslugetu stofnsins/stofnanna L50098 Er hugsanlegt að auka megi af- rakstursgetu stofnsins með því að beina sókninni meira í smærri fisk? Hvernig væri hægt að standa að rannsóknum sem mið- uðu að því að kanna þennan möguleika? L50098 Hvernig getum við notað líffræði- legar ?kennitölur?, svo sem holdstuðul, ársvöxt, sníkjudýra- birgði og kynþroskastærð og/eða umhverfismælingar, svo sem út- breiðslu hlýsjávar, frumfram- leiðni, lagskiptingu, seltu o.s.frv. til að meta áreiðanleika ?vísi- talna? eins og afla á sóknarein- ingu, fjöldavísitölur úr röllum og útbreiðslumynstur?? Tumi Tómasson Tumi Tómasson Þarf að gera betri grein fyrir aðferðafræðinni Kristján Þórarinsson Kristján Þórarinsson Þarf að styrkja Hafró JÓHANN Sigurjóns- son, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar hafnar því að Hafrann- sóknastofnunin reyni að koma í veg fyrir fag- lega umræðu um að- ferðir stofnunarinnar. Þvert á móti sé stöðug umræða um hafrann- sóknir og fiskifræði beinlínis æskileg, bæði meðal hagsmunaðila og fagfólks sem hafi fræðilegar forsendur fyrir því. ?Manni finnst á stundum að vægi ófaglegrar umræðu um hafrannsóknir sé nokkuð meira en hinnar faglegu. Oft er erfitt að átta sig á tilurð gagnrýni á Hafrann- sóknastofnunina, hreinsa kjarnann frá hisminu og oft skortir á að gögn eða mælingar liggi að baki fullyrð- ingum. Það er hins vegar mikilvægt verkefni að styrkja umræðu og fag- lega gagnrýni, ef hún er sett fram með sanngjörnum og uppbyggileg- um hætti. Þá er hún nauðsynleg örv- un fyrir þá sem stunda rannsóknir. Virkt upplýsingaflæði er afar mik- ilvægt í þessu sambandi og víst er að þar er aldrei nóg gert. Öll gögn sem liggja til grundvallar í úttekt og stofnmati okkar á þorski eru að- gengileg öllum á Netinu. Við göng- um reyndar lengra í þessum efnum en flestar sambærilegar erlendar stofnanir. Við erum hluti af alþjóð- legu vísindasamfélagi sem er að fást við þessi fræði og erum í miklu samstarfi við aðila úti um allan heim. Hins vegar teljum við mjög brýnt að hvetja innlenda aðila til að taka þátt í umræðunni enda erum við í mjög virku samstarfi við fjöl- marga háskólaprófess- ora. Við styrkjum þar að auki sjö stúdenta í meistara- eða doktors- námi hér heima og er- lendis sem einnig nota að vild gögn stofnunar- innar ásamt kennurum sínum. Það teljum við vera mikilvægt til að auka færnina í landinu og undirbyggja faglega um- ræðu. ? Grundvallarforsendur hafa ekki breyst Jóhann segir fyrirspurnaþing sjávarútvegsráðherra nú í haust og á síðasta ári dæmi um opinn vettvang um fiskifræðileg málefni. Margt annað sé einnig gert í þessa veru. Hann segir alrangt að stofnunin ríg- haldi í gamlar kenningar. Besta dæmið um það er umræða og starf Hafrannsóknastofnunarinnar vegna ofmats á þorskstofninum þar sem öll aðferðafræði og niðurstöður hafi m.a. verið vandlega yfirfarin í tveim- ur óháðum skýrslum erlendra sér- fræðingahópa. Grundvallarforsend- ur vísindalegrar veiðistýringar hafi hins vegar ekki breyst. Í útreikningum Hafrannsókna- stofnunarinnar er gert ráð fyrir því að náttúruleg afföll þorskstofnins séu um 18?20% fyrir fisk sem er orð- inn veiðanlegur. Margir hafa gagn- rýnt stofnunina fyrir þetta mat og telja að afföllin geti verið mun meiri, þannig að það geti réttlætt að veiða fiskinn áður en hann fær að vaxa og bæta við sig fullri þyngd. Grisjun sé því réttlætanleg því fiskurinn geym- ist ekki vel í sjó. Þeir hinir sömu telja að það sé líklegt að náttúruleg afföll séu svo breytileg, einkum á ungfiski, að forsendur nýtingarstefnunnar séu brostnar. Jóhann segir að forsendur um náttúruleg afföll og mælingar á vexti einstaklinganna séu mikilvægustu atriðin varðandi skynsamlega nýt- ingu þorskstofnsins. Það sé alls ekki rétt að að baki mati stofnunarinnar á náttúrulegum afföllum liggi aðeins ein rannsókn sem gerð var árið 1965. Hér komi til fjölmargar rannsóknir og síðari tíma athuganir sem allar bendi til þess að náttúruleg afföll séu það lág að forsendur nýtingarstefn- unnar standist fyllilega, jafnvel þó að afföllin væru nokkru hærri en gert er ráð fyrir. Nýjar rannsóknir bendi meira að segja til þess að náttúru- legur dauði sé að líkindum minni en gefnar forsendur. ?Að vísa til hárrar náttúrulegrar dánartölu sem megin- skýringar á ofmati í þorskstofni und- anfarin ár er því engan vegin nær- tæk skýring.? Þorskurinn er vel haldinn Jóhann segir ekkert benda til þess að þorskur við Ísland sé að falla úr hor, rannsóknir sýni að fiskurinn sé vel haldinn. Mæld þyngdaraukning milli ára í þorski sé yfir 80% í 3?4 ára þorski, um 40% á aldursbilinu 4?5 ára, vel yfir 20% fram yfir 6 ára ald- ur og síðar minna. ?Þegar tekið er tillit til þess að stóri fiskurinn er yf- irleitt verðmætari en sá smái sést enn betur hve mikil bein arðsemi liggur í að leyfa fiskinum að vaxa í sjónum á yngri árum. Í ljósi vaxt- arhraða smáfisks er grisjun ekki skynsamleg. Staðreyndin er sú að því miður hefur átt sér stað stöðug grisjun á smáfiski á undanförnum áratugum og það er ein ástæða þess að stofninn hefur ekki náð að rétta úr kútnum.? Jóhann segir það þannig æskilegt að draga úr sókn á meðan mestur hluti þorskstofnsins er ungfiskur. Ungfiski þurfi að þyrma svo hann gefi af sér tilætlaðan arð enda sé stærð hrygningarstofnsins grund- vallaratriði gagnvart nýliðun og af- rakstri og undirstaða uppbyggingar- stefnu. Samband hrygningarstofns og nýliðunar sé marktækt svo ekki verður um villst. Líkur á nýliðun yfir meðallagi séu mun minni þegar hrygningarstofninn er lítill. Stofninn verið ofveiddur Jóhann bendir á að veitt hafi verið um 1.300 þúsund tonn af þorski framyfir ráðleggingar fiskifræðinga frá árinu 1976, aðallega á árunum frá 1976 og til 1991. Þó vissulega sé ætíð nokkur óvissa í ráðgjöfinni sé engum blöðum um það að fletta að þorsk- stofninn hafi verið ofveiddur. Jóhann segir einnig mikilvægt að hafa í huga umhverfisbreytingar á undanförn- um 30 árum sem gætu hafa valdið því að burðargeta þorskstofnsins hafi minnkað. Eins hafi nýting annarra fisktegunda aukist, meðal annars ýmissa fæðutegunda þorsks. ?Við teljum það því mjög langsótt að halda því fram að veiða þurfi meira til að ná upp stofninum, sérstaklega í ljósi þess að þorskstofnar í Norður- Atlantshafi hafa hrunið hver á eftir öðrum síðustu áratugina, einmitt fyrst og fremst vegna ofveiði. Um það eru allir fræðimenn sammála. Þó að ástandið sé sem betur fer skárra á Íslandsmiðum en víðast annars stað- ar er það samt staðreynd að hér hef- ur sóknin einnig verið of mikil,? segir Jóhann Sigurjónsson. Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar segir gagnrýni á stofnunina ekki alltaf málefnalega Fagleg umræða er æskileg Morgunblaðið/RAX Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar segir stöðuga sókn í smáfisk eina af ástæðum þess að þorskstofninn hefur ekki náð að rétta úr kútnum. Hafrannsóknastofnunin hefur að undan- förnu legið undir töluverðri gagnrýni, m.a. frá Einari Oddi Kristjánssyni alþingis- manni og Kristni Péturssyni fiskverkanda. Morgunblaðið leitaði álits á þeirri gagnrýni sem beint hefur verið að stofnuninni. Jóhann Sigurjónsson FRIÐRIK Már Baldursson, ný- skipaður stjórnarformaður Haf- rannsóknastofnunarinnar, segist ekki vilja blanda sér í þessa um- ræðu að svo stöddu. Hann segist engu að síður þeirrar skoðunar að í umræðunni sé ómaklega vegið að starfsfólki stofnunarinnar. ?Mér finnst það miður þegar ráðist er á starfs- fólkið með þessum hætti og það sakað um að stunda nánast landráð. Ég er sannfærður um að á Haf- rannsóknastofnuninni vinna allir af heilindum en ekki gegn hagsmun- um landsins eða einstakra lands- svæða,? segir Friðrik. Friðrik Már Baldursson Ómaklega vegið að starfsfólki Friðrik Már Baldursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.