Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 34
„ÞAÐ sem er hvað ánægjulegast á þessum námskeiðum er að starfs- menn eru virkir og sjá sjálfir um að leiðbeina og miðla sinni þekk- ingu og reynslu,“ segir Benedikt Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá hópferða- og ferðaþjón- ustufyritækinu Guðmundi Tyrf- ingssyni ehf. á Selfossi. Á nám- skeiðinu, sem haldið er árlega, var farið vel yfir umhverfis- og örygg- isstefnu fyrirtækisins, áherslur ræddar, auk þess sem gæða- handbók bílstjóra var kynnt en í henni er að finna starfsreglur bif- reiðastjóra Guðmundar Tyrfings- sonar ehf. allt frá undirbúningi fyrir ferð þangað til ferð lýkur. Gæðahandbók þessi er ítarleg þar sem farið er yfir þá þætti sem lúta að bifreiðastjóra og varða umhverfis-, öryggis- og gæðamál. Bók þessi var afhent hverjum bif- reiðastjóra en jafnframt er hún höfð í hverjum bíl. Það er meðal annars gert vegna þess að fyr- irtækið hefur jafnframt bílaleigu- leyfi og leigir hópferðabíla sé þess óskað án bifreiðarstjóra. Með þessu vonast forsvarsmenn G.T. til að ná betur að koma sínum áherslum til þeirra sem leigja hóp- ferðabifreið með þessum hætti. „Við reynum samt alltaf að víkka sjóndeildarhringinn enn frekar. Það komu núna tveir starfsmenn frá Beluga jafnframt að þessu námskeiði, þeir Úlfur Björnsson sem fjallaði um mik- ilvægi virkrar umhverfisstefnu og umhverfisstjórnunarkerfis og Guðjón Ólafsson sem fjallaði um að rækta umhverfisvitundina. Þeirra innlegg var skemmtilegt og fróðlegt en umhverfisstefna okkar er viðurkennd af Beluga. Við telj- um að þetta námskeið hafi tekist vel í alla staði en það er nauðsyn- legt að bílstjórar okkar og aðrir starfsmenn séu viðbúnir að mæta óvæntum aðstæðum af öryggi og að þeir séu meðvitaðir um rekstur fyrirtækisins,“ sagði Benedikt „Á námskeiðinu er alltaf farið yfir skyndihjálp og er aðal- áherslan lögð á hnoð og blástur. Grænn akstur eða sparakstur var einnig tekinn fyrir bæði verklega og eins bóklega. Í stuttu máli má segja að hann byggist á því að skipta fljótt upp í háu gírana og að halda bílvélinni á lágum snúningi. Minni mengun Eins var farið yfir mikilvægi þess að nota olíumiðstöðina í bíl- unum bæði til að hita bílvélina áð- ur en lagt er af stað og eins til að takmarka lausagang. Þessi bún- aður er í nær öllum bílum fyr- irtækisins og þannig útbúinn að hann tengist bæði vatninu sem er á vél bifreiðar og eins því vatni sem er á ofnum í farþegarými. Ef þessi búnaður er notaður rétt þá er bílvélin um 60° heit þegar hún er ræst og mengar því mun minna en ella. Á námskeiðinu var jafnframt farið yfir akstur á hálendinu og í ám, sölustarf bifreiðastjóra og þjónustulund, skólaakstur, notkun slökkvitækja og neyðarbúnaðar auk æfinga við erfiðar aðstæður t.d. í snjó og hálku,“ sagði Bene- dikt Guðmundsson framkvæmda- stjóri Guðmundar Tyrfingssonar ehf. á Selfossi. Bílstjórar séu ávallt viðbúnir óvæntum aðstæðum Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jóns. Starfsmenn Guðmundar Tyrfingssonar ehf. á Selfossi við bifreiðina sem notuð var á námskeiðinu en hún mun vera eina hópferðabifreiðin sem er sérútbúin til kennslu í svonefndum grænum akstri. Unnið við gang- stéttir EINSTÖK veðurblíða hefur gert mögulegt að vinna ýmiss konar jarð- vinnu sem alla jafna er ekki fært í desember. Starfsmenn Árborgar hafa notað þær stundir, þegar ekki þarf að sinna aðkallandi verkefnum, til þess að endurleggja gangstéttir við Eyrargötu á Eyrarbakka. Þegar snjóþungt er lenda stund- um þungar snjóruðningsvélar upp á gangstéttirnar og brjóta þá hellurn- ar eða aflaga og gera skeinuhættar gangandi fólki. Vatnsveita Fyrir skömmu bilaði grunnvatns- dæla vatnsveitunnar svo vatnslaust var um skamma hríð. Nýuppgerð varadæla brást hins vegar eftir fáa daga. Loks þegar ný dæla var fengin kom í ljós að þrýstijafnari, sem stjórna á þrýstingi í dreifikerfinu, var bilaður svo þrýstingur fór hærra en æskilegt er og olli því að set innan í lögnunum rótaðist upp og vatn varð ærið mórautt. Þetta hefur nú allt verið lagað og einnig nokkrir leka- staðir sem uppgötvuðust í öllu þessu amstri. Nú er vatnið tært og gott og með góðum og hæfilegum þrýstingi, svo allir eru ánægðir. Markaður í Tryggvaskála Markaðir gerast nú tíðir hér um slóðir og verður einn slíkur haldinn í Tryggvaskála á Selfossi laugardag- inn 14. desember frá kl. 11 til 18. Eyrarbakki Morgunblaðið/Óskar Magnússon Starfsmenn Árborgar ganga frá lækkun gangstéttar, frá vinstri: Finn Nilsen, Gísli Eggertsson og Guðmundur Sigurjónsson. ÁRBORGARSVÆÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐVENTAN er gengin í garð með öllum sínum sjarma. Í Grunnskól- anum í Hveragerði hafa skapast ýmsar hefðir í áranna rás sem gera þessa árstíð að einum skemmtileg- asta tíma vetrarins. Úti á skólalóð- inni er stórt grenitré sem Kári Tryggvason rithöfundur og kennari gróðursetti fyrir mörgum áratug- um. Fyrir hver jól er það fagurlega skreytt marglitum perum. Þegar kveikt er á trénu safnast allir saman við það og formaður nemendaráðs flytur ávarp. Í ár var það Auður Elísabet Guðjónsdóttir sem minnti okkur á jólaboðskapinn og síðan syngja allir saman nokkur jólalög. „Jóla-opið-hús“ er einnig ár- leg uppákoma. Þá er nemendum í 5.–10. bekk boðið að koma einn eft- irmiðdag að loknum venjulegum skóladegi og föndra, baka, útbúa kerti og kertaskreytingar, búa til konfekt og ýmislegt fleira. Nemendur í 6. bekk fá það hlut- verk ár hvert að fara upp að Garð- yrkjuskóla og sækja jólatré sem sett er upp og skreytt í anddyri skólans. Ein af skemmtilegu hefðunum í bænum er sú að Garðyrkjuskólinn gefur stofnunum bæjarins jólatré, sem síðan eru skreytt og prýdd ljós- um. Síðan er það gangasöngurinn, sem gamlir nemendur segjast sakna hvað mest úr skólanum. Gang- asöngur er stór hluti af desember, annan hvern dag safnast allir saman frammi í anddyri og syngja saman jólalög. Nú í haust var skólinn einsetinn í fyrsta sinn, þannig að fjöldinn hefur aldrei verið meiri en í ár eða yfir 400 manns. Það er skólastjórinn Guðjón Sigurðsson ásamt Kristínu Sigfús- dóttur tónmenntakennara sem stjórnar söngnum en Margrét S. Stefánsdóttir spilar undir á píanó. Þegar kemur að jólaböllum nem- enda er dagskráin orðin hefðbundin, fyrst atriði á sviði, síðan er dansað í kringum jólatré og þá er stofnuð hljómsveit, sem skipuð er starfs- mönnum skólans. Þessi hljómsveit æfir aldrei og má það ekki, heldur er skipuð á þessum böllum og er mis- jafnt hverjir lenda í hljómsveitinni. Guðjón skólastjóri sagði í haust þegar hann bauð nýtt starfsfólk vel- komið að hann legði metnað sinn í að ráða starfsfólk sem eitthvað kynni fyrir sér í tónlist, því þetta væri jú ein af mörgum skyldum starfsfólks Grunnskólans í Hvera- gerði. Aðventan er ljúf og notaleg Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði syngja saman annan hvern dag í desember í gangasöng undir styrkri stjórn Guðjóns og Kristínar. ER fréttaritari var staddur í hús- næði Hólmarastar á Stokkseyri, var honum bent á að tala við handverksmann sem þar hefur nýverið fengið aðstöðu. Þessi handverksmaður heitir Daníel Örn Heiðarsson og hefur hann aðallega unnið við að gera hand- unna veiðihnífa og annan útskurð úr tré en einnig hefur hann lít- illega stundað smíði á skartgrip- um úr silfri. Daníel segir að það séu um tvö ár síðan hann byrjaði að skera út hnífa og annan útskurð en nú er hann meira að fara út í skart- gripasmíð. Hann segist jafnframt vera mun þekktari erlendis en hér heima. Til að mynda hafi hann tekið þátt í heimsmeistara- móti í gerð handunninna veiði- hnífa sem haldið var í Bandaríkj- unum þar sem hann lenti í fjórða sæti. Einnig hafi hann fengið góða dóma fyrir heimasíðu sína en slóðin er mookmaan.com. Fréttaritari getur með sanni sagt að hnífarnir séu hrein lista- smíð og gefst almenningi kostur á að skoða hnífana og önnur verk Daníels sunnudaginn 15. desem- ber næstkomandi þegar haldinn verður heljarinnar mikill hand- verksmarkaður í húsnæði Hólm- arastar á Stokkseyri milli kl. 14 og 18. Jafnframt mun hann sýna hnífana sína í skötuveislu Ung- mennafélags Stokkseyrar sem haldin verður í íþróttahúsinu á Stokkseyri á Þorláksmessu. Hnífar og skartgripir handverks- manns Stokkseyri Morgunblaðið/Gísli Gíslason Daníel Örn með einn hnífinn. SETTUR hefur verið upp send- ir fyrir þráðlaust netsamband á Hótel Selfossi. Sendirinn er öfl- ugur og getur þjónað fjölmörg- um fyrirtækjum og einstakling- um, segir í fréttatilkynningu. Það eru fyrirtækin eMax ehf. í Kópavogi og Toppnet í Þorláks- höfn sem standa í sameiningu að uppsetningu á sendibúnaðinum sem tengdur er við ljósleiðar- anet Línu.nets í Reykjavík. Ljósleiðari Línu.nets nær frá Reykjavík, um Suðurland og til Vestmannaeyja. Með tilkomu þessa býðst Sel- fyssingum að tengjast Netinu með háhraðatengingu án þess að símtæki þurfi að koma þar við sögu. Með nýja sendinum verður boðið upp á tvenns konar þjón- ustu til að byrja með: Fyrir- tækjatengingar þar sem tryggð bandbreidd er í boði og geta fyr- ir fyrirtæki valið um 1 MB og þaðan af stærri tengingar. Þá stendur heimilum, einstakling- um og smærri fyrirtækjum til boða háhraðasítenging. Fyrir- tækin tvö sem standa að þessu verkefni hafa undirritað sam- starfssamning og er Selfoss fyrsti viðkomustaðurinn á Suð- urlandi en fyrirtækin ætla sér að setja upp senda mun víðar á næstu mánuðum. Toppnet ehf. rekur þráðlaust örbylgjukerfi í Þorlákshöfn og eMax ehf. rekur eigið fjarskipta- kerfi á höfuðborgarsvæðinu. Háhraða- tenging við Netið Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.