Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 61
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 61 arflokkinn í Reykjaneskjördæmi í þingkosningunum 1999 og hefur verið umhverfisráðherra í rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Prestur verður séra Sigurður Grétar Helgason, Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju syngur og org- anleikari er Viera Manásek. Barna- og unglinga- kór Grafarvogskirkju BARNA- og unglingakór Graf- arvogskirkju syngur við guðsþjón- ustu kl. 11 á sunnudag. Stjórnandi er Oddný J. Þorsteins- dóttir. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Hörður Bragason. Hátíðarhelgi í Hallgrímskirkju UM helgina 14.-16. desember verð- ur haldið upp á 10 ára afmæli Klais- orgels Hallgrímskirkju. Á laug- ardag verður fyrst afmæl- issamkoma fyrir Listvini og boðsgesti kl. 14, en kl. 17 verða opnir tónleikar með all sérstæðu sniði, en þá munu Hörður Áskels- son og Hans-Dieter Möller frá Dus- seldorf kynna orgelið með fjöl- breyttum tóndæmum og leika af fingrum fram. Þá verður einnig flutt dansverkið Klukkuturnar eftir enska danshöfundinn Peter And- erson, sem hann samdi fyrir listráð Langholtskirkju sl. haust og var frumflutt þar. Verkið er samið við orgelverkið Passacaglia í c-moll eftir J.S. Bach og verður flutt af höfundi dansverksins ásamt þrem- ur öðrum dönsurum sem starfa með Íslenska dansflokknum. Við orgelið verður Hörður Áskelsson kantor. Aðgangur er ókeypis. Sunnudagurinn, sem er 3. sd. í aðventu, hefst með hátíðarmessu og barnastarfi kl. 11 með sérstakri áherslu á margþættum notk- unarmöguleikum orgelsins í helgi- haldinu. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son predikar í messunni og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Páls- syni. Hörður Áskelsson og Hans Dieter Möller leika á orgel kirkj- unnar. Barnastarfið verður að vanda undir stjórn Magneu Sverr- isdóttur. Fermingarbörn aðstoða í messunni með upplestri o.fl. Eftir messu verður fræðslutími með fermingarbörnunum. Síðdegis kl. 16 verða enskir jóla- söngvar í umsjá sr. Sigurðar Páls- sonar. Schola cantorum syngur þar undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Um kvöldið kl. 20 verða org- eltónleikar með þýska orgelleik- aranum Hans-Dieter Möller, en hann mun frumflytja nýtt verk eftir sjálfan sig, sem hann tileinkar þess- um tímamótum orgelsins og heitir Saga. Á mánudagskvöldið verða svo síðustu tónleikar þessarar afmæl- ishátíðar, en þá leikur margverð- launaður þýskur orgelleikari, Christian Schmitt. Hann mun leika fjölbreytta efnisskrá m.a. eftir J.S. Bach, Reger og Messiaen. Þessir tónleikar eru haldnir að frumkvæði þýska sendiráðsins. A Christmas Service in English FESTIVAL of Nine Lessons and Carols in Hallgrímskirkja 15 Dec- ember 2002 at 16.00. Minister: Re- verend Sigurður Pálsson. Members of Schola Cantorum and Motet Choir. Aðventukvöld í Háteigskirkju SUNNUDAGINN 15. desember kl. 20 eru hinir árlegu aðventusöngvar við kertaljós í Háteigskirkju. Þar mun Árni Bergmann rithöfundur fjalla um: Hátíðir í lífi okkar. Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth flytja hugljúfa tónlist og kirkjukór Háteigskirkju flytur að- ventutónlist undir stjórn Douglasar Brotchie organista. Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir. Aðventan í Selfosskirkju SVO sem jafnan er margt fram- undan í Selfosskirkju. Á sunnudag- inn kemur, hinn 15. desember, sem er þriðji sunnudagur í jólaföstu, verður messa kl. 11 í kirkjunni og jafnframt sunnudagaskóli. Barn verður borið til skírnar. Öll grunnskólabörn, og einnig öll leikskólabörn á Selfossi, hafa að undanförnu heimsótt kirkjuna, hlýtt á jólaguðspjallið og sungið að- ventu- og jólasöngva, alls 18 hópar. Þriðjudaginn 17. desember koma þrír síðustu hóparnir frá Valla- skóla. Sunnudaginn 22. desember, fjórða sunnudag í jólaföstu, verður fjölskyldumessa kl. 11. Þá koma Gídeonfélagar í heimsókn og Geir Jón Þórisson yfirlögreglumaður prédikar. Þennan sama sunnudag verður jólavaka Samkórs Selfoss kl. 22. Þá mun hinn snjalli trompetleikari, Jó- hann I. Stefánsson, leika á hljóð- færi sitt við undirleik Miklosar Dalmay. Eldri barnakór Selfosskirkju syngur undir stjórn Glúms Gylfa- sonar organista. Sr. Auður Eir og Mæðrastyrksnefnd í Digraneskirkju AÐVENTUHÁTÍÐ verður í Digra- neskirkju sunnudag kl. 20.30. Ung- lingakór Digraneskirkju og kór Snælandsskóla sjá um tónlist- arflutning undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Ræðumaður kvöldsins er sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir. Fé sem safnast við kaffið á eftir rennur óskipt til Mæðrastyrks- nefndar Kópavogs. Stjórnun og undirbúningur er í höndum Safn- aðarfélags Digraneskirkju. Hátíðin hefst kl. 20.30. Glerárkirkja – guðsþjónusta og aðventukvöld BARNASAMVERA og guðsþjón- usta kl. 11. Kór Menntaskólans á Akureyri syngur. Stjórnandi Erla Þórólfsdóttir. Aðventukvöld kl. 21. Ræðumaður Einar Karl Haralds- son, stjórnarformaður Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Mikill söngur og ljósa-athöfn. Barnakór Gler- árkirkju og kór Glerárkirkju syngja. Stjórnendur Björn Þór- arinsson og Hjörtur Steinbergsson. Jólaguðsþjónusta á þýsku Á ÞESSU ári verður haldin sam- kirkjuleg aðventu- og jólaguðsþjón- usta, í þetta skipti 4. sunnudag í að- ventu, 22. desember kl. 15 í Dómkirkjunni. Séra Gunnar Kristjánsson og séra Jürgen Jamin munu halda saman guðsþjónustu. Marteinn H. Friðriksson, Bergþór Pálsson og Ásgeir Steingrímsson munu sjá um tónlistarflutning. Eftir guðsþjónustuna er söfn- uðinum hjartanlega boðið í jóla- móttöku þýska sendiherrans, í sendiherrabústaðnum, Túngötu 18, Reykjavík. …til a› fullkomna augnabliki› kringlan/leifsstö› sími 588 7230 w w w . l e o n a r d . i s jólaleikur leonard Dimension hringarnir eru einstaklega falleg og jafnframt sniðug hönnun þar sem hver og einn getur sett sýna eigin útgáfu af hringnum alveg eins og óskað er. Á þennan hátt er hringur hvers og eins einstakur á sinn hátt. Hver og einn hringur samanstendur af 18 hlekkjum í silfri, gulli, rauðagulli eða hvítagulli og með eða án demöntum, sem hægt er að setja saman eftir eigin ósk. Tökum eldri hlekki upp í nýja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.