Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 61

Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 61
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 61 arflokkinn í Reykjaneskjördæmi í þingkosningunum 1999 og hefur verið umhverfisráðherra í rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Prestur verður séra Sigurður Grétar Helgason, Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju syngur og org- anleikari er Viera Manásek. Barna- og unglinga- kór Grafarvogskirkju BARNA- og unglingakór Graf- arvogskirkju syngur við guðsþjón- ustu kl. 11 á sunnudag. Stjórnandi er Oddný J. Þorsteins- dóttir. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Hörður Bragason. Hátíðarhelgi í Hallgrímskirkju UM helgina 14.-16. desember verð- ur haldið upp á 10 ára afmæli Klais- orgels Hallgrímskirkju. Á laug- ardag verður fyrst afmæl- issamkoma fyrir Listvini og boðsgesti kl. 14, en kl. 17 verða opnir tónleikar með all sérstæðu sniði, en þá munu Hörður Áskels- son og Hans-Dieter Möller frá Dus- seldorf kynna orgelið með fjöl- breyttum tóndæmum og leika af fingrum fram. Þá verður einnig flutt dansverkið Klukkuturnar eftir enska danshöfundinn Peter And- erson, sem hann samdi fyrir listráð Langholtskirkju sl. haust og var frumflutt þar. Verkið er samið við orgelverkið Passacaglia í c-moll eftir J.S. Bach og verður flutt af höfundi dansverksins ásamt þrem- ur öðrum dönsurum sem starfa með Íslenska dansflokknum. Við orgelið verður Hörður Áskelsson kantor. Aðgangur er ókeypis. Sunnudagurinn, sem er 3. sd. í aðventu, hefst með hátíðarmessu og barnastarfi kl. 11 með sérstakri áherslu á margþættum notk- unarmöguleikum orgelsins í helgi- haldinu. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son predikar í messunni og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Páls- syni. Hörður Áskelsson og Hans Dieter Möller leika á orgel kirkj- unnar. Barnastarfið verður að vanda undir stjórn Magneu Sverr- isdóttur. Fermingarbörn aðstoða í messunni með upplestri o.fl. Eftir messu verður fræðslutími með fermingarbörnunum. Síðdegis kl. 16 verða enskir jóla- söngvar í umsjá sr. Sigurðar Páls- sonar. Schola cantorum syngur þar undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Um kvöldið kl. 20 verða org- eltónleikar með þýska orgelleik- aranum Hans-Dieter Möller, en hann mun frumflytja nýtt verk eftir sjálfan sig, sem hann tileinkar þess- um tímamótum orgelsins og heitir Saga. Á mánudagskvöldið verða svo síðustu tónleikar þessarar afmæl- ishátíðar, en þá leikur margverð- launaður þýskur orgelleikari, Christian Schmitt. Hann mun leika fjölbreytta efnisskrá m.a. eftir J.S. Bach, Reger og Messiaen. Þessir tónleikar eru haldnir að frumkvæði þýska sendiráðsins. A Christmas Service in English FESTIVAL of Nine Lessons and Carols in Hallgrímskirkja 15 Dec- ember 2002 at 16.00. Minister: Re- verend Sigurður Pálsson. Members of Schola Cantorum and Motet Choir. Aðventukvöld í Háteigskirkju SUNNUDAGINN 15. desember kl. 20 eru hinir árlegu aðventusöngvar við kertaljós í Háteigskirkju. Þar mun Árni Bergmann rithöfundur fjalla um: Hátíðir í lífi okkar. Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth flytja hugljúfa tónlist og kirkjukór Háteigskirkju flytur að- ventutónlist undir stjórn Douglasar Brotchie organista. Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir. Aðventan í Selfosskirkju SVO sem jafnan er margt fram- undan í Selfosskirkju. Á sunnudag- inn kemur, hinn 15. desember, sem er þriðji sunnudagur í jólaföstu, verður messa kl. 11 í kirkjunni og jafnframt sunnudagaskóli. Barn verður borið til skírnar. Öll grunnskólabörn, og einnig öll leikskólabörn á Selfossi, hafa að undanförnu heimsótt kirkjuna, hlýtt á jólaguðspjallið og sungið að- ventu- og jólasöngva, alls 18 hópar. Þriðjudaginn 17. desember koma þrír síðustu hóparnir frá Valla- skóla. Sunnudaginn 22. desember, fjórða sunnudag í jólaföstu, verður fjölskyldumessa kl. 11. Þá koma Gídeonfélagar í heimsókn og Geir Jón Þórisson yfirlögreglumaður prédikar. Þennan sama sunnudag verður jólavaka Samkórs Selfoss kl. 22. Þá mun hinn snjalli trompetleikari, Jó- hann I. Stefánsson, leika á hljóð- færi sitt við undirleik Miklosar Dalmay. Eldri barnakór Selfosskirkju syngur undir stjórn Glúms Gylfa- sonar organista. Sr. Auður Eir og Mæðrastyrksnefnd í Digraneskirkju AÐVENTUHÁTÍÐ verður í Digra- neskirkju sunnudag kl. 20.30. Ung- lingakór Digraneskirkju og kór Snælandsskóla sjá um tónlist- arflutning undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Ræðumaður kvöldsins er sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir. Fé sem safnast við kaffið á eftir rennur óskipt til Mæðrastyrks- nefndar Kópavogs. Stjórnun og undirbúningur er í höndum Safn- aðarfélags Digraneskirkju. Hátíðin hefst kl. 20.30. Glerárkirkja – guðsþjónusta og aðventukvöld BARNASAMVERA og guðsþjón- usta kl. 11. Kór Menntaskólans á Akureyri syngur. Stjórnandi Erla Þórólfsdóttir. Aðventukvöld kl. 21. Ræðumaður Einar Karl Haralds- son, stjórnarformaður Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Mikill söngur og ljósa-athöfn. Barnakór Gler- árkirkju og kór Glerárkirkju syngja. Stjórnendur Björn Þór- arinsson og Hjörtur Steinbergsson. Jólaguðsþjónusta á þýsku Á ÞESSU ári verður haldin sam- kirkjuleg aðventu- og jólaguðsþjón- usta, í þetta skipti 4. sunnudag í að- ventu, 22. desember kl. 15 í Dómkirkjunni. Séra Gunnar Kristjánsson og séra Jürgen Jamin munu halda saman guðsþjónustu. Marteinn H. Friðriksson, Bergþór Pálsson og Ásgeir Steingrímsson munu sjá um tónlistarflutning. Eftir guðsþjónustuna er söfn- uðinum hjartanlega boðið í jóla- móttöku þýska sendiherrans, í sendiherrabústaðnum, Túngötu 18, Reykjavík. …til a› fullkomna augnabliki› kringlan/leifsstö› sími 588 7230 w w w . l e o n a r d . i s jólaleikur leonard Dimension hringarnir eru einstaklega falleg og jafnframt sniðug hönnun þar sem hver og einn getur sett sýna eigin útgáfu af hringnum alveg eins og óskað er. Á þennan hátt er hringur hvers og eins einstakur á sinn hátt. Hver og einn hringur samanstendur af 18 hlekkjum í silfri, gulli, rauðagulli eða hvítagulli og með eða án demöntum, sem hægt er að setja saman eftir eigin ósk. Tökum eldri hlekki upp í nýja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.