Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 36
NEYTENDUR 36 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ H IN sígilda jólasteik, reyktur hamborgar- hryggur, hefur aldrei verið ódýrari en nú. Hangikjöt er á lækk- uðu verði, ferskt svínakjöt hefur verið á útsölu um hríð og kjúklingaverð hefur hríðlækkað. Svo virðist sem verð á kalkúnum haldist nokkuð stöðugt þótt um tímabundin tilboð hafi sums staðar verið að ræða en fram- boð á rjúpu er afar takmarkað og verðið hefur hækkað. Nóatún og Melabúðin-Þín verslun og Þín verslun á Seljavegi hafa boðið sínum við- skiptavinum upp á nýjungar á jólaborðið, þar fást t.d. fasanar frá Englandi og dádýralundir frá Nýja-Sjálandi. Í Nóatúni eru líka fáan- legar bandarískar foreldaðar kalkúnabringur, grænlenskt hreindýrakjöt og von er á lyng- hænum frá Frakklandi. Bónus hefur hafið sölu á sænskum kjúklingabringum og ætlar að vera með ferska reykta kjúklinga fyrir jólin og Fjarðarkaup bjóða reyktar og ferskar anda- bringur frá Englandi. Hangikjöt selt með afslætti Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss, segir að Alí-hamborgarhryggir verði seldir með 30% afslætti fram að jólum og segir að Bónus-hamborgarhryggir, sem einn- ig eru framleiddir hjá Alí, kosti 594 krónur kílóið en á sama tíma í fyrra voru Bónus-ham- borgarhryggir seldir á 699 krónur kílóið. Úr- beinaður hamborgarhryggur er einnig seldur með töluverðum afslætti. Guðmundur bendir á að einnig séu góð kaup í léttreyktum lamba- hrygg en veittur er 42% afsláttur frá upp- runalegu verði. Þá segir hann að hangikjöt sé á lækkuðu verði. ?Bónus ákvað að taka til prufu niður- sagaða hangiframparta með beini og selja á innan við sex hundruð krónur kílóðið. Þessi nýjung hjá okkur hefur slegið í gegn og við er- um þegar búnir að selja um 15 tonn af þessu kjöti. Annars er allt hangikjöt selt með 15? 30% afslætti núna. Bónus mun á næstu dögum selja úrbeinaðar, skinnlausar kjúklingabring- ur frá Svíþjóð á 1.199 krónur kílóið og Bónus ætlar að bjóða ferskan reyktan kjúkling fyrir jólin.? Bayonne-skinka með 42% afslætti Elías Þorvarðarson, verslunarstjóri hjá Nettó, segir að fyrir þessi jól sé hagstæðast fyrir fólk að kaupa hamborgarhryggi en kílóið er á 695 krónur. Hann segir að í fyrra hafi verðið á hamborgarhryggjum hjá sér verið á bilinu frá 1.100?1.300 króur. ?Við byrjuðum með tilboðin fyrir þremur vikum og það er ljóst að neytendur munu geta gengið að þessu verði vísu fram að jólum.? Elías segir tvennt skýra þessa verðlækkun; aukna samkeppni á matvörumarkaði og mikið framboð af svína- kjöti í landinu. En hann bendir einnig á að hangikjötið sé á frábæru verði fyrir neytendur, sagaður fram- partur með beini frá Norðlenska sé seldur á innan við sex hundruð krónur kílóið en á sama tíma í fyrra var kílóið selt á 998 krónur. ?Það sama á við um frampartana og hamborgar- hryggina. Við byrjuðum að bjóða hangikjötið á tilboði og höfum ekki treyst okkur til að hækka verðið aftur.? Kalkúnn er á svipuðu verði og í fyrra en kílóið er á 598 krónur. Elías segir að einn kalk- únaframleiðandi sé í landinu og samkeppnin sé engin sem skýri stöðugt verðlag. Elías segir að neytendur geti einnig gert reyfarakaup í Bayonne-skinku núna sem seld sé með 42% afslætti á meðan birgðir endast. Sama á við um léttreyktan lambahrygg sem seldur sé með svipuðum afslætti. Í fyrra voru seldar rjúpur í Nettó á 450 krónur stykkið en Elías segir að verslunin hætti sér ekki út í þann slag núna því inn- kaupsverð á rjúpu sé yfir þúsund krónur. Bjóða 25% afslátt til jóla Finnur Árnason, framkvæmdastjóri hjá Hagkaupum, segir að 25 % afsláttur sé veittur af hamborgarhrygg frá Alí fram til jóla, og kílóið af hamborgarhrygg frá Gæðagrís kostar 699 krónur en þeir eru framleiddir af Alí líka. Finnur segir að í Hagkaupum sé lögð áhersla á að vera með breitt úrval og í boði sé kjöt frá mörgum framleiðendum. Hann segir það sama eiga við um hangikjöt, selt sé kjöt frá ýmsum framleiðendum til að hafa kjöt við flestra hæfi. Hann segir að af hangikjöti sé einnig veittur afsláttur og bendir á að t.d. sé birkireykt Strandahangikjöt, bæði úrbeinaður frampartur og læri, selt með 25% afslætti. Finnur segir að verð á kjúklingum hafi ver- ið lágt undanfarið og að nýlega hafi Hagkaup selt kílóið af frosnum kjúklingi á 269 krónur. Fólk tilbúið að prófa nýjungar Dádýralundir, fasani, grænlenskt hrein- dýrakjöt og bandarískar kalkúnabringur eru meðal þess sem viðskiptavinum Nóatúns stendur til boða að kaupa fyrir jólin. ?Við höfum selt umtalsvert magn af dádýra- lundum undanfarið enda eru dádýralundir ákaflega meyrt og gott kjöt en litlu dýrari en nautakjöt,? segir Sólmundur Oddsson hjá Nóatúni. Hann segir að fólk sé tilbúnara en áður að prófa nýjungar á jólaborðið og sala á þessum vörum aukist frá ári til árs. Rjúpa er fáanleg í takmörkuðu magni og einnig eru á boðstólum villigæsir og hrein- dýrakjöt, bæði íslenskt og grænlenskt. Verð á hamborgarhryggjum Nóatúns hefur lækkað frá því í fyrra og Sólmundur segir að hangikjötsverð hafi einnig lækkað. Hann bendir á að Nóatún selji einungis fyrsta flokks vöru og daglega komi í verslanir nýreyktir hamborgarhryggir. Hreindýrakjötið stendur upp úr ?Hreindýrakjötið stendur upp úr hjá okk- ur,? segir Árdís Sigmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Galleríi Kjöti, þegar hún er spurð hvað viðskiptavinir verslunarinnar velji í jólamatinn. Næsta koma hangikjötið og ham- borgarhryggur. ?Þeir sem alla jafna borða rjúpu eru kannski að snúa sér að hreindýrakjötinu í auknum mæli þar sem framboð af rjúpunni er takmarkað.? Þá segir hún að nóg sé til af íslenskum gæsabringum og sænska jólaskinkan sé alltaf vinsæl. Þá er töluvert sóst eftir veturgömlu sauðakjöti og sumir eru farnir að borða fasana á jólum. Breskar andabringur vinsælar Edvard Friðjónsson hjá Fjarðarkaupum segir að fyrir þessi jól sé salan mjög mikil á hamborgarhryggjum og hangikjöti enda verið að bjóða kjötið með umtalsverðum afslætti. ?Að meðaltali seljum við hamborgarhrygg á 35% lægra verði en í fyrra og hangikjötið með 20?25% afslætti.? Kalkúnninn selst einnig vel og ferskt svína- kjöt, en það er nú verið að selja með allt að 40% afslætti. Edvard segir að Fjarðarkaup séu að bjóða ferskar og reyktar andabringur frá Bretlandi og þær hafi hlotið athygli viðskiptavina. ?Bringurnar koma í staðinn fyrir íslensku pekingöndina sem hætt hefur verið fram- leiðslu á og fólk er tilbúið að prófa eitthvað nýtt.? Hann segir líka að töluvert seljist af finnsku hreindýrakjöti en Edvard segir að sér hafi ekki boðist íslenskt hreindýrakjöt í ár. Þegar talið berst að rjúpu segir hann að hún verði ekki fáanleg í Fjarðarkaupum í ár. ?Framboð er takmarkað og menn eru að falast eftir allt að 1.600 krónum fyrir rjúpuna. Viðskiptavinir okkar eru ekki tilbúnir að borga slíkt verð fyrir hana.? Samkeppnin hörð Pétur Guðmundsson hjá Melabúðinni-Þinni verslun segir að samkeppnin sé hörð í ár og hangikjötið sé selt með 30% afslætti fram að jólum, hamborgarhryggir einnig með 30% af- slætti og reyktur og grafinn lax svo dæmi séu tekin. Pétur segir að í Melabúðinni og í Þinni verslun á Seljabraut verði rjúpur á boðstólum en þær séu þó uppseldar í augnablikinu. Auk hefðbundins jólamatar verður til sölu hjá þeim hreindýrakjöt, villigæsir, dádýra- kjöt, fasanar og dúfur. Pétur segist finna aukinn áhuga hjá fólki á að prófa nýjungar, sérstaklega hjá þeim sem hafa verið með rjúpu og sjá fram á að hún verði ekki fáanleg á næstu árum. ?Þetta fólk er oft til í að skipta yfir í hrein- dýrakjöt, dádýralundir, villigæs, dúfur eða fasana.? Næstum helmingsafsláttur af hamborgarhryggjum Ingvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sparverslunarinnar í Bæjarlind, segir að bestu kaupin séu í hangikjöti, svínahamborg- arhrygg og Bayonne-skinku fyrir þessi jól. ?Verðið á þessum vörum hefur hríðlækkað undanfarið og við veitum nærri helmingsaf- slátt af hamborgarhryggjum núna, seljum kílóið á 698 krónur frá kjötvinnslunni Esju. Sama verð er á Bayonne-skinku. Hangikjötið er frá SAH á Blönduósi og það er boðið á 15?20% lægra verði en í fyrra. Við- skiptavinir sem kaupa hangikjöt með beini fá síðan úrbeiningu sér að kostnaðarlausu.? Ingvi bendir á að auk þessa sé selt kjöt frá mörgum öðrum framleiðendum og flestir veiti afslátt. Hann bendir að lokum á að í september hafi ferskt svínakjöt lækkað um 40% í Sparversl- uninni og sú verðlækkun haldist óbreytt fram að jólum. Sauðahangikjöt að norðan Matthías Sigurðsson hjá Europris segir að taðreykt úrbeinað hangikjöt að norðan sé selt á hagstæðu verði um þessar mundir, kílóið af úrbeinuðum framparti kosti 896 krónur. Þá er sauðahangikjöt einnig til sölu í Europris og framparturinn seldur á 789 krónur kílóið. Matthías bendir á að ferskur svínabógur frá Alí verði seldur á góðu verði fyrir þessi jól eða á 299 krónur kílóið en kílóið af hamborgar- hrygg er á 698 krónur um þessar mundir. Matthías segir að viðskiptavinir geti því fyrir þessi jól keypt jólasteikina á frábæru verði. Allt að 40? 50% afsláttur af jólakjötinu Hamborgarhryggur og hangikjöt seljast vel þessa dagana enda kjötið á mun lægra verði en í fyrra. Sumir kjósa þó að prófa eitthvað nýtt, sérstaklega þeir sem ekki fá rjúpu um þessi jól og þeir velja kannski hreindýrasteik eða aðra villibráð eins og gæs. Það er hagstætt að halda sig við hefðir í vali á jólasteik þetta árið. Hamborgarhryggur hefur aldrei verið ódýrari og hangikjöt er á niðursettu verði. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir segir að þeir sem vilja prófa eitthvað nýtt geti til dæmis eldað fasana, reyktar andabringur, dúfur eða dádýralundir. gudbjorg@mbl.is KOMNAR eru á markað hér á landi sér- saumaðar yfirbreiðslur sem henta öllum sófum og stólum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá um- boðsaðila, Vigdísi Haraldsdóttur, eru efnin í þeim endingargóð bólsturefni flutt inn frá Spáni. Ýmsar tegundir af yfir- breiðslum eru í boði, hvort sem sófarnir eru með lausum setum eða föstum og litaúr- valið fjölbreytt; einlitt og mynstrað. Auðvelt er að klæða sófana í yfirbreiðsl- urnar og eru ýmsar lausnir á því, hvort sem fólk vill hafa þær lausar eða sérsaumaðar. Efniskostnaðurinn er nú á kynningartilboði. Metrinn kostar nú 3.600 en breiddin á efninu er 2,80 cm. Sem dæmi þá kostar að sérsauma yfir þriggja sæta sófa 5.500, tveggja sæta sófa 4.500 og stól 3.500. Önnur gerð af yfirbreiðslunum er svoköll- uð teygjustykki, en þau eru flutt inn tilbúin. Teygjustykkin kosta frá 8.400?12.400 krónur. Efnin má þvo við 30°C í þvottavél. Hægt er að kaupa yfirbreiðslurnar á Net- inu en slóðin er: www.islandia.is/vigdish. Umboðsaðili er Vigdís Haraldsdóttir, GSM- sími: 692 8022. Sérsaumaðar yfirbreiðslur BLÓMAVAL hefur hafið sölu á sérstökum hlífðarpokum fyrir jólatré. Pokarnir eru úr plastefni sem hleypir að súr- efni en ekki vætu. Í frétta- tilkynningu frá Blómavali kemur fram að pokarnir séu sérstaklega hentugir til flutn- ings á jólatrjám og fólk ætti ekki lengur að vera í vand- ræðum með óþrif og greninálar í bíl- um sínum. Einnig er ákjósanlegt að geyma jólatrén utandyra í opnum pokunum. Pokarnir verða á boðstólum endur- gjaldslaust á öllum útsölustöðum Blómavals, Reykjavík, Akureyri, Kefla- vík og Selfossi. Hlífðar- pokar fyr- ir jólatré
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.