Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 ALLT að 50% afsláttur er nú af hefðbundinni jólasteik á borð við hamborgarhrygg og léttreykt lambakjöt. Hangikjöt er sömu- leiðis víðast hvar selt með mikl- um afslætti. Rjúpur hækka hins vegar í verði frá í fyrra enda framboðið af þeim takmarkað í ár. Ferskt svínakjöt hefur verið á útsölu um hríð og kjúklingaverð hefur hríðlækkað í verslunum en svo virðist sem verð á kalkúnum haldist nokkuð stöðugt. Þeir sem vilja hafa eitthvað nýtt á borðum geta t.d. valið villigæs, dádýrakjöt, fasana, dúf- ur, breskar andabringur og grænlenskt eða finnskt hrein- dýrakjöt svo eitthvað sé nefnt. Lítið framboð virðist hins vegar vera á íslensku hreindýrakjöti. Víða afsláttur af jólamatnum  Allt að/36 JÓN KRISTJÁNSSON, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að bjóða út rekstur nýrrar heilsugæslustöðvar í Salahverfi í Kópavogi. Gert er ráð fyrir að stöðin verði tekin í notkun síðla árs 2003. Rekstur af þessu tagi hefur ekki verið boð- inn út áður. Á nýju heilsugæslustöðinni verður veitt nánast öll þjónusta hefðbund- inna heilsugæslustöðva. Ýmsar nýjungar eru í útboðinu. Þær helstar að þeir sem taka að sér rekstur heilsugæslustöðvarinnar geta hagað stjórn- un og rekstri svo sem þeir telja heppilegast á grundvelli þeirra laga sem um starfsem- ina gilda. Samningurinn sem gerður verður um reksturinn er við heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið, sem ber ábyrgð á eftirliti með starfsemi stöðvarinnar. Embætti Landlæknis sér um faglegt eftirlit en ráðu- neytið mun sjá um fjárhagslegt eftirlit. Í út- boðinu felst að ráðuneytið leggur þeim, sem tekur að sér reksturinn, til tekjugrundvöll og eru tekjurnar að hluta afkastatengdar. Fyrirhugað er að halda kynningarfund með þeim sem bjóða í reksturinn í byrjun janúar, en skilafrestur er til 30. janúar nk. Heilsugæsla í Salahverfi boðin út  Rekstur/28 Morgunblaðið/Golli GUÐRÚN Jóhanna Ólafsdóttir, sem nemur óperusöng við Guildhall School of Music and Drama í Lond- on, syngur um þessar mundir í konsert- uppfærslu Classi- cal Opera Comp- any í London á óperunni Artax- erxes eftir enska átjándu aldar tónskáldið Thom- as Arne í St. John’s Smith Square þar í borg. Dómur um sýn- inguna birtist í enska blaðinu In- dependent á miðvikudag og þar fær Guðrún Jóhanna framúrskarandi góða dóma fyrir söng sinn. Gagn- rýnandinn, Roderic Dunnett segir eftir misjafna dóma um aðra söngv- ara í uppfærslunni: „En það varð allt með réttu vit- laust í salnum við söng íslensku mezzósópransöngunnar Guðrúnar Ólafsdóttur með sinn geislandi per- sónuleika.[...]Rödd hennar á eftir að finna sinn endanlega stað og það tók hana smástund að syngja sig upp, en hún heillaði áheyrendur líka gjörsamlega í tveim stórum aríum Arbaces í þriðja þætti verks- ins; – þar jafnast Arne líka vel á við Händel. Guðrún Ólafsdóttir er – vona ég minnsta kosti – á leið með að verða stórkostleg söngkona.“ Guðrún Jóhanna kemur til Ís- lands eftir helgi og syngur í beinni útvarpsútsendingu Ríkisútvarpsins úr Hallgrímskirkju til fjölmargra landa Evrópu. Á leið með að verða stórkostleg söngkona Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir heillar Breta GERHARD Sabathil, sendiherra ESB á Íslandi og í Noregi, segir ljóst að framlag EFTA-ríkjanna til fátækari ríkja EES hafi farið minnkandi sem hlutfall af lands- framleiðslu. Árið 1994 hafi verið samið um fast árlegt framlag EFTA-ríkjanna sem hafi þá verið 0,025% af landsframleiðslu. Það hlutfall sé í dag um 0,01%. Sabathil bendir jafnframt á að hagvöxtur og verðmætasköpun hafi verið miklum mun jákvæðari í EFTA-ríkjunum en í ríkjum ESB. Sabathil segir að Evrópusam- bandið sé reiðubúið að taka til skoðunar kröfur og hugmyndir Ís- lendinga varðandi markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir; um fríverslun með allar sjávarafurðir í ESB, til að vega upp á móti missi fríversl- unarsamninga við umsóknarríkin. Hann tekur þó fram að engin laga- leg skylda hvíli á sambandinu að bjóða bætur fyrir þennan missi markaðsaðgangs. Samningar eini kosturinn Spurður hvort ESB telji sér ekki einu sinni skylt að gefa Ís- landi og Noregi tollfrjálsan inn- flutningskvóta sem byggist á inn- flutningi síðustu ára, eins og gert var þegar Svíþjóð og Finnland gengu í ESB, segir hann að þar sé ekki tvennu saman að jafna. „Þá voru EFTA-ríki að ganga inn í sambandið. Síðan höfum við átt í erfiðum viðræðum um við- skipti með t.d. landbúnaðarafurð- ir. Menn ættu ekki að búast við að ESB hliðri aftur til einhliða [...].“ Hann er bjartsýnn á að hægt verði að undirrita samkomulag ESB og EFTA-ríkjanna um stækkun EES í Lúxemborg 15. apríl á næsta ári, jafnvel þótt það verði tveimur vikum fyrir alþing- iskosningar á Íslandi. Í raun sé enginn annar kostur í stöðunni en að semja. „Það væri óhugsandi að á sömu stundu og sameining Evrópu verð- ur undirrituð 16. apríl liði Evr- ópska efnahagssvæðið undir lok. Enginn lítur á það sem möguleika, hvorki í ESB, í umsóknarríkjun- um né í EFTA-ríkjunum. Þess vegna verðum við að finna lausn sem við getum sætt okkur við.“ Ekki skylda ESB að semja um fríverslun  Fjárframlög EFTA/20 Sendiherra ESB segir raunfram- lög EFTA-ríkja hafa lækkað ÞRÍR eigendur fasteigna í Garðhúsum í Grafarvogi hafa höfðað mál gegn Reykja- víkurborg og Vegagerðinni til að fá ógiltan úrskurð umhverfisráðuneytisins um mat á umhverfisáhrifum Hallsvegar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun en Óskar Sig- urðsson hdl., lögmaður eigendanna, segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni efnislega á lög um umhverfismat fyrir íslenskum dóm- stólum. Umhverfisráðuneytinu var einnig stefnt en bæði héraðsdómur og Hæstiréttur vísuðu málinu á hendur ráðuneytinu frá dómi, þar sem það var ekki talið hafa lög- varða hagsmuni í málinu. Eigendurnir krefjast þess m.a. að fram fari heildstætt mat á umhverfisáhrifum Hallsvegar en ekki einungis á einum hluta framkvæmdanna, þ.e. tvegga akreina Hallsvegi frá Víkurvegi að Fjallkonuvegi, líkt og gert er hinum kærða úrskurði. Dómstólar úrskurði um Hallsveg BALDUR Björnsson er harla óvenjulegur framhalds- skólanemi. Hann stundar fjar- nám í tveimur stærðfræðiáföng- um við Fjölbrautaskólann við Ármúla og gengur vel. Það er þó ekki það sem vekur undrun flestra heldur miklu fremur sú staðreynd að hann er aðeins 11 ára. Baldur á ekki langt að sækja stærðfræðiáhugann því foreldrar hans Árdís Þórðardóttir og Björn Bjarnason hafa mikinn áhuga á stærðfræði. Þá er langt síðan bróðir hans, Bjarni, 14 ára, var farinn að stunda stærðfræðinám á menntaskólastigi. Baldur segir valið hafa staðið á milli tónlistar- náms og stærðfræði á sínum tíma. „Vinir mínir hafa leyft mér að prófa svolítið á fiðlu og mér fannst það ekkert spes,“ segir hann. Hann reiknar í einn og hálfan tíma á dag. „Það er bara ekki hægt að reikna meira í einu,“ segir hann með þunga. Morgunblaðið/Jim Smart Baldur lét ekki heimsókn ljósmyndarans í prófið í gær trufla sig heldur sökkti sér ofan í dæmin. Ellefu ára stærðfræðingur við nám í framhaldsskóla Tók reikning fram yfir fiðlu  Fær stuðning/6 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.