Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hlýlegar gjafir Glæsilegar gjafapakkningar Bláa lónsins í öl lum stærðum og gerðum fást í heilsulindinni Bláa lóninu, Hagkaupum Smáralind og öllum helstu apótekum og minjagripaverslunum. www.bluelagoon.is KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs og leiðtogi Kristi- lega þjóðarflokksins, telur líklegt að efnt verði til nýrr- ar þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild landsins að Evrópusam- bandinu, ESB, fyrir árið 2010. Að sögn Aften- posten sýna skoð- anakannanir í desember svipaða niðurstöðu og í nóvember: stuðn- ingsmenn aðildar að ESB sækja í sig veðrið og eru 58% Norðmanna nú hlynntir aðild en 42% á móti ef tekið er mið af þeim sem taka afstöðu. „Ég tel að það séu meiri líkur á nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir 2010 en eftir þann tíma,“ sagði Bondevik á fundi evrópskra íhalds- flokka sem haldinn var fyrir leið- togafund ESB í Kaupmannahöfn. Ráðherrann segir að eftir tvö til þrjú ár geti verið ástæða til að endurmeta afstöðuna til ESB. Of snemmt sé hins vegar að hefja raunverulegar umræður um aðild núna. Þingkosn- ingar verða í Noregi 2005. „Ég tel ekki að þetta verði aðalmál kosninganna en eitt af mörgum mik- ilvægum málum,“ sagði Bondevik. Hann bendir á að þá verði ef til vill búið að greiða atkvæði um evruna ekki aðeins í Svíþjóð heldur einnig Danmörku og Bretlandi. Framtíðarráðstefna ESB Hann leynir því ekki að stækkun sambandsins til austurs hafi mikil áhrif á hann og segir sambandið hafa tekið skref frá vestur-evrópskri stofnun í átt að „sam-evrópskri“ sem muni breyta eðli þess. Ráðherrann hefur áratugum saman verið ein- dreginn andstæðingur aðildar Nor- egs að ESB. Bondevik sagði miklu skipta hverjar yrðu niðurstöður á ráðstefn- unni um framtíð Evrópu sem Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi Frakklandsforseti, stýrir og á að ljúka störfum seint á næsta ári. Þar er meðal annars hugað að því hvern- ig laga skuli stjórnarform ESB að breyttum aðstæðum með fjölgun að- ildarríkjanna. „Þetta ferli mun hafa mikil áhrif á það hvernig ESB verður í framtíð- inni, hvort lýðræði í ESB verður minna eða meira, hvort lítil ríki fá minni eða meiri áhrif. Litlar þjóðir óttast að ráðherraráðið treysti stöðu sína á kostnað smáríkjanna með því að stofnað verði fastaembætti for- seta ráðsins,“ segir ráðherrann. EES málamiðlun þjóðarinnar Bondevik segir alla „alvarlega þenkjandi“ stjórnmálaflokka hljóta að ræða til hlítar afstöðuna til ESB þegar þeir móti stefnu til langs tíma. „Ég er ekki hér og nú að lýsa yfir neinni breytingu á afstöðunni gagn- vart ESB. Ég tel að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hafi gagnast okkur vel. Hann hefur verið málamiðlun þjóðarinnar. Hann hefur veitt Norðmönnum að- gang að innri markaði ESB án þess að við höfum orðið þátttakendur í nánari samruna ríkjanna í samband- inu.“ Dagens Næringsliv segir að Lars Sponheim, leiðtogi miðjuflokksins Venstre og einn af ráðherrum sam- steypustjórnar Bondeviks, hafi lengi verið andstæðingur aðildar en hann hafi nú sagt að hröð þróun mála í Evrópusambandinu geri nauðsyn- legt að meta afstöðuna til sambands- ins að nýju. Spáir ESB-at- kvæðagreiðslu fyrir 2010 Bondevik segir tengsl Noregs við sambandið verða meðal mikil- vægra kosningamála 2005 Bondevik ABDULLAH Gul, forsætisráðherra Tyrklands, sakaði leiðtoga Evrópu- sambandsins um ósanngirni á fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær, fyrir að vilja ekki ákveða hvenær hefja skyldi viðræður um ESB-aðild Tyrkja, 66 milljóna manna músl- imaþjóðar sem að stærstum hluta býr strangt til tekið ekki í Evrópu. Gul, sem vill að Tyrkir fái að hefja aðildarviðræður strax á næsta ári, brást reiður við er leiðtogar núver- andi ESB-landanna fimmtán bjugg- ust til að ganga frá aðildarsamning- um við 10 önnur umsóknarríki, sem öll lögðu seinna inn sínar aðildarum- sóknir en Tyrkir; Kýpur, Möltu og átta fyrrverandi austantjaldsríki. Í drögum að lokaályktun leiðtoga- fundarins, sem samkvæmt dag- skránni átti að ljúka í gærkvöldi, voru tyrknesk stjórnvöld hvött til að hrinda í framkvæmd frekari umbót- um á sviði mannréttinda og á efna- hagskerfinu í landinu fyrir árslok 2004. Gangi það eftir „mun Evrópu- sambandið hefja aðildarviðræður við Tyrkland“ segir í ályktunardrögun- um, en engin dagsetning tilgreind. Tyrkneskir ráðamenn komu til Kaupmannahafnar með þeim ein- dregna ásetningi að fá dagsetningu á upphaf viðræðna og lögðu mikla áherzlu á að það yrði sem allra fyrst. Tyrkir nutu dyggs stuðnings Bandaríkjastjórnar við að þrýsta á leiðtoga ESB um að verða við óskum þeirra, en stjórnvöld í Washington líta á Tyrkland sem lykilbandamann í „stríðinu gegn hryðjuverkum“, einkum og sér í lagi ef koma skyldi til hernaðaríhlutunar í Írak. Þrýstingi illa tekið Gul ásakaði ESB um mismunun. „Þetta þýðir að viðleitni okkar er ekki metin að verðleikum og það ríkja fordómar gagnvart okkur,“ hafði tyrkneska fréttastofan Anat- olia eftir honum. Gul gagnrýndi Jac- ques Chirac Frakklandsforseta sér- staklega: „Það er Chirac sem er að beita kúgunum. Mér þótti það mjög miður þegar ég heyrði að hann hefði sagt „Tyrkir eru að kúga okkur“.“ Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, sagði að sá mikli þrýst- ingur sem Tyrkir hefðu beitt ráða- menn í ESB fyrir og á leiðtoga- fundinum, þ.á m. með fulltingi Bandaríkjaforseta, hefði frekar orð- ið til að auka á efasemdir um að tíma- bært væri að hefja aðildarviðræður við Tyrki. Þá greindu aðrir fulltrúar sam- bandsins frá því að ýmsir fleiri fyr- irvarar varðandi Tyrkland hefðu komið upp á yfirborðið í viðræðum leiðtoganna. Heyrzt hafði að Hol- lendingar, Austurríkismenn, Danir, Svíar og Finnar væru minnst hrifnir af því að fá Tyrkland fljótlega inn í sambandið. Bretar, Ítalir og Grikkir eru því fylgjandi en Þjóðverjar og Frakkar tvístígandi mitt á milli. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur og gest- gjafi á leiðtogafundinum, tjáði fréttamönnum að stæðist Tyrkland sett skilyrði um framfarir í mann- réttinda- og efnahagsmálum fyrir árslok 2004 gætu aðildarviðræður hafizt „eins fljótt og auðið er“. Ber- lusconi nefndi jafnvel janúar 2005. Vonir höfðu staðið til að takast myndi að ná sögulegum sættum um sameiningu Kýpur í tengslum við samninga um aðild eyjarinnar að Evrópusambandinu. Þær vonir brugðust. Frestur sem ESB hafði gefið fulltrúum Kýpur-Tyrkja og Kýpur-Grikkja til að undirrita mála- miðlunarsamkomulag, sem Samein- uðu þjóðirnar höfðu milligöngu um, rann út síðdegis í gær. Gríska hluta Kýpur, sem er eina alþjóðlega við- urkennda ríkið á eynni, hafði verið heitið inngöngu ef ekki skyldi takast að ná samkomulagi um að báðir eyj- arhlutarnir gengju sameiginlega í sambandið. 3.400 milljarðar í styrki Strax á fimmtudagskvöld, er Kaupmannahafnarfundurinn hófst með vinnukvöldverði leiðtoga núver- andi og tilvonandi aðildarríkjanna, var gengið frá samningum um að varið yrði 40,4 milljörðum evra, and- virði rúmlega 3.400 milljarða króna, í styrki til uppbyggingar innviða og atvinnulífs, ekki sízt landbúnaðar, í nýju aðildarríkjunum fyrstu þrjú að- ildarárin, 2004–2006. Tyrkir ósáttir og Kýpurdeilan óleyst Tyrkneski for- sætisráðherrann sakar leiðtoga ESB um ósanngirni Kaupmannahöfn, Ankara. AP, AFP. HUNDAAT eða „sahgwani“ er ævaforn íþrótt í Afgan- istan en bönnuð í stjórnartíð Talibana. Nú hefur hún verið vakin aftur til lífsins eins og þessi grimmilegu átök sýna. Fóru þau fram í gær í Arghendab, skammt frá borginni Kandahar. Maðurinn næst hundunum dæmdi keppnina en ekki fylgdi sögunni hvor sigraði. AP Hundaat í Afganistan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.