Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                    ! "#  "   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KÝST þú samfélag þar sem svart- hvítar skoðanir ákvarða hvernig við búum saman? Af hverju ætli það sé til eitthvað sem heitir „rasismi“? Við erum öll fædd eins í þennan heim, hvort sem við erum svört, gul, hvít eða rauð. 99,8 prósent gena okkar eru eins og af þessum 0,2% sem eru mismunandi finnast 85% þeirra gena í öllu fólki. Við erum flest með tvö augu, eitt nef, tvo fótleggi, tvær hendur og einn rass. Við erum eins. Ekkert okkar fæðist með fordóma, hvað breytist þegar við verðum eldri? Við hjá Ungmennahreyfingu Rauða kross Íslands erum að fara af stað með verkefnið „Geimverur gegn rasisma“. Við notum geimverur vegna þess að þær eru hugsanlega öðruvísi, þær eru framandi. Þær tjá sig líklega á annan hátt en við, og þær eru ef til vill mismunandi á litinn. Hugmyndafræðin á bak við verk- efnið er sú að við viljum vekja athygli fólks á því að það eru fordómar í sam- félagi okkar. Er það eitthvað sem við viljum búa við eða er það eitthvað sem við viljum sporna gegn með því að taka virka afstöðu gegn „rasisma“? Hvernig gerum við það? Við getum til dæmis gert það með því að andmæla þeim sem segja eitthvað á fordóma- fullan hátt. Dæmum ekki aðra fyrir- fram. Sjálfboðaliðar Ungmennahreyf- ingar Rauða krossins verða sýnilegir í miðbæ Reykjavíkur, Hafn- arfjarðar, Ísafjarðar, Sauðárkróks og Akraness núna fyrir jólin. Við hvetj- um þig lesandi góður til að koma, fá bæklinginn okkar og taka virka af- stöðu gegn fordómum. Þú munt þekkja okkur á geimverunum sem við munum hafa meðferðis. Hlökkum til að sjá þig! ÞÓRA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR, sjálfboðaliði í Ungmennahreyfingu Rauða kross Íslands og JENS TODOROVIC, sjálfboðaliði í Ungmennahreyfingu marsneska Rauða krossins. Geimverur gegn rasisma Frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Jens Todorovic.: HINN 19. nóvember 2002 var und- irritaður samningur eða samkomu- lag milli Landssambands eldri borg- ara og ríkisins og voru þarna mörkuð tímamót í samskiptum ríkis og sam- taka eldri borgara þar sem þetta var í fyrsta skipti, sem ríkisvaldið sam- þykkir eða viðurkennir okkar sam- tök, sem samningsaðila um málefni aldraðra. Samtök eldri borgara höfðu lengi óskað eftir því að samráðsnefnd þeirra með ráðherrum kæmi saman og eldri borgarar fengju að vera með í ráðum um málefni aldraðra og síð- an var það að samráðsnefndin kom saman 25. september og skipaði starfshóp til að vinna að tillögugerð um leiðir til úrbóta fyrir aldraða, en ráherrar höfðu viðurkennt að þörf væri á úrbótum. Starfshópurinn hóf störf í byrjun október og skilaði af sér samningi þeim sem undirritaður var 19. nóv- ember. Starfshópurinn, sem ekki mátti eða hafði leyfi til að gera tillögur í skattamálum náði samkomulagi um tillögur um aukin hjúkrunarrými, dagvistunarrými, bætta heimaþjón- ustu o.fl. og samþykkti ríkisstjórnin aukið fé til þessara málaflokka. Í samningi þessum var ekki samið um miklar hækkanir á greiðslum frá almannatryggingum og er langt í land að ellilífeyrir og tekjutrygging nái því hlutfalli af verkamannalaun- um sem það var fyrir sex til sjö árum og vert er að hafa það í huga að þess- ar hækkanir sem samið var um koma ekki óskertar til okkar og þessi mikli kostnaður sem ráðherrar tala um, er ekki eins mikill og þeir vilja vera láta því á allar þessar greiðslur kemur tekjuskattur, tæp 39%, svo er lágum skattleysismörkum fyrir að þakka. En Adam var ekki lengi í Paradís. Aðeins tíu dögum eftir að samkomu- lagið var undiritað og mánuði áður en greiðslur áttu að hækka, setur ríkistjórnin á lög, sem koma til fram- kvæmda strax, um að ná til baka þessum hækkunum í formi hækkun- ar á víni og tóbaki, en þær hækkanir hafa áhrif í lánskjaravísitölu, sem þýðir að skuldabyrði heimilanna hækkar um milljarða króna, sem aft- ur þýðir hækkun verðbólgu. Þarna bætti ríkistjórnin sitt fyrra met, frá 1. júlí á síðasta ári, er hún hækkaði greiðslur til aldraðra, en þá tók hún það til baka sama dag með hækkun á lækna- og lyfjakostnaði, en núna byrjar hún að taka vænt- anlegar hækkanir til baka mánuði áður en þær koma til framkvæmda. Þessi nýi skattur kemur ekki við fyrirtæki og stofnanir, sem voru bú- in að fá stórfelldar skattalækkanir að undanförnu. Það virðast vera álög á blessaðri ríkistjórninni að snúast gegn öllum leiðréttingum til aldraðra og ör- yrkja, með nýjum sköttum eða laga- breytingum og er það von mín að þessum álögum verði aflétt sem fyrst. Síðan kom rúsínan í pylsuendan- um, Tryggingastofnun skrifar okkur bréf þar sem við og makar okkar eig- um að veita þeim fullt umboð til að gramsa í öllum fjármálum okkar að vild og hótað að fella niður greiðslur til okkar ef ekki verði orðið við þess- um kröfum og vitnað í 47. gr. laga nr. 117 frá 1993, með síðari breytingum. Lesið betur þessa grein nr. 47 í þess- um lögum. Þetta er ekki jólaglaðningur sem ég get þakkað fyrir. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, form. félags eldri borgara í Kópavogi. Samningar aldraðra og ríkisvalds Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.