Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 76
FRÉTTIR 76 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ lenzka safn Indriða Pálssonar. Þá hefur Sigurður R. Pétursson komið upp tveimur íslenzkum söfnum, sem fengu nýlega mjög góð verðlaun á alþjóðasýningu á eyjunni Kýpur í Miðjarðarhafi. Annað er íslenzkt spjaldbréfasafn, sem hlaut gullverð- laun og hitt er safn Tveggja kónga frímerkja, sem fékk gyllt silfur. Hjalti Jóhannesson á svo áhugavert safn íslenzkra póststimpla frá upp- hafi þeirra 1873 og fram yfir alda- mót, sem hlotið hefur ágæt verð- laun. Þá á sá, sem þetta ritar, safn, sem er í nokkrum öðrum dúr, því að það er danskt með svonefndum tví- litum frímerkjum frá 1870–1905. Hefur það einnig hlotið mjög góð verðlaun, bæði hér innanlands og eins erlendis. Engu skal spáð um það á þessari stundu, hvort þessi söfn verða öll tiltæk á næsta ári, en þau sýna þá grósku, sem hefur verið í söfnun íslenzkra safnara á liðnum árum. Þá hefur Rúnar Þór Stef- ánsson, varaformaður L.Í.F., verið að koma upp frambærilegum söfn- um. Sýndi hann á heimssýningunni á Kýpur herpóst, tengdan Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni, og hlaut fyrir gyllt silfur. Þá á hann annað safn, sem er að mínum dómi öllu nær Íslandi. Er það bréfa- eða um- slagasafn frá 1944, þ.e. lýðveldis- tíma okkar. Leggur hann þar áherzlu á að ná saman frá þessum tímum sem flestum frímerkjum á FRÍMERKJSAFNARAR virðast hafa tekið eftir því, að nokkuð er um liðið, síðan frímerkjaþáttur hef- ur birzt hér í Mbl. Ég hef a.m.k. verið spurður um það á förnum vegi, hvort ekki sé von í nýjum þætti. Að sjálfsögðu neita ég því ekki, að mér þykir vænt um það, að einhverjir taki eftir fjarveru hans úr blaðinu. Vel má vera, að skammdeg- isdrungi og hækkandi aldur þess, sem séð hefur um þessa þætti – vissulega með nokkrum hléum – um nær 30 ár eigi hér nokkra sök í. Verð ég þess vegna að reka af mér slyðruorðið og koma einum þætti á framfæri fyrir jólin og í miðju því auglýsinga- og bókaflóði, sem dynur á okkur þessa daga. Því verður ekki neitað, að í reynd skortir ekki umræðuefni um frí- merki og frímerkjasöfnun, hvort sem er til lofs eða lasts. Ákveðinn fróðleikur getur fólgizt í því, hvor leiðin, sem er valin. Vel má vera, að einhverjum finnist á stundum gæta í þáttum mínum nokkurs nöldurs gamals manns í garð Póstsins okkar og þess, sem hann er að fram- kvæma á annan veg en við höfum vanizt á liðnum áratugum. Ekki virðast forráðamenn Póstsins samt hafa orðið uppnæmir fyrir þeim at- hugasemdum og ábendingum, sem hér hafa birzt. Þá ályktun dreg ég m.a. af því, að þeir hafa ekki séð ástæðu til að bregðast við þeim með andsvörum eða skýringum eða sam- tölum við mig. Ég vona samt, að þeir lesi – eða hlaupi yfir þættina, þegar þeir birtast hér í Mbl. Ým- islegt í þeim ætti einmitt að geta orðið íhugunarefni fyrir þá sem og aðra lesendur. Þá þætti mér vænt um ábend- ingar frá þeim, sem álíta sig þurfa að koma einhverju að, hvort sem það er gagnvart póstmálum al- mennt eða frímerkjasöfnun. Eins og áður hefur verið nefnt, er þátturinn ævinlega opinn öllum, sem vilja koma einhverju á framfæri. Hið eina, sem er krafizt, er það, að menn gæti vandlega að orðavali sínu og eins hófs í málflutningi. NORDIA O3. Eins og íslenzkum frímerkjasöfnurum er orðið vel kunnugt, hleypur hin árlega sam- norræna frímerkjasýning af stokk- unum hér á landi í september 2003. Verður hún hin fjórða hjá okkur frá 1984. Allar hafa þessar sýningar farið vel og skipulega fram, og ekki efa ég, að svo verði einnig um sýn- inguna á haustdögum 2003. NORDIU-sýningarnar hafa alls staðar orðið mikil lyftistöng fyrir frímerkjasöfnun á Norðurlöndum og um leið góð kynning fyrir nor- ræna frímerkjasafnara um víða ver- öld. Því verður hins vegar ekki neit- að, að stundum hefur tekizt misjafnlega vel til með sýningar- haldið og kostnaður á stundum farið verulega úr böndunum. Hér vil ég aftur á móti koma því á framfæri, að íslenzkir safnarar hafa staðið sig frábærlega í þessum efnum, enda átt mörgum góðum mönnum á að skipa við allan undirbúning og fram- kvæmd þeirra NORDIU-sýninga, sem hér hafa verið haldnar. Frænd- ur okkar á öðrum Norðurlöndum hafa líka tekið eftir þessu og ekki getað orða bundizt, hvort sem er í ræðu eða riti. Þá eru íslenzkir safnarar svo heppnir að eiga innan sinna vé- banda nokkur mjög álitleg frí- merkjasöfn, sem eru gjaldgeng á hvaða frímerkjasýningu, sem er. Er vonandi, að þau verði tiltæk á næsta ári. Hér á ég auðvitað fyrst við hið glæsilega og margverðlaunaða ís- almennum póstsendingum. Slíkt er vissulega ekki heiglum hent, ekki sízt hvað snertir háu verðgildin. Vonandi heldur hann áfram að byggja þetta safn upp til sýningar. Þá vil ég ekki heldur gleyma að minnast á Zeppelinsafn, sem Árni Gústafsson hefur verið að koma sér upp og við sáum á Degi frímerkisins í haust á FRÍMSÝN 2002. Eins held ég verði ekki mjög langt í það, að Þórhallur Ottesen geti farið á flot með safn sitt erlendis af íslenzk- um sérstimplum á, a.m.k. á öðrum Norðurlöndum. Framantalin upptalning sýnir glögglega þá þróun, sem hefur orðið á síðustu árum og ártugum. Er það vel, því að nokkur söfn hafa horfið úr frímerkjaheimi okkar við fráfall eigenda sinna. Framangreind söfn ættu að geta ýtt við ungum íslenzk- um söfnurum að halda í sömu átt og hlaupa í skörðin, þegar önnur söfn hverfa. Ég hef trú á því, að svo verði fljótlega á þessari öld. Dreg þá ályktun m.a. af því, hversu marg- ir nýir safnarar hafa gengið í F.F. og komið bæði á skiptifundi hjá fé- laginu. á laugardögum og eins á mánaðarlega fundi þess. Er það vissulega merki um vaxandi grósku á sama tíma og félagar okkar á öðr- um Norðurlöndum kvarta undan minnkandi áhuga á frímerkjasöfnun hjá sér og dræmri sókn á sýningar. Í fyrirsögn þessa þáttar er talað um frímerkjaveizlu Póstsins á þessu ári. Því miður hefur of lítið verið rætt í þáttum mínum um frímerkja- útgáfu Íslandspósts hf. Ekki er það af því, að hún eigi ekki skilið at- hygli, þótt mér hafi fundizt fyrir- svarsmenn Póstsins ærið tómlátir, þegar frímerki eiga í hlut, og vilji fremur nota alls kyns stimplaaðferð í stað frímerkja. En sú stefna fer einmitt í bága við allt tal póstmanna um að örva frímerkjasöfnun meðal unglinga. Hvort tveggja getur ekki farið saman. Hvað sem því líður, verður ekki annað sagt en yfirleitt hafi vel til tekizt með útgáfu Póstsins og mörg frímerkjanna vekja verðskuldaða athygli. Á þessu ári hafa komið út rúmlega 20 frímerki, bæði stök og í smáörkum og heftum. Þar mun mörgum hafa þótt frímerkjaútgáfan í kringum hundrað ára afmæli Lax- ness bera af, jafnvel þótt heldur slysalega tækist til. Að þessu sinni fer vel á því að birta með þættinum mynd af þeim jólafrímerkjum, sem nota á á jóla- póstinn í þessum mánuði. Stundum hafa þessi frímerki ekki þótt minna nægilega á jólin og þá jólastemmn- ingu, sem þau eiga að vekja. Ég held menn geti nú verið vel sáttir við jólafrímerkin 2002. Eiga þau að minna á þá venju landsmanna að skreyta bæði jólatrén og eins greni- tré í görðum sínum og eins á svölum húsa sinna með alls kyns ljósalengj- um. Allt er þetta gert til þess að lýsa upp í svartasta skammdegi vetrarins, og fer vel á því. Merki þessi hefur Hlynur Ólafsson hann- að, en þau vorur prentuð hjá Prent- smiðu Cartor S/A í Frakklandi Verðgildi merkjanna er 45 og 60 kr. Þá er það mjög heppilegt að gefa þau út í tíu merkja smáörk og að auki þau frímerki, sem nota á innan- lands í snotru hefti. Þetta kunna viðskiptavinir Póstsins áreiðanlega vel að meta. Ég óska svo lesendum þessa þátt- ar sem og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og góðs nýs árs. Frímerkjaveizla Íslandspósts hf. Jólafrímerki 2002. FRÍMERKI Umsjón Jón Aðalsteinn Jónsson Árið 2002 endaði með nýjum jólafrímerkjum 7. nóv. sl. www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð Stuðnings leit- að í Kópavogi MÆÐRASTYRKSNEFND Kópa- vogs leitar nú eftir auknum stuðn- ingi fyrirtækja, starfsmannafélaga og einstaklinga þar sem óvenju- margar styrkbeiðnir liggja fyrir, að því er fram kemur í frétt frá nefnd- inni. Fjárframlög til nefndarinnar má leggja á reikning í Sparisjóði Kópa- vogs, nr. 403774, og móttaka á fatn- aði fer fram í afgreiðslu Mæðra- styrksnefndar í Hamraborg 20a á þriðjudögum milli kl. 16 og 18. Óskir um styrk þarf að leggja inn á sama stað og tíma. Í Mæðrastyrksnefnd Kópavogs eru fulltrúar kvenfélaga í bænum. JÓLAKORT ABC-hjálparstarfs eru komin í allar helstu bóka- og blómaverslanir á höfuðborg- arsvæðinu og víðar. Kortin eru teiknuð af Jenný Guð- mundsdóttur myndlist- arkonu og heita mynd- irnar Frið- arljós, Hátíð- arljós og Kærleiksljós. Vers inni í kort- unum, sem tengjast myndefninu og nöfnum kortanna, eru eftir Rúnar Kristjánsson. Kortin kosta 83 kr. stykkið og eru seld sex saman í pakka. Kort- in fást einnig án innáprentunar í stykkjatali á skrifstofu ABC- hjálparstarfs. Alls fást 27 gerðir af jólakortum á skrifstofu starfs- ins í Sóltúni 3. Hægt er að skoða þau á heimasíðu ABC á www.abc.is eða fá sendan jóla- kortabækling starfsins. Tekið er á móti jólakortapöntunum í síma og á netfangi abc@abc.is. Hægt er að fá jólakortin send heim endur- gjaldslaust. Ágóði af kortasölunni rennur óskiptur til ABC-hjálparstarfs sem í dag sér fyrir menntun og framfærslu rúmlega 3.700 barna á Indlandi, Úganda, Filippseyjum og víðar, segir í fréttatilkynningu. Jólakort ABC- hjálparstarfs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.