Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kær vinkona mín, Auður Vilhjálmsdóttir, er farin, allt of fljótt. Eftir stutt en erfið veikindi. Við kynnt- umst úti í Kaupmanna- höfn fyrir um 26 árum á námsárum okkar. Auður var ákveðin, dugleg og metnaðarfull í námi. Hún var áber- andi, há, grönn, klassastelpa, svona Karen Blixen típa. Þau Siggi bjuggu á stúdentagarðinum Solbakken ásamt mörgum skemmtilegum og góðum löndum. Þangað var alltaf gott að koma og vel tekið á móti gestum með mat og drykk, að ógleymdu heimsins besta kaffi. AUÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR ? Auður Vilhjálms- dóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1954. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík hinn 28. nóvem- ber síðastliðinn og var jarðsungin í Fossvogskirkju 6. desember. Eftir heimkomu til Íslands varð samband mitt við þau hjónin og Dögg enn meira og á tímabili, þegar þau bjuggu á Hallveigar- stígnum og seinna á Ránargötunni, var ég eins konar ?heimilis- köttur? hjá þeim. Þar átti ég margar notaleg- ar stundir. Matarboðin hjá þeim voru mörg, enda Auður listakokk- ur og Siggi meistara- bakari. Á þessum ?bóhemsku? árum stunduðum við ?Kjallarann?, fórum út að borða og nutum lífsins. Um tíma rákum við Auður teiknistofu saman. Hún var flinkur fagmaður, úrræðagóð og sérlega smekkleg. Auður skipulagði fyrir nokkru minn- isstæða ?jubileum?- ferð okkar nokkurra skólasystkina héðan til Kaupmannahafnar þar sem við átt- um mjög skemmtilega helgi saman. Auður hafði þægilega nærveru, var skemmtileg, hafði gaman af að spjalla og skemmta sér í góðra manna hópi. Hún var meðvituð og fylgdist alltaf vel með málefnum líð- andi stundar. Sérstaklega ánægju- legar voru heimsóknir þeirra Sigga til okkar Hjalta í sveitina, þá var et- ið, drukkið, baðað og litli leikklúbb- urinn sýndi listir sínar á loftinu. Góðar minningar eigum við líka um veiðiferðina norður í Ölvisvatn á Skaga í haust með Auði, Sigga, Hall- grími og Maju. Vel fiskaðist og ekki létum við veðrið spilla skemmtilegri stemningu í litla veiðihúsinu, þótt hann blési og rigndi. Auður hafði aðeins verið hjá okk- ur á ASK í þrjá mánuði þegar veik- indi hennar komu upp. Aldrei kvart- aði hún, stóð alltaf teinrétt upp aftur eftir sérhverja meðferð og við sem fylgdumst með lifðum í voninni um að nú væru veikindin á bak og burt. Síðustu vikurnar voru Auði erfiðar og ekki síst hennar nánustu, Sigga, Dögg, Darra litla og Margréti móð- ur hennar, systkinum og tengda- fólki. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Auði og notið vináttu hennar. Við Hjalti sendum ykkur öllum samúð- arkveðjur og vonum að guð gefi ykk- ur styrk í sorginni. Júlía. Það er komið á annan áratug síð- an við mæðgurnar Tinna og ég bjuggum á sama stúdentagarði í Kaupmannahöfn og Auður og Siggi maðurinn hennar ásamt Dögg dótt- ur þeirra. Við vorum öll í námi og líf- ið blasti við okkur. Við Auður vorum í arkitektanámi og stelpurnar okkar léku sér saman. Það er skrýtið hvað tíminn er afstæður. Nú er Tinna mín flutt á sama stúdentagarð þar sem hún lék sér með Dögg sem lítil stúlka. Stundum finnst mér eins og það hafi verið í gær sem við vorum að grilla saman á Sólbakkanum og Auð- ur og Siggi samstillt eins og venju- lega komu með einhverja gómsæta rétti sem allir ummuðu og æjuðu yf- ir. Og eins og Auði einni var lagið bar hún alltaf allt fram af sérlegri smekkvísi. Það var allt fallegt sem Auður gerði. Hún var alveg einstak- lega listræn enda leið ekki á löngu áður en hún hlaut viðurkenningar fyrir hæfileika sína og var farin að hanna fyrir fyrirtæki meðan á námi hennar stóð. Þegar ég hugsa til baka til þess- ara námsára okkar í Kaupmanna- höfn er margt skemmtilegt og já- kvætt sem kemur upp í hugann. Íslendingarnir þarna á stúdenta- garðinum voru eins og ein stór fjöl- skylda. Ef mér seinkaði til dæmis í skólanum gat ég alltaf hringt í Auði og hún kippti Tinnu minni með af barnaheimilinu og þær Dögg léku sér saman eins og systur. Það var alltaf svo notalegt að leita til Auðar. Hún hafði alveg einstak- lega ljúfa lund og var alltaf svo já- kvæð og heimili hennar var alltaf griðastaður þar sem hún og Siggi tóku á móti öllum af einstakri gest- risni og höfðingsskap. Svo fannst mér alltaf svo mikið til fyrirmyndar hvað Auður gerði alltaf allt fallegt í kringum sig þannig að unaðslegt var á að líta. Hún kunni einnig að galdra úr engu í kringum sig þannig að eftir var tekið. En þegar við hugsum til baka, við sem þekktum Auði á þess- um árum, minnumst við þó helst hve góð og yndisleg manneskja hún var. Þótt leiðir hafi skilið eftir að við fluttum heim, eins og oft vill verða, minnist ég með þakklæti þeirra tíma sem við áttum saman á þessu skemmtilega tímabili í ævi okkar. Elsku Siggi minn og Dögg, megi Guð vera með ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu stundum og í ykkar miklu sorg. Og Tinna mín sendir ykkur samúðarkveðjur frá Kaupmannahöfn. Valgerður Matthíasdóttir. Elsku Sigga. Þú varst svo stór þáttur í lífi okkar allra og fyrir það vil ég þakka þér. Konan sem geislaði af krafti, dugnaði og ást er horfin á braut langt fyrir aldur fram. Samverustundir okkar voru margar og góðar og hlýjan í ná- vist þinni ómetanleg. Þú munt lifa í minningu dætra okkar um alla tíð, samband þitt við þær var einstakt og sú umhyggja og alúð sem þú veittir þeim mun verða þeim leiðarljós í gegnum lífið. Við værum ekki þau ? Sigríður Erla Sigurbjörnsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 22. febrúar 1941. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 24. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 3. desember. sem við erum í dag ef þín hefði ekki notið við. Það geislaði af þér allri og þú lést engan ósnort- inn. Þannig mun ég minnast þín, með sökn- uði og þakklæti fyrir allt sem við áttum saman. Þín tengdadóttir, Hrefna Bachmann. Elsku mamma. Á stundu sem þessari er erfitt að tjá hugsanir sínar því hugurinn er fullur af söknuði. Fyrirmyndin og hetjan í lífi mínu er fallin frá. Mamma mín, þú ert höfundur lífs míns og án þín væri ég ekki til. Þú munt lifa í minningu og draumum mínum og fjölskyldunnar um alla framtíð vegna alls þess sem þú hefur áorkað með nærveru þinni, hlýju og ást. Ólafur Þór. SIGRÍÐUR ERLA SIG- URBJÖRNSDÓTTIR Elsku Adda. Lífið er skrýtið, oftast er það skemmtilegt, en núna er það sárt. Það er sárt að sjá á eftir þér. Þér sem varst svo full af orku, framtaks- semi og glaðværð. Í hugann koma myndir. Þú að stjórna félagsmálanefndarfundi, hressileg, röggsöm, víðsýn, skiln- ingsrík og brosmild. Við inn við Arnarvatn að veiða, Heiðar og Bjartur aðalveiðimenn- irnir. Ferðafélagar að gefa ráð og miðla af reynslu. Mikil gleði yfir veiðinni og margar myndir teknar. Við að tína fjallagrös á fallegum haustdegi þegar lífið var svo und- urgott og allt sýndist nokkurn veg- ADDA TRYGGVADÓTTIR ? Adda Tryggva- dóttir fæddist á Akureyri 19. mars 1961, hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi 20. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Vopnafjarðarkirkju 29. nóvember. inn fyrirsjáanlegt. Notalegt að sitja á næstu þúfu við þig og spjalla um allt og ekk- ert. Hendurnar gengu hratt og mikið tínt. Við í matarboði hjá ykkur að kveðja Tryggva áður en hann fór í skólann. Mikill og góður matur, notaleg kvöldstund. Þú brosandi á hlaup- um að útrétta ýmis- legt. Þú geysist inn í skól- ann með bros á vör að finna Alla. Þú að taka þátt í umræðum á kennarastofunni, hnyttin innlegg og þægileg nærvera. Þú uppi á sviði, geislandi af leik- gleði, frábær leikkona. Þú alltaf hrein og bein án allrar tilgerðar. Þakka þér fyrir að verða á vegi mínum. Guð geymi þig og styrki Alla, Tryggva, Bjart, Heiðar og alla hina. Kveðja. Þórunn Egilsdóttir. Okkur er ljúft að minnast kærrar skóla- systur og vinkonu, Ingibjargar Ólafsdótt- ur, frá námsárum okkar í Húsmæðrakennaraskóla Íslands. Hún bjó lengst af ævi sinnar í Leiðarhöfn í Vopnafirði, en sá stað- ur er sannkölluð náttúruparadís. Þar hélt hún heimili með bræðrum sínum, Alberti, sem er látinn, og Steindóri. Hún giftist ekki og átti ekki börn sjálf, en þau eru mörg sumarbörnin hennar, sem minnast hennar fyrir einstakt atlæti, þau gleyma ekki gæsku hennar og góð- vild. Það var í september 1948 sem leiðir okkar skólasystranna lágu saman er við komum 14 ungar stúlkur til náms í Húsmæðrakenn- araskólanum sem var þá til húsa í Háskóla Íslands. Skólastjóri var INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR ? Ingibjörg Ólafs- dóttir fæddist í Leiðarhöfn í Vopna- firði 10. október 1926. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 15. ágúst síðastliðinn og var jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju 23. ágúst. skörungskonan Helga Sigurðardóttir sem var þjóðkunn fyrir djörfung og dugnað og fyrir margar mat- reiðslubækur sem hún gaf út. Þarna var þröng á þingi, og urðu sáttir að sitja saman. Ingibjörg varð fljót- lega hvers manns hug- ljúfi, og með hógværð og lítillæti tókst hún á við daglegt samstarf okkar, margvíslegar þrautir og erfið úr- lausnarefni, allt til þess er við útskrifuðumst sem hús- stjórnarkennarar hinn 1. júní árið 1950. Ingibjörg var ákaflega vel verki farin, handlagin og vandvirk. Síðar aflaði hún sér einnig menntunar í saumum og annarri handmennt og kenndi jöfnum höndum heimilisfræði og hand- mennt í Vopnafjarðarskóla og á námskeiðum, og einnig í hússtjórn- arskólunum á Laugarvatni og Ísa- firði um skeið. Hún var nemendum sínum góður vinur og hollur ráð- gjafi og fyrirmynd. Ávallt hélt hún tryggð við okkur skólasystur sínar, þótt vík væri milli vina, og heimili hennar stóð okkur opið er við vorum á ferð um Vopnafjörð. Ógleymanlegt er okk- ur sem höfum átt því láni að fagna að heimsækja hana á þeim töfra- stað, sem heimili þeirra systkin- anna var, á hinum friðsæla og fagra bæ í Vopnafirði. Þar voru höfðingjar heim að sækja. Hún varð fyrir alvarlegum heilsubresti síðustu árin og þurfti þá oft að koma í læknisleit hingað til Reykjavíkur. Við reyndum þá að heimsækja hana ýmist á sjúkrahús eða á Rauðakrossheimilið þar sem hún dvaldi stundum. Þá höfðum við þar nokkrum sinnum eins konar nemendamót HKÍ og minntumst góðra stunda frá liðnum skólaár- um. Ingibjörg hélt gamlar hefðir í heiðri. Hún saumaði á sig íslenska kvenbúninginn og skartaði honum við hátíðleg tækifæri. Og ekki var þá verra að vera með sitt síða og fallega hár í fléttum undan skott- húfunni. Þegar litið er yfir farinn veg er heiðríkja og birta yfir lífi Ingi- bjargar Ólafsdóttur. Hún var vönd- uð til orðs og æðis á allan hátt. Margs er að minnast og gleðjast yfir að leiðarlokum. Við kveðjum hana með söknuði og þökkum liðn- ar stundir og ánægjuleg kynni. Steindóri, bróður hennar, og öðr- um venslamönnum sendum við kærar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Fyrir hönd skólasystra frá Hús- mæðrakennaraskóla Íslands 1948? 1950. Steinunn M. Guðmundsdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir. Alveg frá því að ég var barn bar ég ómælda virðingu fyrir ömmu minni Arnfríði eða Fríðu ömmu eins og hún var oftast kölluð. Amma var hávaxin kona, tein- rétt í baki og bar höfuðið hátt al- veg fram á síðustu stundu. Hún gerði miklar kröfur til sín og ann- arra en þó mestar til sjálfrar sín. Hún potaði í bakið á okkur krökk- unum, á milli herðablaðanna, og sagði ákveðið: ,,Vertu bein í baki,? ARNFRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR ? Arnfríður Vil- hjálmsdóttir fæddist í Miðhúsum í Grindavík 12. ágúst 1906. Hún lést á dvalarheimili aldr- aðra í Sóltúni í Reykjavík 26. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. fylgdist með okkur við tiltektir og hann- yrðir og setti út á ef henni fannst ekki nógu vel gert. Engri manneskju hef ég kynnst sem hefur slegið ömmu mína út í vandvirkni við hann- yrðir eða þrifnað, og bar íbúð hennar og Helga þess merki þar sem allir veggir voru þaktir saumuðum myndum og allir stól- ar og sófar með út- saumuðum púðum. Aldrei sást rykkorn nokkurs stað- ar enda þorði maður, sveitakrakk- inn, varla að hreyfa við nokkrum hlut þegar við komum í heimsókn en rölti um húsið og horfði með hrifningu. Enn þann dag í dag stend ég sjálfa mig að því, ef ég ætla að hespa einhverju af, að hugsa í hljóði: Ekki yrði hún Fríða amma ánægð með þessi vinnu- brögð. Ef amma gæti lesið þessa grein yrðu hún sjálfsagt ekkert kát því það mátti helst ekki hrósa henni en ég treysti því að guð komi henni í skilning um það að hrós er ekki svo afleitt. Amma var ekki kona sem maður hljóp upp um hálsinn á og knúsaði en þegar ég eltist skildi ég að í hennar hjarta var engu minni hlýja en þeirra sem opnari eru. Heimili okkar í Hreiðurborg reyndist hún afskaplega hjálpsöm þó ekki bæri mikið á, og fólst sú hjálp í öðru og meira en að leysa mömmu af við mjaltir eða hrossa- brask, enda skildi hún alls ekki þennan skepnuáhuga dóttur sinnar og fjósalykt var einfaldlega vond. Elsku amma, þú sem lagðir kirkjunni þinni og eldra fólkinu ómælt lið af þinni alkunnu óeig- ingirni, verður örugglega fljót í förum til himna og færð að standa nálægt guði. Ég vona að hann hafi nóg handa þér að gera því ég sé þig ekki fyrir mér aðgerðarlausa. Guð blessi þig og þá sem eftir standa. Magga Sigurbjörg. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.