Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 6

Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 6
10 mánaða barn brenndist illa á höfði 10 MÁNAÐA gamalt stúlku- barn hlaut 2. stigs bruna á höfði þegar sjóðandi heit sósa helltist yfir það í heimahúsi í Reykjavík í fyrrakvöld. Barnið var í göngugrind og náði í skaft potts, sem var á eldavél, en föðurnum tókst að slá í pottinn á síðustu stundu og bjargaði þannig barni sínu frá því að fá brennandi heitt inni- haldið í augun og yfir allt höf- uðið. Barnið var lagt inn á gjör- gæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er líðan þess góð og talið að það muni ná sér að fullu. Er gert ráð fyrir að barnið verði útskrifað af gjörgæsludeildinni í dag. Vildu foreldrarnir þakka sjúkraliði fyrir skjót viðbrögð vegna slyssins og vona að það verði öðrum víti til varnaðar. FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 til jóla Yfir fyrirtæki 150 ... er m eð a llt f yr ir jó lin „ÞAÐ er greinilega aldrei of seint að byrja að læra. Það var fólk þarna inni sem er örugglega orðið sjötugt!“ segir Baldur Björnsson með þunga þar sem hann er nýkominn út úr prófi í stærðfræði 102 í Fjölbrautaskól- anum við Ármúla. Það er kannski ekki furða að honum finnist próf- takendur í eldri kantinum – sjálf- ur er hann ekki nema 11 ára en í vetur stundaði hann fjarnám í tveimur stærðfræðiáföngum við skólann. Að öðru leyti er hann ósköp venjulegur nemandi í 6. bekk Landakotsskóla. Fyrra prófið, í stærðfræði 202, var daginn áður og kennari Bald- urs upplýsir að allt bendi til að honum hafi gengið mjög vel. Lík- lega verði hann meðal þeirra allra efstu á prófinu. Eftir að for- eldrar Baldurs, Árdís Þórð- ardóttir og Björn Bjarnason, hafa óskað honum til hamingju með að vera búinn í prófunum setjast þau þrjú niður með blaðamanni svolitla stund. Fyrsta spurningin sem brennur á þeim síðasttalda er hvernig Baldur hafi leiðst út í alla þessa stærðfræði. Bróðirinn einnig langt kominn í stærðfræði „Pabbi stillti mér bara upp við vegg og sagði að ég þyrfti að velja tónlist eða stærðfræði og ég bara valdi. Maður þarf að hafa eitthvað að gera á grunn- skólastigi og það var ekkert ann- að,“ útskýrir ungi maðurinn og viðurkennir að valið hafi verið dálítið erfitt. „En það kom í ljós að mér fannst stærðfræðin miklu skemmtilegri. Vinir mínir hafa leyft mér að prófa svolítið á fiðlu og mér fannst það ekkert spes!“ Björn, pabbi Baldurs, útskýrir nánar að þegar þau foreldrarnir hafi kvartað undan því við kenn- arana að Baldur hefði lítið að gera í skólanum hefði þeim verið bent á að setja hann í tónlist- arnám. Hér skýtur Baldur inn í að stærðfræðin sé í raun mjög svipuð tónlistinni og Björn tekur undir það. „Tónlistarhæfileikinn og stærðfræðihæfileikinn eiga það sameiginlegt að þróast óháð öðrum hæfileikum,“ segir hann. Í ljós kemur að stærðfræðin er sameiginlegt áhugamál Baldurs og foreldra hans en bæði eru þau rekstrarhagfræðingar að mennt. Árdís segir að þeir feðgar reikni mikið saman. „Ég hef líka áhuga á stærðfræði og reiknaði lengi vel með Baldri en hef lítið gert af því núna.“ Eldri bróðir Baldurs, Bjarni, hefur einnig lagt stund á stærðfræði og tók sína fyrstu menntaskólaáfanga á barnsaldri. Í dag er hann að taka stærð- fræðiáfanga sem tilheyra öðrum og þriðja bekk menntaskólans þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára að aldri. Árdís undirstrikar að það hafi hjálpað drengjunum mikið hversu jákvæðir stjórnendur Fjölbrauta- skólans við Ármúla hafi verið gagnvart því að fá svo unga nem- endur í nám og fyrir það sé hún ákaflega þakklát. „Lítið að gerast í grunnskólanum“ Stærðfræðinám Baldurs fer þó að mestu fram fyrir framan tölv- una enda um fjarnám að ræða og hann segir það fastan lið á hverj- um degi að reikna. „Eftir skóla fer ég oft heim til vina minna í svolítinn tíma og fer svo á skrif- stofuna til pabba að reikna. Landakotsskóli er svolítið langt frá því sem ég á heima þannig að ég get ekkert farið fyrst að reikna og tekið svo strætó til baka til að leika við vini mína. Það tekur því ekki.“ Hann segist reikna svona einn til einn og hálfan tíma í senn, lengur sé bara ekki hægt að ein- beita sér í einu. Stærðfræðin truflar hann þó ekkert frá heima- náminu í skólanum því að hans sögn er það frekar lítið. „Það er svo lítið að gerast í grunnskól- anum,“ segir hann fullorðinslega. Hann virðist þó hafa nóg annað að sýsla en stærðfræði og heima- nám. „Ég er í körfubolta með Fjölni og það er skemmtilegt.“ Hann bætir því við að hann sé hættur í fótboltanum. „Ég er líka skáti,“ heldur hann áfram og við- urkennir að hann eigi ekki í miklum vandræðum með að fylla daginn. Ætlar að reikna upp að bróður sínum En hvað finnst vinum hans um þetta óvenjulega áhugamál hans? „Þeir styðja mig bara flestir,“ segir Baldur og staðhæfir að þeim finnist þetta ekkert skrýtið. „Þeir venjast þessu.“ Hann segir þá ekki hafa jafnbrennandi áhuga á fræðunum og hann sjálfur þó að nokkrir vina hans virðist lið- tækir í reikningnum. „Einn æsku- vinur minn, sem ég hef þekkt dá- lítið lengi, er vanur þessu og hann er líka dálítið í stærðfræð- inni. Og annar vinur minn, sem er með mér í bekk, er kominn í níunda bekkinn í stærðfræði.“ Það vefst ekkert fyrir Baldri hvað hann ætlar að gera í fram- haldinu. „Ég er að reyna að reikna upp að bróður mínum. Hann tekur hægt og rólega kúrsa fyrir þriðja bekk í menntó og ég ætla bara að reyna að vinna það upp með vorinu og sumrinu. Þá get ég bara slakað á og þá er þetta ekkert sérstaklega mikið.“ Og þegar öll stærðfræði- námskeiðin í menntaskólanum eru búin verður Baldur heldur ekki í neinum vandræðum. „Þá fer ég náttúrulega í háskóla,“ segir hann hálfhneykslaður á spurningu blaðamanns. „Það er svo brjálað að stoppa þegar mað- ur er kominn svona langt því þá verður öll þessi vinna næstum því til einskis.“ Er að ljúka tveimur stærðfræðiáföngum í framhaldsskóla 11 ára að aldri Morgunblaðið/Jim Smart Ánægð með að prófum er lokið. Baldur ásamt foreldrum sínum Birni Bjarnasyni og Árdísi Þórðardóttur. „Eitt dæmið var svolítið þungt,“ sagði Baldur að loknu prófinu. Hann hélt samt að honum hefði tekist að klóra sig út úr því. Fær stuðning frá vinum sínum NIÐURSTÖÐUR erfðafræðirann- sókna vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) sem hafa leitt í ljós sterk tengsl erfðavísisins Neuregulin 1 við geðklofa, hafa verið staðfestar í viðamiklum rannsóknum vísindamanna fyrirtækisins og sam- starfsaðila þess í Skotlandi. Niðurstöðurnar verða birtar í jan- úarhefti vísindatímaritsins American Journal of Human Genetics en grein um niðurstöðurnar hafa þegar birst í netútgáfu þess. Greint frá niðurstöðunum í New York Times í gær Fjallað var um þessar rannsókna- niðurstöður Íslenskrar erfðagrein- ingar og þýðingu þeirra fyrir rann- sóknir vísindamanna á hlutverki erfðavísa á sjúkdóminn í New York Times (NYT) í gær. Blaðamaður NYT, Nicholas Wade, hefur eftir dr. Kenneth Kendler, sérfræðingi í erfðafræði geðsjúkdóma, við Virginia Commonwealth University í Banda- ríkjunum, að þessar staðfestu niður- stöður rannsókna ÍE væru mjög sannfærandi og lofuðu góðu. Dr. Ann Pulver, sérfræðingur í geðsjúkdóm- um við Johns Hopkins University, tekur í sama streng í blaðinu. NYT hefur eftir Kára Stefánssyni, forstjóra ÍE, þar sem hann er stadd- ur á lyfjaráðstefnu í Puerto Rico, að unnið sé að þróun nýrra lyfja á veg- um ÍE í samstarfi við Hoffman la- Roche sem eigi að vinna gegn áhrif- unum af skertri starfsemi erfðavísisins. Samstarf við vísindamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi Í júlí síðastliðnum birtu vísinda- menn Íslenskrar erfðagreiningar niðurstöður umfangsmikillar lýð- erfðafræðilegrar rannsóknar sem tengdi geðklofa við ákveðna setröð, eða ákveðinn bút af erfðaefni sem erfist sem ein heild, í Neuregulin 1 erfðavísinum á litningi 8. Þessi til- tekna setröð reyndist u.þ.b. tvöfalda áhættu á geðklofa. Haft er eftir Kára Stefánssyni í til- kynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær að niðurstöður rannsókna ÍE á geðklofa leiddu í ljós að þeir erfðavísar sem vísindamenn ÍE finna á Íslandi vísi leiðina að mikilvægum lyfjamörkum sem tengjast líffræði- legum orsökum algengra sjúkdóma um allan heim. „Það er mjög mikilvægt fyrir okk- ur að staðfesta niðurstöður rann- sókna á Íslandi hjá stærri þjóðum á þennan hátt og við eigum meðal ann- ars spennandi samstarf við vísinda- menn í Bretlandi og Bandaríkjunum um rannsóknir á geðklofa, heilablóð- falli og fleiri sjúkdómum þar sem meingenaleit og lyfjaþróun okkar eru komin hvað lengst,“ segir Kári. Niðurstöðurnar sem kynntar voru í gær eru afrakstur rannsókna vís- indamanna ÍE og rannsóknahóps David St. Clair, prófessors við Kon- unglega sjúkrahúsið í Aberdeen í Skotlandi. Þær voru gerðar á DNA- sýnum frá um 600 sjúklingum frá Skotlandi og álíka mörgum úr við- miðunarhópi. Niðurstöður rannsókna ÍE á tengslum erfðavísis og geðklofa staðfestar í Skotlandi Þýðingarmikill áfangi að mati sérfræðinga Áfengisgjald á víni hefur lækkað að raungildi ÁFENGISGJALD á léttum vínum hefur lækkað að raungildi um 30% frá árinu 1995 á mælikvarða vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Einari K. Guðfinns- syni alþingismanni. Í fyrirspurninni spurði Einar um þróun áfengisgjalds á sterku áfengi, léttvíni og bjór frá árinu 1995. Í svari ráðherra kemur fram að þrátt fyrir 15% hækkun á áfengisgjaldi nú nýlega hafi áfengisgjald á sterku áfengi lækkað að raungildi um 8% frá 1995. Áfengisgjald á léttum vín- um hefur eins og áður segir lækkað um 30% að raungildi á þessu tíma- bili. Engar breytingar hafa verið gerðar á áfengisgjaldi á bjór frá 1995, sem þýðir að gjaldið hefur lækkað um 25% þegar búið er að taka tillit til verðbólgu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.