Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 8

Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gjörið svo vel, heitasta parið með uppákomu ársins. Hann bætir við, að vitað sé að Norðmenn hafi tekið frá dálítið fjár- magn til að verja til hækkaðra fram- laga til að taka þátt í að styðja við uppbyggingu í austantjaldsríkjunum fyrrverandi sem eru á leið inni í ESB og EES og því megi búast við því að viss áherzlumunur verði á samnings- afstöðu Íslendinga og Norðmanna þegar formlegu samningaviðræð- urnar hefjast við fulltrúa ESB hinn 9. janúar næstkomandi. Stefnt er að því að þau tíu ríki sem væntanlega fá aðild að ESB 1. maí 2004 verði um leið aðilar að EES- samningnum. SAMSTAÐA er meðal EFTA- ríkjanna þriggja í EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, um afstöð- una til krafna sem Evrópusamband- ið hyggst gera á hendur þeim í tengslum við aðlögun EES-samn- ingsins að stækkun ESB til austurs, að sögn Gunnars Snorra Gunnars- sonar, sendiherra og ráðuneytis- stjóra í utanríkisráðuneytinu, sem á fimmtudag sat fyrir Íslands hönd ráðherrafund EFTA í Interlaken í Sviss. „Við erum allir sammála um að þessar hugmyndir framkvæmda- stjórnarinnar [um allt að tuttugu- földun framlaga EFTA-ríkjanna í þróunarsjóði ESB] eru út úr kortinu, við erum einnig sammála um að við viljum halda til streitu okkar kröfu um fríverzlun með fisk og bætur fyr- ir þann markaðsaðgang sem við missum [er Austur-Evrópuríkin ganga í ESB], og ennfremur erum við sammála um það að ekki séu rök fyrir þeirri kröfu framkvæmda- stjórnarinnar að opna skuli fyrir fjárfestingar í sjávarútvegi eða fisk- iðnaði samhliða bættum markaðsað- gangi,“ segir Gunnar Snorri í samtali við Morgunblaðið. „Að þessu leytinu höfum við alveg sömu línu.“ Samstaða EFTA-ríkja EFNAHAGSSTAÐA Jarðasjóðs var neikvæð um síðustu áramót um 155,5 milljónir króna. Sú stefna hefur verið mörkuð að tak- marka jarðakaup sjóðsins og hefur hann ekki keypt neina jörð á þessu ári. Þessar upplýsingar koma fram í svari landbúnaðarráðherra við fyr- irspurn frá Gísla S. Einarssyni al- þingismanni. Fram kemur í svarinu að Jarða- sjóður fær tekjur af andvirði seldra ríkisjarða, afgjöldum rík- isjarða sem eru á forræði landbún- aðarráðuneytisins og framlögum á fjárlögum. Vegna slæmrar stöðu Jarðasjóðs hefur fjármunum sjóðs- ins umfram rekstrarkostnað ein- göngu verið varið til að greiða nið- ur halla á rekstri hans, en hann hefur orðið til á nokkrum árum. Fram kemur í svarinu að á ár- unum 1998–1999 keypti Jarðasjóð- ur sjö jarðir, en engar jarðir hafa verið keyptar sl. þrjú ár. Frá 1998 hefur Jarðasjóður selt átta jarðir. Í svari landbúnaðarráðherra kem- ur fram að sl. fimm ár hafa miklu fleiri jarðir verið seldar, en þær hafa verið skráðar í eigu Jarðeigna ríkisins, Ríkisfjárhirslu og Fjár- sýslu ríkisins. Staða Jarða- sjóðs nei- kvæð um 155 milljónir Hvatningarverðlaun Rannís Afar mikilvæg viðurkenning NÚ LÍÐUR að valiog afhendinguHvatningarverð- launa Rannís, en nýverið gaf stofnunin út kynning- arbækling um verðlaunin. Formaður dómnefndar er Áslaug Helgadóttir og svaraði hún nokkrum spurningum. – Hver er tilurð verð- launanna, tilgangur þeirra og markmið? „Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1987 í tilefni 50 ára afmælis atvinnudeildar Háskóla Íslands. Atvinnu- deildinni hafði verið breytt í Rannsóknarstofnanir at- vinnuveganna árið 1965 og var það í raun Rannsókn- arráð ríkisins sem stóð að verðlaunaveitingunni í upphafi. Meginmarkmiðið með henni var að hvetja unga vísinda- menn til dáða sem lagt höfðu eitt- hvað mikilvægt af mörkum til ís- lensks atvinnulífs og vekja athygli almennings á gildi rannsókna og störfum vísindamanna. Eftir að Rannsóknarráð Íslands var sett á laggirnar við samruna Rannsóknarráðs ríkisins og Vís- indasjóðs breyttist tilhögun við til- nefningu verðlaunahafa. Nú má tilnefning koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða og er hún opin vísindafólki sem starfar við háskóla, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starf- andi. Tilnefningin er þó alltaf bundin vísindafólki sem er starf- andi á Íslandi.“ – Geturðu rakið nokkra fyrri verðlaunahafa? „Já, það er föngulegur hópur. Verðlaunahafar eru orðnir 17 tals- ins og eru þeir allir virkir á sér- sviði sínu, ýmist við háskóla, rann- sóknarstofnanir eða hjá einkafyrirtækjum. Það er nú erfitt að nefna einn frekar en annan úr hópnum. Háskólaprófessorar eru um helmingur verðlaunahafa og a.m.k. tveir þeirra eru jafnframt forstöðumenn nýrra fyrirtækja sem þeir hafa byggt upp með þekkingu sinni. Það eru Jakob K. Kristjánsson, rannsóknarprófess- or í líftækni við Háskóla Íslands og forstjóri Prokaria hf., og Svein- björn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar hf. Jakob var reyndar fyrsti hand- hafi verðlaunanna. Nú, svo má nefna þá Hörð Arnarson, forstjóra Marels hf., og Hilmar B. Janus- son, þróunarstjóra Össurar hf. Raunvísindamenn eru nokkuð fyr- irferðarmiklir í hópnum, en þar eru þó einnig hugvísindamenn á ferð. Það eru þeir Ástráður Ey- steinsson bókmenntafræðingur, Valur Ingimundarson sagnfræð- ingur, Kristján Kristjánsson heimspekingur og Orri Vésteins- son fornleifafræðingur. Konur eru enn í miklum minnihluta og erum við einungis fjórar. Hinar konurn- ar í hópnum eru þær Ingibjörg Harðardóttir lífefnafræðingur, Anna K. Daníelsdóttir stofnerfðarfræðingur og Steinunn Thorlacius sameindalíffræðingur.“ – Hvernig er verð- launahafinn valinn? „Tilnefning til verðlaunanna er opin öllum sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísinda- manna. Ósk um tilnefningu er send forsvarsmönnum allra rann- sóknarstofnana og fyrirtækja sem vitað er að stunda rannsóknir á Ís- landi. Frestur til að skila tilnefn- ingum er til loka janúar. Dóm- nefnd sem í sitja fyrri verðlaunahafar velja svo verð- launahafann. Þar eru nokkur meginatriði lögð til grundvallar. Hafa ber í huga að hér eru á ferð- inni hvatningarverðlaun til ungra vísindamanna. Almennt er miðað við að menn séu yngri en fertugir þegar þeir eru tilnefndir. Þó er tekið tillit til tafa sem kunna að verða á vísindaferlinum vegna umönnunar barna. Við matið er litið til námsferils, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísinda- störfum að námi loknu. Þar má nefna ritsmíðar, einkaleyfi og störf á alþjóðavettvangi svo og aðrar vísbendingar um líklegan árangur af störfum vísindamanns- ins. Sérstök áhersla er lögð á brautryðjendastarf í vísindum og miðlun þekkingar til samfélags- ins.“ – Finnið þið fyrir því að sóst sé eftir verðlaununum? „Vissulega hefur alltaf ríkt eft- irvænting við afhendingu verð- launanna á ársfundi Rannís. Hins vegar höfum við fundið fyrir því seinni árin að áhugi vísindasam- félagsins á verðlaununum mætti vera meiri. Hefur það endurspegl- ast í því að tilnefningar til verð- launanna mættu verða fleiri því það er alveg ljóst að mikil gróska ríkir meðal okkar ungu vísinda- manna. Kannski eru verðlaunin ekki nógu þekkt meðal unga fólks- ins og hafa því ekki þann sess í huga manna sem þeim ber.“ – Hvaða þýðingu hafa verðlaun- in fyrir verðlaunahaf- ann? „Verðlaununum er ætlað að hvetja unga vísindamenn til dáða og er ég sannfærð um að það hefur tekist í öllum tilfellum eins og dæmin sanna. Það er ákaf- lega mikilvægt fyrir unga vísinda- menn að fá slíka viðurkenningu vísindasamfélagsins og ryður þeim braut til frekari afreka.“ – Hver eru verðlaunin? „Verðlaunin núna eru fjárhæð sem nemur 1,3 milljónum króna svo og viðurkenningarskjal sem forseti Íslands afhendir.“ Áslaug Helgadóttir  Áslaug Helgadóttir er fædd í Reykjavík 17. júlí 1953. Lauk BS prófi í landbúnaðarvísindum frá Manitobaháskóla 1976 og dokt- orsprófi í hagnýtri grasafræði með erfðavistfræði sem sérgrein 1982. Hefur starfað við Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins frá námslokum. Sviðsstjóri jarð- ræktarsviðs frá 1991 og aðstoð- arforstjóri frá 2001. Maki er Nikulás Hall eðlisfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og eiga þau fjögur börn á aldrinum 10 til 20 ára. Áslaug hlaut Hvatning- arverðlaun Rannís 1990 og er nú formaður dómnefndar. Ætlað að hvetja unga vísindamenn 13 01 / T A K T ÍK 2 6. 11 ´0 2 S M Á R A L I N D s í m i 5 4 4 2 1 4 0 Postulín á hátíðarborðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.