Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miklar annir hafa verið á Alþingi síðustu daga eins og venja er dag- ana fyrir jólafrí þingsins. Alls sex- tán stjórnarfrumvörp urðu að lög- um í gær og daginn áður, eða á fimmtudag, stóð þingfundur fram til að verða þrjú um nótt. Þá fóru fram umræður um einstök þingmál en í gær fóru fram atkvæða- greiðslur um sömu mál og þau gerð að lögum, eins og áður sagði. Þessir síðustu dagar voru þannig notaðir til að afgreiða þingmál sem nauðsynlegt hefur þótt að afgreiða fyrir áramót. Samtals fjörutíu frumvörp voru gerð að lögum í síð- ustu viku og af þeim sökum minna þingstörfin svolítið á færibanda- vinnu á tímum sem þessum. Tekist var á um einstaka þingmál í vik- unni, t.d. um það hvort heimila ætti Akureyrarbæ að stofna hluta- félag um rekstur Norðurorku. Það vildu reyndar flestir þing- menn nema þingmenn VG. Þar fyr- ir utan einkenndi einhver óróleiki, kannski jólafiðringur, þingheim síðustu vikuna; mikið var um frammíköll og þurfti Halldór Blön- dal, forseti þingsins, ósjaldan að slá í þingbjölluna sína og biðja menn um að stilla sig, þótt frammíköll gætu verið skemmtileg á stundum. *** Ætla mætti að nýliðið haustþing hefði borið þess merki að nú færi í hönd kosningabarátta vegna kom- andi þingkosninga. Undirrituð hef- ur í nokkrum þingpistlum á þessum vetri beðið eftir snörpum átökum milli þingmanna; stjórnar og stjórnarandstæðinga. Einhver bið hefur þó orðið á því. Það er sem einhver ládeyða hafi hvílt yfir þinginu í vetur. En auðvitað er ekki öll nótt úti enn. Það verður spennandi að fylgjast með þinginu þegar það kemur saman að nýju eftir áramót. *** Undirrituð er þó ekki ein um það að kvarta yfir daufum umræðum. Það gerði líka Ágúst Einarsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um frumvarp um tekjuskatt og eignarskatt í vikunni. En gefum Ágústi orðið: „Ég get ekki stillt mig um það það, herra forseti, að nefna að mér finnst um- gjörðin í kringum þessa umræðu vera afskaplega dapurleg.“ Minnti þingmaðurinn á að hann hefði fyrir fjórum árum setið á þingi sem aðalmaður en kæmi nú inn sem varaþingmaður. „Ég man ekki eftir svona lítilli pólitískri spennu í þingsölum eins og er núna. Það er kannski ekki hægt að kvarta yfir því, það ræðst af að- stæðum, en ég man heldur ekki eftir jafnáhugalausri umræðu burt séð frá pólitískum ágreiningi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hér í þingsal eru sárafáir og ein- ungis nokkrir af nefndarmönnum. Þetta er ekki sérstaklega tengt þessari umræðu heldur líka ann- arri sem hefur verið hér síðastliðna daga. [...] Áhugaleysi þingmanna á þátttöku í umræðunum finnst mér vera miklum mun meira en var t.d. á síðasta kjörtímabili.“ Og þingmaðurinn hélt áfram: „Ég vildi, herra forseti, bara ein- faldlega koma þessum áhyggjum mínum á framfæri við hæstvirtan forseta og biðja hann um að íhuga það og ræða jafnvel í forsætisnefnd þingsins hvað veldur. Þingmenn hér segja mér að þetta hafi ein- kennt vinnubrögðin í haust og kannski lengri tíma af kjör- tímabilinu. Það er alvarlegt fyrir þingið ef það nær ekki sjálft að kveikja áhugaverðar umræður og skoðanaskipti og þá blasir við að fólkið úti í samfélaginu hafi tæpast mikinn áhuga á því sem hér er ver- ið að ræða. Ég dreg ekki í dilka stjórn eða stjórnarandstöðu, ég er að tala um þetta sem maður sem ann þessu starfi sem hér fer fram, þ.e. þinginu og virðingu þess, og mér sýnist hér vera pottur brot- inn.“ *** Þótt deyfð hafi að mati undirrit- aðrar og fleiri hvílt yfir störfum þingsins í vetur, a.m.k. ef litið er á umræður í þingsal, er ekki þar með sagt að þingmenn hafi ekki verið iðnir. Þannig er mikið starf unnið í fastanefndum þingsins; þar sinna þingmenn umræddum málefnum af bestu getu og í ágætri samvinnu sín í milli þótt umræður í þingsal gefi oft annað til kynna. En nóg um það. Þing kemur saman að nýju hinn 21. janúar nk. og ef að líkum lætur má búast við að þingmenn verði búnir að brýna vopnin; þeir verði tilbúnir í kosn- ingaslag sem gæti tekið á sig hin- ar ýmsu myndir í þingsal.      Ekki er öll nótt úti enn EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi á Alþingi í gær frétta- stofu útvarps Ríkisútvarpsins fyr- ir fréttaflutning af afstöðu Kjell Magne Bondeviks, forsætisráð- herra Noregs, til Evrópusam- bandsins. Kom þessi gagnrýni forsætis- ráðherra fram í umræðu utan dagskrár um samningaviðræður Íslands og annarra EFTA-ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu við fulltrúa Evrópusambandsins. For- sætisráðherra las upp ljós- vakahandrit af frétt útvarpsins, sem flutt var fyrr um daginn, þar sem segir að Bondevik hafi sagt að aðild að ESB yrði helsta kosn- ingamál í næstu þingkosningum. Ráðherra vitnaði síðan í Aften- posten þar sem önnur afstaða Bondeviks kæmi fram en í frétt útvarpsins. Sagði ráðherra að um hreina fréttafölsun útvarpsins væri að ræða. „Það er lenska að menn hlaupi af stað með vitlaus- ar fréttir,“ sagði ráðherra og vitnaði í hádegisfréttir útvarps í gær. „Hvað skyldi nú Ríkisútvarpið segja? Það segir hér: Kjell Magne Bondevik segir að aðild að Evr- ópusambandinu verði helsta kosn- ingamál í næstu þingkosningum.“ Forsætisráðherra dró síðan upp afrit af frétt Aftenposten og sagði: „En hvað segir Bondevik sjálfur? Ég er með útskrift af því: Jeg tror ikke að det blir den enk- elte hovedsaken under valget, men én av flere viktige saker.“ [Þýðing Morgunblaðsins: Ég tel ekki að þetta verði aðalmál kosn- inganna en eitt af mörgum mik- ilvægum málum.] Forsætisráð- herra sagði að þetta væri nákvæmlega það sem hann sjálf- ur hefði sagt. Ráðherra hélt áfram að vitna í umrædda frétt Ríkisútvarpsins: „Og síðan segja þeir: Bondevik segir að Evrópusambandið sé að breytast og ljær nú í fyrsta sinn máls á því að endurskoða afstöðu sína til sambandsins.“ Ráðherra vitnaði síðan aftur í frétt Aftenposten og sagði: „Og hvað segir Bondevik sjálfur?: Jeg har intet nytt EU-standpunkt å komma med her og nå.“ [Þýðing Morgunblaðsins: Ég er ekki hér og nú að lýsa yfir neinni breyt- ingu á afstöðunni gagnvart ESB.] Sagði ráðherra að því væri hér um að ræða „hreina fréttafölsun hjá Ríkisútvarpinu“. Davíð Oddsson gagnrýnir fréttastofu útvarpsins „Hrein fréttafölsun“ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að hann væri ekki bjartsýnn á að samningaviðræðum Íslands og ann- arra EFTA-ríkja í Evrópska efna- hagssvæðinu við fulltrúa Evrópu- sambandsins um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB til austurs verði lokið fyrir miðjan apríl eins og framkvæmdastjórn ESB stefndi að. Kom þetta fram í máli hans í umræðum utan dag- skrár um horfurnar í væntanlegum samningaviðræðum EFTA- ríkjanna við Evrópusambandið. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hóf umræðuna. Óskaði hann eftir því að utanrík- isráðherra gerði grein fyrir stöðu samningaviðræðnanna, ekki síst í ljósi þess að nú lægi fyrir endanlegt samningsumboð ESB gagnvart Ís- landi og hinum EFTA-ríkjunum í EES. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er gert ráð fyrir því að formlegar samningaviðræður þessara aðila hefjist 9. janúar. Halldór Ásgrímsson sagði að Ís- lendingar yrðu að sjálfsögðu að undirbúa sig vel undir samninga- viðræðurnar. „Ég hef látið í ljós þá skoðun mína að það sé augljóst að þessir samningar verði erfiðir. Þeir munu væntanlega hefjast fljótlega á nýbyrjuðu ári og það er vilji Evr- ópusambandsins að þeim verði lok- ið fyrir miðjan apríl.“ Tók Halldór fram að hann væri ekki bjartsýnn á að það tækist að ljúka samningum á þeim tíma. „Ég tel að þetta mál fari tiltölu- lega illa af stað af hálfu ESB. Það hefur verið sett fram mikil kröfu- gerð og það má segja að fram- kvæmdastjórnin hafi haldið áfram að tala í þeim anda. Hitt er svo ann- að mál að auðvitað höfum við Ís- lendingar ákveðnar skyldur vegna þróunar mála í Evrópu. Það er okk- ur mikilvægt að það takist vel til í sambandi við stækkunina. Við höf- um verið stuðningsmenn þessarar stækkunar og lagt á það áherslu að hún geti tekist.“ Ekki besti tíminn Í lok umræðunnar fjallaði ráð- herra um þá stöðu sem upp kæmi tækjust umræddir samningar næsta vor, en eins og kunnugt er verða alþingiskosningar 10. maí. „Það verður ekki mjög þægilegt að taka afstöðu til slíkra samningsloka nokkrum dögum fyrir kosningar á Íslandi. Það er ekki besti tíminn til að fjalla um viðkvæmustu mál ís- lenskrar þjóðar.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra tók undir með utanríkisráðherra og sagði að þær samningaviðræður sem framundan væru við ESB gætu orðið erfiðar. „En á hinn bóg- inn tel ég einnig að samningsstaða ESB sé ekki sterk nema þeir beiti þá afli og virði ekki þá samninga sem hafa verið gerðir,“ sagði hann. Forsætisráðherra gerði einnig að umtalsefni þær kröfur ESB um 27- földun á framlagi Íslands í þróun- arsjóði ESB vegna stækkunar þess. Hann sagði í þessu sambandi að af- ar athyglisverð setning kæmi fram í samningsumboðinu á sama tíma og Íslendingar, Norðmenn og fleiri hefðu kvartað yfir þessum háu kröfum. Í samningsumboðinu segði: „Íslendingar og Norðmenn skulu hafa það í huga að þessi krafa er aðeins brot – fraction, eins og það er á ensku – aðeins brot af þeim kröfum sem munu verða gerðar ef Íslendingar gengju í ESB,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagði þennan punkt afar athyglisverðan. Fleiri þingmenn tóku til máls í þessari utandagskrárumræðu. Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti m.a. á að við hefðum nú þegar tekið yfir um 80% af lagagerðum ESB og Ög- mundur Jónasson, þingmaður VG, sagði að ESB hefði sýnt Íslend- ingum mikla óbilgirni með því að krefja okkur um nær þrefalt fram- lag til þróunar- og uppbyggingar- sjóða sambandsins. Magnús Stefánsson, varaformað- ur utanríkismálanefndar þingsins, sagði ljóst af þeim upplýsingum sem lægju fyrir að íslensk stjórn- völd ættu mjög erfiðar samninga- viðræður fyrir höndum við ESB og Ágúst Einarsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði m.a. áherslu á að Samfylkingin vildi sækja um aðild að ESB. „Fjárfest- ingar útlendinga í íslenskum sjáv- arútvegi koma vel til greina en það verður þá okkar ákvörðun eftir skoðanaskipti hér innanlands en ekki eftir kröfum að utan,“ sagði hann. Þá taldi Sigríður Anna Þórðar- dóttir, formaður utanríkismála- nefndar þingsins, nauðsynlegt að rifja upp í umræðunni reynslu Ís- lendinga af greiðslum í þróunar- sjóði ESB. „Eins og við öll munum áttum við að greiða í hann í fimm ár og áttu greiðslurnar að falla niður að þeim tíma liðnum. En það sem gerðist hins vegar var það að það var ekki staðið við þessi ákvæði EES-samningsins og enn erum við Íslendingar að greiða í þróunar- sjóði. Þetta held ég að sé hollt fyrir okkur að hafa í huga þegar við ræð- um þessi mál.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um viðræður ESB og EFTA-ríkjanna Ekki bjartsýnn á að viðræð- um ljúki fyrir miðjan apríl Morgunblaðið/Kristinn Þórunn Sveinbjarnardóttir og Lúðvík Bergvinsson ræða málin. ALÞINGI er komið í jólafrí en þingfundum var í gær frestað til 21. janúar nk. Las Davíð Oddsson forsætisráðherra for- setabréf þess efnis rétt fyrir kl. 16.00 í gær. Áður hafði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, óskað þingmönnum og starfsmönnum Alþingis gleðilegra jóla. Miklar annir voru á þingi sólarhringinn fyrir jólafríið og urðu sextán frumvörp að lög- um í gær. Þar á meðal frum- varp um að hlutfall tekna, sem koma til frádráttar tekjutrygg- ingarauka frá Tryggingastofn- un ríkisins, lækki úr 67% í 45% frá 1. janúar 2003. Það frum- varp er hluti af aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til í framhaldi af yfirlýs- ingu sinni og Landssambands eldri borgara frá 19. nóvember 2002. Alþingi í jólafrí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.