Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 14
REYKJAVÍKURBORG hefur
fallið frá því að kalla jólamið-
stöð í gamla Hressingarskálan-
um við Austurstræti „Litlu jól-
in á Hressó“. Eigandi
Borgarbakarís, sem hefur
einkaleyfi á notkun Hressó-
nafnsins, sagði í Morgun-
blaðinu í gær að hann hygðist fá
lögbann á borgina vegna notk-
unar á nafninu. Verður jólamið-
stöðin héðan í frá kölluð „Litlu
jólin í Hressingarskálanum“.
Kristín Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Miðborgar, segir
að hún hafi ekki haft hugmynd
um að Hressó-nafnið væri
einkaleyfisvarið. „Við vildum
nota það því að í huga verulegs
hluta Reykvíkinga og lands-
manna alllra, heitir þetta hús
Hressó. Við notuðum nafnið
eingöngu yfir húsið, enda er
Reykjavíkurborg ekki með
neinn rekstur í húsinu,“ segir
Kristín.
„Um leið og maðurinn
hringdi og sagðist eiga einka-
rétt á þessu nafni þá bara hætt-
um við að nota það. Það er ekk-
ert mál af okkar hálfu, en við
breytum sjálfsagt ekki því að
fólki finnst það vera að fara á
Hressó, ég efast ekki um það,“
segir Kristín.
Húsið hefur verið skreytt á
vegum borgarinnar.
Hætt við
notkun
Hressó
FRÉTTIR
14 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÝR Glæsibær verður opnaður með
viðhöfn í dag. Gagngerar breyt-
ingar hafa staðið yfir á húsnæði
þessarar yfir þriggja áratuga versl-
unarmiðstöðvar í Heimahverfinu
undanfarna mánuði. Hefur versl-
unarhæðin verið endurhönnuð og
stækkuð um 650 m² og glerhýsi ver-
ið reist framan og aftan við húsið.
Um er að ræða fyrsta áfanga í enn
frekari uppbyggingu.
Nú er orðið víðara til veggja í
húsinu, bjartara um að litast, fleiri
verslanir og allt yfirbragð mið-
stöðvarinnar er breytt. Það ríkja þó
sömu rólegheitin innandyra og
sama afslappaða andrúmsloftið
ræður þar enn ríkjum að sögn
þeirra sem rekið hafa verslanir í
húsinu undanfarin ár.
„Höfum trú á staðsetningunni“
Meðal nýjunga í Nýja Glæsibæ, en
það verður miðstöðin kölluð í fram-
tíðinni, er kaffihús og bakarí Bak-
arameistarans, sem rekur sambæri-
legt kaffihús í Mjódd og verslar
einnig með bakkelsi í Suðurveri.
„Við höfum trú á Glæsibæ og
staðsetningunni,“ segir Vigfús
Hjartarson, framkvæmdastjóri Bak-
arameistarans. „Okkur finnst þetta
vel heppnuð breyting á húsinu og
það verður gaman að taka þátt í því
að byggja upp gamalgróna versl-
unarmiðstöð. Glæsibær var nú eitt
sinn glæsilegur og nú er hann orð-
inn það aftur og ber því nafn með
rentu á nýjan leik. Þetta er sann-
arlega nýr Glæsibær.“
Tryggð snyrtivöruverslunar
Snyrtivöruverslunin Glæsibæ er
eina sérvöruverslunin í versl-
unarmiðstöðinni sem hefur verið á
sama stað frá upphafi. „Við erum
mjög ánægð með breytingarnar á
húsinu og finnst þær hafa tekist sér-
staklega vel,“ segir Unnur Magn-
úsdóttir, eigandi Snyrtivöruversl-
unarinnar. „Við höfum stækkað og
breytt versluninni meðfram þessum
breytingum á húsinu og gert hana
glæsilegri.“
Unnur segir aldrei hafa staðið til
að flytja verslunina í stærri versl-
unarmiðstöð. „Okkur finnst við líka
þurfa lítinn verslunarkjarna og mið-
um okkur ekkert endilega við
Kringluna eða Smáralind. Við þurf-
um lítinn kjarna sem er notalegur
og fjölbreyttur.“
Núna eru 23 verslunar- og þjón-
ustufyrirtæki í húsinu og fimm til
viðbótar bætast við á næstunni.
Þó að framkvæmdum sé ekki að
fullu lokið mun Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri opna Nýja
Glæsibæ formlega í dag kl. 9.40. Síð-
an munu verða ýmsar uppákomur
og veitingar allan daginn og versl-
anir bjóða sérstök opnunartilboð.
Opnunarhátíð í einni elstu verslunarmiðstöð landsins í dag
Morgunblaðið/Árni Torfason
Glerhýsi hafa verið reist aftan og framan við verslunarmiðstöðina. Að innan hafa miklar endurbætur verið gerðar.
Glæsibær glæsilegur að nýju
„BYGGÐAMÁLIN þurfa að vera
almenningseign og því skrifaði ég
þessa bók til að fólk hefði aðgang
að nauðsynlegum upplýsingum á
einum stað,“ segir Trausti Valsson,
prófessor í skipulagsfræði við Há-
skóla Íslands, um bók sína Skipulag
byggðar á Íslandi frá landnámi til
líðandi stundar, sem Háskólaútgáf-
an hefur gefið út.
Bókin er tæplega 500 blaðsíður í
stóru broti, en í henni eru margar
myndir, kort og töflur, heimilda-
skrá, atriðisorðaskrá og nöfn
manna og staða fyrir utan upplýs-
ingar um marga skipulagsmenn og
ýmsar skilgreiningar. „Þetta er stór
og margþætt bók, sem ég lít á sem
yfirlit um byggðaþróunina, sem og
almennt uppflettirit um hana,“ seg-
ir Trausti.
Í inngangi kemur fram að við-
fangsefni bókarinnar sé að skapa
sem dýpstan skilning á skipulagi
byggðar á Íslandi. Trausti segir að
dregin hafi verið upp góð mynd af
náttúrulegu umhverfi á Íslandi í
ræðu og riti og sú þekking sé að-
gengileg en þótt upplýsingar um
byggðaumhverfi hafi birst t.d. í að-
alskipulagsritum sé mjög erfitt að
nálgast þær. Þetta sé samt það um-
hverfi þar sem íbúar landsins eyði
mestum tíma sínum.
„Þegar talað er um Geldinganes-
ið eða brúarhugmyndir eða veg-
tengingar inni í Elliðaárvogi hafa
slíkar hugmyndir birst í Aðalskipu-
lagi Reykjavíkur í langan tíma, en
til að geta áttað sig á málinu birti
ég öll aðalskipulagskort Reykjavík-
ur og þannig má rekja sig aftur í
tímann. Upphaflega átti Geldinga-
nesið til dæmis að vera iðnaðar-
svæði með olíuhreinsunarstöð og
samkvæmt skipulaginu 1965 átti
nánast allt svæðið norðan Grafar-
vogs að vera iðnaðarsvæði.
Gamla þjóðfélagshugmyndin
byggðist á þungaiðnaði og stór-
skipahöfnum í miðri Reykjavík. Því
var farið upp á heiðarnar með íbúð-
arbyggðina, en í skipulaginu 1948
var öll norðurströnd Reykjavíkur
tekin undir iðnað. Síðan hefur verið
hörfað með iðnað á mörgum svæð-
um eins og til dæmis á Skúlagötu-
svæðinu og Borgartúnssvæðinu.
Eftir sem áður er norðurströnd
Reykjavíkur ónýt fyrir borgarlífið
og reyndar suðurströndin að mestu
líka því hún lokaðist af flugvellinum
í stríðinu, Öskjuhlíðin er stórt nátt-
úruverndarsvæði og svo er það
kirkjugarðurinn sem kemur í veg
fyrir þróun byggðar á þessu svæði.
Eftir stendur aðeins Ægisíðan með
byggð sem nýtur þess að vera við
strönd í Reykjavík, en reyndar hef-
ur bryggjuhverfið í Grafarvogi,
Hamra- og Staðarhverfið, bæst við.
Ég er hér kominn inn á við-
kvæmt svið en í bókinni legg ég
mat á umhverfið og rökstyð mál
mitt, þótt aðrir geti haft aðrar
skoðanir.“
Breytt umhverfi
Fyrir um þremur árum skrifaði
Trausti bókina Borg og náttúra og
þar tíundaði hann mikilvægi strand-
arinnar sem er honum enn mjög
hugleikin, en í því sambandi segir
hann mikilvægt að flugvöllurinn
fari í burtu. „1974 setti ég fram
hugmynd um flugvöllinn á Löngu-
skerjum en flugvöllurinn þarf að
fara í burtu því það yrði til þess að
styrkja miðborgina geysilega mikið
og opna suðurströndina og svæðið
áfram inn með Fossvoginum. Þetta
er stórkostlegt svæði.
Þegar Reykjavík byrjaði að
byggjast voru íbúðarhúsin fyrst og
fremst geymslu- eða hvíldarstaðir
þar sem menn komu örþreyttir frá
vinnu á kvöldin til að ná sér fyrir
næsta vinnudag, en nú vill nýja
borgarkynslóðin njóta borgarinnar
og strandarinnar. Hún vill lifandi
borgarumhverfi eins og þekkist í
gamla bænum og frístundabyltingin
tengist þessu. Fólk vill að borgin sé
hluti af afþreyingarlífsstílnum nýja
og unga fólkið leggur ekki mikið
upp úr risastórum görðum eða
miklu útsýni.
Sýnin hefur mikið breyst frá því
fólk úti á landi þurfti stöðugt að
vera að skima eftir kúm og hestum
frá heimili sínu og vildi svo áfram
geta horft vel yfir eftir að til borg-
arinnar var komið,“ segir Trausti
Valsson.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Trausti Valsson með bók sína um skipulag byggðar á Íslandi.
Borgarkyn-
slóðin vill njóta
borgarinnar
Trausti Valsson gefur út bók
um skipulag byggðar á Íslandi
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu
samgönguráðherra, að leggja fram á Alþingi
frumvarp um breytingar á lögum um rannsókn
flugslysa. Frumvarpið kveður á um breytingu á
stjórnskipulagi flugslysarannsókna. Rannsókn-
arnefnd flugslysa verður skipuð þremur mönn-
um en í nefndinni hafa setið fimm menn. Þá
verður skipaður sérstakur forstöðumaður
nefndarinnar, sem annist daglegan rekstur.
Jafnframt er gert ráð fyrir að nefndin ráði til
sín aðstoðarforstöðumann.
Frumvarpið er samið af starfshópi sem sam-
gönguráðuneytið skipaði í ágúst 2001 til þess að
vinna að heildarendurskoðun laga um rannsókn
flugslysa. Starfshópnum var ætlað að fjalla um
hvort ástæða væri til að breyta fyrirkomulagi
og skipan rannsóknarnefndar flugslysa, stjórn-
sýslulegri stöðu nefndarinnar og heimildum til
endurupptöku mála. Einnig var farið þess á leit
við starfshópinn að hann kannaði réttarstöðu
nefndarinnar gagnvart upplýsingalögum og
starfsaðferðir nefndarinnar með hliðsjón af at-
hugasemdum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að rannsóknar-
nefnd flugslysa skuli þegar við á láta rannsókn
máls ná til fyrirkomulags tilkynninga um flug-
slys, til leitar og björgunaraðgerða og annarra
aðgerða sem ætlað er að draga úr afleiðingum
flugslysa. Kveðið er sérstaklega á um heimild
til þess að fela öðru ríki með samkomulagi að
annast rannsókn flugslyss á íslensku yfirráða-
svæði. Samgönguráðherra getur falið rann-
sóknarnefnd flugslysa að rannsaka atriði sem
varða almennt flugöryggi, án þess að það teng-
ist flugslysi. Þá er í frumvarpinu að finna al-
mennt þagnarskylduákvæði.
Fækkað verður um tvo í
rannsóknarnefnd flugslysa
LANDHELGISGÆSLUNNI
barst í gær minningargjöf sem
nemur 10 milljónum króna í
sjóð sem stofnaður var vegna
söfnunar fyrir nætursjónauk-
um í þyrlum Gæslunnar.
Auk þess á sjóðurinn að
standa undir kostnaði við nauð-
synlegan fylgibúnað og þjálfun
flugáhafna til notkunar á sjón-
aukunum. Gefendur óskuðu
nafnleyndar að svo stöddu, seg-
ir í frétt á vef Landhelgisgæsl-
unnar.
Gáfu 10
milljónir
fyrir nætur-
sjónauka