Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, skammaði í gær breska fjöl- miðlamenn fyrir umfjöllun þeirra um „Cheriegate“-málið svokallaða, sem kennt er við eiginkonu hans. Neitaði hann á blaðamannafundi að svara fleiri spurningum um málið. Cherie Blair naut á sínum tíma aðstoðar fyrrverandi sakamanns, Peters Fosters, við kaup á tveimur íbúðum. Cherie baðst fyrr í vikunni afsök- unar á því, að hafa látið fara frá sér rangar upplýsingar um málið. Sagð- ist hún einungis hafa hitt Foster einu sinni, og þá aðeins í örstutta stund. Breskir fjölmiðlar fóru enn ham- förum í málinu í gær en mesta at- hygli vakti umfjöllun The Sun, en blaðið birti afrit af símasamtölum sem Foster átti við móður sína, sem býr á Írlandi. Neyddust talsmenn stjórnvalda til að neita því í gær að þeir hefðu haft nokkuð með það að gera að blaðið komst yfir upptökur af símasamtölum Fosters. Ummæli Fosters, sem hefur setið inni í Bretlandi, Ástralíu og Banda- ríkjunum, í símtölum við móður sína þykja afhjúpa heldur vafasaman fýr. „Ég hlýt að reyna að hafa ein- hverja peninga út úr þessu öllu, er það ekki?“ spyr hann t.d. móður sína. Lýsir hann sig reiðubúinn til að segja einhverju dagblaðanna sögu sína – en aðeins gegn greiðslu. Er hann t.d. þegar búinn að hafna boði The Sunday Times, skv. umfjöllun The Sun, um að hann láti fé af hendi rakna til góðgerðarmálefnis að eigin vali, gegn því að segja blaðinu sögu sína. „Til fjandans með slík boð,“ segir móðir hans, Louise Pelloti. „Hvað myndir þú græða á því?“ Foster – sem m.a. hefur haft at- vinnu af því að plata fólk til að kaupa „megrunardrykk“, sem reyndist bara vera venjulegt te – er kærasti Carole Caplin, vinkonu Cherie Blair. Blair skammar bresku fjölmiðlana London. AFP. Umfjöllun um „Cheriegate“ heldur áfram BERNARD Law, kardináli og erki- biskup kaþólsku kirkjunnar í Bost- on, sagði af sér embætti í gær en í marga mánuði hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta undir höfuð leggjast að verja börn fyrir ofbeldismönnum í klerkastétt. Er hann æðstur þeirra leiðtoga kirkjunnar í Bandaríkjunum og annars staðar, sem neyðst hafa til að segja af sér af þessum sökum. Jóhannes Páll páfi II féllst á af- sögn Laws í gær og hefur hann skipað Richard Lennon biskup sem erkibiskup í Boston til bráðabirgða. Í yfirlýsingu frá Law þakkaði hann páfa fyrir að fallast á afsögn- ina og kvaðst vona, að hún ásamt öðru yrði til að stuðla að sáttum og einingu á erfiðum tímum. Bað hann einnig alla, sem ættu um sárt að binda, afsökunar á mistökum sínum. Lennon fær erfitt verk að glíma við. Meira en 400 manns, sem segj- ast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi presta, hafa höfðað mál gegn erkibiskupsdæminu og Law vinnur að því að lýsa það gjald- þrota. Eins og skriða færi af stað Hneykslið í Boston hófst fyrir al- vöru er Law viðurkenndi, að hann hefði látið prestinn John Geoghan fá aðra sókn þrátt fyrir alvarlegar ásakanir á hann um kynferðis- legt ofbeldi gegn börnum og þá var eins og skriða færi af stað í öðrum kaþólskum sóknum víða um Bandaríkin. Er það nú krafa leikmanna innan kirkjunnar, að prestar og aðrir yf- irmenn hennar verði strax látnir sæta fullkominni ábyrgð verði þeim eitthvað alvarlegt á. Nokkur mál af þessu tagi hafa einnig komið upp innan annarra kirkjudeilda en af um 46.000 prest- um í Bandaríkjunum hafa 325 misst hempuna á þessu ári. Fórnarlömb kynferðislegs ofbeld- is, leikmenn og sumir prestar höfðu krafist afsagnar Laws en hann hef- ur verið sakaður um að hafa marg- sinnis fært á milli sókna presta, sem bornir hafa verið þungum sökum. Áður hafa tveir erkibiskupar sagt af sér en hvorugur þeirra var kard- ináli. Var annar í Póllandi og hinn á Nýfundnalandi. Í júní sl. mátti kaþ- ólski biskupinn í Lexington í Ken- tucky segja af sér af sömu ástæðu og skipaði páfi eftirmann hans í gær. Hneykslismálin í Boston Erkibiskup segir af sér Páfagarði. AP. Law kardináli. STJÓRNVÖLD í Íran neituðu í gær fréttum frá Bandaríkjunum um, að þau stefndu hugsanlega að smíði kjarnorkusprengna. Ítrekuðu þau rétt sinn til að nýta kjarnorku í frið- samlegum tilgangi og sögðu, að eft- irlitsmenn Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar, IAEA, gætu skoðað tvö kjarnorkuver, sem verið væri að reisa í landinu. Sérfræðingar benda hins vegar á, að bæði verin séu af þeirri gerð, sem notuð er við fram- leiðslu kjarnavopna. Abdollah Ramezanzedeh, talsmað- ur Íransstjórnar, sagði í gær, að í Ír- an væri ekki unnið eftir neinni kjarn- orkuáætlun, sem IAEA vissi ekki um, og áður hafði talsmaður íranska utan- ríkisráðuneytisins lýst yfir, að verin yrðu reist í „friðsamlegum“ tilgangi. Sjónvarpsstöðin CNN skýrði frá því í fyrrakvöld, að gervihnattamynd- ir, sem teknar hefðu verið í septem- ber, sýndu tvö ver í smíðum við bæina Natanz og Arak í Mið-Íran og segja sérfræðingar, að augljóst sé af mann- virkjunum, að þau megi nýta til að smíða kjarnavopn. Talsmaður Þjóðlega andófsráðsins, sem er samtök Mujahedeen Khalq- skæruliða í Íran, sagði í ágúst sl., að í kjarnorkuverinu við Natanz yrði unn- ið að framleiðslu kjarnorkueldsneytis en í verinu við Arak að framleiðslu þungs vatns. Eftirlitsmenn IAEA hafa ekki enn fengið að skoða kjarnorkuverin og Ír- anar aflýstu skoðunarferð, sem ákveðin hafði verið í þessum mánuði. Nú segja Íranar, að eftirlitsmennirn- ir megi koma í febrúar. Auk þessara kjarnorkuvera eru Rússar að smíða eitt í borginni Bus- hehr í Suður-Íran og Íransstjórn hef- ur jafnvel það fjórða á prjónunum í Ahwaz í vesturhluta landsins. Banda- ríkjamönnum finnst þessi kjarnorku- uppbygging mjög grunsamleg í jafn olíuauðugu ríki og Íran er. Telja þeir, að eina skýringin sé áhugi íranskra stjórnvalda á að komast yfir kjarn- orkuvopn. Gervihnattarmynd, sem CNN birti í fyrrakvöld af veri við bæinn Arak. Tvö stór kjarnorkuver í smíðum í Íran Segja verin reist í „friðsamleg- um“ tilgangi Teheran, Vín, Washington. AP, AFP. AP JÓLASVEINNINN er á leið til byggða – en margir Austurrík- ismenn eiga þá ósk heitasta að hann haldi sig bara heima hjá sér. Gamli, góði jólasveinninn fær kaldar kveðj- ur í landinu þar sem lagið Heims um ból var samið og rækt er lögð við langar jólahefðir. Fámenn en hávær hreyfing sem ofbýður yfirgangur bandaríska jóla- sveinsins („Santa Claus“) hefur nú hafið baráttu fyrir því að hinn hefð- bundni heilagur Nikulás og jóla- barnið verði áfram aðalatriðin í jólahátíðinni. „Við erum í rauninni ekki andvíg jólasveininum. Sumum finnst hann hafa sína kosti,“ sagði Phillip Tengg, 27 ára fyrrverandi guð- fræðinemi sem stofnaði samtökin Pro-Christkind (Til stuðnings jóla- barninu) 1998 í Innsbruck. „Við erum andvíg því að jóla- sveinninn er orðinn auglýsingatákn fyrir svo að segja botnlausa neyslu. Það skyggir á hina sönnu merkingu jólanna. Hann er um það bil að koma í staðinn fyrir hinn hefðbundna heil- aga Nikulás og jólabarnið,“ sagði Tengg. Austurrískar jólahefðir geta kom- ið undarlega fyrir sjónir þeim sem ekki er þar heimavanur. Jólatíðin byrjar fimmta desember þegar loð- klædd skepna með horn, svonefndur Krampus, læst ganga berserksgang um götur og verslunarmiðstöðvar, skelfir lítil börn með svipum og keðj- um og reynir að stinga þeim í pok- ann sinn. Daginn eftir kemur heil- agur Nikulás klæddur biskupsmítri og útdeilir kexi og sætindum. Á aðfangadagskvöld læðist jóla- barnið hús úr húsi og setur jólagjafir undir jólatréð. Hefð er fyrir því að á jóladag komi fjölskyldur saman og snæði bakaðan vatnakarfa. Tengg og samtök hans, sem í eru um eitt hundrað manns frá Aust- urríki, Þýskaland og Sviss, hafa miklar áhyggjur af öllum „Santa Claus-unum“ og hreindýrunum sem skjóta upp kollinum á jólamörk- uðum sem helgaðir eru myndum af fæðingu frelsarans og englum. Andstaðan hefur hlotið hljóm- grunn hjá ýmsum Austurrík- ismönnum, t.d. Lydiu Krebs, og þeir eru stoltir af þeim hefðum sem hafð- ar eru í heiðri í landinu þar sem langflestir íbúa eru kaþólskir og presturinn Joseph Mohr samdi Heims um ból – eða „Stille Nacht! Heilige Nacht!“ – árið 1816. „Jólahefðirnar okkar eru svo fal- legar og jólasveinninn sviptir þær einhverju,“ sagði Krebs, sem rekur sölubás með glervörur, piparköku- hús og litlar eftirlíkingar af jötu jólabarnsins. „Systir mín býr í Atl- anta [í Bandaríkjunum] og þar eru jólin hræðileg – svo erilsöm, alltof mikið af ljósum. Bara of versl- unarvædd.“ Á vefsíðu samtakanna segir að markmið þeirra sé að hvetja til „gagnrýninnar yfirvegunar“ á tísku- fyrirbærum eins og „Santa Claus“ og að vonandi geri Austurríkismenn sér grein fyrir því að jólin séu hátíð mannanna og Guðs, ekki kaupæði. Burt með jólasveininn AP Margit Hammerl og Horst Strauss, félagar í samtökunum Til stuðnings jóla- barninu. Á límmiðunum er mynd af jólasveini með rauðu bannstriki yfir. Yfirgangi ameríska jólasveinsins and- mælt í Austurríki Vín. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.