Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 42

Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 42
LISTIR 42 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skólavörðustíg 15 • Sími 511 5656 Opið til kl. 22 alla daga til jóla Sendum í póstkröfu Atli Heimir Sveinsson - Tíminn og vatnið - 2 cd. „Meistaraverk“. B.J. Mbl. 7.12. 2002. Jóhann Jóhannsson - Englabörn Gullfalleg strengjatónlist úr samnefndu leikriti. „...áhrifarík og býr yfir mikilli fegurð“. V.P. Mbl. 3.12. 2002. Gott úrval af djassi, heimstónlist, rokki, raftónlist, reggí og hljómplötum. Öll íslenska jólaútgáfan Mælum sérstaklega með tveimur diskum sem hlutu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2002. Bjóðum tónlistarunnendur velkomna í verslun okkar Landsins mesta úrval af klassískri tónlist. Hinn vinsæli útvarpsmaður Halldór Hauksson veitir faglega ráðgjöf. Á KJARVALSSTÖÐUM stendur nú yfir sýning á verkum danska listamannsins Martin Bigum. Sýn- inguna nefnir hann „The Homecom- ing, Or: The World According to Art“, sem er eflaust tilvitnun í æv- intýralega skáldsögu John Irving, „The World According to Garp“. Á sýningunni eru aðallega málverk, en einnig er að finna ljósmyndir og einn skúlptúr á vegg sem virkar reyndar sem þrívíð mynd frekar en rýmis- verk. Bigum er nokkuð kunnur málari af yngri kynslóð listamanna í Dan- mörku. Þeir sem sáu Carnegie-sýn- inguna í Gerðarsafni árið 2001 kunna að muna eftir verkum hans á þeirri sýningu, en þau verk eru einnig á meðal myndanna á Kjarvalsstöðum. Bigum er ekki menntaður í listahá- skóla heldur kemur hann frá mynda- sögukúltúr. Hann starfaði sem teiknari hjá bandaríska myndasögu- blaðinu MAD Magazine en fékk ekki útrás fyrir listsköpun sína þar og hóf þá að mála á eigin forsendum og sýna í galleríum. Það er ekki óal- gengt að listamenn með annan bak- grunn en akademíska myndlistar- menntun nái í gegn í listheiminum. Nærtækt dæmi er landi Bigums, Per Kirkeby, sem var jarðfræðingur áð- ur en hann sneri sér að málverkinu og hefur menntun hans vafalaust sitt að segja um hvernig landslagið birt- ist í verkum hans. Nýjasta dæmið er Ron Mueck, einn af vinsælli mynd- listarmönnum Breta í dag, en hann lærði brúðugerð og gerði brúður fyr- ir sjónvarpsþættina Sesamy street áður en hann fór að fást við frjálsa listsköpun. Þegar Bigum sneri sér að myndlistinni fyrir um 10–15 árum fór hann að velta fyrir sér stöðu myndlistar eins og hann sjálfur upp- lifði hana. Tók hann þá að tákngera myndlistina í skopmyndafígúru sem hann nefndi „Art“ og er þessi fígúra ríkjandi í verkum hans fram til árs- ins 2000. Art er klæddur grænum kufli og ber ljá líkt og dauðinn hefur verið túlkaður gegnum tíðina. Art er þó skondinn útlits og virðist yfirleitt vera í einhverjum vandræðum. Í seinni myndunum er Art oft að deyja. Hann er skotinn í bakið, fros- inn eða liggur á dánarbeði á spítala- stofu. Má túlka það sem upplifun Bigum á myndlistinni en jafnframt má líta svo á að Bigum sé að drepa Art til að losa sig við hann úr mynd- list sinni, sem hann svo gerði. Mynd- irnar eru dökkar og umhverfi oft drungalegt sem hefur kannski með skandinavískan bakrunn lista- mannsins að gera, sbr. muninn á Bigum og kollegum hans frá meg- inlandi Evrópu og Bandaríkjunum sem leita á sambærileg mið. Jafnvel í ljósmyndaröð sem hann tók í Tívolíi Kaupmannahafnar kýs hann að sýna okkur skemmtigarðinn þegar hann er lokaður að vetri til. Bigum er á þjóðlegum nótum í fleiri verkum en í Tívolí ljósmyndaröðinni. Verkið „Sjálfsmynd (sem H.C. Andersen: Skugginn)“ er tilvitnun í þekkt æv- intýri Andersen sem fjallar um mann sem glatar skugga sínum. Þeir hittast aftur mörgum árum síðar og þá er skugginn orðinn einstaklingur. Athyglisvert er að Bigum skuli finna sjálfan sig í skugganum en ekki manninum, þ.e. sá sem týnist og í leit sinni að eiganda sínum finnur sjálfan sig. Má tengja það við leitina sem á sér stað í listsköpuninni og einnig við yfirskrift sýningarinnar „The Home- comin“ (Heimkoman), en „að koma heim“ er gjarnan notað þegar mann- eskja „finnur sjálfa sig“. Bigum heldur áfram að vinna með „skugg- ann“ í fleiri málverkum. Í verkinu „Skugginn (með blómum)“ er hann skylmingarkappi og í „Hunter & the Hunted“ starir fjöldi af fólskulegum skuggum á spegilmynd sína. Það síð- arnefnda útfærir listamaðurinn bæði í málverki og ljósmynd og verð ég að segja að málverkið virkar mun sterkara á mig en ljósmyndin. Sem listmálari lætur Bigum efn- istök ekki tala fyrir tilfinningar sínar og upplifanir, heldur styðst hann við teiknimyndastíl og notar frásagnar- eiginleika mynda sérlega vel. Þrátt fyrir myndasögustílinn byggjast málverkin á persónulegri mynd- sköpun sem þó stendur áhorfenda- num opin og á sinn hátt getur hann lesið í myndirnar og túlkað þær að vild. Myndasögur í málverki MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Safnið er opið daglega frá kl. 10–17. Sýn- ingunni lýkur 5. janúar. MÁLVERK, LJÓSMYNDIR OG SKÚLPTÚR MARTIN BIGUM Sjálfsmynd Bigum sem „Skugginn“ í ævintýri H.C. Andersen. Jón B.K. Ransu „FALL Íkarusar“ heitir sýning sem nemendur við Listaháskóla Íslands opna hjá Sævari Karli í Bankastræti í dag, laugardag, kl. 16. „Sýningin er þannig til komin að nemendur við Listaháskólann hafa verið á námskeiði hjá mér, sem heit- ir „Fall Íkarusar“, segir Halldór Björn Runólfsson lektor við skólann. „Námskeiðið fjallar um það fyr- irbæri í nútíma- og samtímalist, ef til vill á það við um allar listir, að stefnur koma fram með miklu og hetjulegu offorsi, en mýkjast svo jafnharðan upp og leita óðar á dýpt- ina. Þannig er jafnan ýtt úr vör með mikilli og bjartsýnni karlmennsku, sem jafnharðan snýst upp í fágaða djúpköfun þegar Íkarus missir flug- ið, vængir hans bráðna, og hann steypist óhjákvæmilega í hafið. Margt bendir til að svona hafi list- irnar alltaf artað sig frá dögum Forn-Grikkja, eins og sjá má á þró- un harmleiksins frá Æskilosi til Evr- ipídesar. Hugmyndina að sýningu áttu nemendur mínir í Listaháskólanum, á áðurnefndu námskeiði, „Fall Ík- arusar“, sem jafnframt er heiti sýn- ingarinnar, og eru þeir um 20 að tölu, ef mig misminnir ekki. Þeir hafa verið að kanna þessa þróun í samtímanum, einkum hvernig þetta snýr að kynjahugmyndunum, hinu karlmannlega og kvenlega. Þar virðist þetta koma berlega í ljós í því að hörkuleg, karlmannleg framsetn- ing hrindir úr vör nýjum stefnum, en síðan tekur við mjúkleg, kvenleg, og margslungin úrvinnsla, sem flyt- ur næstu kynslóðum kyndilinn.“ Nemendurnir sýna hvers kyns verk í sýningasal Sævars Karls en jafnframt á öðrum stöðum í versl- uninni. Flest verkin munum þó vera málverk. Sýningin stendur til 19. desem- ber. Karlmann- leg gildi hopa fyrir hinum kvenlegu Svefn skynseminnar; verk eftir Elísabetu Olku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.