Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórður Gestsson,bóndi á Kálfhóli, fæddist á Kálfhóli á Skeiðum 15. mars 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 1. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Val- gerður Auðunsdótt- ir, f. 29. maí 1885, d. 17. ágúst 1945, og Gestur Ólafsson, f. 21. ágúst 1884, d. 4. júlí 1972. Systkini Þórðar eru: Auðunn, f. 24. febrúar 1913, Halldóra, f. 1914, d. 1916, Kristín, f. 8. júlí 1915, Guðmunda Halldóra, f. 24. apríl 1918, og Björgvin, f. 9. nóvember 1923. Eftirlifandi eiginkona Þórðar er Eyrún Guðmundsdóttir, f. 1. sept- ember 1921 í Króki í Holtum, dóttir hjónanna Guðrúnar Gísladóttur, f. 13. desember 1889, d. 6. september 1935, og Guðmundar Ólafssonar bónda í Króki, f. 20. desember 1888, d. 2. maí 1989. kona hans er Kristín Hjálmarsdótt- ir, f. 27.5. 1951. 5) Hrafnkell Bald- ur, f. 31. júlí 1952, læknir í Bergen. Börn hans eru Reynir Snær, f. 1975, Eyþór Atli, f. 1976, Sólrún Stefanía, f. 1980, Hrafnkell Freyr, f. 1981, og Kjartan Gunnar, f. 1989. Sambýliskona hans er Siril Iren Sagstad, f. 17. júlí 1970. 6) Elín, f. 12. desember 1953, starfar við Langholtsskóla í Reykjavík. Börn hennar eru Gunnar Magnússon, f. 1974, Eyrún Lind Magnúsdóttir, f. 1976, og Ásthildur Sigurðardóttir, f. 1991. Sambýlismaður hennar er Sigurður Guðmundsson, f. 5. júlí 1952. 7) Gunnar Már, f. 18. febrúar 1957, vélvirkjameistari í Reykja- vík. Börn hans eru Ingi Björn, f. 1978, Sandra Rut, f. 1980, og Ellen María, f. 1993. Maki hans er Kol- brún Björnsdóttir, f. 4. mars 1960. Einnig ólu þau Þórður og Eyrún upp sonardóttur sína, Þorbjörgu Valgeirsdóttur, f. 12. júní 1971. Barnabarnabörn þeirra eru fimm. Þórður og Eyrún gengu í hjóna- band hinn 31. maí 1947 og byggðu nýbýlið Kálfhól 2 á föðurleifð Þórð- ar. Þau stunduðu þar búskap í 50 ár. Hin síðari ár í félagi við Gest son sinn og konu hans Margréti Jónu. Útför Þórðar fer fram frá Skál- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Börn Þórðar og Ey- rúnar eru: 1) Guðrún Elsa Aðalsteinsdóttir verslunarkona í Hafn- arfirði, dóttir Eyrún- ar, f. 27. júlí 1943. Börn hennar eru Árni, f. 1966, og Þórður Rúnar, f. 1973. Maki hennar er Ingvar Árnason, f. 25. nóvem- ber 1947. 2) Guðmund- ur, f. 24. desember 1947, lífeðlisfræðing- ur í Kaliforníu. Börn hans eru Guðmundur Örn, f. 1970, og Helen Tinna, f. 1992. Maki hans er Guð- laug Gísladóttir, f. 3 september 1955. 3) Gestur, f. 25. apríl 1949, bóndi á Kálfhóli. Börn hans eru Þórður Freyr, f. 1977, Egill, f. 1981, og Hannes Ólafur, f. 1989. Maki hans er Margrét Jóna Ólafsdóttir, f. 20. ágúst 1952. 4) Valgeir, f. 19. ágúst 1950, trésmíðameistari í Reykjavík. Börn hans eru Þor- björg, f. 1971, Vignir Daði, f. 1976, og Hákon Bragi, f. 1980. Sambýlis- Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. (Steinn Steinarr.) Elsku pabbi, það er erfitt að sætta sig við hið óendurkræfa, það sem ekki er hægt að heimta aftur. En um leið er huggun í að hafa átt þig langa ævi. Þú áttir stóran barnahóp, þar sem all- ir kröfðust athygli þinnar og ástar. Þó að tími þinn hafi ekki alltaf verið mik- ill, þá var þó stund fyrir börnin þín. Á þinn hljóða hátt lagðir þú það til mál- anna sem hafði meiri áhrif en mörg orð. Þú gafst þér tíma til að segja okk- ur sögur, geta gátur eða læra vísur sem þú kunnir nóg af. Það var líka gaman að horfa á þig telgja lítinn fugl úr beini og tala við þig um lífið og til- veruna. Seinna komu svo barnabörnin og þau nutu líka ástar þinnar og athygli. Afi hafði alltaf tíma til að fara í bíltúr, berjamó og taka í spil. Ég veit að fjölskyldan skipti þig mestu máli og hennar velferð var allt- af númer eitt hjá þér. Þakka þér fyrir það, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Elín. Í dag kveðjum við hinstu kveðju ástkæran stjúpa og fósturföður, hann Þórð á Kálfhóli, og langar mig að minnast hans með örfáum fátækleg- um orðum. Í huga mér togast á sorg og söknuður, en einnig gleði og þakk- læti yfir að hafa notið þeirra forrétt- inda að alast upp hjá slíkum öðlingi sem hann var. Í mínum huga var hann hetja, þær eru mestar hversdags- hetjurnar sem vinna sínar hetjudáðir af hógværð og lítillæti á heimavelli. Það hefur ekki alltaf verið létt verk að byggja upp bú með stóran barna- hóp en því skilaði hann með sóma. Minningar frá æskuárum eru bjartar og fallegar, ein af mínum fyrstu minn- ingum er þegar ég kom fyrst að Kálf- hóli lítill telpuhnokki. Móttökurnar voru innilegar hjá Þórði. Hann tók mig á kné sér og sagðist ætla að gefa mér lamb, sem var æðsti draumur allra barna á þeim tíma, og valdi hann handa mér lamb sem var þannig á lit- inn að ég gæti þekkt það því hann vissi að í augum barnsins eru allar kindur eins fyrir utan litinn. Marga fuglana tálgaði hann handa okkur úr ýsubeinum og smíðaði sleða, bíla og fleiri leikföng. Seinna urðu barna- börnin þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja í sveitinni um lengri eða skemmri tíma og eiga þau góðar minningar um afa sem var alltaf með hugann við að þau færu sér ekki að voða. Síðustu árin átti Þórður við erfið veikindi að stríða og þvílíkt æðruleysi sem hann sýndi í sínum veikindum er aðdáunarvert, aldrei var kvartað, allt- af sagt, ég er ágætur, þótt sárlasinn væri. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Að lokum vil ég þakka samfylgd- ina. Við höfum öll misst mikið en mest þó þú, elsku mamma, en minning um góðan mann lifir og yljar okkur um ókomna tíð og ég er viss um að hann fylgist með okkur öllum áfram og lít- ur eftir okkur. Elsa. Látinn er frændi minn, Þórður Gestsson, bóndi á Kálfhóli á Skeiðum, eftir áralanga baráttu við erfiðan sjúkdóm sem háð var bæði heima og á sjúkrahúsum. Við Þórður vorum systkinabörn þar sem móðir hans Valgerður Auðunsdóttir og faðir minn Ólafur voru systkini. Þriðja systkinið var Guðrún, sem bjó um tíma í austurbænum á Kálfhóli ásamt fjölskyldu sinni. Föðurætt Þórðar þekki ég ekki glöggt, en mikið gæða- menni var faðir hans, Gestur Ólafs- son, og naut ég, sem barn, besta at- lætis í samvistum við hann, Valgerði konu hans og börn þeirra. Í móðurætt var Þórður kominn af Jóni Stein- grímssyni prófasti, afkomandi elstu dóttur hans Sigríðar, en Ragnhildur dóttir hennar og séra Sigurðar Jóns- sonar á Heiði í Mýrdal, giftist Einari Högnasyni stúdent og bónda í Ytri Skógum. Þau voru bæði komin af Þor- móði Kortssyni í Skógum, klaustur- haldara Kirkjubæjarklausturs og for- föður Skógaættar. Sonur þeirra var Ólafur Einarsson hreppstjóri á Núpi í Fljótshlíð. Kona Ólafs var Guðrún Auðunsdóttir Jónssonar prests á Stóru Völlum á Landi sem kominn var af Birni Jónssyni, officialis, Ara- sonar. Móðurafi og amma Þórðar voru Auðunn Ólafsson frá Núpi og Þorbjörg Brynjólfsdóttir frá Háakoti í Fljótshlíð, bændur í Kílhrauni á Skeiðum. Þórður er mér mjög minnisstæður frá barnsaldri sem rólyndur dugnað- arforkur er brá sjaldan skapi þótt skap hefði, dagfarsprúður og þægi- legur í umgengni, víkingur til vinnu, ekki síst sláttar, svo unun var á að horfa er hann skáraði í ham, en á þeim árum sem við umgengumst mest, 1934–1941, var sláttur með orfi og ljá algengur, sérstaklega á engjum. Barngóður var hann og man ég vel hugulsemi við okkur yngsta bróður hans og frændur tvo úr austurbænum þegar hann byggði fyrir okkur vand- aðan torfkofa, barngengan, fyrir framan túngarð þar sem við lékum okkur að þeim fornu leikföngum af kyni kinda sem ekki voru keypt í búð, leggjum til reiðar, kjálkum til kúabús og fleiri slíkum sem til féllu. Er bæði kofinn og leikföngin minnisstæðari en þau dýrindi sem féllu manni í skaut er allsnægtaþjóðfélagið hélt innreið sína í landið um og upp úr heimsstyrjöld- inni síðari. Það er söknuður að mann- kostamönnum gengnum, en enginn má sköpum renna. Hvíli Þórður í friði. Eyrúnu og afkomendum þeirra sendi ég samúðarkveðjur og óska þeim árs og friðar. Helgi Ólafsson. Þórður Gestsson, bóndi á Kálfhóli á Skeiðum, er okkur minnisstæður sem góður nágranni og frændi á uppvaxt- arárum okkar. Þar sem Kálfhóll var tvíbýli nutum við samvista við Þórð og Eyrúnu Guðmundsdóttir eiginkonu hans og börnin sjö sem þau komu á legg. Það var því ekki leiðinlegt þar, þótt ekkert væri sjónvarpið framan af. Þórður var af þeirri kynslóð sem ólst upp við nægjusemi og skort mið- að við nútíma gildismat, en upplifði svo mestu breytingar sem orðið hafa á skömmum tíma hér á landi. Hann var nýjungagjarn og tókst á við þær öru framfarir sem urðu á búskapar- háttum íslenskra bænda um miðbik síðustu aldar. Þórður og Eyja reistu sér steinsteypt íbúðarhús á Kálfhóli og lögðu nokkrum sinnum í fram- kvæmdir við uppbyggingu útihúsa. Þórður var metnaðargjarn, en fór vel með það og sparaði stóru orðin. Þá sjaldan að hann skipti skapi kenndum við börnin þess ekki. Þegar samferða- maður kveður er spurt hver hans af- rek séu. Þórður tókst á við það verk- efni að byggja upp nútíma býli og að koma börnum sínum á legg á viðun- andi hátt. Þau eiga það sameiginlegt að vera réttsýn, hraust og vel gefin. Geri aðrir betur. Þau hjónin töldu ekki eftir sér að hýsa fleiri börn en þeirra eigin um langt árabil og sýndu ýtrustu gestrisni öllum sem bar að garði. Þegar við stigum okkar fyrstu skref í túnfætinum á Kálfhóli virtist veröldin jafn stór og augað eygði. Vorverk, sauðburður, sláttur og hey- skapur á engjum sameinuðu kynslóð- ir með reglulegum hætti. Bændur og elstu synir þeirra fóru á fjall og rétt- irnar voru árviss viðburður sem og sláturtíðin. Það var á þessum árum sem tækninýjungar voru að gjör- breyta starfsháttum bænda og búa- liðs og létu Skeiðamenn ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Bjartsýnin réð ríkjum til sjávar og sveita, kappsmál Þórðar og samtíðarmanna hans var að koma börnum sínum til mennta og metorða og það gekk eftir. Þórður naut þeirra forréttinda að vera þátttakandi í uppbyggingu landsins að loknu löngu tímabili stöðnunar og erlendra yfirráða. Við kveðjum Þórð með virðingu og send- um fjölskyldu hans og afkomendum innilegustu vinar og samúðarkveðjur okkar. Selma, Valgerður, Ólafur, Guðrún, Ingileif og Ragnar. Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans, af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði og stilling með. (H.H.) Milli fljótanna miklu, fremst á Skeiðum, liggja jarðirnar Kálfhóll og Kílhraun, útverðir sveitarinnar í vestri. Föðurtún niðja Þorbjargar Brynjólfsdóttur og Auðuns Ólafsson- ar annars vegar og Guðmundar Víg- fússonar og Arnbjargar Þórðardóttur hins vegar. Þótt enginn beinn skyld- leiki finnist milli þessa fólks tengist það langri og merkri sögu, sem hófst austur í Fljótshlíð fyrir tvö hundruð árum eða fyrr. Sú saga er vörðuð þeirri dyggð í fari manns, sem fædd er af rótum kærleikans, eins og Helgi Hálfdánarson orðar svo fagurlega og vitnað er til í ljóði hér fyrr. Um og fyr- ir miðbik síðustu aldar þegar við Þórður vorum nágrannar voru bú- skaparhættir mjög að breytast. Nýir straumar fluttu með sér ný viðhorf fólksins og með fallaskiptum þessara nýju strauma hvarf á burt margt af fornum venjum og háttum úr sveit- inni. Allar þessar breytingar urðu frumbýlingar þeirra tíma að takast á við hver með sínu móti. Þórður var í eðli sínu hægur og dagfarsprúður, lagði kannski ekki mikið til málanna til að byrja með, en hafði sínar ákveðnu skoðanir fyrir það. Á því merkisári 1947 urðu gæfurík þátta- skil í lífi Þórðar, er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Eyrúnu Guð- mundsdóttur, og á því ári hófu þau búskap á hálfri jörðinni og kölluðu Kálfhól II. Ég sagði stundum við Þórð síðar, að þótt hann hefði margar góðar ferðir farið sér til skemmtunar, öflunar lífsviðurværis eða annarra að- drátta, þá hefði hans besta ferð í lífinu verið þegar hann reið austur að Króki í Holtum og sótti konuefni sitt. Góðs drengs munu nú margir sakna. Þórður er horfinn, hann hitt- um við ekki oftar í eldhúsinu á Kálf- hóli. Við sem eftir stöndum og signum yfir gröf hans minnumst hans með virðingu og þakklæti. Hugheilar sam- úðarkveðjur sendi ég Kálfhólsfólkinu öllu. Megi algóður Guð sem yfir oss öllum vakir styðja ykkur og styrkja, elsku Eyja mín, börnin þín og barna- börnin, fjölskyldur og vini í sorginni. Blessuð sé minning Þórðar á Kálfhóli. Árni Valdimarsson. Þórður ólst upp í systkinahópnum þar á Kálfhóli á vesturbakka Þjórsár og gekk þar að öllum störfum strax og aldur leyfði, með hætti okkar gamla landbúnaðar. Alveg kom það af sjálfu sér að hann hlyti að leggja fyrir sig búskap þar á jörðinni, enda var það þá vænlegt duglegum manni í blóma lífs- ins og þurfti enga útreikninga til. Vissulega vann hann af bæ utan slátt- ar, en aldrei til langframa og ætlaði sér aldrei neitt á framandi slóðum, að því er ég best veit. Veturinn 1944 vann hann hjá föður mínum á Selfossi, við byggingastörf og gegningar. Þannig kynntist ég Þórði, þannig at- vikaðist það að hann réð mig sem snúningastrák á Kálfhóli sumarið 1945. Þá var það sjálfsagður háttur þar í þorpinu að níu ára sveinar væru í sveit um sumartímann og þótti yfir- leitt við hæfi fyrsta sumarið að vera matvinnungur. Næstu sumrin, þegar menn entust á sama bæ sem oftast var, galst svolítið sumarkaup, enda jukust afköstin þegar menn uxu úr grasi. Fyrsta sumarið mitt á Kálfhóli var síðasta búskaparár foreldra Þórðar. Þá voru fjögur systkinanna þar við heyskapinn þetta rigningasumar sem og fleiri aðstandendur. Sofa þurfti þröngt, þetta sumar svaf ég lengst af í rúmi með Þórði, hann er eini lags- maðurinn sem ég hef eignast í þeim forna skilningi. Og þar sem margt var fólk gafst fjör á engjum undir regn- kápunum. Þar lærði ég að beita orfi og sveiflaði því ákaft í kappi við Þórð þetta sumar og þau næstu. Þá féll margt spaugsyrði og margvísleg speki um lífsins eðli er menn tylltu sér á þúfu þegar búið var að færa okkur matinn eða kaffið. Þetta er ógleyman- legur tími, hafi Þórður þökk fyrir þá samvist. Næsta sumar á eftir tóku þeir við búi, bræðurnir Auðunn og Þórður. Þá var Þórður enn ókvæntur og búið rek- ið sameiginlega. Þetta var mikið sól- skinssumar, þá hófust skyndilega samskipti og viðskipti við bæ handan Þjórsár, að Króki í Ásahreppi. Æv- inlega var það Þórður sem fór þessar viðskiptaferðir, oftast hafði hann mig með til fylgdar og reyndar eftir- rekstrar þegar hann sótti hana Bröndu, nú skyldi fjölga kúnum, enda heyin mikil og græn. Auðvitað fórum við ríðandi. Leiðin var talsvert löng, fyrst niður á Þjórsárbrú og svo yfir allmikið vatnsfall upp að Króki, mér fannst það þá hættuspil. Ég hugsaði með mér að mikill kostagripur hlyti hún Branda að vera, fyrst Þórður var að sækja hana svona langt um svo hættulegan veg, í stað þess að leita fyrir sér innansveitar um styttri veg. En gaman var að koma að Króki, systurnar voru svo kátar og tóku okk- ur svo vel. Ekkert áttaði ég mig á því aðalmáli sem að baki lá, fyrr en skyndilega að hún Eyrún var komin yfir ána til okkar fyrir fullt og fast. Þaðan hefur hún ekki farið síðan þessa liðlega hálfu öld og hvorugt þeirra hjóna, fyrr en Þórður nú, fyrst lengi vel á mesta uppgangstíma sem landbúnaður vor hefur við búið. Sér þess enn merki í mannvirkjum og ræktun þar í austurbænum á Kálf- hóli. Og vissulega var hún Branda frá Króki kostagripur, í þann tíma var jafnan töðuilmur í lofti, hvernig sem viðraði. Enginn er eyland, segir á frægri bók. Aldrei gat ég í raun skilið á milli austur- og vesturbæjar á Kálfhóli. Fljótlega urðu börnin á báðum bæj- um heil tylft og stutt á milli þeirra, bæði í aldri og rými, því að þar var allt eitt og samheldnin órjúfandi út á við. Krafturinn og hugkvæmnin áttu sér engan endi, aldrei slapp ég þaðan. Þarna á Kálfhóli var menningarkimi, sem mér fannst taka langt fram mið- borg Reykjavíkur. Yfir öllu fjörinu trónuðu þeir bræður, Þórður og Auð- unn, með bros á brá. Hafi Þórður þökk fyrir samfylgd- ina, blessuð sé minning hans. Eyrúnu og börnunum tjái ég samúð mína og minna. Þór Vigfússon. ÞÓRÐUR GESTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.