Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 54
MINNINGAR
54 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristján Sigurð-ur Gunnlaugsson
fæddist í Hallkels-
staðahlíð í Kolbeins-
staðahreppi 10. mars
1929. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum á Sel-
fossi 5. desember síð-
astliðinn.
Foreldrar hans
voru Margrét Ólöf
Sigurðardóttir hús-
freyja, f. 15.11. 1906,
d. 16.6. 1989, og
maður hennar Gunn-
laugur Magnússon
bóndi , f. 21.4. 1897, d. 28.8. 1955,
þau bjuggu í Hallkelsstaðahlíð og
síðar í Miðfelli í Hrunamanna-
hreppi. Sigurður var næstelstur
af fimm bræðrum en bræður hans
eru: Skúli, f. 25.10. 1927, kvæntur
Arndísi Sigríði Sigurðardóttur,
þau eiga sjö börn, Magnús, f. 14.6.
1930, kvæntur Elínu Stefánsdótt-
ur, þau eiga sjö börn, Karl, f.
17.11. 1931, kvæntur Guðrúnu
Sveinsdóttur, þau eiga fimm
börn, og Emil, f. 11.2. 1933, var
kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur,
d. 1982, þau eignuðust fjögur
börn, í sambúð með
Elínu Hannibals-
dóttur.
Sigurður tók hér-
aðsskólapróf frá
Héraðsskólanum á
Laugarvatni árið
1949. Sigurður stóð
fyrir búi með móður
sinni í Miðfelli frá
andláti föður síns en
tók alfarið við búi
1973. Einnig í vann
hann í fjölda ára hjá
Sláturfélagi Suður-
lands í haustslátrun.
Á yngri árum tók
Sigurður þátt í frjálsum íþróttum
ásamt bræðrum sínum og keppti
þá fyrir hönd Ungmennafélags
Hrunamanna. Hann söng í kirkju-
kór Hrepphólakirkju í ríflega 40
ár ásamt því að syngja með ýms-
um kórum þar í sveit, svo sem
Flúðakórnum og kór kiwanis-
manna. Sigurður var stofnfélagi í
kiwanisfélagi Hrunamanna og
tók virkan þátt eftir því sem
heilsa leyfði.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Hrepphólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Föðurbróðir okkar, Sigurður
Gunnlaugsson, hefur kvatt þennan
heim. Hvíldin hefur sjálfsagt verið
honum kærkomin en hann var orð-
inn lélegur til heilsunnar síðast-
liðin ár.
Þegar við eldri systkinin í Mið-
felli 4 fæddumst bjó fjölskyldan á
loftinu í ömmuhúsi þar sem Siggi
bjó einnig. Við munum eftir honum
sem kátum og góðum frænda, sem
glettist við okkur og var alltaf
tilbúinn í glens og gaman. Ein
okkar mesta skemmtun á þessum
árum var setjast ofan á hann á
legubekknum og ýta honum fram
úr, þar sem hann hafði lagt sig eft-
ir matinn, og velta honum fram á
gólf. Tók hann þátt í þessum leik
okkar, okkur krökkunum til
óblandinnar ánægju. Seinna meir
fengum við sem yngri erum oft að
sitja í bíl með Sigga. Hvort sem
það var til að hvíla lúin bein á eftir
safninu heim úr réttunum eða til
að fá far með honum í Flúðabíó en
þar var Siggi fastagestur árum
saman. Oft fengum við að fylgja
honum í fjárhúsin og gefa á garð-
ann og hjálpa honum við að nostra
við féð en hann hafði mikla ánægju
af fjárbúskapnum. Á vorin vorum
við meira að segja stundum form-
lega ráðin í vinnu hjá Sigga við að
hjálpa honum við búskapinn því
honum fannst ekki annað hægt en
að greiða okkur fyrir og það voru
oft stoltir vinnumenn sem luku
vist með laun í vasa eftir sauðburð
eða rúning. Framkoma hans við
okkur krakkana einkenndist alltaf
af þolinmæði og ljúfmennsku.
Siggi var góður söngmaður og
söng í kirkjukór og öðrum kórum
sem starfað hafa í Hrunamanna-
hreppi. Þetta söngstarf veitti hon-
um mikla ánægju á erfiðum tímum
í lífi hans. Stóran hluta ævi sinnar
átti Siggi við andlega vanheilsu að
stríða sem varð til þess að hann
varð að bregða búi allt of snemma.
Bjó hann samt áfram í Miðfelli hjá
móður sinni, ömmu okkar, og síðan
einn eftir að hún féll frá. Vann
hann þá við ýmis störf á meðan
kraftar leyfðu. Góðmennska hans
og framkoma við okkur bræðra-
börnin sín, sem voru orðin æði
mörg, breyttist samt ekkert. Hann
fylgdist ævinlega með hverjum og
einum, hvað hver aðhafðist, hvern-
ig gengi, og þótt börnum okkar
fjölgaði stöðugt fylgdist hann einn-
ig vel með þeim. Siggi var alltaf
einhvern veginn stór hluti af lífi
okkar og erum við þakklát fyrir
það.
Síðustu mánuðina í lífi sínu
dvaldist Siggi á dvalarheimilinu
Ljósheimum á Selfossi og naut þar
góðrar umönnunar. Við heimsótt-
um hann stuttu áður en hann lést
og talaði hann þá um að sig lang-
aði heim að Miðfelli um jólin. Ekki
verður þó af því í þetta skiptið en
hann kíkir þangað áreiðanlega
annað slagið ásamt Margréti
ömmu og Gunnlaugi afa til að
fylgjast með frændgarðinum og
búskapnum. Blessuð sé minning
Sigga og megi friður og ró ríkja í
sálu hans þar sem hann dvelur nú.
Systkinin frá Miðfelli 4.
Látinn er kær vinur og frændi,
Sigurður í Miðfelli eða Siggi, eins
og hann var gjarnan nefndur.
Móðir hans og faðir minn voru
systkini, ættuð úr Mýrasýslu.
Foreldrar Sigga fluttu að Mið-
felli í Hrunamannahreppi árið
1935 úr Kolbeinsstaðahreppi í
Hnappadalssýslu ásamt fimm son-
um og var Siggi næstelstur. Síðan
hafa verið mikil samskipti og vin-
átta milli frændfólksins í Miðfelli
og Syðra-Langholti.
Ekki munu veraldleg efni hafa
verið mikil hjá hjónunum í Miðfelli
með synina fimm frekar en hjá öll-
um þorra bændafólks á þessum ár-
um, en með dugnaði og þraut-
seigju tókst þeim að koma
sonunum vel til manns, enda lögðu
þeir fljótlega hönd á plóginn við
búskapinn og svo síðar með vinnu
út á við.
Allir urðu bræðurnir góðir
íþróttamenn í hinum ýmsu grein-
um íþrótta, en sérgrein Sigurðar
var kúluvarp enda var hann sterk-
ur vel og kraftalega vaxinn. Gunn-
laugur, faðir þeirra, lést árið 1955
langt um aldur fram, en um það
leyti voru þrír bræðranna að taka
við búskapnum í Miðfelli. Þeir
Skúli og Magnús reistu nýbýli
ásamt konum sínum, en Sigurður
var ókvæntur og bjó með móður
sinni. Tveir yngstu bræðurnir,
Karl og Emil, reistu garðyrkjubýli
á Flúðum með sínum konum.
Haft hefur verið á orði að það
hafi verið mikill happafengur að fá
þessa fjölskyldu í sveitina og frá
henni er þegar kominn mikill ætt-
bogi.
Siggi varð snemma félagslynd-
ur, hann var söngmaður góður og
söng lengi í ýmsum kórum hér í
sveit eða eins lengi og heilsan
frekast leyfði. Hann gerðist einn
af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins
Gullfoss og var félagi til dauða-
dags. Hann var góður félagi og
mætti manna best á fundi og aðrar
samkomur klúbbsins og var
ótrauður til starfa er með þurfti.
Vil ég fyrir hönd klúbbsins þakka
honum mikla og góða samfylgd og
sakna nú klúbbfélagar vinar í stað.
„Margs er að minnast, margt er
hér að þakka“ segir í kunnum út-
fararsálmi eftir sr. Valdimar
Briem. Undir þau orð geta án efa
margir tekið er við nú kveðjum
sómadrenginn Sigurð Gunnlaugs-
son.
Far vel, vinur og frændi, og
hafðu þökk fyrir allt.
Jóhannes Sigmundsson.
Þegar einhver manni kær hverf-
ur héðan á vit annarra heima reik-
ar hugurinn til baka og varð sú
raunin með mig þegar pabbi
hringdi og sagði mér frá andláti
Sigga frænda. Langar mig að
minnast hans og rifja upp æsku-
minningar mínar af honum. Ég
held að af öllum ólöstuðum var
Siggi sá þolinmóðasti þegar börn
áttu í hlut því oft vorum við mörg í
kringum hann. Hann og amma
bjuggu saman í Miðfelli og þegar
ég fékk að fara í heimsókn og
gista var það ekki síður spennandi
að vera hjá honum. Það var gaman
að fá að fara með honum í fjár-
húsin til að gefa kindunum og ekki
skemmdi það nú fyrir að ég átti
eina kind, hana Tönn, sem hann
hugsaði um fyrir mig. En erfitt
átti ég nú með að trúa því að hann
gæti alltaf sagt mér hvar hún væri
því næstum allar voru kindurnar
hvítar. Ég ákvað því að fylgjast
með Tönn í nokkurn tíma og
spyrja Sigga síðan hvar hún væri,
hann horfði yfir hópinn og benti;
þarna er hún Tönn þín. Eftir þetta
rengdi ég hann aldrei. Margt
meira kemur upp í hugann en ekki
er hægt annað en minnast þeirra
mörgu stunda er við áttum saman
í ömmu herbergi. Þá sat amma við
gluggann og saumaði út, Siggi lá á
bekknum og var um margt spjall-
að þar. Siggi fylgdist vel með
bræðrabörnum sínum eins og hann
ætti þau sjálfur. Siggi var fé-
lagslyndur, var í kirkjukórnum og
mætti á flestar samkomur sem
haldnar voru hvort sem fullornir
eða börn áttu í hlut. En síðustu ár
hans voru erfið og vegna vanheilsu
varð hann að yfirgefa Miðfellið og
sveitina sína. Síðast þegar við hitt-
umst á Ljósheimum virtist hann
vera ánægður. Þegar hann spurði
um strákana mína af áhuga og
hvernig þeim gengi, ekki af minni
áhuga og umhyggju en hann fylgd-
ist með móður þeirra. Elsku Siggi,
ég þakka þér fyrir það sem þú
gafst mér og veit ég að þú fylgist
áfram með okkur og vakir yfir vel-
ferð okkar og þykir mér það gott.
Ég og fjölskylda mín þökkum þér
samfylgdina.
Kær kveðja.
Margrét Emilsdóttir.
KRISTJÁN
SIGURÐUR
GUNNLAUGSSON ✝ Jón HaraldurÓlafsson fæddist
á Ytra-Hvarfi í Svarf-
aðardal 9. mars 1958.
Hann lést á Dalvík 5.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Ólafur Sigurvin
Tryggvason bóndi og
organisti, f. 9. júní
1920, og Friðrika
Vigdís Haraldsdóttir
húsfreyja, f. 2. janúar
1915, d. 21. október
1992. Systkini Jóns
eru Ævarr Hjartar-
son, f. 26. júní 1940,
búsettur á Akureyri, maki Frey-
dís Laxdal og eiga þau þrjú börn,
Hrafnhildi Líney, Friðriku Hörpu
og Harald Berg; Kristín, f. 6. maí
1951, búsett á Akureyri og á hún
þrjú börn, Kjartan Ingvar, Kára
Má og Berghildi Ösp; Jóhann, f. 2.
október 1952, bú-
settur á Ytra-Hvarfi,
sambýliskona Her-
dís A. Geirsdóttir og
á hann sex börn,
Tryggva, Hafdísi,
Heiðrúnu, Helga,
Daníel og Sólveigu.
Haraldur ólst upp
í foreldrahúsum og
vann að bústörfum
með foreldrum sín-
um og systkinum.
Hann lauk unglinga-
prófi frá Húsa-
bakkaskóla en hóf
síðan ungur störf á
þungavinnuvélum hjá Steypustöð
Dalvíkur og síðustu tvo áratugina
hjá Jarðverki ehf. á Dalvík.
Útför Jóns Haraldar fer fram
frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður á Völlum.
„Einstakur“ er orð, sem notað er
þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt
faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð,
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki,
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orðið sem lýsir þér best.
Þetta ljóð kemur í huga mér þegar
ég hugsa til Haraldar systursonar
míns, það lýsir honum vel, svona var
hann og skarðið sem hann skilur eft-
ir verður vandfyllt.
Sumarið sem hann var á öðru ári,
var ég á Hvarfi sem kaupakona hjá
systur minni og mági. Ég var á
dráttarvélinni í heyskapnum og það
brást varla að þegar ég fór út eftir
hádegið trítlaði Haraldur á eftir mér
og vildi helst sofa miðdegisblundinn
sinn á hnjánum á mér. Snemma
beygist krókurinn því síðar varð at-
vinna hans að stjórna þungavinnu-
vélum.
Eftir að ég flutti til Reykjavíkur
urðu samverustundirnar færri, en
þegar ég kom norður í heimsókn var
æði oft setið við eldhúsborðið í
Lambhaga og spjallað og mikið hleg-
ið, þar naut hann sín vel og var svo
sannarlega hrókur alls fagnaðar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki er gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Með þessum örfáu orðum vil ég
kveðja Harald systurson minn og um
leið votta föður og systkinum inni-
lega samúð.
Minning þín lifir. Guð veri með
ykkur.
Hrönn.
JÓN HARALDUR
ÓLAFSSON
Móðir okkar,
LOVÍSA JÓHANNSDÓTTIR
fædd á Skálum á Langanesi,
til heimilis á
Stýrimannastíg 13,
Reykjavík,
lést á Landakoti 7. desember sl.
Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju
17. desember næstkomandi klukkan 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhann Guðmundsson,
Þórarinn Guðmundsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
GUNNARS ÁRNASONAR
búfræðikandidats,
Grundarstíg 8,
Reykjavík.
Fjölskylda hins látna.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug og studdu okkur við andlát
og útför eiginkonu minnar og móður okkar,
HEIÐRÚNAR SIGURDÍSAR
SIGURÐARDÓTTUR,
Sturluflöt,
Fljótsdal.
Sveinn Ingimarsson,
Hjördís Sveinsdóttir,
Hulda L. Hauksdóttir
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar,
CAROL SPEEDIE,
Sólheimum 2,
Breiðdalsvík.
Guð gefi ykkur gleðileg jól.
Fyrir hönd barna minna og annarra
aðstandenda,
Sigurður Haukur Garðarsson.