Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 55
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 55
✝ Guðbjörg Jó-hannesdóttir
fæddist í Múlakoti í
Lundarreykjadal 3.
mars 1907. Hún lést
á Ljósheimum á Sel-
fossi 2. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Jóhann-
es Jónsson, bóndi í
Múlakoti í Lundar-
reykjadal, f. 10.9.
1870, d. 30.11. 1937,
ættaður frá Kollslæk
í Hálsasveit og Helga
Þórðardóttir, f. í
Brekkukoti í Reyk-
holtsdal, 4.12. 1876, d. 6.12. 1960,
ættuð frá Kjalvarastöðum í Reyk-
holtsdal. Systkini Guðbjargar eru
Halldóra, f. 2.11. 1898, d. 27.10.
1991, Ingibjörg, f. 21.1. 1900, d.
22.1. sama ár, Þórður, f. 6.2. 1901,
d. 1.6. 1986, Guðlaug, f. 4.5. 1902,
d. 28.9. 1990, Kristinn, f. 21.10.
1904, d. 18.1. 1986, Jón, f. 22.11.
1905, d. 2.4. 2002, Guðmundur, f.
og sjö barnabörn, 3) Valdimar
Ingiberg, f. 7.2. 1942 maki Árný
Elsa Tómasdóttir, f. 14.10. 1940,
þau eiga 4 börn og níu barnabörn,
4) Helga Ásta, f. 31.10. 1944, maki
Albert Guðmundsson f. 22.9. 1922,
þau eiga þrjú börn og átta barna-
börn, 5) Grétar Hafstein, f. 17.3.
1947, maki Jónína Sigrún Bjarna-
dóttir, f. 8.6. 1944, hún á einn son
og þrjú barnabörn, 6) Uppeldis-
dóttir Henný Þórðardóttir (bróð-
urdóttir Guðbjargar), f. 24.6. 1932,
d. 17.3. 1998, maki Kristófer Ás-
grímsson, f. 22.11. 1926, d. 12.6.
2001, þau eignuðust þrjú börn, átta
barnabörn og tvö barnabarnabörn.
Fyrstu hjúskaparárið bjuggu
þau Guðbjörg og Jón í Reykjavík,
svo fimm ár á Voðmúlastöðum,
þaðan fóru þau að Brúnum undir
Eyjafjöllum en fluttu þaðan eftir
hálft annað ár vegna vatnságangs
að Lambastöðum í Flóa 1947. Árið
1954 fluttist fjölskyldan á Selfoss
og reisti Jón þar brátt íbúðarhúsið
Birkivelli 5 þarsem þau bjuggu svo
síðan. Síðasta mánuðinn sem Guð-
björg lifði dvaldi hún á Ljósheim-
um á Selfossi.
Útför Guðbjargar verður gerð
frá Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
10.7. 1908, d. 24.7.
sama ár, Haraldur, f.
17.2. 1910, d. 16.8.
1982, og Steinólfur, f.
27.9. 1914, búsettur í
Reykjavík.
Guðbjörg giftist
21.9. 1929 fyrri manni
sínum, Guðjóni Guð-
mundssyni frá Kúlu-
dalsá, f. 13.1. 1904 d.
1.6. 1936. Hún giftist
21.7. 1939 seinni
manni sínum, Jóni
Kristjánssyni frá Voð-
múlastöðum í Austur-
Landeyjum, f. 30.5.
1906, d. 26.9. 1973. Foreldrar hans
voru Kristján Böðvarsson frá Þor-
leifsstöðum, f. 6.8. 1877, d. 14.7.
1921, og Sigríður Guðmundsdóttir
frá Austur-Hjáleigu, f. 6.5. 1880, d.
1. 10. 1966. Börn Guðbjargar og
Jóns eru: 1) Guðjón Jóhannes, f.
1.9. 1938, 2) Kristján Sigurður, f.
2.12. 1939, maki Áslaug Eiríksdótt-
ir, f. 29.7. 1942, þau eiga þrjú börn
Látin er í hárri elli amma mín, Guð-
björg Jóhannesdóttir. Hún var fædd í
Múlakoti í Lundarreykjadal árið
1907. Hún var aðeins sjö ára gömul
þegar æskuheimili hennar var leyst
upp vegna fátæktar og henni var
komið fyrir að Skálpastöðum í sömu
sveit.
Atlæti barna sem komið var fyrir af
sundruðum fjölskyldum á þeim tíma
var með margvíslegum hætti og oft
skorti hlýju og skilning þeirra sem
tóku þau að sér.
Ekki átti hún kost á skólagöngu en
sótti ung námskeið í saumaskap og
saumaði upp frá því mikið af fatnaði.
Lífsafkoman fólst í nægjusemi og
nýtni og kom það vel fram hjá henni
alla tíð. Hún giftist ung unnusta sín-
um, Guðjóni Guðmundssyni, og sett-
ust þau að á Akranesi. Ungu hjónin
voru barnlaus en tóku í fóstur bróð-
urdóttur hennar. Framtíðin virtist
blasa við þeim þegar Guðjón veiktist
af berklum og lést.
Við þau tímamót í lífi ömmu réð
hún sig sem ráðskona austur í Land-
eyjar. Þar kynntist hún afa mínum,
Jóni Kristjánsyni frá Voðmúlastöðum
í Landeyjum. Þau hófu búskap í
Reykjavík en fljótlega tóku þau við
búi á Voðmúlastöðum en fluttu síðan
á Selfoss þar sem þau bjuggu til ævi-
loka. Jón afi starfaði lengst af í smiðju
KÁ á Selfossi en hann lést árið 1973.
Þegar foreldrar mínir hófu búskap
og ég, elsta barnabarnið, var komin til
sögunnar bjó ég fyrstu árin á Birki-
völlum 5 heima hjá ömmu og afa. Ég
tengdist ömmu þar sterkum tilfinn-
ingaböndum sem ég hef ávallt metið
að verðleikum. Eflaust hef ég oft sýnt
henni mikla tilætlunarsemi, flest sem
mér datt í hug lét hún eftir mér.
Það virtist eins og hún þyrfti alltaf
að hafa mikið fyrir stafni og í minn-
ingunni kemur hún mér fyrir sjónir
sem hraust og orkumikil kona. Aðal-
áhugamálið var garðrækt og gróður
hvers konar og undi hún sér mjög vel
í garðinum þegar tækifæri gafst og
vel viðraði.
Þrátt fyrir aðskilnað frá systkinum
sínum á uppvaxtarárum ræktu þau
góð samskipti á fullorðinsárum og
alltaf var gestkvæmt á heimilinu.
Skyldmenni, vinir og sveitungar
þeirra voru þar tíðir gestir og oft glatt
á hjalla.
Æskumynd heimahéraðsins var
ekki í stíl við Flóann. Haustlita-
stemmning hrauns, kjarrs og lág-
gróðurs var líkari í Grímsnesinu og á
Þingvöllum og á hverju hausti var
ferðinni heitið á þá staði til að upplifa
dýrðina.
Langt líf er nú að baki, líf sem oft
krafðist þrautseigju og sjálfsaga. Það
kom vel í ljós síðustu árin að henni var
eðlilegt að þrauka. Sögulok lífsgöng-
unnar eru langþráð og tímabær.
Blessuð sé minning Guðbjargar
ömmu minnar.
Hafdís Kristjánsdóttir.
Elsku amma okkar.
Nú ertu farin til englanna.
Það var svo notalegt að halda í
hlýju höndina þína og kyssa hlýjan
vangann þinn.
Elsku amma við vitum að þú horfir
á okkur hjá Guði og englunum og við
vitum að afi, Henný frænka og Kiddi
hafa tekið vel á móti þér.
Elsku amma nú kveðjum við þig
með þessum fallegu orðum:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, Guð veri með þér.
Þín barnabörn
Thelma Dögg, Jón Óskar,
Guðbjörg Kristín og Ágústa.
Okkur langar að minnast hennar
ömmu sem nú hefur kvatt þennan
heim. Ofarlega í huga okkar koma
upp myndir af henni þegar hún var
upp á sitt besta, að baka pönnukökur
eða flatkökur og við systkinin sátum
við eldhúsborðið og borðuðum þær
jafnóðum, henni þótti gott að einhver
væri hjá henni á meðan til að svara í
símann, ef hann skyldi nú hringja,
henni þótti hún vera svo lengi að
svara vegna þess að hún þurfti að þvo
sér um hendurnar áður en hún svar-
aði. Hún hafði gaman að því að sitja
við borðstofuborðið og leggja kapal
og oftar en ekki var kapallinn spurður
út í veðrið eða eitthvað annað og ef
hann gekk upp þá var svarið já, oft sat
hún við kapalinn þegar við mamma
komum að sækja hana til að fara út í
búð að versla, og stundum datt einn
Opal pakki í lófann á heimleiðinni úr
búðinni frá ömmu.
Á sumrin fórum við með ömmu,
Guðjóni og Grétari í Borgarnes að
heimsækja frændfólk, þá var farið á
tveimur bílum og með stoppi í Mos-
fellssveit hjá Dóru systir hennar á
leiðinni, þetta var hið mesta ævintýri.
Alltaf var amma með eitthvað á
prjónunum, ef það voru ekki vettling-
ar, þá var það lopapeysa, sokkar eða
eitthvað annað, oft var nóg að sýna
ömmu mynd í einhverju blaði af
peysu og hún prjónaði hana af mikilli
snild, og ekki vafðist það fyrir henni
að prjóna grifflur þegar þær voru
sem mest í tísku.
Oft fengum við systkinin að gista
hjá ömmu sem var mjög gaman, ann-
aðhvort var okkur komið fyrir í stof-
unni eða við fengum að gista uppi í
kvistherberginu hennar ömmu sem
var stórt og flott, og þegar við vökn-
uðum og trítluðum niður stigann, sat
Lína vinkona ömmu inni í eldhúsi í
kaffi og þær töluðu um heima og
geima, þetta fannst okkur svo spen-
namdi.
Fyrir ca 17 árum þegar ömmu
fannst orðið erfitt að vera ein heima
þá voru ekki fáar ferðirnar á Birki-
vellina með bók í hönd eða ísaum og
sitja hjá ömmu á meðan enginn annar
var heima, og þá var nú líka spjallað
um lífið og tilveruna. Og þegar við
eignuðumst okkar fyrstu börn og
komum með þau til ömmu og þau
hlógu hvort framan í annað, það eru
þessar stundir sem maður minnist
einna helst, gleðinnar og hlátursins.
Og ekki var það minna þegar börnin
urðu fleiri og við komum í heimsóknir
á Birkivellina með börnin, ömmu
þótti gaman að sjá börnin og hafði
gaman að þeim og þeirra uppátækj-
um alveg undir það síðasta, þótt hún
væri ekki alltaf í okkar samtíð og var
eiginlega hætt að þekkja sitt nánasta
skyldfólk, en alltaf gat hún hlegið að
börnunum og þótti gaman að þeim.
Elsku amma, við kveðjum þig með
söknuði, en gleðjumst um leið yfir
þeim tíma sem við áttum saman.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Megir þú hvíla í friði.
Kristín Alda, Jón Valdimar
og Guðbjörg Hulda.
Elsku langamma, við eigum eftir
að sakna þín og það verður skrýtið að
koma á Selfoss og þú ert þar ekki.
Takk fyrir allt.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Elsa María, Margrét Rún og
Finnur Leó.
GUÐBJÖRG
JÓHANNESDÓTTIR
Reynir Ármanns-
son, fyrrverandi for-
maður Neytendasam-
takanna, er látinn.
Með fátæklegum orðum vil ég
minnast mæts manns og góðs vin-
ar, ég vil einnig þakka honum fyrir
sitt mikla og óeigingjarna starf í
þágu neytenda.
Reynir var félagslyndur maður
og tók mikinn þátt í félagsstarfi,
ekki síst á þeim vettvangi þar sem
gæta þurfti hagsmuna fjöldans.
Hann var meðal annars formaður
Póstmannafélags Íslands um tíma,
því honum var umhugað um hags-
muni samstarfsmanna sinna. Einn-
ig bar hann hag hins almenna
neytanda mjög fyrir brjósti og sat
í stjórn Neytendasamtakanna á
árunum 1975–1984, þar af sem for-
maður 1976–1982.
Reynir var farsæll í störfum sín-
um fyrir samtökin. Þegar hann tók
við formennsku höfðu þau verið í
lægð og því vildi Reynir breyta.
Reynir vann vel og urðu samtökin
áberandi í allri umræðu. Einnig
beitti hann sér fyrir stofnun neyt-
endafélaga víða um landið. Það var
einmitt í tengslum við stofnun
þeirra félaga sem ég komst í kynni
REYNIR
ÁRMANNSSON
✝ Reynir Ármanns-son, fv. deildar-
stjóri hjá Póststof-
unni í Reykjavík,
fæddist á Signýjar-
stöðum í Borgarfirði
11. ágúst 1922. Hann
lést á Grund 4. des-
ember síðastliðinn
og var útför Reynis
gerð frá Dómkirkj-
unni 12. desember.
við Neytendasamtök-
in. Ég minnist
ánægjulegra ferða-
laga með Reyni, þar
sem við kynntum
starfsemi þeirra. Ekki
síst minnist ég ferðar
okkar um Austfirði
þar sem stofnuð voru
sjö neytendafélög á
jafn mörgum dögum.
Reynir var góður
samferðamaður í
þessu sem öðru. Þó
svo að neytendafélög-
in hafi nú flest hætt
starfsemi sinni var
þetta mikilvægt skref til að efla
samtökin og neytendavitund al-
mennings á þeim tíma. Fé-
lagsmönnum fjölgaði og hægt var
að efla starfsemina. Þannig lagði
Reynir góðan grunn að því afli
sem Neytendasamtökin eru dag.
En ég kveð ekki aðeins í dag
mann sem lagði mikið af mörkum
fyrir okkur neytendur. Ég hef ver-
ið svo lánsamur að þekkja hann
síðan ég byrjaði að muna eftir
mér. Faðir minn og hann voru
nánir vinir og unnu saman hjá
póstinum í áratugi. Vinskapurinn
var ekki aðeins á milli þeirra held-
ur einnig milli móður minnar og
Reynis og Stefaníu konu hans sem
látin er fyrir rúmum þremur ár-
um. Fyrir þetta góða samband er
ég þakklátur.
Ég og kona mín sendum börnum
Reynis og fjölskyldum þeirra sam-
úðarkveðjur okkar, nú þegar við
kveðjum Reyni hinsta sinni.
Jóhannes Gunnarsson, formað-
ur Neytendasamtakanna.
Þegar ég sagði Eiríki
einn dag að ég hefði
verið smeyk við hann
sem barn hló hann við
og sagði: „Maður þarf
nú ekkert að vera í fýlu þótt maður sé
ekki brosandi allan daginn.“ Þessi
setning er mér ofarlega í huga þegar
ég hugsa til baka nokkur ár þegar ég
vann með Eiríki í garðyrkjustöðinni
á Espiflöt. Við vorum að tala um
skapferli manna og hvernig við
bregðumst við svipbrigðum hvert
annars. Þar var margt rökrætt og
ekki allir sammála eins og vera ber.
En ég lærði fljótt að á bak við harð-
jaxlinn var maður sem hafði ríka
EIRÍKUR ÁGÚST
SÆLAND
✝ Eiríkur ÁgústSæland fæddist
í Hafnarfirði 28.
apríl 1922. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
22. nóvember síð-
astliðinn og var út-
för hans gerð frá
Selfosskirkju 2. des-
ember.
samkennd með fólki
þegar svo bar undir, en
hann var ekkert að
bera tilfinningar sínar á
torg. Ég þakka fyrir að
hafa kynnst Eiríki og
fjölskyldu hans á Espi-
flöt og bý að því alla tíð.
Ég og börnin mín vott-
um Huldu, börnum
hennar og þeirra fjöl-
skyldum okkar dýpstu
samúð.
Berglind
Sigurðardóttir.
22. nóvember sl. kvaddi afi þennan
heim. Þessi dagur var mér og fjöl-
skyldu minni þungur í skauti. Þar sá
ég á eftir afa mínum, en ég hafði átt
heima í næsta húsi við hann í u.þ.b. 30
ár.
Þegar ég hugsa til baka kemur
margt skemmtilegt upp í hugann.
Fyrstu minningar mínar um afa eru
þegar ég var að leika mér innan um
jólastjörnurnar í gróðurhúsunum,
þar sem afi var að vökva.
Á þessum árum bjó Stígur langafi
minn á Espiflöt sín síðustu æviár.
Hann tók mig oft með í gönguferðir
frá Espiflöt og út í Aratungu og til
baka. Þetta var dýrmætur tími en
Stígur dó þegar ég var 5 ára.
Síðan liðu árin og ég og bræður
mínir vorum mikið hjá ömmu og afa á
Espiflöt. Þegar ég var 10 ára fór ég
að vinna svolítið við að taka upp gul-
rætur, þá var afi með garðyrkjustöð-
ina á Friðheimum á leigu. Hann var
alltaf að segja okkur hvernig best
væri að vinna hlutina þannig að ég
lærði fljótt réttu handbrögðin og
næstu árin vann ég við blómin hjá
afa. Þetta var virkilega skemmtileg-
ur tími. Á sumrin voru margir að
vinna hjá þeim, þetta var stærsti
vinnustaðurinn í sveitinni og mikið að
gerast.
Svo leið tíminn og eftir að ég varð
eldri fór ég að hafa áhuga á ættfræði.
Þá var gott að leita til afa, þar kom
maður ekki að tómum kofunum.
Á þessum tímamótum hugsa ég til
afa með miklum söknuði.
Ég vil þakka þér, afi minn, fyrir
allan þann tíma sem við áttum saman
og allar þær góðu ráðleggingar sem
þú gafst mér og hafa nýst mér í lífinu.
Amma, þú veist að þú átt stóra og
sterka fjölskyldu sem mun ætíð
styðja þig.
Sigurjón Sæland og fjölskylda.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein-
stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.