Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 56
MINNINGAR
56 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Tómas Emilssonfæddist á Stuðl-
um í Reyðarfirði 14.
maí 1918. Hann lést
á Sjúkrahúsi Seyðis-
fjarðar 6. desember
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Emil Tómas-
son, búfræðingur og
bóndi, f. í Hraukbæj-
arkoti í Kræklinga-
hlíð 1881, d. 1967 og
Hildur Þuríður
Bóasdóttir hús-
freyja, f. á Stuðlum í
Reyðarfirði 1886, d.
1933, þau bjuggu á Stuðlum í
Reyðarfirði, en eftir andlát Hildar
bjó Emil í Reykjavík og síðar hjá
Guðrúnu dóttur sinni á Brúarósi í
Kópavogi.
Systkini Tómasar: 1) Sigur-
björg, f. 1912, d. 2000, 2) Guðrún,
f. 1913, d. 1997, 3) Kristjana Elín,
f. 1914, d. 1963, 4) Borghildur, f.
1915, d. 1929, 5) Regina Thoraren-
f. 1953, búsett á Seyðisfirði, börn:
Árný Björg, f. 1974, býr í Reykja-
vík, og Hjalti Þór, f. 1978, býr á
Seyðisfirði. 2) Sigurður, f. 1947,
maki Hafdís Guðmundsdóttir, f.
1949, börn: a) Sigríður Berglind, f.
1967, maki Grétar Reynir Benja-
mínsson, f. 1963, börn: Sigurður
Ívar, f. 1985, Aníta, f. 1991 og Ísak
Ármann, f. 1999; b) drengur, f.
1971, d. 1971, c) Sverrir, f. 1972.
Öll búsett á Seyðisfirði. 3) Hildur
Þuríður, f. 1955, maki Valdimar
Jörgensen, f. 1950, búsett í
Reykjavík. Sonur: Pétur Þór, f.
1977, maki Malin Grön, f. 1977.
Búsett í Gautaborg. 4) Þórdís, f.
1957 maki Þór Ingólfsson, f. 1955,
sonur : Hafþór Snær, f. 1992. Bú-
sett í Reykjavík. 5) Emil, f. 1959
maki Anna Karlsdóttir, f. 1959,
börn: a) Tómas Arnar, f. 1984, b)
Elísabet Sara, f. 1989, búsett á
Seyðisfirði. 6) Tómas, f. 1963,
maki Petrína Berglind Sigurðar-
dóttir, f. 1972. búsett í Reykjavík.
Tómas starfaði við bifreiðaakst-
ur, skrifstofu- og bókhaldsstörf og
var umsjónarmaður Fjarðarsels-
virkjunar, ásamt fleiru.
Útför Tómasar verður gerð frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
sen, f. 1917, eina eft-
irlifandi systkinið, 6)
Bóas Arnbjörn, f.
1920, d. 1997, og 7) Jón
Pálmi, f. 1923, d. 1978.
Tómas kvæntist
Þórdísi Bergsdóttur, f.
7 júlí 1929, heilbrigð-
isfulltrúa og fram-
kvæmdastjóra Ullar-
vinnslu Frú Láru ehf.
Foreldrar hennar voru
Bergur Jónsson bóndi,
f. á Egilsstöðum á
Völlum 1899, d. 1970,
og Sigríður Hallgríms-
dóttir húsfreyja, f. á
Ketilsstöðum á Völlum 1907, d.
1967. Þau bjuggu á Ketilsstöðum á
Völlum. Tómas og Þórdís bjuggu
fyrst á Ketilsstöðum, síðar við
Grímsárvirkjun, en settust að á
Seyðisfirði 1959 og hafa búið þar
síðan. Þau eignuðust sex börn, níu
barnabörn (eitt látið) og þrjú
barnabarnabörn: 1) Bergur, f.
1947, maki Ásdís Benediktsdóttir,
Tómas faðir minn fæddist á Stuðl-
um í Reyðarfirði. Á fyrsta ári veiktist
hann af lömunarveiki og þurfti af
þeim sökum að dveljast sem barn í
Danmörku í lækningarskyni. 7 ára
gamall kom hann aftur til Íslands,
fatlaður á öðrum fæti og þá talandi á
danska tungu. Mættu honum þá
ýmsir erfiðleikar við að aðlagast nýju
lífi, í þeim tíðaranda, sem þá ríkti.
Það sem eftir var barnæskunnar bjó
hann heima á Stuðlum í faðmi for-
eldra sinna. Þar var rekið stórbú,
heimilið var fjölmennt og ættboginn
stór. Stuðlar voru í alfaraleið og
gestakomur tíðar. Móðir hans lést er
hann var að hefja sín unglingsár og
varð það honum þungt áfall. Faðir
hans brá búi og fluttist til Reykjavík-
ur, en pabbi varð um kyrrt í skjóli
hjónanna Þorsteins Jónssonar kaup-
félagsstjóra og Sigríðar Kjerúlf Þor-
varðardóttir. Þau reyndust honum
sem bestu foreldrar og bar faðir
minn mikinn hlýhug til þeirra. Börn-
um þeirra, þeim Þorvarði, Margréti,
Jóni og Þorgeir, tengdist hann órjúf-
anlegum böndum. Síðar styrktust
þau tengsl enn frekar þegar faðir
minn gekk að eiga móður mína Þór-
dísi Bergsdóttur, sem er bróðurdótt-
ir Þorsteins. Undir handarjaðri Þor-
steins hóf faðir minn starfsævi sína
hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, við versl-
unar- og skrifstofustörf og svo bif-
reiðaakstur. Hann hafði unun af að
aka ótroðnar slóðir, yfir vegleysur og
í snjó. Það eru ófáir vegirnir sem
hann fór fyrstur manna á bíl t.d. fjall-
veginn til Mjóafjarðar, yfir Þórdals-
heiði og Fáskrúðsfjarðar. Þótti
mönnum þetta glapræði hjá honum
að vera að þvælast þetta, og það fötl-
uðum manninum í ofanálag. En þetta
var hans líf og yndi og óbyggðirnar
heilluðu hann. Það er eitt af því sem
hann kenndi mér að njóta og hann
fylgdist af áhuga með flakki okkar
Þórs og síðar Hafþórs Snæs um fjöll
og firnindi. Hann dvaldi ungur um
tíma í Reykjavík við nám í útvarps-
virkjun og stundaði einnig bókhalds-
nám. Heimili Guðrúnar systur pabba
og Eyjólfs manns hennar stóð pabba
og síðar okkur fjölskyldu hans alltaf
opið og oft urðu dvalir langar þar.
Reyndist það ómetanlegt.
Pabbi starfaði um árabil sem skrif-
stofustjóri og gjaldkeri við Grímsár-
virkjun. Síðar hóf hann störf hjá Raf-
magnsveitum ríkisins, er hann tók
við Fjarðarselsvirkjun á Seyðisfirði
og settist fjölskyldan þar að, en þá
voru börnin orðin 5 og það 6. bættist
fljótlega við. Samhliða þessu rak
hann verktakafyrirtæki með elstu
sonum sínum, sem hafði starfsemi
sína bæði á Seyðisfirði og á Héraði.
Síðan var hann um tíma með
hænsna- og aliandabú. Þarna man ég
fyrst eftir mér og er mér ofarlega í
huga nærvera beggja foreldra
minna. Pabbi starfaði í næsta húsi og
gátum við krakkarnir skottast á milli
og við vorum alltaf velkomin. Hann
hafði í ýmsu að snúast, úti í bæ eða
upp á Hérað og æði oft var smáfólkið
með í ferð. Við fórum að skjótast með
egg og blöð í hús og pabbi ók. Hann
hafði mjög gaman af börnum og
hændust þau gjarnan að honum.
Hann sinnti ýmsum hlutum uppeldis-
ins, sem ekki var algengt að feður á
þeim tíma sinntu. Hann sá t.d. oftast
um að baða okkur og þá var baðið
fyllt af margvíslegum leikföngum og
mikið leikið og hlegið. Hann smíðaði
handa okkur leikföng t.d. kassabíla,
dúkkuvagna og dúkkuhúsgögn og ef
eitthvað bilaði, þá var farið með það
til pabba og hann gerði við af sinni
snilld. Hann lauk starfsævi sinni sem
skrifstofumaður hjá fiskimjölsverks-
smiðjunni Ísbirninum og síðar Haf-
síld.
Reynsla hans á æskuárum mark-
aði hans lífsferil. Hann bar alla tíð
fyrir brjósti hag þeirra sem minna
mega sín . Hann var nærgætinn og
gætti þess að særa engan. Hans yndi
var að gera öðrum greiða. Hann var
snemma staðfastur í því að láta fötl-
un sína ekki aftra sér frá því að gera
það sem hann ætlaði sér. Hann hafði
yndi af barna- og barnabörnunum,
sem hændust mjög að honum. Oft
var hringt og spurt um Hafþór Snæ
og þeir spjölluðu saman um heima og
geima. Saman áttu þeir margar góð-
ar samverustundir. Ekki er unnt að
minnast pabba, án þess að nefna
mömmu samtímis. Hún fór snemma
að taka þátt í félags- og pólitísku
starfi og var stundum fjarri heimilinu
af þeim sökum, auk þess að vinna
langan vinnudag við margvísleg
störf. Pabbi studdi hana og hvatti
hana áfram, enda var Framsóknar-
flokkurinn og viðgangur hans þeirra
sameiginlega áhugamál, en þau
komu bæði frá innstu rótum hans.
Fyrir kosningar voru þau á kafi í
flokksstarfinu og þá var líf og fjör á
heimilinu..
Seinni hluta ævinnar átti pabbi við
ýmis heilsufarsvandamála að stríða,
með tilheyrandi sjúkrahúsvistun og
það tók oft verulega á. Alltaf stóð
mamma sem klettur við hlið hans,
vakin og sofin yfir velferð hans.
Þrautseigjan hefur verið ótrúleg hjá
henni og stuðningur hennar reyndist
pabba ómetanlegur.
Fjölskyldan vill þakka starfsfólki
Sjúkrahúss Seyðisfjarðar fyrir góða
umönnun. Þar dvaldi hann alfarið
síðustu mánuðina, átti þar gott skjól
og undi hag sínum vel. Við Þór og
Hafþór Snær þökkum samfylgdina
með söknuð í huga.
Þórdís Tómasdóttir.
Elsku Tommi, manstu þegar við
hittumst fyrst fyrir 25 árum, þú
stoppaðir hjá mér og bauðst mér far.
Þú varst búinn að heyra að sonurinn
væri að slá sér upp með einni aðkom-
ustelpunni, enda fréttist slíkt fljótt í
litlu sjávarplássi. Ég, dauðfeimin 17
ára stelpan, afþakkaði farið. En það
leið stuttur tími þar til með okkur
tókst einstök væntumþykja og vin-
átta.
Manstu þegar þú sagðir mér frá
því þegar þú fékkst leyfi til aksturs,
þú varst bara 16 ára gamall. Þú varst
svo stoltur af því og máttir vel vera
það en þar með varst þú fyrsti fatlaði
maðurinn á Íslandi sem fékkst leyfi
til að keyra bíl. Þegar þú fórst svo
síðar í bílprófið var prófdómarinn þér
ekkert sérlega hliðhollur vegna fötl-
unar þinnar og spurði þig að því hvað
þú – fatlaður maðurinn – myndir
gera ef bíllinn bilaði í stórhríð á
Fagradal. Þá svaraðir þú því til að þú
vonaðist til að gera það sama og allir
viti bornir menn og það væri að halda
kyrru fyrir í bílnum.
Bílar af öllum stærðum og gerðum
hafa átt hug þinn síðan og varð það
ævistarf þitt, enda varstu bílstjóri af
Guðs náð, keyrðir vörubíl á Reyðar-
firði, póstbílinn frá Reyðarfirði til
Héraðs, sjúkrabíl á Héraði og Seyð-
isfirði og varst ökukennari um lang-
an tíma. Óteljandi eru ferðirnar sem
þú fórst vegleysur og slóða, þar sem
fáir, ef nokkur, höfðu farið áður.
Það lá opið fyrir þér að setja sam-
an vísur og gamanmál og nú seinni
árin var það helst í því formi að ríma
við barnabörnin og skríktu þau oft af
hlátri, þegar þau voru minni, yfir vit-
leysunni í þér. Þótt þú værir með
grindina á fætinum áttirðu ekki í
neinum vandræðum með að fara í elt-
ingaleik hringinn um eldhúsið og
stofurnar á eftir krökkunum og felu-
leikirnir þegar „hó“ glumdi bak við
gardínurnar og við lágum í hlátri.
Elsku Tommi, manstu, eftir að þú
varst hættur að vinna, þá var verið að
reyna að fá þig til að taka þátt í starfi
aldraðra hér á staðnum. Ég held að
hafi liðið tíu ár þangað til þér fannst
þú vera orðinn nógu mikill eldri
borgari til að sækja félagsskapinn.
Manstu stundirnar þegar þú
komst við hjá mér síðdegis í kaffi-
sopa. Þá áttum við okkar sérstöku
samverustundir sem ég veit að þér
þótti jafnvænt um og mér. Oft var nú
létt hjá okkur, og ræddum við um líf-
ið, tilveruna og andans mál, og engan
þekki ég jafn berdreyminn og þig.
Það er huggun okkar hér að við
andlátið leið þér eins vel og hægt var
og varst umvafinn ást fjölskyldunnar
nær og fjær.
Nú ertu kominn yfir í næsta heim
og vonandi búinn að hitta farna ást-
vini þína. Mér þykir gott að vita til
þess að þú verðir í móttökuhópnum
mínum þegar minn tími kemur. En
þangað til vona ég að við getum
skipst á kveðjum einhvers staðar
þarna á milli svefns og vöku.
Þín tengdadóttir
Anna.
Hann afi minn er dáinn og mig
langar að skrifa nokkur orð um hann.
Hann afi sagði alltaf að ég hefði gert
sig gamlan þar sem ég var fyrsta afa-
barnið hans og ennþá eldri varð hann
þegar ég gerði hann að langafa fyrir
17 árum, en hann fyrirgaf mér það
fljótlega.
Margar stundir áttum við afi sam-
an en mest gaman var held ég þegar
hann kenndi mér að keyra, þá var ég
11 ára. Þá var margt spjallað og
mörgum árum síðar, þegar elsti son-
ur minn var 10–11 ára, kenndi hann
honum líka og höfðu báðir gaman af.
Alltaf sagði afi börnunum mínum
að hann héti langi-afi en þau kölluðu
hann samt alltaf afa á Öldu. Mikið
eigum við eftir að sakna afa sem hafði
húmorinn alltaf í lagi alveg fram á
síðustu stundu. Takk fyrir allt elsku
afi minn.
Berglind.
Elsku Tommi, mig langar til að
þakka þér fyrir góðu kynnin og
hlýjuna sem þú sýndir okkur í gegn-
um árin. Ég kynntist þér og fjöl-
skyldunni þegar ég var ellefu ára og
kom í fyrsta skipti til Seyðisfjarðar.
Alla tíð síðan hef ég ávallt verið vel-
komin hjá þér, Dísu og allri fjölskyld-
unni og verið eins og ein af ykkur en
ekki bara systir Önnu. Þegar ég svo
seinna kom með manni mínum og svo
enn seinna með börnin tókuð þið
þeim eins. Eins og flestir vita varstu
mikill bíla- og tækjamaður og það er
gaman að minnast þess þegar við átt-
um litla snjóbílinn og bjuggum á
Seyðisfirði 1985–1987. Þú lést ekkert
stoppa þig í því að prófa hann. Þrátt
fyrir að fólk sem gat notað báða fæt-
urna ætti í erfiðleikum með að kom-
ast inn í bílinn vegna þess að það
þurfti að troða sér inn í gegnum lítinn
glugga fórst þú auðveldlega inn og
fannst alveg frábært að keyra hann.
Einmitt svona varstu alltaf með
gleðina og barnslegur í hjarta. Þú
varst barngóður og oft að grínast og
nú í nóvember sagðir þú við Guðjón,
sem er líka mikill bílamaður: „Jæja
nú á ég bíl sem er með drifi á öllum
og getur farið með mig til himna.“
Minningin um góðan mann lifir.
Lísa María, Trausti,
Guðjón og Brynjar.
Nú er hann elskulegur afi okkar
farinn frá okkur. Það flugu svo marg-
ar minningar í gegnum hugann.
Endalausar stundir með þér og mun-
um við aldrei eftir að hafa leiðst
nokkra stund. Þú varst svo miklu
meira en bara afi sem átti að þykja
vænt um, heldur varstu góður vinur
okkar sem alltaf var hægt að leita til.
Það var alltaf gaman með þér, því
ótrúleg lífsgleði, hamingja og húmor
einkenndu þig.
Elsku afi, takk fyrir alla þá ást og
umhyggju sem þú sýndir okkur og
tímann sem þú áttir alltaf nóg af
handa okkur.
Leiðir skilur að sinni.
Að eilífðarströnd
umvafinn elsku
frjáls ertu farinn
ferðina löngu.
Í engla veröld
andinn lúinn
í föðurfaðmi
friðsæll hvílir.
Takk fyrir tímann
og tryggðarþelið
í mörgum mætum minningum
er lifa.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Megi ást okkar, afi, fylgja þér alla
tíð.
Tómas Arnar og Sara.
TÓMAS
EMILSSON
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
frá Torfalæk,
fyrrum skólastjóra Bændaskólans
á Hvanneyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafn-
istu í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun og elskulegt viðmót.
Sigurður R. Guðmundsson, Laufey Kristjánsdóttir,
Ásgeir Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir,
Sólveig Gyða Guðmundsdóttir, Gunnar Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Látin er Gyða Ólafs-
dóttir. Gyða byrjaði
starf hjá Pennanum í
Hafnarstræti 18 aðeins
19 ára gömul, en þá var
ég undirrituð verslun-
arstjóri. Það er svo
margt gott og fallegt hægt að segja
um Gyðu. Það var bæði gaman og
gott að vinna með henni og stundvís-
ari stúlku hef ég aldrei unnið með,
að öðrum ólöstuðum, sama hvort
mætt var á morgnana eða úr mat-
artíma. Þú gast alltaf treyst á Gyðu.
GYÐA
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Gyða Ólafsdóttirfæddist á Akra-
nesi 7. júlí 1946. Hún
lést á Landspítala í
Fossvogi 20. nóvem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Kópavogs-
kirkju 29. nóvember.
Ung að árum eignað-
ist hún dótturina Guð-
rúnu, sem er hjúkrun-
arfræðingur, og síðan
dótturina Nönnu, sem
er fötluð. Nanna missir
mikið að missa sína
góðu mömmu, en systir
hennar er henni mjög
góð. Einnig hefur Hall-
dór, seinni maður
Gyðu, reynst henni
sem besti faðir. Þau
missa öll mikið því
Gyða var sterk og átti
marga góða eiginleika.
Hún var frábær starfs-
kraftur og kunni sitt fag. Hún kunni
það að koma fram við viðskiptavin-
inn og þjónusta hann eftir bestu
getu, enda átti hún marga kúnna
sem völdu bara Gyðu. Hún gerði sér
far um að kynnast vörunni og var
alltaf til í að leita fyrir kúnnann, ef
eitthvað sérstakt vantaði.
Meðan við Gyða unnun saman
kom það upp að við réðum okkur í
sumarfríum sem matráðskonur í
eldhúsbílana hjá Úlfari Jakobsen,
sem þá rak ferðaþjónustu. Hafði
hann þá eldhúsbíla sem fylgdu rútu-
bílunum eftir. Í þeim var útbúinn
matur fyrir ferðamennina. Með
þessu kynntist ég mörgum stöðum,
sem ég hafði alldrei komið á áður og
hitti margt fólk af erlendum upp-
runa, sem stundum héldust tengsl
við áfram.
Gyða lét af störfum hjá Pennanum
árið 2002. Við höfðum alla tíð unnið
saman frá árinu 1965 þar til ég hætti
1998. Fyrst í Hafnarstræti 18 og síð-
ar í Hallarmúla 2.
Ég þakka Gyðu allar þær stundir
sem við unnum saman. Þó að við
værum báðar skapmiklar var sam-
starfið mjög gott og enginn ágrein-
ingur okkar í milli.
Farðu í friði, Gyða mín, og Guð
gefi fólkinu þínu, aldraðri móður,
eiginmanni, bróður og dætrum og
litlu Gyðu, sólargeislanum þínum,
fagrar minningar.
Inga.