Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 14.12.2002, Qupperneq 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 57 Þegar andlátsfregn berst er manni ávallt brugðið. Á svipstundu flýgur margt í gegnum hugann, fregnin um að Þór, fyrrverandi samstarfsmaður minn í Húsey, hefði kvatt þennan heim kom mér heldur betur á óvart, vitandi það að hann var fílhraustur og alltaf hress og kátur. Það rann upp fyrir mér fyrst þegar ég fór niður í Húsey til að sækja um vinnu, ég var með hnút í maganum, vitandi það að ég þyrfti að tala við yf- irmanninn sem ég þekkti ekki neitt. Þegar ég kom inn á skrifstofu var mér strax létt, þarna tók á móti mér glað- beittur maður sem vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, hann sagði að þetta væri lítið mál og sagði mér bara að koma eftir nokkra daga. Þetta var einmitt það sem einkenndi hann Þór, það voru engin vandamál, bara lausn- ir, eins og hann sagði svo oft við mig. Þessi tími sem ég vann hjá honum á eftir að reynast mér mjög dýrmætur, því að hann kenndi mér svo margt og ég var alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Þór hafði alltaf mikla trú á mér og ef ég gerði einhver mis- tök, þá sló hann bara á létta strengi og sýndi mér hvernig best væri að gera þetta. Þór lét verkin tala og það var alltaf skemmtilegt að fylgjast með því þegar hann var að spá í að breyta ein- hverju í búðinni eða færa eitthvað til, þá var bara byrjað og því rubbað af, enda held ég að búðinni hafi verið breytt í fimmtán skipti í þau rúmlega tvö ár sem ég vann hjá honum. Það var alltaf einhver hugmynd í gangi eða einhverjar pælingar, hvað mætti betur fara og hvað ætti að gera næst. Þetta er dæmigert fyrir þá orku sem var í kringum Þór. Eftir að ég hætti að vinna fyrir Þór, hélt ég samt áfram að heimsækja VALTÝR ÞÓR VALTÝSSON ✝ Valtýr Þór Val-týsson fæddist í Hergilsey í Vest- mannaeyjum 25. maí 1955. Hann lést í Vestmannaeyjum 1. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 7. desember. gamla vinnustaðinn, enda alltaf frábært and- rúmsloft þar. Þór tók alltaf í spaðann á mér og sagði mér það sem hon- um lá á hjarta, og spurði mig út í daginn og veg- inn. Það var eins og að vera hrókur alls fagnað- ar, því hann bar svo mikla virðingu fyrir manni og miðlaði um leið þeirri reynslu til mín sem hann bjó yfir. Það er því erfitt að hugsa sér að maðurinn sem ég leit svo mikið upp til, skuli vera búinn að yfirgefa okkur. Eftir situr góð hlý minning um frábæra tíma. Ég kveð þig með miklum söknuði og tárum, en ég veit að þú ert kominn á góðan stað og vonandi eigum við eft- ir að hittast aftur síðar og ég veit að þá verða fagnaðarfundir hjá okkur. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig.) Missir okkar er mikill, en þó mest- ur hjá eftirlifandi fjölskyldu og ástvin- um. Ég votta þeim mína dýpstu sam- úð. Megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Trausti Hjaltason. Síminn hringir og vinnufélagi minn er á línunni, það eina sem ég man voru orðin „hann Þór okkar er dáinn“. Ég var lengi að átta mig á þessu, því minningarnar eru sterkar þegar svona litríkur maður, fullur af lífsorku og krafti er annars vegar. Þrátt fyrir að hafa þekkt Þór lítillega í nokkur ár gegnum störf mín hjá Húsasmiðjunni kynntist ég honum enn betur þegar ég fór til Eyja að undirbúa opnun Húsasmiðjunnar s.l. vor þegar Þór gekk til liðs við okkur. Þór tók alltaf vel á móti manni, brosandi og hress að vanda stóð hann á flugvellinum þegar ég lenti í Eyjum og það var brunað beint af stað niður í Húsey og hafist handa. Það var ekki verið að tvítóna við hlutina enda fylgdi Þór þvílíkur drifkraftur og vinnugleði að allir hrif- ust með. Eins var hann skipulagður með eindæmum og hreinskiptinn svo aðdáun vakti. Ég treysti honum 100% frá fyrstu mínútu, þannig maður var hann. Það var gott að vera á Garðaveg- inum og vinna með Þór og hinum strákunum, þar var alltaf glatt á hjalla og á hverjum einasta morgni komu smiðirnir í kaffi til Þórs og við ræddum heimsmálin og enska bolt- ann. Á þessum ferðum mínum til Eyja fann ég líka hvað Þór og Ingunn voru einstaklega samhent hjón og hvað fjölskyldan skipaði stóran sess í lífi Þórs. Þau opnuðu heimili sitt og buðu mann velkominn og nokkur voru skiptin sem við sátum í eldhúskrókn- um á Búhamrinum og ræddum líð- andi stund yfir hádegismatnum, manni leið vel hjá þeim. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki í Þór, en hann var duglegur að láta heyra í sér enda var hann alltaf að og þurfti helst að hafa klárað hlutina í gær en þrátt fyrir það hafði hann alltaf tíma til að skjóta á mann gríni og koma manni til að brosa. Það er erfitt að skilja þegar fjölskyldufaðir í blóma lífsins er kall- aður burt fyrirvaralaust en vegir guðs eru órannsakanlegir og ég kveð nú góðan vinnufélaga með söknuði og um leið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum kappsama og hreinlynda dreng. Elsku Ingunn, börn og aðrir að- standendur, megi guð styrkja ykkur og varðveita á þessum erfiðu tímum. Svala Svavarsdóttir. Í augum margra Íslendinga eru Vestmannaeyjar sér á báti og svo er það einnig í mínum huga. Ekki bara fyrir stórbrotna náttúru heldur líka að þar bjó Valtýr Þór Valtýsson ásamt fjölskyldu sinni. Þór eða Þór í Húsey eins við nefndum hann alltaf í Húsasmiðjunni var stoltur af heima- högum sínum og það var alveg sama þótt úti beljaði stormurinn, alltaf var veðrið best þar og hvatti hann mig oft til að heimsækja sig í blíðuna úti í Eyjum. Honum hefur örugglega fundist ég vera óduglegur að koma og sendi mér því bók með ljósmyndum sem teknar voru í Vestmannaeyjum, svo ég sæi við hvað ég færi á mis. Þór kynntist ég þegar hann ásamt félaga sínum stofnaði byggingarvöru- verslunina Húsey því hann hóf strax mikil viðskipti við Húsasmiðjuna þar sem ég vinn og var einn af okkar tryggustu viðskiptavinum. Hann var ákaflega hreinskiptinn og sagði skoð- un sína umbúðalaust og var ekki laust við að ég yrði hálfhvumsa við í byrjun en fljótlega fór ég að meta piltinn, kraft hans og húmor í bland við við- kvæmnina. Ég hitti hann fimm eða sex sinnum á ári en símtöl okkar voru æði mörg og stundum nokkur á dag, oftast stutt og um vinnuna enda átti starfið hug hans. Eftirminnilegar voru kynningarn- ar sem hann hélt úti í Eyjum fyrir iðn- aðarmennina, þar var hann á heima- velli ákafur og hress og naut þess greinilega að vera innan um fjölda manns. Síðast var ég úti í Eyjum í vor í sambandi við vinnuna en þá voru Þór og félagi hans búnir að selja Húsey til Húsasmiðjunnar og sá Þór áfram um reksturinn og bað hann mig að koma til að aðstoða sig í einn dag. Hann var alltaf tilbúinn að þiggja góð ráð, sér- staklega ef þau gerðu honum kleift að gera góða verslun enn betri, svo um- hugað var honum um að veita sínu fólki góða þjónustu. Hann bauð mér í kaffi heima hjá sér og sýndi mér stoltur garðhúsið sem hann var búinn að reisa og greinilegt að þar fór maður sem bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og ræktaði sinn garð vel. Þór félagi minn hefur leikið sinn síðasta leik, en hinum megin hefur bæst við öflugur liðsauki. Ég sendi fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð styrkja þau í sorg sinni. Jón Örn Bragason. Ótímabært fráfall Þórs er mér óskiljanlegt. Ég er varla farin að trúa þessu enn. Þegar mamma hringdi í mig til Danmerkur vissi ég strax að eitthvað væri að. En að hann Þór hefði verið tekinn frá okkur hefði mér aldrei dottið í hug. Hvernig er þetta hægt? Maður sem alltaf var svo fullur af orku, alltaf svo duglegur og iðinn. Þór var hreinn og beinn og lá aldrei á skoðunum sínum. Hann var aldrei feiminn við að segja það sem honum fannst og að mínu mati var það einn af hans helstu kostum. Það sem mér er einna minnistæðast í samskiptum okkar Þórs er þegar hann réð mig til vinnu í Húsey. Hann hafði hengt upp auglýsingu í Framhaldsskólanum og óskað eftir duglegum starfskrafti. Hann þyrfti að vera stundvís, dug- mikill og vita muninn á skrúfu og nagla. Þar sem ég taldi mig vera búna þessum kostum og vita muninn á skrúfu og nagla ákvað ég að sækja um starfið. Þegar ég kom í Húsey og sagði við Þór að ég væri að sækja um starfið varð hann hissa. Hann sagði að þessu starfi fylgdi svolítill burður og að þetta væri nokkuð erfitt. Hann sagði jafnframt að ef ég teldi mig valda því væri því ekkert til fyrirstöðu að ég hæfi störf. Ég taldi mig nú færa í flestan sjó og þar með var ég ráðin. Svona var Þór, ekkert að væflast með hlutina og það sem mér þykir vænst um er að hann réð mig út á mína eigin verðleika. Ekki vegna þess að pabbi átti Húsey með honum heldur af því að hann hafði trú á að ég gæti þetta. Hann hafði trú á mér og sagði mér það oft. Enda fékk ég enga sérmeð- ferð þó ég væri stelpa, ég var sko látin burðast með timbrið, og það er ég virkilega þakklát fyrir. Sá tími sem ég starfaði í Húsey er mér dýrmætur og þetta er starf sem mér hefur þótt það skemmtilegasta og mest krefjandi starf sem ég hef unnið hingað til. Ég þakka fyrir þann tíma sem við fjöl- skyldan höfðum Þór hjá okkur og við reynum að ylja okkur við minningarn- ar. Missir okkar er mikill en mestur er þó missir Ingunnar, Vals, Ernu og Arons sem sjá á eftir ástkærum eig- inmanni og föður. Elsku besta Ingunn mín og elsku Valur, Erna og Aron, við stöndum saman og reynum eftir fremsta megni að sigrast á sorginni og látum minningarnar mýkja og græða sárin með tímanum. Tinna. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Bless Egill, gamli vinur okkar. Við munum eftir fallegu, dökku augun- um þínum, skakka, skemmtilega brosinu og lyktinni af olíu og bensíni sem var svo góð af þér. Þú áttir alltaf flottustu hjólin og við vorum ekk- ert hræddar aftan á hjá þér af því þú varst svo öruggur og kunnir að keyra. Við kveðjum gamlan vin en mamma þín og pabbi kveðja litla drenginn sinn. Hugur okkar er hjá þeim og fjölskyldu þinni. Þú varst vinur okkar, einn af hópnum, og við kveðjum þig eins og í gamla daga: Takk fyrir farið! Guð blessi þig. Garðabæjarstelpurnar. Mig langar til að minnast vinar míns, Egils Guðmundssonar, sem lést langt fyrir aldur fram 15. nóv- ember síðastliðinn. Leiðir okkar Egils lágu saman í EGILL GUÐMUNDSSON ✝ Egill Guðmunds-son fæddist 9. febrúar 1971. Hann lést á heimili for- eldra sinna, Garða- torgi 17 í Garðabæ, 15. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Garða- kirkju 27. nóvember. fyrsta sinn á Kvart- mílubrautinni í Kap- elluhrauni sumarið 1991. Með okkur tókst mikill vinskapur strax í upphafi, þar sem að- aláhugamál okkar beggja var breytingar á bílum og aksturs- íþróttir ýmiss konar. Egill starfaði um tíma við jeppabreytingar en hæfileikar hans voru ekki bundnir við eitt svið, hann var snilldarsmiður og al- veg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, öllu var skilað eins og fagmaður með margra ára reynslu að baki hefði verið að verki. Þessi smíðagáfa sýndi sig einna best þegar Egill tók sig til og smíðaði keppnisbíl frá grunni til að keppa í kvartmílu og hann stýrði þessum sérhannaða bíl til sigurs og Íslandsmeistaratitils fyrsta sumarið sem hann keppti á spyrnugrindinni sinni sem fékk gælunafnið Beinagrindin. Fyrir nokkrum árum fóru veik- indin að gera vart við sig en eins og honum var lagið þá gerði hann lítið úr þeim og lét ekkert stoppa sig þrátt fyrir erfiðleikana sem veikindunum fylgdu. Hann lét sig ekki muna um að heimsækja okkur tvisvar hingað til Texas á síðasta ári, það hafði verið draumur hans að koma til Bandaríkjanna og sjá kvartmílukeppnir. Hann var heill- aður af lífinu hér í Ameríku og voru uppi hugmyndir um að hann kæmi til að búa hjá okkur í náinni framtíð. Við eyddum löngum tíma í vangaveltur um alls kyns framtíð- aráform og ætluðum að opna verk- stæði saman sem sérhæfði sig í bílabreytingum ýmiss konar. Eftir langa baráttu höfðu veik- indin yfirhöndina og er vinur minn nú horfinn úr þessu jarðlífi en lifir áfram hjá þeim sem hann þekktu og gleymist aldrei, því annan eins dreng er ekki að finna. Þótt líf hans væri allt of stutt skildi hann eftir mikinn andlegan auð, allt það sem við lærðum af honum, hvort sem það var tengt handverki og lagni eða hvernig hann tók á mót- læti og erfiðum veikindum. Það er erfitt að lýsa með orðum hvers konar mann Egill hafði að geyma en við sem þekktum hann vitum að hans verður sárt saknað og okkar eina huggun á þessum sorgartím- um er að við munum sameinast á nýjan leik síðar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Guðmundur Eyfells, Deborah Sochia-Eyfells. Það er ennþá erfitt að trúa að Egill sé dáinn. Stórt skarð hefur verið höggvið í gamlan vinahóp því góður maður er farinn langt fyrir aldur fram. Við kynntumst Agli á unglings- árunum. Egill var aðaltöffarinn, strákurinn sem allir strákar vildu vera og allar stelpur voru skotnar í. Við vorum því sérstaklega kátar yfir því að fá að kynnast þessum strák og áttum margar skemmti- legar stundir með honum og öðrum úr hans vinahópi. Ógleymanlegur tími í öllum hans margbrotnu og skemmtilegu farartækjum, svo sem grænni Lödu, bláum Mini og rauð- um Mustang svo eitthvað sé nefnt. Egill var ávallt eftirsóttur félagi í öllu því sem hópurinn tók sér fyrir hendur og átti til að luma á alls- konar prakkarastrikum sem alltaf vakti kátínu okkar hinna. Hans hlýlega bros sem náði til augnanna gladdi hjarta okkar í hvert sinn sem við hittumst, enda var þar mjög myndarlegur maður á ferð. Eins og gengur og gerist skildu leiðir um tíma en hin síðustu ár hafði þó sambandið aukist að nýju. Það var alltaf gaman að hitta hann og oftar en ekki voru gamlir tímar rifjaðir upp. Hann átti það líka til að óska nærveru okkar til þess eins að fá að spjalla um eitthvað annað en bíla. Því þrátt fyrir að hann væri mikill bílaáhugamaður var ýmislegt annað sem vakti áhuga hans og var hann ekki síður áhugasamur um það sem aðrir voru að fást við. Hann var mikill vinur vina sinna. Með þessum orðum kveðjum við góðan félaga, hans minning mun lifa áfram í hjarta okkar og hans verður sárt saknað. Við viljum votta fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. Eyrún Eyþórsdóttir, Hildur Sif Helgadóttir. AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrit- uðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða send- anda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minn- ingargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.