Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 59

Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 59
KÓPAVOGSKIRKJA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 59 H ér er opin sýn til himins og svo langt, sem auga eygir til hafs og heiða,“ sagði séra Gunnar Árnason prestur í Kópa- vogi m.a. þegar hornsteinn var lagður að Kópavogskirkju árið 1960. „Ég vil trúa því að bygging þessarar kirkju og annarra, sem nú eru í smíð- um, sé ekki eingöngu tákn um velmeg- un og framfarir, heldur einnig tákn þess, nú á atómöld, að efnishyggjan hafi þrátt fyrir allt ekki al- veg náð yfirhöndinni og hugur nútímamannsins „æski einhvers skírra, einhvers blárra“, eins og skáldið kvað,“ sagði Hulda Jakobsdóttir formaður sóknarnefndar við sama tækifæri. Kópavogskirkja reis á Borgum og var vígð þann 16. desem- ber 1962. Enn í dag er víðsýnt frá þessum grjóthálsi og sannar að það var framsýnt fólk, hjónin Hulda og Finnbogi Rútur Valdemarsson og aðrir forráðamenn Kópavogshrepps sem tóku frá þennan stað fyrir kirkjubyggingu. „Bygging þessarar kirkju var í raun hreint kraftaverk, að henni stóð ungt og efnalítið fólk hér í bænum en samhug og dugnað átti það mikinn. Kirkjan stendur óneitanlega á óvenjulega fallegum stað, og bygging hennar og öll hönnun tókst að mínu viti afar vel. Hún er teiknuð af Herði Bjarnasyni húsameistara ríkisins þótt raun- ar sé talið að Ragnar Emilsson arkitekt eigi þar jafnvel meiri hlut að máli, en hann vann þá hjá embætti Húsameistara ríks- ins. “ segir Ægir Fr. Sigurgeirsson prestur Kópavogskirkju, hann var áður prestur á Skagaströnd en tók við núverandi starfi þann 1. júlí 1990 af séra Árna Pálssyni. Fyrsti prestur Kópavogsprestakalls og Kópavogskirkju, – fyrirrennari séra Árna, var séra Gunnar Árnason, er lét af störfum 1971. „Kópavogskirkja þjónar nú formlega um 4500 manns, hins vegar er það svo að kirkjan á afar rík ítök í fólki sem hefur búið hér í Kópavogi. Börn sem hér hafa alist upp leita gjarnan upp- komin og jafnvel burtflutt eftir þjónustu hér. Kársneskórarnir sem Þórunn Björnsdóttir stjórnar æfa oft hér í kirkjunni og hafa sungið við guðsþjónustur reglulega í um 30 ár. Börnin byrja að syngja hjá henni Þórunni um leið og þau hefja grunn- skólanám og mörg þeirra taka þátt í kórstarfinu meðan þau eru í grunnskóla. Þau mynda sterk tengsl við kirkjuna og leita því gjarnan hingað þótt þau séu farin í önnur prestaköll,“ segir séra Ægir. „Kópavogsprestakalli var skipt 1971, þá varð til Kársne- sprestakall sem fyrr gat og Digranesprestakall sem séra Þor- bergur Kristjánsson þjónaði – bæði prestaköllin höfðu um nokkuð langt skeið starfsaðstöðu í Kópavogskirkju eða til árs- ins 1994. Árið 1987 varð til Hjallasókn og í sumar var Linda- prestakall stofnað, austan Reykjanesbrautar.“ Í máli séra Ægis kemur fram það álit að mjög vel hafi verið staðið að byggingu Kópavogskirkju í hvívetna. „Þar fór Hulda Jakobsdóttir síðar bæjarstjóri í fararbroddi ásamt fleira góðu fólki í söfnuðinum, t.d. Jósafat Líndal sem enn er á lífi,“ segir séra Ægir. „Mér er sagt að lögð hafi verið viss prósenta ofan á útsvörin til að fjármagna kirkjubygginguna og að ekki einn einasti mað- ur hafi mótmælt þeirri skipan mála, það var greinilega Kópa- vogsbúum mjög hugleikið að eignast sína eigin kirkju. Ég held að þeim hafi fundist það nauðsynlegt til þess að Kópavogur yrði „fullburða“ kaupstaður, – ef svo má segja. Því lögðust allir á árarnar og reistu þessa glæsilegu kirkju.“ Í tilefni af 40 ára afmælinu er komið út hátíðarblaðið Borgir, safnaðarblað Kársnessóknar, 20. árg. 2. tbl. Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt. Þú, Herrans kristni, fagna mátt, því kóngur dýrðar kemur hér og kýs að eiga dvöl hjá þér.“ Með þessari tilvitnun í einn af aðventusálmum kirkjunnar hefur séra Ægir Fr. Sigurgeirsson ávarp sitt í umræddu blaði. Þegar gengið er um þessa fallegu kirkju í bláu skini hinna gullfallegu steindu glugga sem Kópavogsbúinn og listamað- urinn Gerður Helgadóttir er höfundar að þá er ekki erfitt að skilja þau orð séra Ægis að oft komi í kirkjuna fólk að afloknum vinnudegi til að eiga þar næðisstund, eitt með sjálfu sér, og ekki heldur hitt að þangað leggja fjölmargir ferðamenn leið sína, innlendir sem erlendir. „Sagt er að Hulda Jakobsdóttir hafi komið í kirkju í Frakk- landi sem í voru einkar fallegir steindir gluggar og strengt þess þar heit að gluggar af því tagi skyldu prýða Kópavogskirkju, og unnið að því máli ásamt fleirum,“ segir séra Ægir. „Gerður teiknaði gluggana sem fyrr greindi en þeir voru framleiddir í gluggasmiðju Oidtmann-bræðra í Þýskalandi. Þess má geta að sá sem vann verkið í hinu þýska fyrirtæki kem- ur oft til Íslands og kemur þá ævinlega í Kópavogskirkju til að skoða gluggana. Mér vitanlega eru þessir steindu gluggar stærsta uppsetta verk Gerðar Helgadóttur af þessum toga og eykur það gildi Gerðarsafns hér við hliðina. Myndir af þessum gluggum hafa birst í listaverkablöðum víða um heim og sjálf Kópavogskirkja er orðin víðfræg bygging. Oft er talað um að Perlan og Kópavogskirkja séu þær byggingar á svæðinu sem séu kunnastar. Sem dæmi get ég nefnt að fyrir nokkrum árum gifti ég hér brúðhjón, brúðguminn var flugmaður, hann færði mér skömmu eftir giftinguna blað sem hann hafði séð í Hong Kong, þar sem í var mynd af Kópavogskirkju.“ Meðan þetta viðtal við séra Ægi fer fram berst að eyrum óm- ur af söng barnsradda og eru þar á ferð leikskólabörn að sögn prests. Hann kveður kirkjuna vera mjög mikið notaða. „Kársneskórinn æfir hér að staðaldri, – kirkjan hefur viljað hlúa að starfi kóra og einnig er kirkjan mjög mikið notuð fyrir alls kyns athafnir. Margt fólk giftir sig í Kópavogskirkju, lætur skíra þar börn sín og ferma og héðan fara fram margar jarð- arfarir. Sumum finnst að Kópavogskirkja sameini á vissan hátt betur en ýmsar aðrar kirkjur nálægð og nánd sveitakirkjunnar og glæsileika hins stóra Guðshúss. Hún tekur töluvert á fjórða hundrað manns í sæti en samt finnst manni hún ekki tiltak- anlega stór, hún heldur vel utan um þá sem í henni eru,“ segir séra Ægir. Og víst er þessi kirkja vingjarnleg yfir að líta. Þar er mynd eftir Barböru Árnason og alltaristaflan, sem er byggð á frásögn 13. kafla Jóhannesarguðspjalls um hvernig Kristur laugaði fæt- ur lærisveina sinna. Hún er gerð af Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um gerð töflunnar. Altaristaflan er helguð minningu fyrstu prest- hjónanna í Kópavogsprestakalli, þeirra frú Sigríðar Stef- ánsdóttur og séra Gunnars Árnasonar. „Í Kópavogskirkju er mjög góður hljómburður fyrir talað mál og hljómburður fyrir hljómlist og söng er líka mjög góður – þar hefur tekist gott jafnvægi milli tónlistar og talaðs máls sem er eftirsóknarvert,“ segir séra Ægir ennfremur. Kópavogskirkja hefur fengið eðlilega endurnýjun á þeim 40 árum sem liðin eru frá því hún var vígð. „Nú síðast, á þessu ári, voru bólstraðir allir bekkir í kirkjunni og fyrir fáum árum var hún máluð. Undanfarin fjögur ár hefur líka verið unnið við að setja tvöfalt gler fyrir utan listglerið, þar var áður einfalt gler. Þetta er ekki án erfiðleika þar sem taka þarf mót af hverjum glugga, engir þeirra eru alveg eins.“ Séra Ægir tekur fram að viðhorf safnaðarbarna Kópavogs- kirkju sé afar jákvætt og að aldursdreifing safnaðarins sé svip- uð og í öðrum prestaköllum í Kópavogi þótt þarna í kring séu nokkur elstu hverfi bæjarins. „Fólki hér finnst vænt um kirkjuna sína og vill veg hennar sem mestan. Sem dæmi um þetta get ég nefnt að fyrir nokkrum árum komu tilmæli í grunnskóla um að börn þar teiknuðu eitthvað sem væri einkennandi fyrir bæinn þeirra. Niðurstaðan hér var sú að skólabörnin völdu að teikna Kópa- vogskirkju. Voru teikningarnar sýnd- ar innrammaðar í safnaðarheimilinu Borgum og vöktu verðskuldaða at- hygli.“ Mikið safnaðarstarf fer fram í tengslum við Kópavogskirkju. „Í safnaðarheimilinu Borgum eru barnaguðsþjónustur, þar fer fram starf fyrir börn á ýmsum aldri, mæðramorgnar og starf með eldri borgurum, auk fræðslufunda og margs annars,“ segir séra Ægir. „Í framtíðinni þyrftum við að geta byggt nýtt safnaðarheimili sem myndi þjóna okkur betur en það nú- verandi gerir,“ bætir hann við. Í tilefni af 40 ára afmælinu Kópa- vogskirkju hafa þrjú skáld ort sálma til hennar við tónlist þriggja tónskálda. Skáldin eru Gylfi Grön- dal, Hjörtur Pálsson og Bjarni Jónsson, tónskáldin eru öll af Kársnesinu, þau Þuríður Jónsdóttir, Haraldur Vignir Svein- björnsson og Þóra Marteinsdóttir. Tvö laganna verða frumflutt í desember en eitt bíður flutnings fram á næsta ár. Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur held- ur tónleika í kvöld kl. 20.30 og á morgun kl. 14.00 verður hátíð- armessa þar sem séra Árni Pálsson fyrrverandi sóknarprestur predikar en ég þjóna fyrir altari. Samvera og kaffi verður að at- höfn lokinni í Gjábakka. Á sjálfan afmælisdaginn verður kirkju- kór Kópavogskirkju með tónleika í kirkjunni klukkan 20.30. – „Þannig hefst afmælisárið – en margt fylgir í kjölfarið, svo sem orgeltónleikar, mjög gott orgel er í kirkjunni og fleira kemur í ljós á næstu mánuðum. Síðast en ekki síst vil ég benda á „afmælisgjöf“ sókn- arnefndar Kópavogskirkju, – vandlega unna samantekt Stefáns M. Gunnarssonar um Kópavogskirkju í hátíðarblaði Borga. Þar er verið að bjarga frá glatkistunni ýmsum fróðleik varðandi kirkjunni, byggingu hennar og sögu,“ segir séra Ægir Fr. Sig- urgeirsson. Í lok fyrrnefndrar samantektar sinnar vitnar Stefán M. Gunnarsson í sálmaþýðingu Matthíasar Jochumsonar þar sem segir: Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnum og sól, hljómi samt harpan mín. Hærra minn Guð til þín, hærra til þín. „Í anda þessa vers reis Kópavogskirkja af grunni sínum og varð strax kennileiti bæjarfélagsins, Kópavogskaupstaðar.“ segir Stefán og bætir við: „Kópavogskirkja stendur sem eitt af björgunum í holtinu, það bjargið sem hæst ber og fær ekki dulist, í miklu víðerni. Björt í lit sínum í ljósi dagsins, björt í ljósum sínum í myrkri nætur, í sinni hógværu tign, fangar hún augu vegfarandans.“ Opin sýn til himins Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Sverrir Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson, prestur í Kópavogskirkju. Morgunblaðið/Sverrir Málverk af Kópavogskirkju sem Sigfús Halldórsson tónskáld og heiðursborgari Kópa- vogs málaði árið 1963 er kirkjan var nýlega vígð. Morgunblaðið/Arnaldur Kópavogskirkja Á grjóthálsinum Borgum stendur Kópavogskirkja sem er eitt þekktasta kennileiti höfuðborgar- svæðisins. Hinn 16. des. nk. eru 40 ár liðin frá vígslu hennar. Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá byggingu Kópavogskirkju og starfinu í tengslum við hana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.