Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 64

Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 64
ÚR VESTURHEIMI 64 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AFKOMENDUR íslensku landnemanna í Mark- landi í Nova Scotia halda tryggð við uppruna sinn og hafa stofnað félag til að varðveita menningararfleifðina, en til að styrkja starfið hafa þeir gefið söguna út á geisla- diski. Íslendingar settust víða að í Kanada og Bandaríkjunum á síðasta fjórðungi 19. aldar. Þeim var meðal annars út- hlutað landi á svonefndum Elgsheiðum í Nova Scotia, skammt frá Halifax, og settust fyrstu fjölskyldurnar þar að 1875. Landnemarnir nefndu landið Markland og talið er að um 30 ís- lenskar fjölskyldur hafi flutt til Marklands, en um 1880 er áætlað að um 200 Íslendingar hafi búið í Nova Scotia. Íslenska landnámið í Marklandi stóð yfir frá 1875 til 1882. Landið stóð ekki undir vænt- ingum, íbúarnir urðu frá að hverfa en land- nemarnir voru reynslunni ríkari og létu að sér kveða á öðrum stöðum. Saga þeirra í Mark- landi rykféll en 1998 var Íslenska landnáms- sögufélagið í Nova Scotia, The Icelandic Mem- orial Society of Nova Scotia, stofnað í þeim tilgangi að vekja athygli á þessari sögu og varðveita minninguna um landnemana. Félagið fékk yfirvöld til að staðfesta örnefnið Markland og minnisvarði um íslensku landnemana var af- hjúpaður í ágúst árið 2000. Unnið hefur verið að því að finna bæjarstæði landnemanna og þau merkt auk þess sem félagið hefur safnað saman upplýsingum um nær 2.000 afkomendur þessara landnema. Allt þetta starf hefur verið unnið í sjálfboðavinnu en það kostar sitt og seg- ir Glenda Burrows, varaformaður félagsins, að sagan, The Story of Markland, hafi verið gefin út á diski til að auðvelda áframhaldandi starf. Ken Burrows skráði söguna sem Bill Stevenson flytur, en hægt er að panta diskinn á heimasíðu félagsins, www.nova-scotia-icelanders.ed- net.ns.ca og þar má fá nánari upplýsingar. Geisladiskur um landnámið í Marklandi Á NÆSTA ári eru 125 ár liðin frá því Ís- lendingar fluttu fyrst til Norður-Dakota í Bandaríkjunum, en Curtis Olafson, for- maður Íslendingafélagsins í Mountain, og Michael R. Brown, borgarstjóri í Grand Forks, voru á Íslandi á dögunum í þeim tilgangi að kynna fyrirhuguð hátíðarhöld í tilefni tímamótanna. Þeir ræddu meðal annars við Ólaf Ragnar Grímsson, for- seta Íslands, Karl Sigurbjörnson biskup, Helga Ágústsson sendiherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnar- firði, auk þess sem þeir heimsóttu Vest- urfarasetrið á Hofsósi. „Við efnum til mikillar hátíðar fyrstu helgina í ágúst þar sem hápunkturinn verður laugardagurinn 2. ágúst og von- andi fáum við sem flesta Íslendinga í heimsókn,“ segir Curtis. Þetta er um sömu helgi og hefðbundin hátíðarhöld fara fram í Gimli í Manitoba í Kanada í tengslum við Íslendingadaginn og segir Curtis að skipulagningin taki mið af því að gestir geti sótt báðar hátíðirnar. „Við vonumst til að sjá sem flesta á laugardeginum og svo er Íslendingadagurinn í Gimli á mánudeginum en aðeins er um þriggja og hálfs tíma akstur á milli svo fólk getur auðveldlega tekið þátt í gleðinni sunnan og norðan landamæranna.“ Árið 1999 var hátíðin í Mountain haldin í 100. sinn og þá var forseti Íslands á meðal gesta. Curt- is segir að heimsókn hans hafi haft gríðarlega mikil áhrif og aukið áhugann á íslensku arf- leifðinni á svæðinu til muna. „Þá urðu ákveðin tímamót og síðan hafa margir á svæðinu heimsótt Ísland til að komast í nánari snertingu við ræturnar og við höfum fengið æ fleiri gesti frá Íslandi. Við reynum líka að halda úti ákveðnu starfi, gefum út fréttabréf og erum með meira en 500 fjöl- skyldur á póstlista.“ Curtis segir að á hverri hátíð í Mountain sé lögð áhersla á íslenska menningu og næsta sumar verði lögð áhersla á að sýna hvað gerðist fyrir 125 árum. „Sýningin í Vesturfarasetrinu á Hofsósi varpar ljósi á þessa viðburði og við viljum tryggja að sag- an gleymist ekki.“ Michael segist hafa áhuga á því að tengja Grand Forks við Ísland með einhverjum hætti, koma á vinabæjasambandi, og hann hafi rætt það við íslenska ráðamenn. „Við eigum margt sameiginlegt og getum gert margt saman,“ segir hann. Michael er læknir rétt eins og Yvonne, sambýliskona Curtis, og heimsóttu þau m.a. leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Ég er kvensjúk- dómalæknir og það var áhugavert að fá tækifæri til að ræða þessi mál við íslenska lækna.“ Curtis segir að þótt íslensk samfélög séu öflugust í Kanada og þá sérstaklega í Mani- toba séu margir Bandaríkjamenn af ís- lenskum uppruna og þeir leggi ekki síður rækt við upprunann. „Við viljum vekja at- hygli á okkar íslenska samfélagi og lögðum okkar af mörkum varðandi sýninguna á Hofsósi, en það snerti mig djúpt að sjá þar myndir af forfeðrum mínum, sérstaklega af föður mínum, sem var tekin 1919. Ég sendi safninu þessar myndir en það var einstök tilfinning að sjá þær á sýningunni. Það lok- aði hringnum.“ 125 ár frá landnámi Íslendinga í Norður-Dakota í Bandaríkjunum Mikil hátíðarhöld í sumar Mikil hátíðarhöld verða í Mountain í Norður-Dakota í Bandaríkjunum fyrstu helgina í ágúst á næsta ári. Steinþór Guðbjartsson forvitn- aðist um málið. Morgunblaðið/Golli Curtis Olafson, formaður Íslendingafélagsins í Mountain, og Michael R. Brown, borgarstjóri í Grand Forks. steg@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.