Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 70
UMRÆÐAN
70 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANNES Geir Sigurgeirsson
lætur sér ekki duga að ráðast að
vísindamönnum sem samkvæmt
sannfæringu og bestu samvisku
starfa, heldur gerist hann svo ófor-
skammaður að ráðast að Náttúru-
verndarsamtökum Íslands með lúa-
legum aðdróttunum og fáheyrðu
bulli. Þar sem Jóhannes Geir veður
elginn er engu líkara en fari maður
sem mikinn bagga hefur á sam-
visku sinni. Hann opinberar ekki
bara einkar óvenjulegt innræti og
afburða vanþekkingu með áróðri
sínum, heldur bætir hann um betur
og gengur svo langt í óhróðri sín-
um að engu er líkara en hann eigi
persónulegra hagsmuna að gæta.
Jónannes Geir heldur því fram í
útvarpsviðtali að morgni 10. dags
desembermánaðar árið 2002, að
það sé spurning hvort að reglum
lýðræðis sé farið þegar óbreyttir
borgarar setja sig upp á móti fram-
kvæmdum þegar Alþing hefur gef-
ið samþykki. Reyndar heldur Jó-
hannes þessi því fram að það brjóti
í bága við lýðræðið að menn hreyfi
mótmælum eftir að ákvörðun hefur
verið tekin.
Hér er á ferðinni fáheyrð vald-
níðsla, þótt einvörðungu sé hún í
orði. Og ef hér er ekki um einræð-
istilburði að ræða hlýtur að mega
flokka framgöngu þessa undir
hreina og klára vanþekkingu.
Jóhannes Geir, sem þekktur er
fyrir að hlífa sér hvergi þegar um
það hefur verið að ræða að ota sín-
um tota, heimtar nú að fá að vita
hvaðan þeir peningar koma sem
NÍ eyða í áróður sinn. Og hann tal-
ar um það í þessu sambandi að
menn heimti að bókhald stjórn-
málaflokka fari upp á borð, en
skirrist um leið við að opinbera
styrki til Náttúruverndarsamtak-
anna.
Um leið og hér er verið að væna
íslenska náttúruverndarsinna um
óheiðarleika er verið að reyna að
sverta mannorð þeirra sem mót-
mæla Kárahnjúkavirkjun, því hver
vill láta líkja sér við stjórnmála-
flokk sem felur öll þau plögg sem
hugsanlega geta komið óorði á
framkvæmdir í þágu fyrirtækja og
fjármagnseigenda?
Jóhannes Geir nefnir einnig í
téðu viðtali að sendiherra Íslands í
Stokkhólmi hafi varað Landsvirkj-
un við því að náttúruverndarsam-
tök í Svíþjóð beindu spjótum sínum
að verktökum sem voru í starthol-
um með að fara í framkvæmdir við
Kárahnjúka.
Ef við erum með sérlegan sendi-
herra Landsvirkjunar í Svíþjóð, þá
er spurning hvort við verðum ekki
líka að opna skrifstofu sendiherra
Náttúruverndarsamtakanna, svo
lýðræðis sé gætt. En það er fá-
heyrð hneisa að sendiherra skuli
gera sér far um að njósna í útlönd-
um fyrir íslensk fyrirtæki. Ég tala
nú ekki um þegar slíkar njósnir
ganga í berhögg við lýðræði og
virðast til þess eins ætlaðar að
koma óorði á þá sem vilja náttúru
Íslands vel.
Jóhannes Geir vill banna mönn-
um að mótmæla um leið og hann
mótmælir aðgerðum náttúruvernd-
arsinna. Og hann heldur því fram
að erlent fjármagn sem rennur til
Náttúruverndarsamtakanna geti
haft neikvæð áhrif á samfélagið um
leið og hann viðurkennir að rekstur
Landsvirkjunar sé að stórum hluta
byggður á erlendu fjármagni.
Um leið og ég bendi Landsvirkj-
un á að fara að huga að því, hvers
konar fólk fyrirtækið velur til að
vera í forsvari í framtíðinni, langar
mig að benda Jóhannesi á eftirfar-
andi: Það er skylda hvers og eins
einasta Íslendings að velta því fyr-
ir sér hvenær stórframkvæmdir
eru í hag og hvenær þær eru þjóð-
inni í óhag. Það er skylda allra
þegna í lýðræðisþjóðfélagi að hafa
auga með þeim sem vilja spila frítt
með fjármagn þegnanna. Og þegar
um það er að ræða að óafturkræf
umhverfisáhrif eru af þeirri stærð-
argráðu sem um ræðir við Kára-
hnjúka er það skylda hvers og eins
að heimta svör við spurningum um
það hver hin endanlega niðurstaða
verður. Mun þessi framkvæmd
gefa þjóðinni arð? Munu nokkrir
útvaldir fá mikið í aðra hönd? Eða
verður Kárahnjúkavirkjun fimmtíu
milljarða baggi sem skattgreiðend-
ur borga?
Bannað að
brosa
Eftir Kristján
Hreinsson
„Verður
Kárahnjúka-
virkjun
fimmtíu
milljarða
baggi sem skattgreið-
endur borga?“
Höfundur er skáld.
Í ÞESSUM greinarstúf vilja
undirritaðir koma með innlegg í, að
því er virðist, skekkta umræðu um
jafnréttismál innan Háskóla Ís-
lands. Svo virðist sem þess mis-
skilnings gæti að jafnréttisstarfið
innan skólans snúist mest um að
styrkja stöðu kvenna innan greina
þar sem karlmenn eru í meirihluta,
en síður öfugt. Þessi mynd er að
okkar mati ekki alveg rétt og höf-
um við reynslu af annarri hlið
þessa starfs.
Höfundar eru báðir nemendur í
einu af þeim fögum sem hefur ein-
kennst mest af konum frá upphafi.
Fagið er félagsráðgjöf, en hún hef-
ur orðið kvennafag á Íslandi, eins
og svo mörg önnur fög þar sem
unnið er með fólki. Aðeins 12 karl-
menn hafa útskrifast frá Háskóla
Íslands í félagsráðgjöf af 183 ein-
staklingum sem útskrifast hafa á
þeim 20 árum sem greinin hefur
verið kennd við Háskólann (Nem-
endaskrá HÍ).
Jákvæð mismunun í
námi í félagsráðgjöf
Á síðasta ári vann jafnréttis-
fulltrúi Háskóla Íslands að vönd-
uðum kynningarbæklingi í sam-
vinnu við félagsráðgjöf með
sérstakri skírskotun til karla.
Þetta ásamt samstarfi félagsráð-
gjafar við Háskóla Íslands og Fé-
Jafnara kynja-
hlutfall í
félagsráðgjöf
Eftir Pétur Gauta
Jónsson og Eymund
Garðar Hannesson
„Karlkyns og kvenkyns
starfskraftar í heil-
brigðis- og félagsþjón-
ustu taka með ólíkum
hætti á málum.“
Pétur Gauti
Jónsson
Eymundur
Garðar
Hannesson
NÝLEGA kynnti ríkisstjórnin þrjú
endurskoðuð frumvörp til laga er öll
varða rannsókna- og tæknisjóði rík-
isins. Þar er gert ráð fyrir tveimur
meginsjóðum, Rannsóknasjóði innan
menntamálaráðuneytis og Tækni-
sjóði innan iðnaðarráðuneytis.
Í frumvörpunum eru jákvæð ný-
mæli svo sem að síður verður gert
upp á milli grunnrannsókna og hag-
nýtra rannsókna og að stoðsjóður til
tækjakaupa verður myndaður við
Rannsóknasjóð. Seta fjögurra ráð-
herra í Vísinda- og tækniráði gæti
aukið fjárhagslegt bolmagn sjóðanna
en gæti einnig leitt til of mikilla áhrifa
skammtímahagsmuna á stefnumörk-
un.
Undirritaður óttast hins vegar að
markmið laganna um eflingu vísinda-
samfélagsins og aukna samkeppnis-
hæfni atvinnulífsins náist ekki. Ann-
ars vegar vegna smæðar sjóðanna og
hins vegar vegna fyrirkomulags á
stjórnskipun væntanlegs Tæknisjóðs.
Þrátt fyrir boðaða aukna skilvirkni
sjóðanna hefur takmarkað fjármagn
takmörkuð áhrif innan vísindasam-
félagsins. Sjóðirnir til samans ráða
einungis yfir um 9% fjármagns til
þessa málaflokks.
Þar sem a.m.k. helmingur tekna
okkar Íslendinga kemur frá sjávar-
fangi, væri líklegast til árangurs að
sjávarútvegsráðherra skipaði stjórn
hins nýja Tæknisjóðs í stað iðnaðar-
ráðherra eins og nú er stefnt að. Þrátt
fyrir góðan vilja til jafnaðar milli
ráðuneyta hlýtur ávallt að vera mest-
ur skilningur á þörfum þeirra sem ná-
lægt standa.
Að sjálfsögðu á að miða uppbygg-
ingu vísindasamfélags okkar við
skipulag þeirra þjóða sem bestum ár-
angri hafa náð, en slík módel þarf að
laga að íslenskum raunveruleika. Iðn-
aðarþjóðirnar Írar og Finnar byggðu
stjórnskipun sinna vísindasamfélaga
að eigin þörfum, en það eitt nægði
ekki til, þær stórefldu einnig rann-
sókna- og tæknisjóði sína á sama
tíma..
Frumvörp um
rannsókna- og
tæknisjóði
Eftir Konráð
Þórisson
Höfundur er fiskifræðingur og
starfar á Hafrannsóknastofnuninni.
„Líklegast
væri til ár-
angurs að
sjávarút-
vegsráð-
herra skipaði stjórn
hins nýja Tæknisjóðs í
stað iðnaðarráðherra
eins og nú er stefnt að.“
Flott
kvenúr
LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900
www.michelsen.biz
Kíktu á úrvalið á