Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 81
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 81
ENN skrifar Örn Johnson og nú
hálfu reiðari en fyrr. Þykist hafa
rassskellt mig og minnir í allri hátt-
semi á Jón sterka í leikriti Matthías-
ar „Skuggasveini“ – Sáuð þið hvern-
ig ég tók hann piltar!! Ætli sé ekki
best að láta lesendur dæma um hver
rassskelli hvern, þegar upp verður
staðið.
Til upprifjunar þá skrifaði ég bréf
hér 19. okt. um ástæðurnar fyrir
hruni rjúpnastofnsins og þörf á frið-
un. Þá móðgaðist Ö.J., svokölluð
sportskytta og blöðrujeppaeigandi,
og því benti ég honum á hitt og þetta
sem róaði manninn alls ekki niður,
enda siður góðra veiðimanna að
lokka bráðina út á bersvæði.
Raunar segir Ö.J. mér að ég sé
„frægur“ en „ekki af því að vera góð-
ur veiðimaður“. Mikið er ég feginn
þessu síðarnefnda, mér myndi líða
bölvanlega ef álit Arnar og lags-
bræðra hans væri á hinn veginn.
Það er barnaskapur af manni sem
að eigin sögn er varla orðinn þurr
bak við eyrun að ætla sér á opinber-
um vettvangi að fara að kenna mér
eitthvað um hátterni rjúpna og veið-
ar á þeim góða fugli.
Ég hef gengið til rjúpna í áratugi
með fjölbreytileg skotvopn og við all-
ar mögulegar veðurfars- og
landfræðikringumstæður, auk þess
átti ég ungur aðgang að reynslu-
heimi föður míns og afa á þessu sviði,
en þeir voru báðir snjallir frásagna-
menn.
Lái mér því hver sem vill þó ég af-
þakki sæti á hné Arnar Johnson.
Þá fyrst tekur þó steininn úr í
kjánaskapnum þegar Ö.J. fordæmir
okkur fyrrverandi og núverandi at-
vinnuskyttur fyrir að skjóta sitjandi
fugl. Á meðan nóg var af rjúpu voru
veiðar á henni víða sjálfsagðar
hlunnindanytjar og tekjuauki. Að
skjóta hana á jörðu niðri gaf há-
marksveiði án óþarfa affalla, skot-
færa- og tímasóunar. Oft gaf fyrra
skotið í tvíhleypunni 2 – 3 fugla, það
seinna var notað ef særð rjúpa virtist
ætla að ná sér á loft.
Rjúpa á jörðu niðri er oft á harða-
spretti á alhvítri jörð, í kjarri, í skaf-
mold eða ljósaskiptunum og þá ekki
auðvelt skotmark, svo enginn verður
verulega fengsæll, hvað þá yfir-
burðamaður á þessu sviði nema vera
góð skytta. Ég er vanur að hitta það
sem ég miða á, líka fljúgandi rjúpu.
En sé hún veidd með þeim hætti
missast fleiri skot, alveg sama hvað
veiðimaðurinn er hittinn, rjúpan
svífur oft úr sjónmáli, fram af hjöll-
um eða brún og er þar með glötuð,
eða að hún hrapar í kjarr, lausamjöll
og holurðir og finnst seint eða ekki.
Þeim tíma sem fer í slíka útúrkróka
og leit er illa varið.
Ekki skilur Ö.J. spurningu mína,
af hverju magnveiðimannsstimplin-
um sé aðeins klínt á mig og mína líka,
heldur kjánast út á svartfuglamið og
gæsatún og „gleymir“ nýlegum ósk-
um Skotvísforustusauðsins um að fá
að drepa hrossagauka.
Svo tekur Ö.J. sér fyrir hendur að
leggja bændastéttina gjörvalla í ein-
elti, við höfum lifað í áratugi á styrkj-
um og niðurgreiðslum sem hann og
aðrir skattgreiðendur hafi lagt okk-
ur til, vegna væls og kveinstafa um
bág kjör.
Vel má vera að kaffibaunaprinsar
séu merkilegri einstaklingar og þarf-
ari þjóðfélaginu en við sveitafólk. Ég
legg engan dóm á það og eflaust
finnst mörgum lesendum ástæðu-
laust að vera að svara þeim málflutn-
ingi sem Örn ber hér á borð. En mér
finnst slæmt ef þær systur, heimska,
fáfræði og þröngsýni eiga hér síð-
asta orðið.
Og ég vil vekja sérstaka athygli
lesenda á lokahnykk „Jóns sterka“
19. nóv. „Til þín Indriði: Ég hlæ að
þér.“
Hláturinn er sagður lengja lífið og
gott er að geta hjálpað Erni til þess
og þá vonandi líka til aukins þroska,
því ekki veitir nú af, samanber spak-
mælið gamla: Löngum hlær lítið vit.
INDRIÐI AÐALSTEINSSON,
Skjaldfönn v/Djúp.
Löngum hlær lítið vit
Frá Indriða Aðalsteinssyni:
STARFSHEIÐUR hefur orðið mið-
lægt efni í umræðu um virkjanir á
hálendinu. Vísindamenn hafa borið
Landsvirkjun og verkfræðistofum á
brýn mistúlkun eða jafnvel rangtúlk-
un orða sinna og LV og skýrsluhöf-
undar bera þessum sömu vísinda-
mönnum á brýn að túlkun þeirra á
vísindalegum niðurstöðum einstakra
þátta litist af skoðun þeirra á á heild-
aráhrifum framkvæmdanna.
Nokkrir hápunktar í þessum
skeytum eru þegar ótilgreindum
starfsmönnum Landsvirkjunar voru
eignuð ótilhlýðileg afskipti af textum
vísindamanna; auðvitað er með því
vegið harkalega að starfsheiðri
þeirra og lágkúrulegt að hlaupast
undan þeirri ábyrgð að botna glæp-
inn. Stjórnarformaður LV veifar
sama vopni þegar hann segir ótil-
greinda prófessora fórna starfs-
heiðri sínum með (væntanlega) ótrú-
verðugum málflutningi. Seinna voru
þessir aðilar nafngreindir og gátu
þannig varið sig. Hagfræðingur á
vegum Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands reiknar tap á Kárahnjúka-
virkjun og eftir því eru reiknimeist-
arar LV að segja ósatt og þar með
ærulausir þegar þeir fullyrða um
hagkvæmnina og til baka segja þeir
að reikningarnir hagfræðingsins séu
rangir og litaðir af því hver bað um
verkið og fagleg æra hans þar með
farin fyrir bí. En ef þeir ætla honum
að reikna í þágu verkbeiðenda verð-
um við þá ekki að ætla þeim hið
sama? Jarðfræðingur segir sprungu-
svæði og misgengi valda því að ekki
sé nokkur glóra í framkvæmdinni af
þeirri ástæðu einni, hvar er þá æra
jarðfræðinga og verkfræðinga LV?
Eða þá jarðfræðingsins þegar LV-
menn segja misgengið ósköp venju-
legan jarðlagahalla og sprungusvæð-
ið fullrannsakað og hæft til bygging-
ar. Rithöfundur segir að stíflan muni
valda manngerðum jarðskjálftum og
fleira sem ekki er hægt að skilja
öðruvísi en að LV og þeirra menn
kunni ekki til mannvirkjagerðar.
Ljótt ef satt er. Ráðherrar segja að
prófessorar skuli halda sig við sitt
fag og skipta sér ekki af því sem
þeim kemur ekki við og þingmaður
rústar í hita umræðunnar starfs-
heiðri starfsfólks Skipulagsstofnun-
ar með einni setningu.
Það er fásinna að amast við því að
vísindamenn sem unnið hafa langan
tíma við rannsóknir láti til sín heyra
og hafi skoðun á málum. Slík múl-
binding væri beinlínis hættuleg lýð-
ræðinu. Hins vegar verður að minn-
ast þess að enginn fer úr starfi sínu,
menntun eða lífsreynslu eins og
frakka. Náttúrufræðingur sem
stundað hefur rannsóknir á ein-
hverju sviði um langan tíma hlýtur
að fá taugar til viðangsefnisins.
Verkfræðingur hlýtur líka að leggja
sál sína í hönnun mannvirkis svo það
verði hagkvæmt og starfhæft. Báðir
aðilar hafa fengið langa skólun í sínu
fagi og þjálfun í því að greina hið lít-
ilverða frá hinu mikilvægara, setja
hluti í samhengi og draga ályktanir.
En báðir hafa taugar til verkefnisins
sem gerir þá í senn hæfari og van-
hæfari að skoða það í heild.
Það gefur hins vegar hvorugum
rétt til þess að vega að starfsheiðri
hins með því að ætla honum að segja
hverju sinni annað en það sem hann
veit sannast og réttast. Menntun og
reynsla ætti að hafa tamið mönnum
hófsaman og kurteislegan málflutn-
ing og líkt og verkfræðingurinn ætti
að gæta sín við túlkun náttúrfræði-
legra viðfangsefna á náttúrufræð-
ingurinn að gæta sín við umfjöllun
verkfræðilegra viðfangsefna.
RÍKHARÐUR
BRYNJÓLFSSON,
prófessor, Landbúnaðar-
háskólanum á Hvanneyri.
Starfsheiður
Frá Ríkharði Brynjólfssyni, pró-
fessor við Landbúnaðarháskólann
á Hvanneyri:
ÞAÐ var sem blautri tusku væri
slegið í andlit mitt sem starfs-
manns Landhelgisgæslunnar að
lesa um þær fregnir að ríkisstjórn-
in hefði ákveðið að styrkja Nato
um 300 milljónir króna á sama
tíma og einu af þremur varðskip-
um Landhelgisgæslunnar er lagt
til að spara um 20 milljónir króna
og stofnunin fer með betlistaf um
borg og bæ til að safna fyrir jafn
nauðsynlegum búnaði og nætur-
sjónaukum fyrir björgunarþyrlur
Gæslunnar.
Það er afskaplega niðurdrepandi
og skaðlegt fyrir starfsmenn þess-
arar stofnunar að búa við það
áhuga- og skilningsleysi sem ráða-
menn þjóðarinnar hafa á starfsemi
Landhelgisgæslunnar. Stofnunin
drabbast niður af fjársvelti við það
að reyna að viðhalda sínum gamla
skipa- og flugvélaflota, skipin orð-
in frá 27 til 43 ára gömul, flugvélin
25 ára og eldri þyrlan 17 ára göm-
ul. Það er til marks um áhugaleys-
ið að í desember árið 1997 var
skipuð nefnd til að semja forsend-
ur og hafa umsjón með smíði nýs
varðskips, nú á fimm ára afmæli
skipunar þessarar nefndar er ekki
enn búið að semja um smíði nýs
varðskips, ef þetta er ekki svæf-
ingarnefnd þá er mér farið að förl-
ast. Það segir sig sjálft að það er
fyrir lifandi löngu orðið tímabært
að endurnýja skipa- og flugvéla-
kost Gæslunnar, gera þarf verk-
og fjárhagsáætlun um þessa end-
urnýjun, t.d. til 10 ára og byrja að
vinna eftir henni skipulega.
Sómasamlegt eftirlit og verndun
sjávarauðlindanna og tækjakostur
við björgunarþjónustu sem hægt
er að stóla á er lífsnauðsynleg þjóð
sem lifir á þessum viðkvæmu nátt-
úruauðlindum og býr við jafn
óblíða veðráttu og er við Ísland.
Nú þegar fiskveiðar nánast
leggjast af í Norðursjó og Eystra-
salti er ekki óvarlegt að áætla að
útgerðir í Evrópubandalaginu
stórauki úthafsveiðar sínar og
ásóknin við Íslandsmið verði meiri
en nokkru sinni, eða síðan þorska-
stríðunum lauk. Einnig má benda
á þann vágest sem útlæg olíuflutn-
ingaskip verða er þau taka á sig
krók út á Atlantshafið til að forð-
ast eftirlit og refsingar Evrópu-
bandalagsins. Er Landhelgisgæsl-
an í stakk búin til að takast á við
þessi verkefni?
Það er einlæg von mín að ráða-
menn landsins hysji upp um sig
buxur og pils og gangi skörulega
til verks við að endurreisa Land-
helgisgæsluna þannig að þeim sé
sómi af og hægt sé að greiða þeim
atkvæði til áframhaldandi starfa á
vori komandi.
JAKOB ÓLAFSSON,
Hraunbraut 39, 200 Kópavogi.
Nato styrkt, Gæslan svelt
Frá Jakobi Ólafssyni:
STEFÁN Kristjánsson er í 8.–23.
sæti á Heimsmeistaramóti unglinga í
Goa á Indlandi eftir sex umferðir.
Hann hefur mætt sterkum andstæð-
ingum og í þriðju umferð gerði hann
t.d. jafntefli við hinn 17 ára gamla
kínverska stórmeistara, Xiangzhi Bu
(2.601). Það er víst óhætt að kalla
hann undrabarn, því á sínum tíma
náði hann því að verða yngsti stór-
meistara allra tíma. Það met hefur
reyndar verið slegið rækilega síðan.
Stefán er með 4 vinninga. Hann hefur
teflt af öryggi fram að þessu og verð-
ur spennandi að fylgjast með honum í
síðari hluta mótsins.
Davíð Kjartansson tekur einnig
þátt í mótinu og er sem stendur vinn-
ingi á eftir Stefáni. Þeir Stefán gerðu
báðir jafntefli í sjöttu umferð. Stefán
gerði jafntefli við indverska alþjóð-
lega meistarann Surya Shekhar
Ganguly (2.531) og Davíð gerði jafn-
tefli við Svíann Pontus Carlsson
(2.376). Davíð er nú 38.–53. sæti á
mótinu.
Í fimmtu umferð sigraði Stefán
Meylis Annaberdiev (2.305) frá Túrk-
menistan og Davíð sigraði Indverj-
ann H.D. Jagadish (2.130).
Í sjöundu umferð mætir Stefán
Hvít-rússneska alþjóðlega meistar-
anum Sergei Azarov (2.520), en Davíð
mætir kínverska FIDE-meistaran-
um Qun Li (2.320).
Efstir á mótinu eru armenski stór-
meistarinn Levon Aronian (2.581) og
kínverski alþjóðlegi meistarinn Hua
Ni (2.545) með 5 vinninga. Englend-
ingurinn Luke McShane, sem hafði
forystuna eftir fimm umferðir varð
að gefa hana eftir þegar hann tapaði
fyrir Aronian í sjöttu umferð.
Tefldar verða 13 umferðir á mótinu
og því lýkur 21. desember. Þeir Davíð
og Stefán láta vel af aðstöðunni og
móttökur Indverjanna hafa verið
með eindæmum góðar. Þeir segja að
það liggi við að þjónustan sé betri en
þeir kæri sig um því það sé stöðugt
verið að spyrja þá hvort allt sé í lagi
og hvort þá vanti eitthvað.
Jólaskákmót Búnaðarbankans
Ein af nýjungunum í skáklífinu hér
á landi á þessu ári verður Jólaskák-
mót Búnaðarbankans. Mótið verður
haldið laugardaginn 21. desember og
fer fram í aðalbanka útibúsins. Tíu
sterkustu skákmönnum landsins hef-
ur verið boðið að taka þátt í þessu
hraðskákmóti þar sem tefld verður
tvöföld umferð.
Jólaskákmót TR fyrir börn
og unglinga
Taflfélag Reykjavíkur heldur jóla-
skákmót fyrir börn og unglinga, 15
ára og yngri, laugardaginn 14. des-
ember. Teflt verður í félagsheimili
TR að Faxafeni 12. Taflið hefst kl. 14.
og stendur til um kl. 18. Þátttaka er
ókeypis og verður öllum boðið upp á
ókeypis pizzur og gos á meðan á
mótinu stendur.
Verðlaun fá þrjár efstu stúlkurnar,
þrír efstu drengina og þrír efstu 10
ára og yngri (fædd 1992 og síðar). Að
auki verða dregnar út 10 jólagjafir
sem allir eiga möguleika á að fá, óháð
árangri í mótinu.
Einvígi
Kasparov og Karpov
Margir hafa vafalítið talið að ekki
kæmi til fleiri einvígja milli þeirra
erkifjenda Kasparovs og Karpovs.
Nú stendur hins vegar fyrir dyrum
fjögurra skáka einvígi þeirra þar sem
tefldar verða atskákir (25 mín.+10
sek.). Teflt verður í New York 19.–20.
desember. Einnig er fyrirhugað að
Kasparov tefli einvígi við eitt öflug-
asta skákforritið í janúar, en eftir
margar frestanir og vandamál í
kringum það einvígi er líklegast að
það fari einnig fram í New York.
Stefán í 8.–23. sæti á
HM unglinga í skák
SKÁK
Cidade de Goa, Indland
9.–21. des. 2002
Daði Örn Jónssondadi@vks.is
HEIMSMEISTARAMÓT UNGLINGA
Davíð
Kjartansson
Stefán
Kristjánsson
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Mörkinni 3, sími 588 0640
Glæsilegar
jólagjafir
Mörkinni 3, sími 588 0640
Glæsilegar
jólagjafir
Mikið úrval
af blóma-
vösum
alltaf á föstudögum