Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 84

Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 84
FÓLK Í FRÉTTUM 84 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ PÁLL Rósinkranz hefur gefið út tvær plötur þar sem hann tekur lög eftir aðra við miklar vinsældir auk gospelplötu. Fyrir jólin kom út þriðja platan í þessum stíl, sem kallast No- body Knows. Á henni er að finna lög, sem Páll hefur valið, eftir meistara Lennon, Dylan og Bítlana svo eitt- hvað sé nefnt. „Lögin komu á mismunandi hátt í sjálfu sér. Eins og með „All Along the Watchtower“, þá var ég að hlusta á annað lag, blús, og byrjaði að syngja lagið ofan á. Það er í raun annað lag undir,“ segir hann. „„Jealous Guy“ er frábært lag. Ég söng það oft „live“ með Jet Black Joe í gamla daga. Upprunalega útgáfan með John Lennon er mjög flott. Ég held við séum mjög sannir laginu,“ út- skýrir Páll og heldur áfram að fara yf- ir sögu laganna á plötunni. „Lagið „Nobody Knows“ er gospel- lag sem ég heyrði og breytti útsetn- ingunni. Þetta var miklu hraðara en við settum aðra tilfinningu í það og leikum okkur aðeins,“ segir hann og bætir við að svo sé „You Are So Beautiful“ fyrir stelpurnar. „Annars var ég að lesa það að það væri mikið af leiðinlegum útsetning- um á plötunni. Gagnrýnandinn var ekki hrifinn af lúðrasólóinu í „Jealous Guy“. Mér finnst að það megi ekki breyta lögunum of mikið, ekki skemma þau,“ útskýrir hann og segist vilja vera „heiðarlegur gagnvart laginu þegar manni finnst það gott eins og það er“. Ekki gert fyrir gagnrýnendur „Málið er það að þetta eru allt frá- bær lög og vel gerð en svona karókí- plötur falla aldrei í kramið hjá þessum gagnrýnendum, sem eru alltaf að leita eftir einhverju nýju og því sem hefur aldrei heyrst áður. Enda er ég ekki að gefa svona plötur út fyrir tónlistar- gagnrýnendur eða tónlistarmenn. Þetta er aðallega diskur fyrir fólk,“ segir Páll um drifkraftinn á bak við útgáfuna. „Að vissu leyti er maður að þessu til að kynna tónlist fyrir almúganum, sem þekkir lítinn hluta af þessum frá- bæru lögum. Maður er ekki að reyna að heilla einhverja músíkanta og spekúlanta,“ heldur hann áfram. Páll segir að svo virðist sem það fari í taugarnar á mörgum að þeim finnist hann komast of auðveldlega frá hlutunum. „Að vera fá- tækur listamaður er mjög göfugt í augum sumra,“ seg- ir hann. Platan var gerð á tveimur til þremur vikum og þremur dögum eytt í hljóðveri. „Platan er tekin upp „live“. Þannig erum við heiðarleg- astir,“ segir hann. „Ég hugsa aðallega um mig sem söngvara og túlk- anda, þótt ég semji eitt og eitt lag og ætli mér að gera meira af því,“ segir Páll. Hann kemur mikið fram með píanóleikara og tekur þá lögin af þessum plötum. „Að syngja fyrir fólk, – það er það sem ég geri.“ Einnig syngur hann við og við með gömlu hljómsveitinni, Jet Black Joe. Hann segir tónlistargagnrýnend- urna þó ýta við sér að fara að gera eitthvað annað en lætur ekkert uppi með hvað verði næsta skref. „Það er alltaf mikið af hugmyndum í gangi. Bara spurning hvaða skref maður tekur.“ Páll segist vera með „virkilegt ein- valalið“ með sér á plötunni. „Það kem- ur svo margt af sjálfu sér þegar mað- ur er að vinna með góðum spilurum.“ Með honum á tónleikunum spila flestir þeir er voru með honum á plöt- unni, Óskar Einarsson, Gunnlaugur Briem, Jóhann Ásmundsson, Sigurð- ur Flosason, Kjartan Hákonarson og Þórir Baldursson. Páll Rósinkranz segist í viðtalinu gera töku- lagaplötur til að kynna tónlist fyrir fólki, sem þekki lítinn hluta þessara frábæru laga. Páll Rósinkranz gefur út Nobody Knows Að syngja fyrir fólk Morgunblaðið/Kristinn Páll Rósinkranz verður með útgáfu- tónleika í Austurbæ í kvöld kl. 20. Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Munið gjafakortin! Lau 28/12. kl. 21 Jólasýning Föst 3/1 kl. 21 Uppselt Föst 10/1 kl 21 Sérstakar jólasýningar! 26. des. kl. 14 laus sæti 29. des. kl. 14. laus sæti 5. jan. kl. 14 laus sæti 12. jan. kl. 14. laus sæti 19. jan. kl. 14. laus sæti Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Frumsýning lau 11/1 kl 20 UPPSELT, 2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, 3. sýn fö 17/1 kl 20 rauð kort, 4. sýn lau 18/1 græn kort SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Lau 28/12 kl 20, Su 29/12 kl. 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 29/12 kl 14 Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20, Má 30/12 kl 20, UPPSELT, Fö 3/1 kl. 20 SÓL & MÁNI eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR - GJAFAKORT Á TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Su 29/12 kl 20 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF JÓLAGAMAN Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl. Í dag kl 15:00 Aðeins kr. 500, Su 15/12 kl 15:00 - UPPSELT ELEGIA - FJÖGUR DANSVERK Pars pro toto - Rússibanar - Benda Í kvöld kl 20, 15:15 TÓNLEIKAR George Crumb. Benda Lau 21/12 kl 21 - ath. breytan tíma Jólatónleikar Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Jólatónleikar fjölskyldunnar í Háskólabíói í dag, laugardag kl. 15:00 Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Kórstjóri: Jón Stefánsson Einleikarar: Nemendur úr Allegro Suzuki skólanum Kór: Graduale nobile Kynnir: Atli Rafn Sigurðarson Á boðstólum verður m.a. tónlist úr kvikmyndinni um töfrastrákinn Harry Potter og heimsþekkt jóla- lög. Að síðustu taka allir lagið saman og aldrei að vita nema jólasveinninn komi í heimsókn. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN ÖRFÁ SÆTI LAUS Stórhöfði 17 við Gullinbrú Geir Ólafs og hljómsveitin Furstarnir ásamt Ragga Bjarna Í kvöld w w w .c ha m pi on s. is Vesturgötu 3 Í HLAÐVARPANUM Klundurjól Jólaskemmtun Hugleiks sun. 15. des. kl. 20.00 Ljúffengur málsverður fyrir alla kvöldviðburði MIÐASALA: 551 9030 kl. 10-16 má.-fö. Símsvari á öðrum tímum. Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Sun. 15. des. kl. 15 og 20 Lau. 11. jan. kl. 20 Sun. 12. jan. kl. 20 Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz Leikstjóri: Vladimir Bouchler. Sýn. í kvöld kl. 19 nokkur sæti laus Laugard. 21.12. kl. 19 laus sæti. Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum í leikhúsið yfir jólin. Vörðufél. Landsbanka Íslands fá 25% afsl. gegn framvísun gulldebetkorts. Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Lau. 14. des. kl. 20.30 UPPSELT Lau. 14. des. kl. 22.30 UPPSELT Aukasýningar Sýningin Þetta vilja börnin sjá! Myndskreytingar úr nýjum barnabókum JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur Sun. 15. des. kl. 14 laus sæti Þri. 17. des. kl. 10 uppselt Mið. 18. des. kl. 10 uppselt Fim. 19. des. kl. 9 og 12 uppselt HVAR ER STEKKJARSTAUR? eftir Pétur Eggerz Mán. 16. des. kl. 14 uppselt Þri. 17. des. kl. 14 uppselt Mið. 18. des. kl. 8.30 uppselt Fim. 19. des. kl. 10.45 uppselt Miðaverð kr. 1.100. Netfang: ml@islandia.is ww.islandia.is/ml Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu Þri 17. des. UPPSELT, sun 29. des kl. 20, HÁTÍÐARSÝNING, nokkur sæti föst 3. jan, kl 20, laus sæti Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.