Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALFREÐ Þorsteinsson segir að ekki komi til
greina að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri bjóði sig fram til Alþingis um leið og hún
gegni embætti borgarstjóra.
– Er yfirlýsingin sem þið kynntuð í gær ekki
afarkostir af ykkar hálfu? „Þetta er mjög skýr
yfirlýsing um hvernig við lítum á málin. Og það
á ekki að fara á milli mála hvað í henni felst. Við
teljum að það samrýmist ekki stöðu borgar-
stjóra að fara í framboð fyrir einn af þessum
þremur flokkum sem eru í þessu samstarfi.“
– Telur þú það alls ekki koma til greina?
„Nei, ég tel að það komi alls ekki til greina.
Hins vegar er henni frjálst að gera það sem hún
vill. En helst vildi ég að hún héldi áfram sem
borgarstjóri en hún hlýtur að ráða sjálf för.“
– Ef Ingibjörg Sólrún hættir ekki við að
bjóða sig fram til Alþingis, munið þið fella hana
sem borgarstjóra?
„Það sem er framundan núna eru viðræður á
milli okkar og annarra aðila í Reykjavíkur-
listasamstarfinu um hvernig farið verður með
þetta borgarstjóraembætti, hver muni skipa
það. Málið snýst um hvort
Ingibjörg Sólrún dragi til
baka yfirlýsingar um að
hún ætli í framboð. Mér
finnst of snemmt að tala um
að fella. Fyrst leitum við að
því hvort ekki finnist sam-
eiginleg lausn innan R-
listans.“
– Ef Ingibjörg Sólrún
hættir við þingframboð,
mun hún áfram njóta ykkar
trausts sem borgarstjóri?
„Það held ég.“
– Hvað um afstöðu framsóknarmanna?
„Auðvitað hefur orðið viss trúnaðarbrestur
en ég hef hins vegar ekki áhyggjur af því, að ef
hún dregur yfirlýsinguna til baka, að það sé
ekki hægt að vinna það upp aftur.“
– Þarf að semja upp á nýtt um skipan í
borgarstjórn? Hvenær þarf því að vera lokið?
„Við leggjum áherslu á að þetta geti gerst
sem fyrst. Að vísu fara nú í hönd jól og áramót
sem er kannski ekki besti tíminn til að vinna að
svona málum. En það er stefnt að því að þessu
ljúki sem allra fyrst.“
– Hver væri nýtt borgarstjóraefni ef Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir lætur af störfum sem
borgarstjóri?
„Það er alltof snemmt að segja til um það.“
– Þyrfti borgarstjóraefnið að koma úr röðum
borgarfulltrúa?
„Það er allt til í því.“
– Kemur til greina að þú óskir eftir því að
taka við embætti borgarstjóra?
„Ég hef aldrei sýnt því neinn áhuga að verða
borgarstjóri.“
– Sjáið þið möguleika á myndun nýs meiri-
hluta í borgarstjórn ef ekki næst samkomulag
innan Reykjavíkurlistans?
„Við höfum ekki hugsað svo langt.“
– Við hverja var yfirlýsingin rædd áður en
hún var kynnt í gær?
„Við vorum fyrst og fremst í góðu sambandi
við formann flokksins og aðila innan stjórna
[framsóknar]félaganna hér í Reykjavík.“
Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Þingframboðið kemur ekki til greina
Alfreð
Þorsteinsson
ÁRNI Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-
hreyfingarinnar–græns framboðs, sem var í
fyrsta sæti R-listans í kosningunum í vor, sagði
í samtali við Morgunblaðið að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir hefði brugðist trúnaði með því að
lýsa því yfir að hún ætlaði að bjóða sig fram til
Alþingis. Það tæki tíma að byggja slíkt traust
upp aftur.
– Er yfirlýsingin sem þið kynntuð í gær ekki
afarkostir af ykkar hálfu?
„Við höfum einfaldlega sagt að við teljum að
það sé ekki samrýmanlegt að vera í framboði
fyrir Samfylkinguna og vera áfram borg-
arstjóri í þessu kosningabandalagi hér. Það er
mjög skýr afstaða okkar. Við munum að sjálf-
sögðu ræða þetta við borgarstjóra og ég vænti
þess að hún verði sammála okkur þegar við
höfum farið yfir málið.“
– Ef Ingibjörg Sólrún hættir ekki við að
bjóða sig fram til Alþingis, munið þið fella hana
sem borgarstjóra?
„Það er ekki tímabært að svara slíkum
spurningum.“
– Ef hún fellst ekki á að víkja hvaða ráðum
getið þið beitt? Þarf að bera fram vantraust?
„Það er auðvitað þannig að borgarstjóri er
kosinn af borgarstjórn til
loka kjörtímabilsins og ef
það á að gera breytingar á
því, þá verður hann ann-
aðhvort að segja af sér sjálf-
ur eða borgarstjórn að
ákveða eitthvað annað eða
samþykkja vantraust.“
– Ef Ingibjörg Sólrún
hættir við þingframboð,
mun hún áfram njóta ykkar
trausts sem borgarstjóri?
„Við þurfum auðvitað að
fara yfir þessi mál í okkar röðum og einnig í
samtölum við hana. Við höfum sagt að það hafi
orðið trúnaðarbrestur og menn þurfa tíma til
að ræða hvort hægt sé að byggja slíkt upp á
nýjan leik.“
– Þarf að semja upp á nýtt um skipan í borg-
arstjórn? Hvenær þarf því að vera lokið?
„Við höfum óskað eftir því við Samfylk-
inguna að það fari fram viðræður um þessar
breyttu forsendur sem við teljum að séu varð-
andi samstarfsyfirlýsingu þessara þriggja
flokka. Það þýðir að það þarf að semja um
ákveðna hluti upp á nýtt. Jafnframt höfum við
lagt áherslu á að málefnasamningur flokkanna
stendur fyrir sínu og það er ekkert tilefni til að
taka hann til endurskoðunar. Það eru engir
tímafrestir settir.“
– Hver væri nýtt borgarstjórnarefni ef Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir lætur af störfum sem
borgarstjóri?
„Það eru engar bollaleggingar í þeim efn-
um.“
– Sjáið þið möguleika á myndun nýs meiri-
hluta í borgarstjórn ef ekki næst samkomulag
innan Reykjavíkurlistans?
„Við lítum svo á að þessi meirihluti sé ennþá
við lýði. Á því hefur ekki orðið breyting. Hins
vegar hefur orðið breyting á forsendum sam-
starfssamnings sem kallar á endurskoðun og
við höfum óskað eftir því. Fyrr en við höfum
látið reyna á það er ekki tímabært að tjá sig
frekar um það.“
– Við hverja var yfirlýsingin rædd áður en
hún var kynnt í gær?
„Í okkar röðum ræddum við þetta við stjórn
félagsins í Reykjavík. Við fulltrúa VG á
Reykjavíkurlistanum, þingmenn flokksins í
Reykjavík, formenn og varaformann. Þetta
var niðurstaðan af þeim fundi.“
Árni Þór Sigurðsson, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði
Trúnaðarbrestur með þingframboði
Árni Þór
Sigurðsson
ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi F-
lista frjálslyndra og óháðra, segir það
furðulega stöðu að Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri hafi lýst yfir þing-
framboði án þess að hafa tryggt nægilegan
stuðning fyrir því meðal samstarfsflokkanna
í Reykjavíkurlista. Um pólitísk mistök sé að
ræða af hálfu Ingibjargar og það hafi komið
sér á óvart þegar um jafnreyndan og hæfan
stjórnmálamann sé að ræða. Hún hafi of-
metið styrk sinn innan R-listans.
„Mér virðist þetta vera óafturkræf
ákvörðun hjá henni. Ef framsóknarmenn og
Vinstri grænir standa við það að þeir ætli
að endurskoða sam-
komulagið um borg-
arstjóraefni R-listans þá
er það alvarlegt mál fyrir
listann og í raun fyrir
borgarstjórn á mjög þýð-
ingarmiklum tímamótum.
Mikilvæg mál brenna á
borginni um þessar mund-
ir, ekki síst fjárhagsáætl-
unin og orkumálin, og sér-
staklega ákvarðanataka
um þátttökuna í Kárahnjúkavirkjun. Á slík-
um tímum er mikilvægt að forystumaður
borgarstjórnar haldi fast um stjórn-
artaumana en sé ekki valtur í sessi, eins og
Ingibjörg Sólrún er greinilega orðin nú sem
borgarstjóri“ segir Ólafur.
Hann telur að það komi ekki til greina
fyrir Ingibjörgu að fara í þingframboð
nema að gera það með meira afgerandi
hætti en að vera í baráttu- eða varasæti í
Reykjavík. Fyrst hún sé að fórna jafnvel
borgarstjórastólnum verði hún að stíga
skrefið til fulls og fara í forystusæti í lands-
málum sem leiðtogi Samfylkingarinnar. Að
öðrum kosti sé hún að fórna allt of miklu
fyrir allt of lítið.
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins
Pólitísk mistök Ingibjargar
Ólafur F.
Magnússon
STEFÁN Jón Hafstein,
formaður framkvæmda-
stjórnar Samfylkingarinnar
og borgarfulltrúi í Reykja-
vík, segir að margt í und-
irbúningi Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur fyrir
yfirlýsingu hennar um
þingframboð hefði þolað
betri undirbúning. Hið
sama eigi við um yfirlýs-
ingu borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins og Vinstri
hreyfingarinnar – græns framboðs.
– Varst þú með í ráðum varðandi ákvörðun
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur?
„Hún tók þessa ákvörðun án mín, ef svo má
segja. Ég vissi af tilboði uppstillingarnefndar
til hennar fyrir nokkrum dögum. Ég var ekki
með í ráðum hvernig þetta bar að eða hvað hún
sagði og gerði. Hún kynnti málið á fundi borg-
armálaráðs Reykjavíkurlistans. Þar var
ákvörðunin kynnt og ég hafði ekki heyrt um
hana fyrr.“
– Var einhver innan Samfylkingarinnar í
borgarstjórn með í ráðum?
„Nei. Ekki svo ég viti til.“
– Sýnir ekki þessi yfirlýsing borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins og VG að Ingibjörg Sól-
rún hefur hlaupið á sig?
„Ég held að við verðum að spyrja að leiks-
lokum í þeim efnum. Það er skiljanlegt að sam-
starfsmenn mínir í Reykjavíkurlistanum kom-
ist í uppnám út af þessu því sjálfsagt hafa
margir talið að þessi umræða væri frá. En ég
held að menn eigi ekki að gera neitt í uppnámi
heldur leyfa öldunum að lægja. Taka síðan
málið og ræða yfirvegað þegar bráir af mönn-
um.“
– Var yfirlýsing borgarfulltrúa Framsókn-
arflokksins og VG ótímabær að þínu mati?
„Ég held að þeir hefðu átt að gefa sér aðeins
meiri tíma til að ræða málin. Það er alltaf hollt.
Af sömu ástæðu hef ég kosið að vera ekki með
yfirlýsingar um málið.“
– Hvað finnst þér um yfirlýsingar Ingibjarg-
ar Sólrúnar um að hún ætli að sitja áfram sem
borgarstjóri og líka fara í framboð?
„Hún getur ekki sagt að hún ætli að sitja
áfram – hún gefur kost á sér áfram. Ég hef tal-
ið að það sé skiljanlegt að hún vilji fara inn í
landsmálin undir þeim kringumstæðum sem
nú eru og stimpla inn hagsmuni höfuðborg-
arinnar og tala fyrir þeim í kosningabaráttu og
Alþingi. Það yrði vissulega vandasöm staða en
alls ekki óviðráðanleg að mínu mati.“
– Býður Samfylkingin fram arftaka Ingi-
bjargar Sólrúnar ef hún hættir sem borg-
arstjóri?
„Það er ekkert slíkt í umræðunni. Hún er
borgarstjóri og við viljum að hún verði það
áfram.“
– Ef samstarfið innan Reykjavíkurlistans
brestur, hvaða möguleika sérð þú á breyttu
meirihlutasamstarfi í borgarstjórninni?
„Ég vek athygli á því að það er enginn mál-
efnalegur ágreiningur milli þeirra sem nú
starfa í borgarstjórnarmeirihlutanum. Það er
enginn persónulegur ágreiningur heldur.
Þannig að þetta snýst einvörðungu um hvort
Ingibjörg Sólrún megi gefa kost á sér í fimmta
sætið hjá Samfylkingunni í einu kjördæmi.
Það er eina vandamálið sem Reykjavíkurlist-
inn hefur við að glíma. Allt annað er í mjög
góðu horfi. Ég tel að þeir hagsmunir séu miklu
meiri að halda áfram samstarfinu, heldur en
hitt.“
– Hvað finnst þér um yfirlýsingu borgarfull-
trúa Framsóknar og VG?
„Það má kannski segja að margt í þessu
hefði þolað vandaðri undirbúning. Bæði hvern-
ig það hvernig þetta bar að hjá Ingibjörgu og
einnig hvernig þeir bregðast við. Það er mitt
álit. Menn hefðu átt að gefa sér aðeins meiri
tíma og ræða saman. Það er það sem við ætlum
að gera núna. Ég tel að þeir hagsmunir að
halda saman Reykjavíkurlistanum, sá trúverð-
ugleiki sem okkur ber að standa vörð um fyrir
kjósendur, hann sé miklu meira virði en allt
annað.“
Stefán Jón Hafstein,
borgarfulltrúi og for-
maður framkvæmda-
stjórnar Samfylkingar
Margt hefði
þolað vand-
aðri undir-
búning
Stefán Jón
Hafstein
Morgunblaðið/Jim Smart
Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar gerðu fjölmiðlum í gær grein fyrir afstöðu sinni til framboðs borgarstjóra.