Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 9 FÉLAG blikksmiðjueigenda vill að skýrt verði án tafar hvernig reglum skuli framfylgt um fyrirtæki á Evr- ópska efnahagssvæðinu sem fara á milli landa til að bjóða sína þjónustu um lengri eða skemmri tíma. Um þetta verði að gilda ákveðnar reglur til að tryggja eðlilega samkeppni. „Verulegur misbrestur er hins vegar hér á landi á því að skýrt sé hvernig að framkvæmd þessara reglna skuli staðið sem skapar óþol- andi óvissu fyrir fyrirtæki,“ segir í ályktun sem var samþykkt á almenn- um félagsfundi blikksmiðjueiganda fyrr í mánuðinum. Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, segir að ástæðuna fyrir ályktuninni megi rekja til þess að blikksmiðjur og fleiri hafi gert samninga við portú- galskt fyrirtæki um að þau myndu í raun leigja iðnaðarmenn til íslenskra fyrirtækja. „Íslensku fyrirtækin borguðu mönnunum ekki laun held- ur greiddu portúgalska fyrirtækinu fyrir vinnu þeirra. Það var ágæt reynsla af þessum mönnum en það spruttu upp deilur um kjör þeirra og hvernig skattgreiðslum þeirra væri háttað,“ segir hann. Mönnum hafi þótt sem ýmislegt væri óljóst varð- andi hvaða reglur giltu um slíka starfsmenn. Það vaki alls ekki fyrir mönnum að koma í veg fyrir að hægt sé að flytja inn vinnuafl í samræmi við reglur EES þegar á því sé þörf. Menn vilji hins vegar vita nákvæm- lega hvaða reglum skuli fylgt, m.a. til að jafnræði sé tryggt meðal fyrir- tækja. „Meðan hið opinbera hefur ekki skýrar reglur erum við fyrst og fremst að krefjast þess að menn hreinsi þetta borð,“ segir Ingólfur. Hann segir að Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafi látið málið til sín taka og það sé í skoðun hjá félagsmálaráðuneytinu. Blikksmiðjueigendur vilja skýr- ar reglur um fyrirtæki á EES ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-lista frjálslyndra og óháðra, segir augljóst að samninga- nefnd Landsvirkjunar hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi frá stjórnmálamönnum um að ná fram samningsdrögum við Alcoa hvað sem það kostaði. Fulltrúar Landsvirkj- unar kynntu samningsdrögin á fundi með borgarráðsfulltrúum fyrr í vik- unni. „Það er verið að búa til tímabund- inn hagvöxt með því að ráðast í gríð- arlegar framkvæmdir með miklum skemmdum á náttúru landsins sem sýnilega munu ekki skila hagnaði heldur stórtapi þegar til lengri tíma er litið,“ segir Ólafur. Hann segir að bæði orkuverð og viðmiðunarverð við heimsmarkaðs- verð á áli sé verra en hann hafi átt von á. Hafi hann verið viss í sinni sök þá sé hann ennþá sannfærðari nú um að Reykjavíkurborg eigi alls ekki að taka þátt í framkvæmdum við Kára- hnjúkavirkjun. Nauðsynlegt sé að verja fjárhagslega hagsmuni borgar- innar og tryggja að hún verði ekki skuldsett umfram eignir. Á fundi borgarráðs á þriðjudag lagði Ólafur fram bókun þar sem m.a. kemur fram að brýnt sé að eig- endanefnd Landsvirkjunar um mat á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og fjárhagslegum skuldbindingum eig- enda hennar, skili áliti sínu hið allra fyrsta þannig að borgaryfirvöld geti tekið rökstudda ákvörðun um hvort horfið verði frá þátttöku í virkjunar- framkvæmdunum. „Ég tel brýnt að við getum tekið rökstudda ákvörðun. Þessi samn- ingsdrög eru allt of dýrkeypt fyrir þjóðina og ekki síst Reykvíkinga sem stóran eignaraðila Landsvirkj- unar,“ segir Ólafur. Ólafur F. Magnússon um samning Lands- virkjunar og Alcoa Samningum náð við Alcoa hvað sem það kostar Bankastræti 14, sími 552 1555 Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla! Svörtu sparibuxurnar komnar aftur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið í dag frá kl. 10-20. 15% afsláttur af úlpum og kápum Minnum á gjafakortin Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 10.00—22.00. Óskum öllum viðskiptavinum okkar GLEÐILEGRA JÓLA Litla JÓLABÚÐIN Grundarstíg 7, 101 R., s. 551 5992 Opið alla daga 12-18, Þorláksmessu 10-23, aðfangadag 10-15 20% Afsláttur af öllum herraskóm og dömustígvélum Gle›ileg Fram a› jólum bjó›um vi› 20% afslátt af öllum herraskóm og dömustígvélum. jól Opi› lau. og sun. 10-22 og fiorláksmessu 9-23 JÓLAGJÖFIN FYRIR HANA OG HANN -Peysur -Blússur -Slæður -Veski -Buxur -Belti -Pils -Dragtir -Kápur -Jakkar -Buxur -Skyrtur -Bindi -Jakkar -Jakkaföt -Treflar -Sokkar -Peysur -Frakkar -Bolir -Vaxjakkar Kringlunni - sími 581 2300 Laugavegi 84, sími 551 0756 20% afslátturaf ullarkápumog mokkajökkum Pelshúfur og -treflar Silkimarkaður Silki náttföt: 7.400 kr. Silki náttkjólar: 5.600 kr. Silki sloppar: 6.000 kr. Herraskyrtur og bindi úr tælensku silki. Handofin Pashmina og kasmír treflar og sjöl frá Nepal. Silka Laugavegi 20, opið 11.00-23.00 alla daga fram að jólum. Úrval jólagjafa Náttsloppar Náttföt Nátttreyjur Ullar & silkinærföt Glæsileg undirföt og margt margt fleira Gjafakort Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.