Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 41
FYLGJENDUR og andstæðingar
Kárahnjúkavirkjunar eru margir
hverjir ósammála um það, hvort
virkjunin muni borga sig. Almenn-
ingur á bágt með að átta sig á því,
hvorir hafi rétt fyrir sér í málinu.
Hér vil ég reyna að bregða ljósi á
eina hlið þessa ágreinings og varpa í
framhaldi fram einni spurningu um
hana.
Framkvæmdir við Kárahnjúka-
virkjun munu kosta eigendur Lands-
virkjunar um það bil 90–100 millj-
arða króna sem greiddir verða á
næstu árum, ef af framkvæmdum
verður. Landsvirkjun mun að mestu
fjármagna þessar framkvæmdir með
lánsfé frá útlöndum, en vextirnir
sem Landsvirkjun greiðir verða
lægri en einkafyrirtæki þyrftu að
greiða, vegna þess að eigendur fyr-
irtækisins, ríkið og tvö sveitarfélög,
ábyrgjast að lánin verði greidd,
hvernig sem allt fer. Hinir erlendu
lánardrottnar þurfa því ekki að ótt-
ast um endurgreiðslur þótt Lands-
virkjun færi á hausinn, til dæmis
vegna náttúruhamfara sem kynnu að
eyðileggja Kárahnjúkavirkjun, eða
af öðrum ástæðum.
Andstæðingar Kárahnjúkavirkj-
unar segja að rétt sé að miða við
hærri vexti en lántökuvexti Lands-
virkjunar, þegar arðsemi fram-
kvæmdarinnar er metin. Rökin eru í
rauninni þau, að hin raunverulega
arðsemi verkefnisins sé óháð því
hverjir taki áhættu vegna fram-
kvæmdanna. Þegar ríkið ábyrgist
lánin sé áhætta þeirra fjárfesta sem
láni í verkefnið orðin mun minni en
ella, og þess vegna lækki vextir lán-
takenda. Þetta breyti hins vegar
ekki arðsemi verkefnisins, því hluti
af kostnaði við framkvæmdirnar sé
nú í reynd borinn af ríkinu, sem beri
þennan kostnað með því að veita rík-
isábyrgð.
Fylgjendur Kárahnjúkavirkjunar
segja, að rétt sé að miða við þá vexti
sem lántaki þarf að greiða, þ.e.a.s. án
þess að taka tillit til áhrifa ríkis-
ábyrgðarinnar á vextina. Rökin fyrir
því eru þau, að Landsvirkjun þurfi
ekki að borga hærri vexti en þetta,
svo að verkefnið borgi sig ef það ber
þessa vexti.
Hvorir skyldu nú hafa rétt fyrir
sér?
Við höfum annað nýlegt dæmi um
áþekkt mál, nefnilega spurninguna
um það hvort Íslensk erfðagreining
eigi að fá ríkisábyrgð eða ekki. Ýms-
um þykir óráðlegt að ríkið veiti
erfðagreiningu ábyrgð vegna þess að
sú ábyrgð sé dýr, líkur séu á að ríkið
muni þurfa að greiða þau lán sem
það ábyrgist, þ.e.a.s. hugsanlegt sé
að erfðagreining fari á hausinn. Svo
þykir öðrum þetta óráðlegt vegna
þess að ábyrgðin skekki samkeppn-
isstöðu fyrirtækja í þessum geira.
Hún leiði til þess að verkefni, sem
ekki ber sig fyrir eitt fyrirtæki – til
dæmis Pharmaco – getur borið sig
fyrir erfðagreiningu. Ástæðan fyrir
því þarf ekki að vera önnur en sú, að
annað fyrirtækið fái ríkisábyrgð á
lán sín en hitt ekki.
Þetta dæmi sýnir okkur, að rík-
isábyrgð er verðmæt því hún getur
gert það að verkum að verkefni sem
ekki væru arðbær án hennar verði
arðbær frá sjónarmiði fyrirtækja. Af
þessu dæmi má líka læra að ríkis-
ábyrgð er kostnaðarsöm fyrir ríkið
(um leið og hún minnkar kostnað
þeirra fyrirtækja sem njóta hennar)
vegna þess að hún getur leitt til þess
að ríkisvaldið þurfi að greiða afborg-
anir af lánum sem fyrirtækið átti að
greiða. Freistandi er að draga einn
lærdóm í viðbót af þessu dæmi:
Hann er sá, að snyrtilegast væri að
ríkið hætti að veita ríkisábyrgðir og
veitti fyrirtækjum heldur ríkisstyrki
þegar nauðsynlegt er talið að styrkja
verðug verkefni.
Í framhaldi af því vaknar spurn-
ingin: Hvað þyrfti ríkisstyrkur til
Landsvirkjunar að nema hárri fjár-
hæð, til þess að Landsvirkjun væri
kleift að byggja Kárahnjúkavirkjun
án þess að hafa ríkisábyrgð á þeim
lánum sem taka þarf vegna verkefn-
isins? (Í þessu sambandi þarf fólk
ekki að láta rugla sig, að ríkið á
helmingshlut í Landsvirkjun. Hinn
helminginn eiga tvö sveitarfélög, svo
að Landsvirkjun er hreint ekki
venjulegt ríkisfyrirtæki.)
Það er ekki svo einfalt mál að meta
hversu hár ríkisstyrkurinn þyrfti að
vera. Ástæður þess eru að við vitum
ekki á hvaða vöxtum fjárfestar
myndu vilja lána til framkvæmdar-
innar án ríkisábyrgðar og jafnvel
ekki fyrir víst hverjir vextirnir verða
með ríkisábyrgðinni. Auk þess vitum
við ekki fyrir víst hversu mikið fram-
kvæmdir munu kosta, svo við vitum
ekki hversu fjárhæðin, sem ríkið ætl-
ar að ábyrgjast, er há.
En um alla þessa hluti vita starfs-
menn Landsvirkjunar betur en við
hin. Þeir geta þá kannski frætt okk-
ur um það, hversu hár ríkisstyrkur-
inn þyrfti að vera, til þess að Lands-
virkjun væri jafn vel sett með
ríkisstyrkinn og með ríkisábyrgðina.
Fróðlegt væri að fá svar við þessari
spurningu í ljósi þess, að kostir rík-
isstyrks umfram ábyrgð eru margir,
til dæmis þeir að draga úr áhættu
hvað varðar tekjur og útgjöld rík-
isins.
Borgar Kára-
hnjúkavirkjun sig?
Eftir Þorberg
Þórsson
„Hvað þyrfti
ríkisstyrkur
til Lands-
virkjunar að
nema hárri
fjárhæð, til þess að
Landsvirkjun væri kleift
að byggja Kárahnjúka-
virkjun án þess að hafa
ríkisábyrgð á þeim lán-
um sem taka þarf vegna
verkefnisins?“
Höfundur er hagfræðingur.
www.starri.is
Sérhæfing í
Intel-vörum
Móðurborð - Örgjörvar
- Flatir skjáir
3ja ára ábyrgð
Góðir skór
Skóbúðin
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
Naomi Campbell ilmvötnin
fást í snyrtivöruverslunum og
apótekum um land allt