Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 47
gleymast fljótt, svo skrítið er það nú. Það var sumarið 1999 sem ég kynntist Kristófer. Við vorum að vinna saman sem flokksstjórar í ung- lingavinnunni á Akureyri. Við fyrstu kynni var hann mjög feiminn og óör- uggur og ég fann að honum leið ekki mjög vel. Hann var alltaf brosandi. Tók upp á hlutum sem enginn annar myndi láta sér detta til hugar að framkvæma eins og t.d að mæta með risastór gul randaflugusólgleraugu í vinnuna í von um sól, hann þráði sól og birtu. Þannig var hans líf á þess- um tíma, hann var að reyna að finna birtuna inni í sjálfum sér og þráði hana. Hann er einn af fáum sem við- urkenndu sig fullkomlega og vildi tala opinskátt um sjálfan sig, til að geta byrjað upp á nýtt, finna sinn innri mann en það versta var að hann vissi ekki alveg hver hann var og hvað hann vildi. Hann virkaði alltaf á mig sem vængbrotinn ungi sem vildi fljúga hátt en náði ekki fullu flugi af einhverri ástæðu. Við ræddum fram- tíðina og hvað gerði okkur hamingju- söm, hann vildi eignast konu sem gæti lifað með honum eins og hann var, börn, hús og gott líf. Hann var samt svo innilega meðvitaður um veiki sína, vildi vinna í sjálfum sér til að verða hamingjusamur með sjálfan sig, hann talaði um að hann yrði að elska sjálfan sig áður en hann gæti elskað aðra manneskju og það er sannleikur. Ég hugsa að ég hafi ekki kennt honum neitt en hann kenndi mér eina gullna reglu sem ég hef reynt að temja mér og hún er: Það fyrsta sem maður gerir á morgnana þegar maður vaknar er að líta í speg- il, tala við sjálfan sig, þetta verður góður dagur ég ætla að njóta hans, líta svo á sjálfan sig og segja ég er frábær! Þetta var hluti af hans pró- grammi í að byrja hvern dag og mér finnst þetta mjög gott og þetta virk- ar. Takk fyrir þessa reglu! Þegar leið á sumarið fannst mér eins og hann gæti þetta ekki lengur, var ekki alveg tilbúinn að hefja þetta líf sem hann var að reyna að búa til og vonin minnkaði. Þannig að það sem ég gat gert sem vinur var að hvetja hann áfram sem ég gerði og krakkarnir í unglingavinnunni voru líka frábær, þau dýrkuðu hann og ég er alveg fullviss um að það hjálpaði, en á endanum var það hann sjálfur sem réð því hvernig hann vildi hafa sitt líf. Hann hafði stór markmið. Hann átti sér draum um að flytja til Bandaríkjanna og fara í nuddnám. Hugsa að hann láti þann draum bara rætast þar sem hann situr. Ég er fullviss um að hann velur góða leið að hamingjunni, leið sem lætur honum líða vel. Hann er besti engill sem hægt er að hugsa sér að komi og vaki yfir manni. Kom mér allavega alltaf til að brosa. En eftir sumarið kom haust og leiðir okkar skildu, fórum að sinna öðrum hlutverkum En einhverra hluta vegna hefur hann aldrei farið úr huga mínum og ég hef oft hugsað til hans hvernig þetta gengi nú allt hjá honum, en ekki haft það í mér að hafa upp á honum. Að sjá að Krist- ófer er dáinn er eitthvað sem ég átti ekki von á að sjá svo fljótt, ég hafði nefnilega mikla trú á honum. En hans hlutverk er búið hér á jarðríki, hans bíða stór verk á nýjum stað, honum líður vel og mun vaka yfir öll- um sem hann elskaði í lífinu. Megi góður Guð vaka yfir fjöl- skyldu hans og styðja þau á þessum erfiðu tímum. Kristófer var yndis- legur drengur og fékk mig til að líta öðruvísi á lífið. Megi góðir englar vaka yfir ykkur og hjálpa ykkur að lifa áfram án hans. Lífið er tími,við erum öll fædd til að deyja og þess vegna eigum við að njóta þess að vera til á meðan hjartað slær. Hvíli góður drengur í friði. Takk fyrir það að fá að kynnast þér. Anna María. „Sá sem elskar þig, gerir það vegna eiginleika þinna.“ Orðin þín, elsku hjartahlýi Feri, voru þessi og féllu fyrir mörgum árum. Nú þegar ég rita þína hinstu kveðju, koma mér þessi sömu orð til hugar þegar ég hugsa til þín og þeirra mörgu litlu sigra sem þú afrekaðir í samskiptum okkar. Sé hver fátækleg samveru- stund okkar í þessu jarðlífi lögð að jöfnu og skeytt saman í heild, stend- ur eftir heilsteypt mynd af sérstök- um manni sem kenndi mér hvernig á að lifa lífinu eins og sönn og ósvikin manneskja. Hjartans fárveiki vinurinn minn, sem barðist af fádæma hugrekki við slægan sjúkdóm sem að lokum hafði yfirhöndina. Hversu langur tími sem leið milli funda okkar gegnum árin, var sem tímans tönn fengi ekki unnið á vináttu okkar. Og þannig var það sem ég hefði séð þig síðast í gær, þegar ég var á gangi nú í sumar, þremur árum eftir okkar síðasta fund. Þakklætið í svip þínum út- skýrðir þú með orðunum: „Ég bað Guð að hjálpa mér að hafa uppi á henni Klöru, svo ég gæti lokið erindi mínu og í næsta skrefi mínu gekk ég fram á þig!“ Skarpi og djúphyggni Feri minn, sem hafðir einstakt lag á að koma mér stöðugt á óvart með hreinskiptni og einlægni. Elsku brosbjarti Feri með skrýtnu og tístandi kímnigáfuna. Mér er sem ég heyri ennþá smitandi hláturinn þinn, sjái bjarta brosið þitt og lifandi leiftrið í augum þínum. Blíði Feri, sem gæddir Múmínálfana nýju lífi í augum Mána míns og skil- greindir söguna eins og aðeins sá getur, sem hefur næman skilning á eðli barnsins. Sögupersónur fengu heldur litríka útreið í kómískri en næmri gagnrýni þinni. Í næstum sömu andrá sagðir þú mér með ein- kennilegu stolti frá þeirri gleðilegu staðreynd að nú værir þú orðinn fað- ir. Að litla Embla þín væri að sjálf- sögðu sú sætasta í heiminum. Þess vildi ég óska að hún hefði mátt kynn- ast barninu betur í föður sínum. Það veit ég hins vegar fyrir víst að þú vakir yfir henni um ókomin ár og horfir úr seilingarfjarlægð á hvert skref hennar til vaxtar og þroska. Í dag er það ég sem þakka Guði fyrir þá gæfu sem mér var gefin, þegar þú gekkst inn um dyrnar að heimili mínu í síðasta sinn. Almættið gaf okkur kost á hlýrri og þakklátri kveðjustund. Samtal okkar, sem snerist um innihald fjórða reynslu- spors AA-samtakanna, mun aldrei, alla mína ævidaga, líða mér úr minni. Þú sýndir fádæma einlægni og þor sem mér var næstum ofviða að skilja á minn einfalda máta og áminntir mig enn og aftur, hvers mannshug- urinn er megnugur ef einungis hug- rekkið er haft að leiðarljósi. Þakka þér ævinlega fyrir að velja mig að vini og einnig fyrir að heiðra mig með okkar allra fallegustu en jafnframt hinstu samverustund. „Líf hvers manns er ævintýri, skráð af fingrum Guðs.“ (H.C. And- ersen.) Ástvinum, fjölskyldu og einka- dóttur Kristófers votta ég mína dýpstu samúð og virðingu. Megi björtu verndaröflin vaka yfir hverju ykkar skrefi og veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Klara Egilson Geirsdóttir. Elsku Kristófer, okkur var mjög brugðið þegar við fréttum að þú vær- ir dáinn. Okkur langar að skrifa nokkur orð til þín. Þú gafst okkur svo rosalega mikið og við erum öll svo miklu ríkari eftir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér. Elsku Kristófer, við fengum ekki mikinn tíma með þér en sá tími sem við feng- um skilur eftir far í hjörtum okkar allra. Þú gafst svo mikla hlýju, kær- leik og birtu af þér og það brást ekki þegar maður hitti þig að maður varð allur hressari, kátari og öll heimsins vandamál urðu að litlum verkefnum. Elsku Kristófer, þú varst svo mik- ill karakter, glaðvær og smart strák- ur. Við þökkum Guði fyrir þig og vit- um að núna hvílir þú hjá Guði. Við biðjum algóðan Guð að vera með fjölskyldu þinni og veita henni styrk. Við samhryggjumst henni innilega. Með þessari bæn kveðjum við þig, kæri vinur: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég get ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) GA- og AA-félagar. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 47 ✝ Jenný ÞuríðurLúðvíksdóttir fæddist að Hlíð á Húsavík 8. desem- ber 1906. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar- firði 13. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðfinna Sólveig Jónsdóttir frá Grænavatni, Skútu- staðahreppi í S- Þing., f. 1875, d. 1957, og Lúðvík Friðriksson, sjómað- ur, frá Hléskógum í Grýtubakka- hreppi í S-Þing., f. 1869, d. 1937. Systur Jennýjar voru: Hulda, f. 1899, d. 1970, Þórunn, f. 1900, d. 1933, og Sólveig, f. 1905, d. 1991. Jenný giftist árið 1934 Haraldi arssyni, f. 1938, verkfræðingi, og eiga þau þrjú börn, Eirík Álmar, f. 1964, Ragnheiði Ýr, f. 1966, og Harald Eyjar, f. 1969. 3) Hrannar Garðar, verslunarmaður í Reykjavík, f. 1943, d. 1995, kvæntur Láru Kjartansdóttur, f. 1946, deildarstjóra, og eignuðust þau tvo syni, Hrannar Örn, f. 1967, og Kjartan Inga, f. 1970. Jenný og Haraldur ólu upp Þóru Erlu Hallgrímsdóttur, f. 1930, systurdóttur Jennýjar. Þóra Erla er húsmæðrakennari, gift Árna Þór Árnasyni, f. 1930, vélvirkja frá Akranesi, og eiga þau þrjú börn, Þórunni, f. 1957, Árna Þór, f. 1959 og Jennýju, f. 1962. Edda, dóttir Þóru Erlu og Björns Br. Björnssonar, tannlæknis, f. 1950, ólst einnig að mestu leyti upp hjá Jennýju og Haraldi. Edda er flugfreyja, gift Halldóri Jóni Sig- urðssyni, kennara, f. 1947, og eiga þau tvo syni, Daða, f. 1979, og Ívar, f. 1986. Útför Jennýjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Leví Bjarnasyni, starfsmanni hjá Olíu- félagi Íslands og síð- ar fornbókasala, frá Helguhvammi í Kirkjuhvammshreppi í V-Hún., f. 1909, d. 1990. Þau eignuðust þrjú börn, en þau eru: 1) Þórunn, f. 1935, viðskiptafræð- ingur, gift Charles Frank Faddis, f. 1930, viðskiptafræð- ingi og fasteignasala, búsett í Bandaríkjun- um, og eiga þau fjög- ur börn, Michele Ann, f. 1958, Eric Harald, f. 1959, Frances Lynn, f. 1960, og Sherri Kath- erin, f. 1969. 2) Ingibjörg Guð- finna, f. 1942, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Grétari H. Ósk- Tengdamóðir mín, Jenný Lúð- víksdóttir, er látin eftir nokkra sjúkdómslegu. Hún fékk hægt and- lát og er vel að hvíldinni komin eft- ir langa og farsæla ævi. Hún var fædd á Húsavík en bjó í nokkur ár frá fimm ára aldri með móður sinni og systrum í Mývatnssveit, þar sem frændgarður var stór. Guð- finna, móðir Jennýjar, vann fyrir sér þarna í sveitinni með því að kenna börnum lestur og skrift, en auk þess tók hún að sér saumaskap fyrir konur eins og títt var á þess- um tíma. Sjö ára gömul var Jenný um tíma hjá móðursystur sinni, Jónasínu í Reykjahlíð, en vegna lasleika gat hún ekki fylgt móður sinni, sem vann þá sem kaupakona austur á Hólsfjöllum. Árið 1916 fluttust þær mæðgur til Akureyrar og Solla og Jenný hófu nám í barnaskólanum þar, en alla tíð voru yngstu systurnar mjög samrýndar enda aðeins rúmt ár á milli þeirra. Veturinn 1924–25 stundaði Jenný nám á Húsmæðra- skólanum á Blönduósi, en Solla systir hennar hafði verið þar við nám veturinn áður. Skömmu seinna sigldi Jenný til Kaupmannahafnar ásamt vinkonu sinni, Jórunni Stef- ánsdóttur úr Svarfaðardalnum, og réðu þær sig til starfa á hóteli þar. Höfðu þær mikla og góða reynslu út úr þessari ferð, enda ekki al- gengt á þessum tímum að ungar ís- lenskar stúlkur „sigldu“ til að kanna hinn stóra heim. Á Alþingishátíðinni 1930 kynnt- ist Jenný verðandi eiginmanni sín- um, Haraldi Bjarnasyni, sem var í hópi vegavinnumanna, er höfðu unnið við undirbúning svæðisins fyrir hátíðina. Þau gengu í hjóna- band 1934 og hófu búskap á Grett- isgötunni, þar sem þau bjuggu alla tíð með sinn barnahóp, en síðust til að velta úr hreiðrinu var auðvitað Edda, sem var ömmu sinni og afa mikil stoð og ríkur gleðigjafi. Oft var þröngt en glatt á hjalla á Grettisgötunni, sérstaklega á með- an eldri dæturnar bjuggu ennþá heima. Á barnmörgu og gest- kvæmu heimili var Jenný því eðli- lega heimavinnandi húsmóðir eða allt fram til 1964 að hún gerðist ræstingakona við Iðnskólann í Reykjavík, en því starfi sinnti hún af alúð í níu ár. Haraldur, maður hennar, vann hjá Olíufélagi Íslands allan sinn starfsaldur, en þegar hann komst á eftirlaun opnaði hann fornbókaverslun í miðbæ Reykja- víkur, sem hann rak um árabil. Árið 1986 lét Jenný gamlan draum sinn rætast og flutti í litla íbúð sem hún byggði með Samtök- um aldraðra í Bólstaðarhlíð 45. Þar fór vel um hana og bjó hún þar til ársins 1997 að hún flutti á Hrafn- istu í Hafnarfirði, komin yfir ní- rætt, ennþá mjög hress en aðeins farin að tapa heyrn, sátt við lífið og glöð yfir hinu mikla barnaláni sínu. Kynni okkar Jennýjar hófust fyrir um 45 árum, þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hennar, Ingibjörgu Guð- finnu. Jenný tók mér afskaplega vel frá fyrsta degi og reyndist mér sönn og dygg tengdamóðir alla tíð. Aldrei bar skugga á okkar sam- skipti og ríkti ávallt gagnkvæm vinátta og traust okkar í milli. Jenný var ákaflega hlý og ljúf kona og gerði sér far um að aðstoða sína nánustu eftir megni í lífsbar- áttunni. Hún var alin upp við kröpp kjör eins og svo margir á fyrri hluta síðustu aldar og henni var því í blóð borin nýtni og útsjónarsemi enda snillingur að búa til mat og ekki síður lék allur saumaskapur í höndum hennar. Öllum vildi hún gott gera enda tók hún vel á móti, hvort heldur var frændfólkinu að norðan, sem kom til bæjarins ým- issa erinda eins og gengur, eða vin- um og kunningjum. Hún hafði til að bera gott innsæi, sem lýsti sér í því að hún fann alltaf á sér hvernig meðlimum stórfjölskyldunnar leið. Ekkert fór framhjá henni og alltaf var hún tilbúin að hjúkra ef einhver lá veikur eða átti um sárt að binda. Síðasta árið hafði Jenný vistast á hjúkrunardeild 4B á Hrafnistu í Hafnarfirði, ennþá nokkuð ern. En síðasta mánuðinn þurfti hún á stöð- ugri hjúkrun að halda og erum við, aðstandendur hennar, afar þakklát- ir fyrir þá miklu og góðu umönnun sem hún fékk þar, enda deildin skipuð einstaklega vel hæfu og ljúfu starfsfólki. Dóttir hennar, Þórunn, búsett í Flórída, kom að beði móður sinnar á afmælisdaginn hennar fyrir tæp- um tveimur vikum og náðu þær mæðgur yndislega vel saman. Var það með síðustu dögum sem Jenný gat tjáð sig vel með orðum og var það táknrænt sem hún sagði að lok- um við dætur sínar: „Nú er sagan búin.“ Þótt Jenný sé nú horfin frá okk- ur yfir móðuna miklu til æðri stiga lifir minningin sterkt um trausta og góða konu. Hennar verður lengi sárt saknað af fjölskyldunni. Blessuð sé minning hennar. Grétar H. Óskarsson. Jenný Lúðvíksdóttir er látin, síð- ust fjögurra dætra hjónanna Guð- finnu Jónsdóttur og Lúðvíks Frið- rikssonar. Horfin er kær móðursystir mín, frænkan sem ég hef þekkt síðan ég man eftir mér. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem elsku Jenna frækna mín gerði fyrir mig. Jenna frænka á Grettisgötu 84, hún var fastur punktur í tilverunni, alltaf eins og klettur í hafinu, staðföst og sterk. Já, það var gaman að koma á Grettisgötuna. Jenný lærði hjúkrunarfræði á Akureyri og var um það bil að ljúka því námi, þegar systir hennar Þór- unn andaðist frá fjórum börnum. Það yngsta var þriggja ára. Tók Jenný þá barnið að sér, fór með það til Reykjavíkur og annaðist það ásamt Sólveigu systur sinni, þar til hún giftist Haraldi Bjarnasyni. Þá tóku þau þetta barn, Þóru, sem sína eigin dóttur. Sýnir þetta sann- arlega kærleikslund frænku minn- ar og þeirra hjóna. Haraldi og Jen- nýju varð þriggja barna auðið. Það er Þórunn, Ingibjörg Guðfinna og einkasonurinn Hrannar Garðar. Einnig ólu þau upp Eddu, dóttur Þóru, sem sína eigin dóttur. Þau hjón litu alltaf á Þóru og Eddu sem sín eigin börn og þær voru þeim sannarlega góðar dætur. Jenný lauk ekki hjúkrunarnám- inu, en það var samt hennar áhuga- mál alla tíð. Hún helgaði sig heimili og börnum. Var mikil húsmóðir, lagði ríka áherslu á hollan og góðan mat og var á þeim tíma langt á undan sinni samtíð. Einnig hafði hún áhuga á heilsurækt hvers kon- ar. Hún var glæsileg kona, teinrétt og höfðingleg í fasi, svo eftir var tekið. Fjölskylduböndin voru alltaf sterk milli fjölskyldna okkar, en urðu þó enn nánari, þegar við faðir minn Sigurjón Danivalsson og móð- ir mín Sólveig Lúðvíksdóttir feng- um leigt húsnæði hjá Haraldi og Jennýju á stríðsárunum. Tengd- umst við þá þeim vináttuböndum, sem aldrei hefur borið skugga á. Og nú er Jenna mín horfin okk- ur. Löngu og farsælu lífi er lokið. Að leiðarlokum þakka ég þér, elsku frænka mín, samfylgdina í gegnum lífið og alla elsku þína við mig. Guð blessi þig. Við fjölskyldan í Smiðshúsi minnumst þín með virðingu og þökk. Sendum ástvin- um þínum innilega samúð og hlýjar kveðjur. Erla Sigurjónsdóttir. JENNÝ ÞURÍÐUR LÚÐVÍKSDÓTTIR Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og veittu okkur styrk við andlát og útför ÓSKARS BJÖRGVINSSONAR ljósmyndara, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til kórs og organista Landa- kirkju. Guð blessi ykkur öll. Steina Fríðsteinsdóttir, Þráinn, Kristín, Arnar, Anna Sif, Snorri, Anna, Sunneva, Anna Dögg og Ástrós Mirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.