Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Styrktartónleikar í Fríkirkjunni Væntum góðr- ar aðsóknar LÍKLEGA hefuraldrei verið jafnfyrirferðarmikil umræðan um fátækt í þjóðfélaginu og ekki tilvilj- un að sú umræða er venju fremur mikil er jólin eru í nánd. Þá verður það gjarnan sýnilegra en oft- ast áður hversu margir eru þurfandi í þjóðfélag- inu. Það er hægt að leita til nokkurra stofnana og að- ila, s.s. Mæðrastyrks- nefndar, Hjálpræðishers- ins og Hjálparstofnunar kirkjunnar, en fyrir kemur að einstaklingar og fyrir- tæki leggja þessum stofn- unum lið. Þannig hafa nú tveir einstaklingar tekið sig til og standa fyrir styrktartónleikum í Fríkirkjunni í kvöld og rennur allur ágóði af þeim til Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Jónas Þórir Þórisson tón- listarmaður er í forsvari fyrir tón- leikunum. – Hvenær verða tónleikarnir og hvert er tilefni þeirra? „Tónleikarnir, sem við köllum Jólaljós, eru í Fríkirkjunni í kvöld og hefjast klukkan rúmlega 20. Tilefnið er einfalt, þetta kom til tals í sunnudagaskólanum okkar hér í Mosfellsbæ síðast liðinn sunnudag, en þar erum við Hreið- ar Örn framkvæmdastjóri Frí- kirkjusafnaðarins í forsvari. Við vorum að ræða um að við fyndum fyrir því að margir ættu ekki mik- ið til að halda gleðileg jól.“ – Hafið þið staðið að slíku áður? „Ég var í hópi þeirra sem stóðu að svipaðri uppákomu í Háskóla- bíói fyrir mörgum árum og það gekk alveg ótrúlega vel. Árin 1999 og 2000 voru síðan haldnir styrktartónleikar í Neskirkju fyr- ir einstæðar mæður út frá hug- mynd Margrétar Árnadóttur sópransöngkonu sem vildi með þeim minnast látins eiginmanns síns. Margrét fór síðan til söng- náms í Vínarborg og er nú komin aftur heim og syngur á tónleik- unum í Fríkirkjunni.“ – Þú hefur þá reynslu af því að almenningur bregst vel við svona uppákomum? „Já, svona lagað fellur alltaf vel í kramið og við væntum þess að fá góða aðsókn.“ – Segðu okkur eitthvað frá dag- skránni.... „Já, Bergþór Pálsson syngur nokkur jólalög ásamt kirkjukór Lágafellskirkju og lítilli hljóm- sveit. Páll Rósinkranz tekur tvö létt jólalög, Egill Ólafsson hefur samið nýtt jólalag og flytur það við þetta tækifæri. Lagið nefnir hann „Kyrrð um allan bæinn“ og það er geysilega fallegt. Vinir mínir Margrét Árnadóttir og Ívar Helgason eru síðan komin heim í jólafrí frá Vínarborg og taka lag- ið. Ívar flytur t.d. Ekkó-aríuna úr Jólaóratoríu Bachs ásamt 14 ára stúlku, Sigrúnu Harðardóttur. Ríkharður Örn Páls- son syngur og einsöng með kvartett sér við hlið. Síðast en ekki síst vil ég nefna Diddú sem tekur nokkur lög, end- ar meðal annars tónleikana á því að syngja „Ó helga nótt“. Erindi verða einnig flutt við þetta tæki- færi, séra Hjörtur Magni Jó- hannsson Fríkirkjuprestur held- ur tölu, einnig séra Jón Þorsteinsson sóknarprestur í Lágafellskirkju og Jónas Þórir Þórisson framkvæmdastjóri hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.“ – „Kyrrð um allan bæinn“, það er nú ekki sú stemmning sem mætir mönnum þessa síðustu daga fyrir jól... „Nei, kannski ekki, en það er samt sem áður jólastemmning við hæfi.“ – Og það gefa allir vinnu sína? „Já, það fer ekki grænn eyrir í eitt eða neitt. Það rennur hver einasta króna óskipt til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, innan- landsdeildar. Það kostar eitt þús- und krónur inn fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn. Ef aðsókn verður góð gætum við því lagt vænan skerf til þessarar aðstoð- ar.“ – Hvers vegna Fríkirkjan? „Fríkirkjan er gott hús og mið- svæðis. Þar er allt sem þarf, ágætur flygill og fallegt róman- tískt orgel. Það voru einnig hæg heimatökin þar, því vinur minn og samstarfsmaður, Hreiðar Örn, er framkvæmdastjórinn á staðnum. Lágafellskirkja er líka svo lítil að maður stendur ekki í svona lög- uðu þar.“ – En hvernig verður sjóðnum varið? „Eins og ég gat um, þá rennur allur ágóðinn til innanlandsað- stoðar Hjálparstofnunar kirkj- unnar, ég afhendi sjóðinn sum sé alnafna mínum, Jónasi Þóri Þór- issyni framkvæmdastjóra þar á bæ. Aðstoð þaðan er fjárhagsað- stoð og er útdeilt á þann hátt að fólk sækir um styrk hjá sóknar- presti sínum, þeir aðstoða við að fylla út umsókn og síðan er hver umsókn metin.“ – Þið haldið sem sé að erillinn sé ekki orð- inn svo mikill að fólk gefi sér tíma til að mæta? „Er ekki gott að fara í miðbæ- inn í jafn góðu veðri og hefur ver- ið undanfarið og eiga þar góða stund með vinum og ættingjum, eða bara einn. Kaupa einhverjar jólagjafir eða bara fá inn í sig jólastemmninguna og fara síðan inn í Guðshús og eiga þar nota- lega stund með sjálfum sér og öðrum og láta eitthvað gott af sér leiða um leið?“ Jónas Þórir Þórisson  Jónas Þórir Þórisson er fædd- ur í Reykjavik 28. mars 1956, stúdent frá MR 1976. Lærði á fiðlu sem barn hjá Birni Ólafs- syni konsertmeistara og á orgel hjá Karsten Askeland í Bergen og á Íslandi hjá Herði Áskels- syni, Douglas Brotschie og Mar- teini H. Friðrikssyni. Sambýlis- kona Jónasar er Guðbjörg Magnúsdóttir og með henni á hann soninn Egil. Með fyrri konu sinni Ásu Elísu Einarsdóttur á hann Aron Dalin, Viktor Díar og Ísold Ötlu. Ekki grænn eyrir í eitt eða neitt SKYLDI engan furða að andrúms- loftið á fundi borgarstjórnar hafi ver- ið magnþrungið í gær. Fundurinn hófst einungis rúmum klukkutíma eftir að borgarfulltrúar Framsóknar og VG lýstu því yfir á blaðamanna- fundi að þeir teldu að í framboði Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra fælist í raun að hún væri á leið úr stóli borgarstjóra. Virtist greinilegt að ákveðnir brestir væru komnir í samstarf R- lista-flokkanna, þeir voru þó ekki djúpstæðari en svo að í lok fundar kom Alfreð til Ingibjargar og Árna Þórs, sem stjórnaði fundinum, og hvíslaði einhverju að þeim sem virtist kæta þau. Þá skáluðu allir borgar- fulltrúar í lok fundarins, sem er hefð við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Fundurinn hófst með því að borg- arstjóri mælti fyrir B-hluta fjárhags- áætlunar, sem fjallar um fyrirtæki í eigu borgarinnar, en á fundinum fór fram fyrri umræða um þann hluta og síðari umræða um A-hlutann, sem borinn er uppi með skatttekjum. Borgarstjóri var um klukkutíma í pontu, en kom ekkert inn á atburði sólarhringsins á undan. Hún fór yfir fjárhagsáætlun bílastæðasjóðs, frá- veitur, höfnina og önnur fyrirtæki í eigu borgarinnar. Einnig gerði hún grein fyrir breytingartillögum meiri- hlutans við A-hlutann, sem fólu í sér aukið framlag til ýmissa málaflokka. Áfram spólað í sama farinu Björn Bjarnason, oddviti Sjálf- stæðisflokks, sagði ekki votta fyrir neinu nýju í frumvarpi að fjárhags- áætlun fyrir árið 2003. Spólað væri áfram í sama farinu, útgjöldin héldu áfram að vaxa, skattbyrði að þyngjast og þjónustu ætti að skerða. „Því miður sýnir reynslan, að áætl- anir R-listans um útgjöld borgarsjóðs eða skuldir hans og hreinar skuldir Reykjavíkurborgar eru lítið annað en orð á blaði.“ Ef litið væri á samstæðu- reikninginn kæmi í ljós að skuldir Reykvíkinga hefðu frá 1993-2003 hækkað um 12,5 milljónir króna hvern einasta dag, á núvirði. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2002, sem samþykkt var fyrir ári síð- an, hefði verið gert ráð fyrir því að hreinar skuldir borgarinnar í árslok yrðu 33,2 milljarðar króna. „Útkomu- spá fyrir árið 2002 gerir nú ráð fyrir því að niðurstaðan verði 43,1 milljarð- ur króna eða tæpum 10 milljörðum hærri.“ Frávikið væri 30%. Áætlunum skeikar um 12% Fyrri áætlunum R-lista, hvað rekstrarútgjöld borgarsjóðs varðar, hefði skeikað um 12%. Sé áætlunin 2003 jafnilla úr garði gerð og fyrri áætlanir fari þau yfir 30 milljarða króna á næsta ári. Ingibjörg Sólrún sagði stöðu borg- arsjóðs þvert á móti hafa gjörbreyst til hins betra á undanförnum árum. Frá árinu 1999 hefðu skuldir í hlut- falli af skatttekjum lækkað úr 75,1% í 62,1% Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 yrði hlutfallið komið niður í 59,2%. „Skuldir á hvern íbúa lækki frá þessu ári til hins næsta úr 147 þúsund krónum í 144 þúsund, sem sé reyndar með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu.“ Á sama tíma hefði borgarsjóður staðið í gríðarlegum fjárfestingum, einkum og sér í lagi í grunn- og leikskólum. Björn gerði einnig grein fyrir breytingartillögum Sjálfstæðis- manna sem lögðu til að tekjuviðmið vegna lækkunar eða niðurfellingar fasteignaskatts og holræsagjalds á íbúðarhúsnæði 67 ára og eldri og ör- yrkja yrði hækkað um 50%. Þá var lagt til að stofnkostnaður vegna hjúkrunarheimila og annarra bygg- inga í þágu aldraðra yrði hækkaður um 82,5 m. kr. Skipulögðu fé- lagsstarfi á þremur félagsmiðstöðv- um aldraðra yrði haldið áfram og hætt við sumarlokun leikskóla. Ingibjörg Sólrún sagði Sjálfstæð- ismenn skorta heildstæða stefnu- mörkun og beinskeytta sýn til fram- tíðar. Sýknt og heilagt væri verið að reyna að grafa undan trúverðugleika meirihlutans, í stað þess að greina hver stefna Sjálfstæðisflokksins væri í málefnum borgarinnar. Breytingar- tillögur þeirra veittu litlu meiri inn- sýn í hvar þeir teldu að ætti að hlúa betur að grunnþjónustu í borginni. Verulega hefði verið komið til móts við óskir aldraðra og öryrkja um lækkun fasteignagjalda. Það hlyti alltaf að vera álitamál hversu langt ætti að ganga í að skattleggja fólk eft- ir aldri, en ekki tekjum. Sú tekjujöfn- un sem eðlilegust væri og kæmi flestu láglaunafólki til góða væri hækkun skattleysismarka. Framlög til Strætó minnkuð Til að mæta þeim kostnaði sem þessar breytingartillögur Sjálfstæð- ismanna hefðu í för með sér lögðu þeir jafnframt til að fjárveitingar til ýmissa flokka yrðu skornar niður. 100 milljóna króna niðurskurður á fram- lögum til Strætó bs. var stærsta breytingin sem lögð var til, í millj- ónum talið. Þá var lagt til að hætt yrði við að veita 65 milljónum til sýning- arskála í Aðalstræti, Miðborgar- stjórn yrði lögð niður og hætt yrði við rekstrarframlag til Aflvaka. Framlög til Höfuðborgarstofu, Hverfaráðs, Fræðslumiðstöðvar sem og Þróunar- og fjölskyldusviðs yrðu skorin niður. Ingibjörg sagði niðurskurðartillög- ur minnihlutans einnig skorta stefnu og skýra sýn. Í þeim væri vegið að þeim þáttum sem væru til stuðnings framþróunar í borginni. Niðurskurð- ur til hverfisráða myndi draga úr samráði við borgarbúa sem R-listinn hefði frekar á stefnuskrá að efla en draga úr. Sjálfstæðismenn sögðu það skjóta skökku við hversu illa borgarstjóri, sem er formaður nýskipaðrar nefnd- ar sem hefur það hlutverk að finna sparnaðarleiðir í borgarkerfinu, tæki þessum tillögum þeirra. Spennuþrungið and- rúmsloft í Ráðhúsinu Þrátt fyrir að fjárhagsáætlun borgarinnar 2003 væri rædd fram og aftur á borgarstjórnarfundi í gær var greinilegt að annað var efst í huga flestra borgarfulltrúa. Yfirleitt voru fáir í salnum, menn hópuðust saman fyrir utan og stungu saman nefjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.