Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 60
ÞÓRUNN Antonía, Afkvæmi guðanna, Bæjarins bestu, Búdrýgindi, O.N.E. og XXX Rottweiler leika á tón- leikum í Austurbæ í kvöld. Athygli vekur að allir ald- urshópar eru velkomnir á tónleikana. „Þetta eru einu jólatónleikarnir þar sem er ekkert aldurstakmark. Þarna fá allir að sjá ís- lensku stjörnurnar,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, skipuleggjandi. Þórunn Antonía hefur leikinn á rólegu nótunum við kassagítarundirleik föð- ur hennar, Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Eftir það ráða rappsveitirnar að mestu ríkjum. Jón Gunnar segir mikið lagt í tónleikana. Hann lofar mikilli ljósasýningu með leysigeislum og góðu hljóð- kerfi. Tónleikarnir kallast Mountain Dew-jólahlaðborð enda verður boðið upp á þennan nýja drykk á staðn- um. „Fólk getur drukkið eins mikið og það vill,“ segir Jón Gunnar, sem hefur hug á því að gera tónlistar- jólahlaðborðið að árlegum viðburði. Tónleikar fyrir alla aldurshópa í Austurbæ Lofar ljósasýningu Þórunn Antonía, Afkvæmi guðanna, Bæjarins bestu, Bú- drýgindi, O.N.E. og Rott- weiler í Austurbæ í kvöld. Miðaverð er 1.000 krónur og er forsala í Japis. Húsið opnað 19:30 og tónleikarnir hefjast hálftíma síðar.Rottweilerhundarnir koma fram á tónleikunum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson FÓLK Í FRÉTTUM 60 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ GEFST jafnan góður tími til að lesa yfir jólin og ekki bara mærð- arlegar örlagasögur eða ævisögur embættis- og ógæfumanna. Að sögn bóksala hefur sala á erlendum bók- um aukist talsvert á undanförnum árum og ræðst kannski að einhverju leyti af því hvað helstu bókaversl- anir eru duglegar við að fylgjast með og tryggja að jafnan séu nýj- ustu bækur á boðstólum og þær sem mest umtal hafa vakið erlendis. Ekki dregur og úr áhuganum að er- lendar bækur eru loks lausar við verndarskattinn illræmda og því lag að nýta jólin til að lesa forvitnilegar erlendar bækur sem komið hafa út á árinu eða eru loks að koma í kilju. Safran Foer – Everything is Illuminated Fáar bækur hafa verið eins um- deildar vestan hafs og þessi fyrsta skáldsaga; ýmist er að menn lofa hana fyrir að vera snilldarverk eða henni og höfundi hennar er fundið allt til foráttu. Einfalda má söguþráðinn með því að segja að bókin segi sögu helfararinn- ar gegn gyðingum í Úkraínu, en hún er líka um leit nútímamanns að sjálfum sér aukinheldur sem hún gefur býsna góða mynd af lífinu í þessu fyrrum Sovétríki og bregður um leið upp speglinum að vestrænu markaðsræði. Innbundin. W.G. Sebald – Austerlitz Það var mikill skaði þegar Win- fried Georg Sebald lést í bílslysi fyr- ir ári. Eftir hann liggja nokkrar merki- legar bækur, en engin eins merk og sú sem hér er tínd til sögunn- ar, Austerlitz. Hún kom út á síðasta ári og er því ekki alveg ný af nálinni, en tínd til af því tilefni að hún kom út á kilju fyrir stuttu. Líkt og með bók Safr- ans Foers segir hún sögu helfarar- innar og á það meira að segja sam- eiginlegt með þeirri fyrrnefndu að höfuðpersóna hennar er ungur mað- ur sem er í leit að fortíð sinni. Þar skilur þó með þeim Foer og Sebald því sá síðarnefndi er mun meiri rit- höfundur og bók hans sannkallað snilldarverk. Hún er þó ekki auðles- in og margur gefst upp á stíl Se- balds. Kilja. Peter Robinson – Aftermath Peter Robinson skrifar bækur um lögreglumanninn Alan Banks og hefur skrifað þær nokkrar. Banks sver sig ætt við breska lög- reglumenn sem gjarna bregður fyrir í glæpa- sögum, glímir við flækjur í einkalífinu, finnst gott að fá sér í glas og hefur gaman af tónlist sem samstarfsmenn hans hafa ekki smekk fyrir. Með tíman- um hefur Banks orðið raunverulegri í huga þeirra lesenda sem lesa bæk- ur Robinsons og bækurnar um hann er ævinlega ágætis afþreying. Kilja. Stephen L. Carter – Emperor of Ocean Park Meira fé var greitt fyrirfram fyrir þessa bók en dæmi voru um í bandarískri útgáfu- sögu og fyrirfram- pantanir af bókinni tryggðu að hún myndi ná metsölu frá fyrsta útgáfudegi. Getur nærri að menn hafi deilt hart um bókina og allt umstangið í kringum hana og lætin urðu síðan til þess að margir gagnrýnendur gátu ekki metið hafa óhlutdrægt. Flestir eru þó sammála um að hún er skemmtileg aflestrar, textinn að vísu torleiður, enda notar Carter aldrei eitt orð þegar hann getur troðið inn tíu, en fléttan er snjöll og framvindan trúverðug. Fín bók til að sökkva sér í í jólaleiðindunum. Innbundin. Haruki Murakami – After the Quake After the Quake er smásagnasafn en þótt sögurnar fjalli um ólíkar persónur og ólíkar að- stæður tengjast þær allar jarðhræringun- um í Kobe í janúar 1995. Þær hörmung- ar, og sarin-árásin í jeðanjarðarlestum í Tókýó í mars sama ár, urðu til þess að Haruki sneri aftur til Japan eftir margar ára sjálfskipaða útlegð, og hóf að leita að japanskri þjóðarsál. Sögurnar í After the Quake eru all- ar snilldarlega skrifaðar eins og Harukis er von og vísa og þó tengsl- in á milli þeirra virðist óljós við fyrstu sýn, að frátöldum jarðskjálft- anum, þá er mun meira á seyði und- ir niðri. Kilja. Richard Russo – Empire Falls Richard Russo fékk Pulitzer- verðlaunin fyrir þessa bók sína og þótt hún risti ekki djúpt er hún mjög þægileg aflestrar; segir frá fólki sem les- andanum er ekki sama um og um leið sögu af því hvernig breyttir tímar skilja fólk eftir allslaust, hvort sem er í sögunarmyllum vest- ur í Amríku eða vestur á fjörðum. Ekki spillir svo endirinn þar sem hið góða sigrar, eða virðist gera það í það minnsta, að vísu fyrir tilstilli deus ex machina. Kilja. Jasper Fforde – Lost in a Good Book / The Eyre Affair Seint þreytist ég á að mæla með bókum Jaspers Ffordes, Lost in a Good Book og The Eyre Affair. Þær segja frá bókalög- reglunni Tuesday Next, sem glímir við siðblindan glæpa- mann og siðblint risa- fyrirtæki. Í grunnat- riðum má segja að bækurnar séu glæpasögur, og býsna spennandi sem slíkar, en þær eru líka bráðskemmtileg ævintýri með ótal bókmenntalegum tilvísunum. Þannig getur hver sem er lesið bækurnar sér til skemmtunar en þeir sem eru vel heima í enskum bókmenntum fá enn meira út úr þeim. Lost in a Good Book er seinni bókin um Tuesday Next og kom út í kilju á þessu ári. Clive Barker – Abarat Clive Barker er þekktastur fyrir hryllingssögur sínar sem sumar eru svo krassandi að þær ættu ekki bara að vera bannaðar börn- um. Það kom því nokkuð á óvart er hann sendi frá sér ævintýri fyrir ung- menni, Abarat, fyrr á þessu ári. Að sögn er ævintýrið byggt á 250 olíumálverk- um sem Barker málaði áður en hann byrjaði að skrifa, en sagan segir frá stúlkunni Candy Quacken- bush sem býr í heldur ömurlegum smábæ í Minnesota. Hún berst á óútskýrðan hátt til annars heim, Abarat, þar sem hún flækist í bar- áttu á milli dags og nætur, góðs og ills. Skemmtilega skrifuð saga og ævintýraleg, hæfilega hryllileg og spennandi. Innbundin. Útlend bókajól Bókajólin íslensku þurfa ekki bara að vera á íslensku. Árni Matthíasson stingur upp á nokkrum erlendum bókum. TÓNLISTARMAÐURINN Sig- urður Kristinsson hleypti loks út hugmynd sem hann var búinn að ganga með í maganum um nokkra hríð þessi jólin. Afrakst- urinn er jólaplatan Svona vil ég hafa það..., þar sem sígild jólalög eins og „Nú er Gunna á nýjum skóm“, „Gefðu mér gott í skóinn“ og „Litli tromm- arinn“ eru sett í hátíðleg- an og á stundum annars konar búning. „Upphaflega ætlaði ég að taka þekkt jólalög og snúa þeim á ranghverf- una,“ útskýrir Sigurður. „En lögin tóku svo bara sjálf völdin og fóru sína eigin leið og skilgreindu sig nokkuð sjálf. Þannig að það varð minna úr hryðjuverka- starfseminni en efni stóðu til (hlær).“ Sigurður segir að ein ástæðan fyrir plötunni sé að hann sé orðinn dauðleiður á jólalagasíbyljunni. „Þetta er allt eitthvað vélrænt bjölluglingur. Ég legg hins vegar áherslu á lifandi flutning og að leyfa tónlistinni að njóta sín.“ Fjórar söngkonur hjálpa Sigurði í áttina að því takmarki, þær Andrea Gylfa, Halla Dröfn, Sigrún Vala og Hólmfríður Rafnsdóttir. Síðasta lag plötunnar stingur dálítið í stúf við önnur lög hennar. Hið ellefu mínútna „Fyrirheit“ ku nefnilega vera forsmekkur að væntanlegri sólóskífu Sigurðar sem verður tveggja diska plata. Jólaplatan er tekin upp í barna- herberginu sem prýðir heimili Sig- urðar á forláta græjur og fullkom- inn tölvuupptökubúnað sem hann á sjálfur. En er hann ekkert hræddur við að drukkna í jólaflóði- nu.„Mér er svosem al- veg sama um það,“ segir Sigurður rólegur í bragði. „Málið er að hafa komið þessu sómasam- lega frá sér og fengið líka dýrmæta reynslu í að standa í svona verki frá upphafi til enda. Ég var að þessu til að sýna fram á að jólalög eru líka falleg tónlist, ekki árstíðabundið ástand.“ Platan fæst á www.simnet.is/til- bod, í Gripið og greitt, Hljómalind og í MosRaf, Mosfellssveit. Jólaplatan Svona vil ég hafa það… Með sínu nefi Hin tvítuga Halla Dröfn og Sigrún Vala, þrettán ára, eru meðal söngkvenna á jólaplötunni Svona vil ég hafa það… TENGLAR ..................................................... www.vefsmidjan.is/siggik TVÖ rit í Bandaríkjunum sem bera með sér talsverða vigt hafa sett tvo íslenska listamenn í öndvegi í ársupp- gjöri sínu. David Fricke, aðstoðarritstjóri Rolling Stone, setur fram lista yfir tíu plötur sem hann mælir sérstaklega með fyrir árið 2002. Þar á meðal er frumburður rokk- sveitarinnar Leaves, Breathe. Þar segir Fricke Leaves vera hina sönnu Coldplay. Þeir leiki seiðandi og ang- urværar melódíur sem minni á Radiohead og gotneskt sýrurokk Echo and the Bunnymen. Fricke segir að endingu að Leaves sé athyglisverðasta sveit Íslands, sem sé starfandi í dag. Aðrar plötur á lista Fricke er m.a. plata dönsku sveitarinnar Under byen, bandarísku sveitarinnar Low og sólóplata fyrrum söngspíru Led Zeppelin, Robert Plant. New York Times birtir þá lista yfir bestu tónlist- arkassa ársins eða „box set“. Þetta form, sem einatt inniheldur einhverskonar heildarsöfn á nokkrum disk- um, tók mikinn kipp fyrir fimmtán árum eða svo, þegar geisladiskar urður almennari. Á listanum er m.a. kassi Bjarkar Guðmundsdóttur, Family Tree, sem inniheldur ásamt bestu lögum hennar sjaldgæf lög frá ýmsum skeiðum ferils hennar. Aðrir kassar sem eru nefndir eru t.a.m. með Jeff Buckley, Miles Davis, Flaming Lips og Dwight Yoakam. Tónlistaruppgjör vestanhafs Björk og Leaves meðal útvalinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.