Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 33 NORSKI listmálarinn Odd Nerd- rum hefur nú skipað sér í hóp frægra Íslandsvina sem ganga skrefinu lengra en að staldra bara við í Leifs- stöð, heldur kaupa sér hús hér á Fróni til að setjast að eða búa hluta úr ári. Í miðrými Kjarvalsstaða hanga nú þrjú stór málverk eftir Nerdrum, máluð á árunum 2001– 2002. Nerdrum er sérstakur „gestur á aðventunni“, eins og aðstandendur, eða forstöðumaður, safnsins kjósa að kalla það, og er sýningin nokkuð óvænt í ljósi þess að í fyrravetur var stór yfirlitssýning á verkum hans í vestursal safnsins. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að Odd Nerdrum sé þekktastur núlifandi listmálara frá Noregi. Hann, ásamt listmálurum eins og Stephen McKenna og Carlo Maria Mariani, vakti fyrst alþjóðlega at- hygli á níunda áratug síðustu aldar fyrir að mála í anda gömlu meistar- anna. Odd Nerdrum er þó ekki bara „endurfæddur“ meistari málaralistar eins og oft er gefið til kynna. Opin- berlega lifir hann persónu sína, eða egó, samkvæmt þeim gildum sem hann stendur fyrir í listum, hvort sem það er í framkomu eða klæðnaði, og hefur hann, líkt og listamennirnir Joseph Beuys og Andy Warhol gerðu á sínum tíma, skapað sér ímynd, eða goðsögn, sem hefur talsverð áhrif á hvernig hann er metinn sem lista- maður. En fyrst og fremst eru það auðvitað málverkin sem gera hann að þeim virta og umdeilda listamanni sem raun ber vitni. Við megum þó ekki bara dást að hæfni hans og merkja svo málverkin sem póstmód- ernískt „kitsch“ unnið í anda 16. og 17. aldar málara á borð við Pieter Brugel og Rembrandt Van Rijn. Þau eru frásagnarheimur út af fyrir sig sem minnir á myrkar miðaldir, en virðist eiga sér stað í eyðilegri fram- tíð, eins og eftir kjarnorkustríð, líkt áströlsku hasarmyndunum um Mad Max. Auk þess er margt í málverk- unum sem forvitnilegt er að skoða í samhengi við kvikmyndir Andreis Tarkovskís, en einhver óræður óhugnaður liggur yfir málverkum Nerdrums sem erfitt er að festa hönd á og er það sams konar andrúm og oft er í myndum Tarkovskis, eins og „Andrei Rublev“ og „Stalker“. Mál- verkin á Kjarvalsstöðum eru engin undantekning á því. „Fimm syngj- andi konur“ sýnir fimm konur og einn dreng sem frekar sýnast látin á sand- inum en syngjandi. „Geðsjúklingar“ vekur jafnframt óhug og „Annað líf“ er sjálfsmynd listamannsins þar sem hann annaðhvort sekkur eða rís úr jörðu, sem er, eins og í flestum mynd- um hans, sótt í eyðilegt landslag á Ís- landi. Myndir Nerdrums spegla yf- irleitt eitthvað í lífi hans sjálfs, en hvort konurnar fimm eru úr fortíð listamannsins og hann drengurinn, „Geðsjúklingarnir“ einhver tilfinn- ingabrot eða hvort „Annað líf“ hefur eitthvað með ákvörðun hans um að setjast að á Íslandi að gera getur maður aðeins velt fyrir sér. En þegar öllu er á botninn hvolft stendur mað- ur frammi fyrir þungum og áleitnum málverkum í epískum búningi sem maður vill helst flýja en getur samt ekki svo auðveldlega slitið sig frá. Mad Max og gamlir meistarar MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Safnið er opið alla daga vikunnar kl. 10– 17 nema á miðvikudögum kl. 10–19. Sýningin stendur til 31. janúar. MÁLVERK ODD NERDRUM Jón B.K. Ransu „Annað líf“ Odds Nerdrum. TÓ-TÓ er nafnið á hönnunarsam- vinnu myndlistarkvennanna Önnu Þóru Karlsdóttur og Guðrúnar Gunnarsdóttur. Báðar hafa þær ver- ið virkar innan myndlistarinnar um árabil. Anna Þóra hefur mestmegnis unnið með ull og sýndi m.a. ullarverk í Listasafni ASÍ í nóvember síðast- liðnum. Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í veflist og hefur reynt fyrir sér með ýmis efni á því sviði á und- anförnum árum. Verk hennar unnin með vír, fíngerðar þrívíðar teikning- ar, hafa vakið nokkra athygli og lof gagnrýnenda. Samhliða myndlist- inni vinna þær Anna Þóra og Guðrún síðan saman að hönnun sem nefnist Tó-Tó en ein merking orðsins tó er ullarvinna. Þær selja afurðir sínar meðal annars í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. Þar má til dæmis sjá skálar, fjöll og steina úr ull, unnin hugvitssamlega og af húmor fyrir möguleikum efnisins og íslenskri þjóðarsál. Eins og eðlilegt er þegar unnið er jöfnum höndum og með sömu hrá- efni innan myndlistarinnar og í hönnun kemur að því inn á milli að erfitt verður að greina mörkin þarna á milli. Nú sýna listakonurnar bein- línis út frá þeirri spurningu hvort hluturinn geti í raun verið bæði, falið í sér eiginleika myndlistarverks og einnig haft notagildi sem hönnun. Þetta er frekar háll ís að fóta sig á og veltur dálítið á því hvaða kröfur eru gerðar til myndlistarverka. Í mynd- list sinni hefur báðum listakonum tekist að vinna á áhugaverðan hátt á eigin forsendum, Guðrún Gunnars- dóttir hefur tekið vefformið og lagt áherslu á grunneiginleika þess, þráðinn sjálfan og möguleika hans. Anna Þóra hefur skapað verk úr ull- inni sem ekki er hægt að skoða öðru- vísi en sem hluta af höggmyndalist. Verkin sem Tó-Tó sýnir hér eru falleg hvað varðar áferð, form og lit og hvert um sig vekja þau áhuga á nánari skoðun. Þau eru falleg fyrir augað og frumlega unnin, við athug- un má sjá ýmislegt í þeim, mismun- andi mynstur, liti og áferð. Í fréttatilkynningu er lögð áhersla á margnota gildi verkanna, þeim má til dæmis sveipa um sig eins og sjali. Framsetning verkanna í galleríinu er hins vegar svo einföld, en þau hanga á vír meðfram veggjum, að sýningin sem slík nær ekki að verða mjög spennandi. Kannski er hún hugsuð með möguleika áhorfandans í huga, að fólk gæti hreinlega tekið verkin niður og gengið með þau um galleríið og þau lifnað þannig við, en ég veit ekki hvort það gerist í raun og veru. Önnur framsetning eða ein- hver viðbót við sýninguna hefði ef til vill getað auðveldað áhorfandanum að sjá fyrir sér möguleika verkanna. Þrátt fyrir þessa annmarka sýn- ingarinnar sé ég fyrir mér að að verkin standi undir sér sem frumleg hönnun/myndlistarverk við ákveðnar aðstæður eða framsetn- ingu. Á góðum stað í rúmgóðum gangi í heimahúsi getur óvænt um- breyting átt sér stað þegar verkið er þrifið niður af veggnum og því vafið um axlir á leið út. Skjól og skraut MYNDLIST – HÖNNUN Gallerí Skuggi Til 22. desember. Gallerí Skuggi er opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13–17. VERK UNNIN ÚR ULL, ANNA ÞÓRA KARLS- DÓTTIR, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, TÓ-TÓ Ragna Sigurðardóttir Reyfi, verk eftir Tó-Tó í Galleríi Skugga við Hverfisgötu. Orkuveitan flytur! 5166000 Bæjarhálsi 1 - 110 Reykjavík Afgreiðsla Orkuveitunnar opnar á nýjum stað mánudaginn 23. desember í glæsilegum húsakynnum að Bæjarhálsi 1. www.or.is Nýtt símanúmer Afgreiðslan er opin frá kl. 8.30 –16.00 alla virka daga Allar nánari upplýsingar er að finna á: F í t o n / S Í A F I 0 0 5 9 6 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.