Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ SteingrímurFriðfinnsson fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1952. Hann andaðist á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi hinn 13. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Friðfinnur Ólafsson, cand. oecon. og for- stjóri Háskólabíós, f. 1917, d. 1980, og Halldóra Anna Sig- urbjörnsdóttir, f. 1916, d. 1994. Systk- ini Steingríms eru Björn Rúnar, f. 1939, Guðríður Sólveig, f. 1942, Ólafur, f. 1945, Stefán, f. 1948, Sigrún Bára, f. 1950, og Elín Þóra, f. 1958. Steingrímur gekk ekki heill til skógar í andlegum þroska. Dvald- ist hann m.a. í Efra-Seli við Stokkseyri og í Tjaldanesi í Mos- fellsbæ í æsku og naut þar sérkennslu. Hann bjó hjá for- eldrum sínum í Vogahverfinu í Reykjavík og síðar bjó hann m.a. um margra ára skeið hjá Sigrúnu Báru systur sinni á Akur- eyri og í Kópavogi, en eftir það á sam- býlum fyrir fatlaða, síðast á sambýlinu í Byggðarenda 6 í Reykjavík. Hann starfaði um skeið í verksmiðjum SÍS á Akureyri en síðan á vernduðum vinnustöðum fatlaðra. Steingrímur tók virkan þátt í félagsstarfi fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu. Útför Steingríms verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Halló!! Þetta er besti bróðir þinn, hann Steini.“ Þetta er kveðjan sem við fengum jafnan þegar að Steini hringdi. Þessi kveðja var samt sem áður svo sönn, því að Steini var vissulega ,,Steini bróðir besti“. Steini bróðir vildi alltaf að allt gengi eftir röð. Það var enginn meðvitaðri um það að Böbbur væri elstur og þess vegna ætti hann að ráða. Ella Þóra væri yngst og þess vegna kæmi hún seinast. Hann sá ekkert réttlæti í því að Ella Þóra fengi bílpróf á undan honum, við hin sem lærðum þetta af Steina, sjáum ekkert réttlæti í því að hann fari fyrstur. Steini er næstyngstur og sennilega bestur af okkur öllum. Um Steina bróður má með sanni segja að þar hafi farið maður sér- staklega vel af guði gerður. Þrátt fyrir það að hafa fengið heilahimnu- bólgu á unga aldri og borið við það nokkurn skaða þá gerði hann meira úr sínu en aðrir. Hann var mikið samkvæmisljón og aldrei glaðari en þegar mannfagnaður var í nánd. Hann lagði það jafnvel á sig að stauta sig fram úr fyrirsögnum Moggans til að geta tekið þátt í öll- um samræðum og sagt t.d.: ,,Ja, það er slæmt með Landsbankann,“ og þar með var hann kominn inn. Eins átti hann það til að segja þegar ein- hver hagaði sér illa eða var reiður: ,,Sá sem býr í steinhúsi ætti ekki að vera að kasta gleri út um allt.“ Nú þegar jólin eru að nálgast þá var allt klárt. Steini byrjaði að vara okkur systkinin við því að jólin væri í des- ember strax í september. Hann vildi hafa það á hreinu hvert okkar fengi hvaða dag jóla og gamlárskvöld. Hann ætlaði að vera hjá Lillu á að- fangadag, Böbba á jóladag o.s.frv. Svo þegar okkar dagur rann upp, þá var Steini sóttur og hátíðin hófst, því enginn var meiri stemmnings- maður en Steini. Þegar við vorum lítil og eftirvæntingin næstum óbærileg eftir jólunum þá létum við tímann líða með því að syngja og spjalla saman. Eitt var það sem við skildum aldrei – af hverju var Siggi bæði í síðum buxum og sollabláum kjól. Hvað var hann að gera í solla- bláum kjól yfir buxunum? Þessari spurningu var ekki svarað fyrr en mörgum árum seinna. Hann sá ekki ástæðu til þess að vola yfir því sem ekki gat orðið, heldur gerði sér allt- af tilefni til að gleðjast yfir líðandi stund og vorkenna öllum hinum, sem gátu það ekki, enda þurfti eng- inn að vera í þykjustuleik í návist hans, nema þeir endilega vildu. Steini varð fimmtugur í febrúar og þá var nú efnt til veislu. Salur fenginn, mikið bakað og brasað, en sjálfur sá hann um skemmtiatriðin. Þetta var einn skemmtilegasti fagn- aður sem við höfum átt saman. Þarna tróðu þeir upp vinir Steina og Steini sjálfur, svo reyndum við systkinin líka að fá að troða upp, en dagskráin var þéttsetin. Svo var sungið ,,Á beran, á beran, við berj- um börnin smá“ sem er uppáhalds- lag okkar systkinanna. Steini var eins og hann margminnti okkur á langbesti bróðirinn og frændinn. Hann svoleiðis bar af. Aldrei var komið að tómum kof- anum hjá Steina, hann hafði alltaf svar á reiðum höndum. Lífið er einhvern veginn svo miklu tilkomuminna eftir að Steini er farinn. Hann fór svo skyndilega að það er næstum því eins og hann hafi verið bímaður upp í geimskip, kannski var hann það. Að minnsta kosti hefði honum fundist það flott skýring á því, að hann sjálfur þyrfti að brjóta það boðorð, að allt sé í réttri röð. Guðríður Sólveig, Sigrún Bára og Elín Þóra. Það hefur gjarnan verið haft á orði í móðurætt okkar systkinanna að eina raunverulega dauðasyndin sé að vera leiðinlegur. Alla aðra galla og breyskleika er með öðrum orðum hægt að fyrirgefa fólki með tíð og tíma. En leiðinlegheit… þau eru ófyrirgefanleg með öllu. Þessi umdeilanlegi stórisannleik- ur um mikilvægi kímnigáfunnar var innrættur okkur systkinunum í frumbernsku og hann kom strax upp í hugann núna á dögunum þegar heittelskaður móðurbróðir okkar, Steingrímur Friðfinnsson, lést svip- lega úr hjartaáfalli. Það var nefni- lega samdóma álit allra að Steini frændi væri langskemmtilegasta manneskjan í ættinni. Hann bar af. Eins og gull af eir. Í öllu tilliti. Þessi eftirlætisfrændi allra í fjöl- skyldunni bjó á æskuheimili okkar systkinanna á Akureyri um langt árabil og setti þá sterkan svip á bæ- inn sem einn af þessum óviðjafnan- legum karakterum, sem mála til- veru fólks eftirminnilegum litum með mögnuðum uppátækjum og stórsniðugum ummælum. Hann var brosmild og hugdjörf hjartans hetja. Það var sama hvað að steðjaði, því alltaf fann Steini frændi björtu hliðarnar og gat létt fólki lund með einhverjum sniðug- heitum. En kappinn var líka hvers manns hugljúfi og mátti aldrei neitt aumt sjá eða heyra. Fyrstur til geislandi fyndni, en líka fyrstur til gætinna faðmlaga. Umhyggja fyrir velferð annarra var honum í blóð borin og hjartahlýjan eðlislæg. Steini frændi tók misjöfnu hlut- skipti sínu í lífinu með stóískri ró og lagði meiri áherslu á að vera „kúl“ og njóta lífsins lystisemda til fulln- ustu í stað þess að velta sér upp úr smáatriðum eins og að vera fatlaður til hugar og handar eftir veikindi og slys á barnsaldri. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) En Steini frændi var ekki bara af- bragð annarra hvað mannkosti snerti, því hann var sömuleiðis metnaðarfullt samkvæmisljón og ætíð fyrstur til að bresta í söng og gítarglamur með tilþrifum þegar færi gafst. Hann var einnig mikill kvennaljómi og hafði lítið fyrir því að safna kringum sig aðdáendahópi stórgáfaðra þokkadísa, sem nutu sín hvergi betur en í félagsskap þessa sjarmatrölls sem gat brætt hörð- ustu steinhjörtu fyrirhafnarlaust. Það verður að viðurkennast að við systkinin söknum þess sárlega að geta ekki lengur ógnað hrekkju- svínunum í lífi okkar með því að benda á glaðhlakkalegan tveggja metra risa (sem aldrei gerði flugu mein) við hlið okkar, og segja sak- leysislega: „Ef þú hættir þessu ekki, þá læt ég hann Steina frænda stíga á þig!“ Af öllu framangreindu má það ljóst vera að það er ekki nóg með að þeir deyi ungir sem guðirnir elska, heldur hefur líka sárvantað öflugt samkvæmisljón í himnaríki... svona rétt fyrir jólaballið. Einhvern sem getur lamið taktinn og sungið eft- irlætis Elvis-lagið sitt hástöfum með mjaðmasveiflu fyrir englafjöld og jesúbörn: Well, it’s one for the money Two for the show Three to get ready Now go, cat, go. Friðfinnur Örn Hagalín, Guðmundur Már Hagalín, Halldóra Anna Hagalín, Stefán Hrafn Hagalín. Ég á alltaf eftir að minnast Steina frænda sem mikils grínista. Hann var góð eftirherma og sérstaklega er mér minnisstætt þegar hann tók Elvis. Ég kveð þennan besta frænda minn hins vegar með uppáhalds sálminum hans: Vertu yfir og allt um kring Með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Salka Sól Styrmisdóttir. Steingrímur Friðfinnsson föður- bróðir minn var afskaplega eftir- minnilegur maður. Hann var að eðl- isfari hress og kátur enda vinamargur. Ég man fyrst eftir Steina frænda þegar ég heimsótti höfuðstaðinn sem barn og gisti hjá afa og ömmu. Síðar bjó hann lengi á Akureyri hjá Sigrúnu Báru, systur sinni, sem var hans stoð og stytta. Þá dvaldi hann hjá okkur um tíma í Mývatnssveit. Ég var orðin nógu gömul til að átta mig á því að Steini væri þroskaheftur þó að það hafi ekkert dregið úr ánægju okkar með félagsskapinn það sumarið enda var Steini hvers manns hugljúfi. Síðar fann ég stundum að hann átti erfitt með að sætta sig við fötlun sína og þær takmarkanir sem henni fylgdu, einkum þegar litlu systkina- börn hans uxu úr grasi. Hann lét það þó engan veginn buga sig og mér þótti hann iðulega ávaxta sínar talentur vel. Þar er mér minnis- stæðast hve gaman hann hafði af því að spila á gítar og syngja. Gítar Steina var nokkuð við aldur og stundum falskur en Steini náði jafn- an að töfra úr honum tónlist. Hann hringdi þó iðulega í mig með sama erindi: „Þetta er uppáhaldsfrændi þinn,“ sagði hann. „Það þarf að stilla gítarinn.“ Þegar gítarinn hljómaði aftur rétt fengum við okkur kaffi- sopa og síðan tók Steini lagið og söng af krafti gamla og góða slagara sem þeir Haukur og Elvis höfðu gert fræga. Að Elvis ólöstuðum efa ég stórlega að aðrir hafi flutt lagið Blue Suede Shoes af jafnmikilli sönggleði. Síðasta sumar kom hann einn daginn og aðstoðaði mig í garðvinnu. Við tylltum okkur úti með gítar eftir erfiðið og sungum um Önnu í Hlíð og fleira fólk. Þetta var góður dagur og við ætluðum við að endurtaka um leið og veður leyfði á ný. Af því verður ekki en ekki trúi ég öðru en að hann spili nú á gítar á himnum og syngi í hópi foreldra og frændfólks. Ég vona bara að einhver aðstoði hann við að stilla strengina. Blessuð sé minning Steina frænda. Adda Steina Björnsdóttir. Það var alltaf gaman þegar Steini frændi kom í heimsókn í Mývatns- sveitina. Þessi fullorðni maður sem kom í heimsókn gagngert til þess að leika við krakka. Við tóku dagar þar sem hellar voru skoðaðir, hjólað var um sveitina og óleyst deilumál við aðra stráka útkljáð. Steini var sterkur en gerði ekki flugu mein, – og allir vildu leika við hann. Hann var reyndar of þungur fyrir reiðhjólið, og minnisstæður er dagur sem við eyddum í að gera við sama framdekkið þrisvar sinnum. Í minningunni var alltaf gott veður þegar hann kom í heimsókn. Steini var óaðskiljanlegur hluti af stórfjölskyldunni sem bjó þá á Snekkjuvogi 21 í Reykjavík, og þeg- ar við fórum suður í heimsókn tók hann oft á móti gestum, ávallt glað- ur og hress í bragði. Mörgum árum síðar þegar við vorum flutt suður, búið var að selja húsið á Snekkjuvogi og Steini flutt- ur annað, rakst ég oft á hann á gangi í miðbænum. Ég var gjarnan á leið í eða úr skóla, hann var gegna ein- hverjum erindum. Ytri aðstæður höfðu breyst mikið frá því sem áður var, en það sem hafði ekki breyst var, hversu Steini var alltaf glaður að hitta gamla vini. Hann var hægur í viðmóti en átti alltaf hlýlegt bros til að deila með öðrum. Minningin um þetta bros mun hlýja okkur þó Steina njóti ekki lengur við. Halldór Björnsson. Okkur langar að minnast vinar okkar Steina eins og hann var kall- aður með nokkrum orðum. Steini var einstakur persónuleiki og þeir sem kynntust honum gleyma honum STEINGRÍMUR FRIÐFINNSSON Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTJANA SESSELJA EINARSDÓTTIR fyrrum húsmóðir, Stóra-Steinsvaði, Hjaltastaðaþinghá, er lést föstudaginn 13. desember, verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 21. desember kl. 13.30. Jarðsett verður að Hjaltastað. Blóm afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti Sjúkrahúsið á Egilsstöðum njóta þess. Þóra Einarsdóttir, Bjarni Einarsson, Henný Eiríksdóttir, Einar Kr. Einarsson, Daldís Ingvarsdóttir, Stefán H. Einarsson, Hildur Friðbergsdóttir, Ástrún Einarsdóttir, Sigurður Jónsson, Eysteinn Einarsson, Magnea H. Jónsdóttir, Steinvör Einarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Sesselja Einarsdóttir, Baldur Guðlaugsson og fjölskyldur. Okkar ástkæra, HINRIKA HALLDÓRSDÓTTIR, Miðvangi 143, Hafnarfirði, er látin. Sigurður Þórðarson, Sigríður Sigurðardóttir, Bjarni Þór Gunnlaugsson, Rannveig Sigurðardóttir, Björn Arnar Magnússon, Birgir Sigurðsson, Svava Dröfn Bragadóttir, Hinrika og Steinunn Bjarnadætur, Sigurður Darri og Salvör Svanhvít Björnsbörn, Sunna Dís Birgisdóttir. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, SVERRIR SIGFÚSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Hafnarfirði þriðjudaginn 17. desember. Sólveig Þórðardóttir, Þórður Sverrisson, Hafrún Dóra Júlíusdóttir, Ingibjörg G. Sverrisdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KLEMENS SÆMUNDSSON, Hólagötu 4, Vogum, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju laug- ardaginn 21. desember kl. 14.00. Guðrún Kristmannsdóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.