Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 22
ERLENT
22 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Jólaþjónusta starfsfólks
Jól í görðunum
Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og
Suðurgötugarð til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum
leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast
upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gardur.is
Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770
Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi,
sími 585 2770, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00.
Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00
til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um
aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur.
Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag
Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10:00 og 15:00, verða
Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin fyrir þá sem vilja
staldra við í dagsins önn. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar í
Fossvogskirkju. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum
báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9:00 til 15:00.
Tilkynning frá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæma
Gleðilega jólahátíð
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
www.kirkjugardar.is
DÓMSTÓLL í Bandaríkjunum lækkaði á mið-
vikudaginn 28 milljarða dollara refsigreiðslu sem
tóbaksfyrirtækið Philip Morris hafði verið dæmt
til að greiða fyrrverandi reykingamanni í 28 millj-
ónir dollara. Dómstóllinn, hæstiréttur Kaliforníu-
ríkis, taldi 28 milljarða vera óhóflega mikið, en það
er hæsta refsigreiðsla sem tóbaksfyrirtæki hefur
nokkurn tíma verið dæmt til að greiða.
Í úrskurði dómstólsins segir að refsigreiðslan,
sem kviðdómur ákvarðaði í byrjun október, sé
„lagaleg óhófleg“ þar sem hún leiði til of mikils
ójafnvægis milli refsigreiðslu og skaðabóta-
greiðslu. Eftir að hafa vegið málið og metið komst
rétturinn að því að 28 milljónir séu nær lagi sem
refsigreiðslur.
Það var Betty Bullock, 64 ára lungnakrabba-
meinssjúklingur, sem höfðaði málið á þeim for-
sendum að hún hefði látið blekkjast af glæsimynd-
um í auglýsingum tóbaksfyrirtækjanna. Bullock
byrjaði að reykja er hún var 17 ára. Kviðdómur
komst að þeirri niðurstöðu að Philip Morris hefði
logið og ekki veitt nægar upplýsingar um skað-
semi reykinga.
Þótt hæstirétturinn hafi komist að þeirri nið-
urstöðu að refsigreiðslan væri of há samsinnti
rétturinn því að Philip Morris hefði komið illa
fram. „Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu,
á grundvelli gildra sönnunargagna, að framferði
Philip Morris hefði verið svívirðilegt og að nauð-
synlegt væri að krefjast umtalsverðrar refsi-
greiðslu til að hafa áhrif á sakborninginn.“ Kveðst
rétturinn að þessu leyti sammála kviðdómnum.
Málshöfðandi hefði „fært sönnur á“ að Philip
Morris hefði „statt og stöðugt logið að viðskipta-
vinum sínum“ er fyrirtækið hefði fullyrt að „engin
vissa væri fyrir því að vörur þess væru skaðvaldur
eða ávanabindandi“.
Ætla að áfrýja
Verjendur Philip Morris kváðust ósáttir við nið-
urstöðu hæstaréttar og boðuðu áfrýjun. Fyrirtæk-
ið hafði krafist þess að hæstiréttur ógilti með öllu
úrskurð kviðdómsins og segði að ný réttarhöld
skyldu fara fram. Lögmaður Bullocks, Michael
Piuze, lýsti einnig vonbrigðum sínum og sagði að
28 milljónir dollara samsvöruðu einungis tveggja
daga sígarettusölu hjá Philip Morris. „Þetta er
ekki raunveruleg refsing fyrir Philip Morris.“
Refsigreiðsla lækkuð
Los Angeles. AFP.
SJÖTÍU og tvö prósent Pól-
verja styðja inngöngu í Evr-
ópusambandið á forsendum
þeirra samninga sem gerðir
voru á leiðtogafundi ESB í
Kaupmannahöfn um síðustu
helgi. Þetta kemur fram í nið-
urstöðum skoðanakönnunar
sem kynnt var í gær. 14% Pól-
verja eru andsnúnir skilmálum
samkomulagsins.
53% aðspurðra í könnuninni
sögðust ætla að taka þátt í þjóð-
aratkvæðagreiðslu vegna aðild-
ar Póllands að ESB en at-
kvæðagreiðslan er áætluð 8.
júní á næsta ári. Af þeim sögð-
ust 82% ætla að segja já, 8%
ætla að segja nei og 10% voru
óákveðnir. Niðurstaða at-
kvæðagreiðslunnar verður þá
aðeins bindandi ef meira en
helmingur atkvæðisbærra
manna tekur þátt.
120 m hár
turn rís
í Dublin
HAFIST var handa við það í
Dublin, höfuðborg Írlands, í
gær að reisa risavaxinn turn í
miðborginni en upphaflega átti
hann að vera risinn fyrir árþús-
undaskiptin fyrir tveimur ár-
um. Turnspíran, sem um ræðir,
verður um 120 metrar að hæð,
gerð úr ryðfríu stáli, ein hæsta
höggmynd í heimi hér. Turninn
rís við enda O’Connell-strætis
og er vonast til að búið verði að
reisa meginhluta hans fyrir jól.
Handtökur í
Bretlandi og
Frakklandi
SJÖ menn af norður-afrískum
uppruna voru handteknir í Ed-
inborg og London í fyrradag og
færðir til yfirheyrslu. Er þeim
haldið í samræmi við tveggja
ára gömul lög um baráttu gegn
hryðjuverkum. Þrír mannanna
voru handteknir í Edinborg og
fjórir í London. Eru þeir allir á
þrítugsaldri. Hefur ekkert ver-
ið gefið upp um það, sem þeim
er gefið að sök, en allir verða
þeir hafðir í gæslu á leyndum
stað í Skotlandi.
Franska lögreglan handtók á
þriðjudag fjóra múslima í París
og fundust ýmis efni í fórum
þeirra, sem unnt er að nota sem
sprengiefni. Grunur leikur líka
á, að þau hafi átt að nota í efna-
vopnaárás og ekki síst vegna
þess, að mennirnir voru einnig
með sérstakan búning til að
verjast efna- og sýklavopna-
árás.
STUTT
72% Pól-
verja
hlynnt
ESB-aðild
COLIN Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kvaðst á miðviku-
daginn vonsvikinn vegna orða sem
Trent Lott, leiðtogi repúblikana í
öldungadeild þingsins, lét falla um
aðskilnað hvítra og svarta. „Ég
harma þær skoðanir sem búa að
baki þessum orðum [Lotts],“ sagði
Powell, sem er hæst setti blökku-
maðurinn í bandaríska stjórnkerf-
inu í sögu landsins.
Powell, líkt og George W. Bush
forseti, vildi ekki krefjast þess op-
inberlega að Lott segði af sér. Bush
hefur skammað Lott fyrir það sem
hann sagði. Lincoln Chafee varð á
miðvikudaginn fyrstur öld-
ungadeildarþingmanna repúblik-
ana til að lýsa því yfir að hann vildi
að Lott segði af sér. Bróðir Bush
forseta, Jeb Bush, ríkisstjóri í Flór-
ída, hefur einnig sagt að tími sé
kominn til breytinga.
Það sem varð til þess að Lott
berst nú fyrir pólitískri tilveru sinni
voru þau orð, sem hann lét falla í
Mississippi, að hann væri „hreyk-
inn“ af forsetaframboði Stroms
Thurmonds öldungadeildarþing-
manns 1948, sem lagði áherslu á að-
skilnað svartra og hvítra.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
sem Gallup gerði nú í vikunni töldu
47% aðspurðra að Lott ætti að segja
af sér og aðeins 30% studdu hann.
Fjörtíu og fimm prósent sögðust
telja að hann væri haldinn hleypi-
dómum í garð svartra og 30% kváð-
ust ekki telja svo vera. En ekki lítur
út fyrir að málið hafi haft slæm
áhrif fyrir Bush forseta. Aðeins
16% kváðust telja Bush haldinn
hleypidómum og 22% töldu að flest-
um repúblikönum á þinginu væri
uppsigað við svarta.
Powell harmar
orð Trents Lotts
Washington. AFP.
Reuters
Trent Lott ræðir við fréttamenn í
Mississippi. Hann hefur beðist
afsökunar á orðum sínum.