Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ENGINN Íslendingur hefur lagt sig jafnmikið fram um að skrifa um hagfræði og efnahagsmál fyrir al- menning og Þorvaldur Gylfason, prófessor í Háskóla Íslands. Undan- farin tólf ár hefur hann sent frá sér átta bækur um efnið á íslensku, flest- ar greinasöfn. Auk þess hefur hann skrifað nokkrar bækur sem gefnar hafa verið út á öðrum tungumálum og fjölda fræðigreina sem ekki eru ætlaðar almenningi. Síðasta bókin kom út í lok síðasta árs og nefnist Framtíðin er annað land. Eins og hann hefur oft gert áð- ur með góðum árangri byggir Þor- valdur bókina á greinum sem hann hefur þegar birt á ýmsum vettvangi, flestar í vikuritinu Vísbendingu, nokkrar í Morgunblaðinu og aðrar annars staðar. Þótt greinarnar séu í nokkrum tilfellum aðeins endur- skoðaðar frá upphaflegri gerð eða með nýjum athugasemdum ættu dyggir lesendur Þorvaldar því að hafa séð flest áður. Fyrir þá er þó óneitanlega fengur að því að grein- unum sé safnað saman á þennan hátt. Að vanda kemur Þorvaldur víða við og textinn er skýr, lipur og skemmtilegur. Það þarf enga sér- þekkingu á hagfræði til að halda þræðinum þótt óneitanlega sé text- inn miðaður við þá sem fylgjast vel með þjóðfélagsum- ræðu. Í örfáum grein- anna notar Þorvaldur tölfræðihugtök sem ekki eru öllum töm en það ætti ekki að koma í veg fyrir að óvanir les- endur geti fylgt rök- semdafærslunni. Þorvaldur hefur ekki legið á skoðunum sín- um í sjávarútvegsmál- um. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að hér færir hann ýmis rök fyrir þeim. Þá ræðir hann um aðild Ís- lands að Evrópusam- bandinu, krónuna og evruna, hag- vöxt og sérstaklega gildi menntunar fyrir hann og margt fleira. Einna skemmtilegastar eru hugrenningar Þorvaldar um það sem hann kallar opingáttarmenn og innilokunar- menn. Hann telur þá skiptingu mun gagnlegri til að skilja stjórnmál sam- tímans en hefðbundna skiptingu í hægri og vinstri. Sjálfur er Þorvald- ur eindreginn opingáttarmaður. Þegar bókin var gefin út voru horfur í efnahagsmálum tvísýnar og gengi krónunnar hríðlækkaði síðari hluta ársins 2000 og allt árið 2001. Þorvaldur ræðir nokkuð um þessa lækkun og telur hana hafa verið óhjákvæmilega í ljósi viðskiptahalla áranna á undan, mikillar erlendrar skuldasöfnunar og lítils gjaldeyris- forða. Síðan þetta var skrifað hefur þessi gengislækkun nær öll gengið til baka, þvert ofan í spár flestra hag- fræðinga. Þetta sýnir ágætlega hve erfitt er að sjá fyrir skammtímasveiflur í gengi gjaldmiðla og raunar verð á ýmsum mörkuðum, t.d. hluta- bréfamörkuðum. Sveiflur í gengi og verði eru í mörgum til- fellum mun meiri en hægt er að skýra með trúverðugum hætti með vísan til breytinga á raunstærðum efna- hagslífsins. Það er eitt af þeim verkefnum sem hagfræðingum um heim allan hefur geng- ið verst að leysa. Hagfræðin hefur þróað mörg ágæt tæki til að greina jafnvægi á mörkuðum en skilningur á mörkuð- um sem ekki virðast í jafnvægi er mun minni. Undanfarin ár hefur skilningur hagfræðinga á eðli hagvaxtar hins vegar aukist til muna. Einkum er nú meira vitað en áður um það hvað ræður hagvexti til langs tíma þótt enn sé erfitt að spá af nákvæmni hagvexti næstu misseri. Einn af sex hlutum bókarinnar fjallar sérstak- lega um hagvöxt en auk þess er það viðfangsefni alltaf nálægt í hinum hlutum bókarinnar. Þorvaldur hefur mjög sinnt rannsóknum á hagvexti. Því er sérstakur fengur að því að hann útskýri niðurstöður sínar og annarra fræðimanna um eðli og for- sendur hagvaxtar fyrir almenningi og stjórnmálamönnum. Framtíðarland opingáttarmanns BÆKUR Efnahagsmál eftir Þorvald Gylfason. Reykjavík, Há- skólaútgáfan. 368 bls. 2001. FRAMTÍÐIN ER ANNAÐ LAND Þorvaldur Gylfason Gylfi Magnússon Árni Bartels opnar málverkasýn- ingu í Hlíðarsmára 11 í Kópavogi kl. 19. Yfirskrift sýningarinnar er „Mitt eigið flugu óm“ og eru verkin afstrakt málverk. Sýningin verður opin á morgun og sunnudag kl. 12–17 og mánudag kl. 15–18. Eftir áramót verður sýningin opin eftir atvikum. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Hafnarborg Þremur sýningum lýkur á sunnu- dag: Samsýningunum Samspil og Sambönd og sýning á frummyndum Brians Pilkingtons úr bókinni Jólin okkar í kaffistofunni. Leiðsögn verður um sýninguna Samspil kl. 15 á sunnudag. Sýningum lýkur JÓLASÖNGVAR Kórs Langholts- kirkju verða haldnir í tuttugasta og fjórða sinn nú um helgina. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld kl. 23; aðrir annað kvöld kl. 23 og þeir þriðju á sunnudagskvöld kl. 20. Auk Kórs Langholtskirkju syngur Grad- ualekór Langholtskirkju á tónleik- unum. Kórstjóri beggja kóranna er Jón Stefánsson, og segir hann langt í frá að Kór Langholtskirkju sé orð- inn þreyttur á Jólasöngvum, þótt þeir hafi verið sungnir í tæpan ald- arfjórðung. „Alls ekki. Fólk hlakkar til Jólasöngvanna á hverju ári, því það er mikil stemmning yfir þeim. Kórfélagar sem hafa áður sungið með kórnum, en eru hættir, koma til að syngja með á Jólasöngvum; þetta er fólk sem hefur ekki lengur tækifæri til að syngja með kórnum vegna anna, en kemur og æfir með fyrir Jólasöngvana og vill alls ekki missa af þeim, og það segir sína sögu.“ Jón segir það athyglisvert hve vel tónleikar á aðventu eru sótt- ir, þegar halda mætti að fólk væri upptekið við jólaannir. „Ég vona að skýringin sé sú að fólk átti sig á því hve mikils virði það er að losa sig aðeins frá amstrinu og eiga fallega og notalega stund. Þegar við vorum að byrja á þessu fyrir tuttugu og fjórum árum, voru þetta nánast einu tónleikarnir af þessum toga. Í dag er næstum hver einasti kór með aðventutónleika, og það er alls staðar fullt út úr dyrum. Það virðist vera endalaus þörf hjá fólki fyrir að eiga svona stundir – sem betur fer.“ Fyrstu Jólasöngvarnir voru haldnir í Landakotskirkju 1978 og var það í raun í fyrsta skipti sem slíkir tónleikar voru haldnir. Fyrstu tónleikarnir í Langholtskirkju voru haldnir í kirkjuskipinu 1980 áður en gler var komið í kirkjuna, í tíu stiga frosti og ganga í minningunni undir heitinu „vettlingatónleikarnir“. Þá skapaðist sú hefð að gefa tónleika- gestum súkkulaði í hléi til að hlýja sér. Einsöngvarar verða Ólafur Kjartan Sigurðarson og Ólöf Kol- brún Harðardóttir. Einnig koma fram einsöngvarar úr röðum kór- félaga: Halldór Torfason úr Kór Langholtskirkju og Ragnheiður Helgadóttir og Þóra Sif Friðriks- dóttir úr Gradualekórnum. Hljóð- færaleikarar eru Bernharður Wilk- inson og Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikarar, Hafsteinn Guð- mundsson fagottleikari, Monika Abendroth hörpuleikari, Jón Sig- urðsson bassaleikari, Guðmundur Sigurðsson orgelleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari. Á efnisskránni er meðal annars Gaudete eftir Anders Öhrwall. Verkið er byggt upp á jólasálmum úr Piae Cantiones sem er elsta sænska sálmabókin, frá 1582. Meðal sálmalaganna eru In dulce jubilo, Það aldin út er sprungið og Syngið Guði sæta dýrð. Lögin mynda nokk- urs konar svítu og útsetningar Öhrwall gerðar af þeim frumleik og snilld sem honum einum er lagið. Ólafur Kjartan syngur meðal ann- ars lag afa síns, Jóns Sigurðssonar, við texta ömmu hans, Jóhönnu G. Erlingsson, Jólin alls staðar. Út- setninguna gerði Jón sérstaklega fyrir Jólasöngvana. Einnig syngur hann jólalag Peters Corneliusar, Konungarnir þrír, við textaþýðingu ömmu sinnar þar sem undirleikur- inn er sálmalagið Sjá morgun- stjarnan blikar blíð. Ólöf Kolbrún syngur meðal annars Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt eftir Adolpe Adam. Kór Langholtskirkju syngur meðal annars syrpu af jólalögum sem útsett eru af Magnúsi Ingi- marssyni fyrir kórinn þar sem Kjartan Valdemarsson, Pétur Grét- arsson og Jón Sigurðsson sjá um létta jasssveiflu. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju Morgunblaðið/Sverrir Kór Langholtskirkju á æfingu fyrir Jólasöngva um helgina. Endalaus þörf fyrir svona stundir TÓNLEIKAR til styrktar innan- landsaðstoðar Hjálparstarfs kirkj- unnar verða í Fríkirkjunni í Reykja- vík í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Að tónleikunum standa Jónas Þórir tón- listarmaður og Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson. Fram koma, auk þeirra, Egill Ólafsson, Bergþór Pálsson, Páll Rósinkranz, Anna Sigríður Helgadóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigrún Harðardóttir, Margrét Árna- dóttir, Ívar Helgason, Skólakór Varmárskóla, Kirkjukór Lágafells- kirkju og vinir Jónasar Þóris og hljóðfæraleikarar. Á efnisskránni er meðal annars frumflutningur á jólalagi eftir Egil Ólafsson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn. Sigrún Hjálmtýsdóttir Egill Ólafsson Sungið til styrktar fátækum ÆFINGAR eru hafnar á Macbeth eftir Verdi í Íslensku óperunni en frumsýning verður 1. febrúar nk. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari sem er Íslendingum að góðu kunnur frá hljómsveitarstjóratíð hans við Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Leikstjóri er Jamie Hayes og er þetta annað verkefni hans hjá Íslensku óperunni, en hann leik- stýrði uppfærslu á La Bohème fyr- ir tveimur árum. Hönnuður leik- myndar er Will Bowen, sem kemur frá Bretlandi eins og leikstjórinn, en búningahönnuðurinn, Kristine Pasternaka, kemur frá Lettlandi. Lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson, sem hefur hannað lýsingu í fjölmörgum sýningum Óp- erunnar. Með helstu hlutverk fara söngvararnir Ólafur Kjartan Sig- urðarson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Guðjón Óskarsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium. Almenn miðasala á Macbeth hefst 20. janúar en félagsmenn í Vinafélagi Íslensku óperunnar og starfsmenn samstarfs- og styrkt- arfyrirtækja Íslensku óperunnar njóta forkaupsréttar á tímabilinu 6.–18. janúar. Aðeins verða átta sýningar á verkinu og lýkur þeim í byrjun mars. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Kjartan Sigurðarson og Elín Ósk Óskarsdóttir eru meðal söngvara í Macbeth eftir Verdi sem Íslenska óperan frumsýnir 1. febrúar 2003. Æfingar hafnar á Macbeth
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.