Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 35
eirihluta, en mér vitanlega hafa engar slíkar
eiðingar eða þreifingar farið í gang. Við viljum
a þessi mál af fullum heilindum en Samfylk-
verður að gera sér grein fyrir ákveðnum póli-
m staðreyndum og veruleika.“
eð því að setja Ingibjörgu Sólrúnu í fimmta
listans í Reykjavíkurkjördæmi norður stefnir
fylkingin að því að ná inn fimm þingmönnum í
dæminu. Halldór hyggst skipa fyrsta sæti á
síns flokks í sama kjördæmi. „Ef Samfylk-
fær fimm þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn
r þingmannafjöldinn upptalinn,“ segir hann,
g tel að þetta séu fráleit markmið hjá báðum
kunum. Við framsóknarmenn ætlum okkur
an hlut í borginni en teljum okkur þó ekki eiga
þingsæti trygg fyrirfram. Við munum berjast
kar forsendum og vonumst eftir stuðningi
arbúa.“
ðspurður hvort hann telji að væringarnar síð-
daga muni hafa einhverjar afleiðingar varð-
hugsanlegt stjórnarsamstarf eftir kosningar,
Halldór: „Ég sé ekki að þessir atburðir hafi
á það. Við komum til með að ganga óbundnir
sninganna og það er útkoman í þeim kosn-
m sem verður ráðandi um það hvað gerist og
kki síst hvernig framsóknarmönnum gengur í
kjavík.“
s
ðrum bát
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 35
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstri-
hreyfingarinnar –græns framboðs, segist hafa
áhyggjur af því að líkurnar á vinstri stjórn eftir
þingkosningarnar í vor minnki til muna haldi Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri því til streitu
að fara í framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík í
komandi þingkosningum. „Ég hef áhyggjur af því
að möguleikar flokkana til að byggja upp traust sín
í milli um mögulegt samstarf í landsstjórninni geti
einnig skaðast.“ Hann segir ennfremur að með
framboði Ingibjargar Sólrúnar í vor sé samstarf og
trúnaðartraust í R-listanum látið víkja fyrir eig-
ingjörnum flokkshagsmunum Samfylkingarinnar.
„Ég tek það að vísu fram að við í Vinstri grænum
munum ekki láta þetta hafa nein áhrif á okkur. Við
munum einangra þennan atburð frá öðru. En ég les
það sérstaklega út úr viðbrögðum formanns Fram-
sóknarflokksins að þetta auki ekki beinlínis lík-
urnar á því að á þeim bæ fáist menn til þess að snúa
baki við Sjálfstæðisflokknum og koma til samstarfs
við okkur.“
Aðspurður kveðst Steingrímur J. taka undir yf-
irlýsingu borgarfulltrúa VG og Framsóknarflokks-
ins, um að það sé ekki samrýmanlegt að borg-
arstjóri í umboði kosningabandalags þriggja flokka
fari á sama tíma í þingframboð fyrir einn þeirra.
Með því að bjóða sig fram á lista Samfylking-
arinnar í Reykjavík sé Ingi-
björg að segja upp sínum þætti
að samstarfi flokkanna.
Steingrímur er einnig inntur
eftir því hvort hann hafi verið
með í ráðum þegar Ingibjörg
Sólrún tók umrædda ákvörðun
um að fara í framboð fyrir Sam-
fylkinguna. „Nei, aldeilis ekki,“
segir hann, „ég frétti af henni í
fjölmiðlum eins og aðrir og þar
á meðal allir forystumenn okk-
ar. Þeir fengu enga staðfestingu
á því að þetta væri í vændum fyrr en Össur Skarp-
héðinsson, formaður Samfylkingarinnar, boðaði
þetta í útvarpsfréttum klukkan fimm.“ Borg-
arstjóri hefði um klukkutíma síðar, að sögn Stein-
gríms, haldið því fram inni á fundi með m.a. fulltrú-
um VG að hún hefði enn ekki tekið ákvörðun.
Munum heyja málefnalega baráttu
„Þannig að þetta bar eins ótrúverðuglega að og
hægt var.“ Spurður að því hvort hann hefði talið
eðlilegra að Ingibjörg Sólrún hefði haft hann með í
ráðum segir hann: „Þetta snýr fyrst og fremst að
samstarfsaðilum hennar í borginni. Ég geri engar
kröfur til þess að hún hefði haft samráð við mig.
Hún vissi svo sem hug minn og Halldórs Ásgríms-
sonar og mat okkar til þessara hluta frá því í haust.
Það hefur ekkert breyst í því.“
Með því að setja Ingibjörgu Sólrúnu í fimmta
sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi norður gera
Samfylkingarmenn sér vonir um að ná fimm þing-
mönnum í kjördæminu. En hvaða pláss er þá eftir
fyrir efsta mann VG í kjördæminu? „Ég er í sjálfu
sér ekki upptekinn af þessum pælingum. Við mun-
um heyja okkar málefnalegu kosningabaráttu og
ég er ókvíðinn á úrslitin.“ Á máli Steingríms má þó
heyra að hann telur ekki líklegt að Ingibjörg nái inn
sem aðalmaður á Alþingi. Hann segir að fari hún
fram séu yfirgnæfandi líkur á því að hún verði vara-
þingmaður. „Ég get tæplega kallað það hógværð að
stilla málum svona upp af hálfu Samfylking-
arinnar,“ segir hann og vísar til þess að Samfylk-
ingin ætli sér að ná 5 þingmönnum í kjördæminu.
Steingrímur var spurður hvort hann telji að
mynda verði nýjan meirihluta í borgarstjórn
springi sá sem nú er fyrir. „Ég vil helst trúa því að
menn geti haldið þessu kosningabandalagi. Það er
augljóslega eindreginn vilji til þess af okkur hálfu
og vonandi annarra aðila. Fari Ingibjörg fram er
hægt að lágmarka þær breytingar sem þarf að gera
í þessu samstarfi við embætti borgarstjóra eða
verkaskiptinguna í forystunni.“
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Minni líkur á vinstri stjórn í vor
Steingrímur J.
Sigfússon
Staðfesting fékkst ekki á því fyrst í
stað hvort Ingibjörg Sólrún væri á
leið í framboð. Sagt var að hún væri
ekki búin að ákveða sig. Það var
Össur Skarphéðinsson sem staðfesti
það fyrst við fjölmiðla, milli klukkan
fjögur og fimm, að hún hefði þegið
sæti á lista Samfylkingarinnar.
Hann ræddi m.a. við fréttastofu
Bylgjunnar um framboðsmál borg-
arstjóra. Þar sagði hann: „Ingibjörg
Sólrún hefur sagt já við þeirri mála-
leitan minni að taka sæti á fram-
boðslista Samfylkingarinnar. Ég bað
hana um það, eða orðaði þetta við
hana fyrir nokkrum dögum og svo
ræddi ég þetta við hana í þaula yfir
helgina. Hún hefur fallist á að vera í
fimmta sæti á þeim lista sem ég leiði,
í Reykjavík norður. Þannig að þetta
er engin bóla. Þetta er veruleiki,
veruleiki sem ég fagna mjög. En ég
er ekki viss um að allir fagni honum
jafnmikið. Ég get ímyndað mér að
það fari nokkur skjálfti um þá sem
stýra liði bæði Sjálfstæðisflokks og
annarra flokka.“
Um hálfsjöleytið, eftir að hún
hafði átt fund með borgarstjórn-
arflokki R-listans, svaraði Ingibjörg
Sólrún spurningum fréttamanna,
sem biðu eftir henni. Þar sagði hún:
„Ég get staðfest það að Össur Skarp-
héðinsson, formaður Samfylking-
arinnar, og einnig formaður upp-
stillingarnefndar
Samfylkingarinnar hafa haft sam-
band við mig og farið þess á leit við
mig að ég taki fimmta sætið í öðru
kjördæminu, annaðhvort norður eða
suður og ég hef tekið jákvætt í það.
Ég hef ekki gefið svar um þetta
ennþá enda vildi ég ræða það hér við
minn borgarstjórnarflokk áður, en
ég hef tekið jákvætt í það.
Sp: Össur Skarphéðinsson lítur
svo á að þú hafir goldið jáyrði við
þessari bón hans.
ISG: Ja, ég hef tekið jákvætt í það
eins og ég segi.
Sp: Hverju svaraðir þú inni á þess-
um fundi ? Ætlar þú að bjóða þig
fram til þings?
ISG: Ég sagði þeim, eins og ég
sagði ykkur, að Össur hefði haft
samband við mig og ég hefði alls
ekki tekið því fjarri að taka fimmta
sætið og ég teldi að með því móti
væri hægt að koma umræðunni um
borgina og hagsmuni borgarbúa
betur á dagskrá í þessari kosninga-
baráttu sem í hönd fer og flokkarnir
setji vægi hennar meira á dagskrá
hjá sér.
. . .
Sp: Nú sagðir þú á kosninganótt
við fréttamann okkar að þú fullyrtir
algjörlega að þú værir ekki að fara í
þingframboð að ári. Það væri alveg
ljóst. Sumir túlka það svo að þú sért
að ganga á bak orða þinna?
ISG: Nei, ég var ekki að fara í
þingframboð þá og ég var ekki að
fara í haust vegna þess að ég leit svo
á að ef ég hefði farið í þingframboð
og tekið leiðandi stöðu þá væri ég
þar með að yfirgefa þennan vett-
vang og ég er ekki að því.
Sp. En þú ert að fara í þing-
framboð núna, það má skilja það
þannig?
ISG: Eigum við ekki að segja að
ég tók jákvætt í þetta en ég ætla
ekki að svara því frekar. Ég svara
auðvitað Össuri Skarphéðinssyni og
formanni uppstillingarnefndar fyrst
áður en ég svara ykkur.
Sp: Össur segir að þú hafir í reynd
samþykkt það, það er orðrétt það
sem hann segir, að borgarstjóri hafi
í raun samþykkt það.
ISG: Já, ég hef ekki séð neitt í fjöl-
miðlum í dag haft eftir Össuri
Skarphéðinssyni, þannig að ég veit
ekkert.
Sp: Hvenær ætlar þú þá að gefa
lokasvar?
ISG: Mér sýnist nú að það hljóti að
gerast á morgun eða hinn.
Um hálfáttaleytið sat svo borg-
arstjóri fyrir svörum hjá þeim Krist-
jáni Kristjánssyni og Sigmari Guð-
mundssyni. Þar sagði hún aðspurð
um áform sín:
„Ástæðan fyrir því að ég svaraði
ekki afdráttarlaust við fjölmiðlana
áðan var að formaðurinn, Össur
Skarphéðinsson, kom að máli við
mig og nefndi við mig norður-
kjördæmið og formaður uppstilling-
arnefndarinnar sem nefndi við mig
fimmta sætið í öðru hvoru kjördæm-
inu. Mér fannst nú svona eðlilegra
að ég gæfi þeim formlegt svar áður
en ég talaði við fjölmiðlana. Nú hef-
ur Össur úttalað sig um þetta og ég
get alveg sagt að ég tók mjög já-
kvætt í þetta, mér finnst hugmyndin
að mörgu leyti góð. Ég hef í sjálfu
sér ekki velt því mikið fyrir mér,
enda ekki haft mikinn tíma til þess,
hvort kjördæmið ætti heldur að
veðja á í því sambandi og í rauninni
skiptir það mig engu máli. Þannig
að ef það er skoðun Össurar að það
sé betra að ég setjist í norður-
kjördæmið þá hlíti ég því.
Sigmar: Þannig að þú ætlar sem
sagt fram, það er alveg afdrátt-
arlaust?
ISG: Ég hef tekið jákvætt í þetta,
eins og ég sagði, og svarað þeim
með þeim hætti að ég myndi gera
þetta.
Kristján: Þetta er sem sagt já?
ISG: Ja, hvað finnst þér.
m flokk-
ó svo að
borgar-
ar
rúnu er
lagt allt
krefið úr
málin á
r í annað
ta skref,
Kvenna-
m og síð-
.
lýst því
ram sem
virðast
g Vinstri
i sé ekki
arstjóra.
amsókn-
bæ væri
ynnt var
uppsagn-
ð frá því.
ætur af
pólitísk
í næstu
st hvort
aðild að
ú verður
gibjargar
árangur-
nær ekki
kjöri og Samfylkingin á ekki aðild
að næstu ríkisstjórn situr hún eftir
sem varaþingmaður og almennur
borgarfulltrúi. Hins vegar yrði
hún vafalítið eitt af ráðherraefnum
Samfylkingarinnar ef til ríkis-
stjórnarsamstarfs kæmi, jafnvel
þótt hún næði sjálf ekki kjöri. Inn-
an Samfylkingarinnar hefur lengi
verið rætt opinberlega um að
æskilegt væri að ráðherrar flokks-
ins gegndu ekki þingmennsku
samhliða ráðherrastarfinu.
Nýr meirihluti í borginni?
Ástandið í borgarstjórn Reykja-
víkur virðist með þeim hætti að allt
getur gerst og ekki er útilokað að
Reykjavíkurlistinn splundrist ef
ekki næst lending í borgarstjóra-
málinu.
En hvaða möguleikar eru í stöð-
unni? Það verður að teljast ólíklegt
að Ingibjörg Sólrún falli frá þeirri
ákvörðun sinni að gefa kost á sér í
næstu alþingiskosningum. Ef
framsóknarmenn og vinstri græn-
ir halda þeirri kröfu til streitu að
hún láti af embætti borgarstjóra
verða flokkarnir þrír, Samfylking,
Framsóknarflokkur og vinstri
grænir að semja sín á milli um það,
hver eigi að leiða borgina. Fram-
sóknarmenn munu vafalítið tefla
fram Alfreð Þorsteinssyni, vinstri
grænir Árna Þór Sigurðssyni og
Samfylkingin Stefáni Jóni Haf-
stein. Það gæti hins vegar reynst
erfitt að ná samstöðu um einhvern
þeirra og alls ekki er hægt að úti-
loka að tilraunir til þess renni út í
sandinn. Þá verður annaðhvort að
finna borgarstjóra utan borgar-
stjórnarflokksins eða mynda nýj-
an meirihluta í borgarstjórn. Fyrir
liggur að flokkarnir þrír, sem
mynda Reykjavíkurlistann, gætu
allir myndað meirihluta með Sjálf-
stæðisflokki. Ef til þess kemur
hlýtur þó samstarf Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks að telj-
ast líklegasta niðurstaðan. Þessir
flokkar eiga nú þegar samstarf í
landsmálunum og ljóst er að marg-
ir innan þessara flokka hafa hug á
áframhaldandi stjórnarsamstarfi.
Viðbrögð Framsóknarflokksins
við ákvörðun borgarstjóra benda
heldur ekki til að þar á bæ séu
menn æstir í að mynda breiðfylk-
ingu til að bola Sjálfstæðisflokkn-
um frá völdum. Varla gætu vinstri
grænir, sem hafa sett myndun
„velferðarstjórnar“ á oddinn, rétt-
lætt samstarf við Sjálfstæðisflokk-
inn og menn geta rétt ímyndað sér
áhrifin á Samfylkinguna ef brott-
hvarf Ingibjargar Sólrúnar yrði til
að flokkurinn leiddi Sjálfstæðis-
flokkinn til valda á nýjan leik.
Samfylkingin á mestra hags-
muna að gæta í þeirri valdabaráttu
sem nú á sér stað. Jafnaðarmenn
hafa árum saman barist fyrir
myndun breiðfylkingar vinstra
megin við miðju og var draumur
margra að Reykjavíkurlistinn yrði
fyrsti vísirinn að slíku afli. Með
framboði Ingibjargar Sólrúnar
átti að leggja drög að sigri í næstu
kosningum og myndun nýrrar
stjórnar Samfylkingar, (hugsan-
lega vinstri grænna) og Fram-
sóknarflokksins undir forystu
Halldórs Ásgrímssonar. Vandinn
virðist vera sá að aðrir flokkar eru
ekki tilbúnir í þann dans. Það get-
ur líka varla talist góð byrjun á
slíku samstarfi að fara í slag við
þessa flokka í Reykjavík norður án
þess einu sinni að ráðfæra sig við
þessa flokka fyrirfram á þeim vett-
vangi þar sem samstarf er þegar
til staðar, þ.e. í borgarstjórn.
Á næstu dögum verður tekist á
um framtíð Reykjavíkurlistans.
Þau öfl innan Samfylkingarinnar
sem vilja sameina vinstri menn
munu hins vegar vafalítið leggja
mikið á sig til að Reykjavíkurlist-
inn, sem í þrennum kosningum
hefur sigrað Sjálfstæðisflokkinn,
leggi ekki upp laupana og „glund-
roðakenningin“ skjóti upp kollin-
um á nýjan leik.
arlaus R-listi?
Morgunblaðið/Kristinn
ngibjörg Sólrún Gísladóttir mæta til borgarstjórnarfundar í Ráðhúsinu í gær.
Sem sagt já?
Allt frá því að fyrst bárust fregnir af því á miðvikudag að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri væri á leið í framboð til Al-
þingis reyndu fjölmiðlar að fá botn í málið. Borgarstjóri og Össur
Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, voru hins vegar
ekki samstiga í yfirlýsingum sínum framan af degi.